...jæja ég er búin að taka full af "fyrir" myndum af húsinu og á bara eftir að koma þeim á netið. Sum ykkar fáið örugglega hroll þegar þið sjáið umbúnaðinn á mörgu í húsinu mínu en við erum hægt og rólega að laga allt til. Reyndar gengur hægar en hægt núna, erum bara búin að flota hálft húsið en klárum það vonandi á morgun og hinn og þá er hægt að fara að setja parketið á. Fallega fallega hvíttaða askinn minn !! :) Það sem gerir mig hræddasta fyrir utan að peningarnir dugi ekki er garðurinn. Þessar þúfur og sinan sem er allsstaðar lætur mig bara leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus í orðsins fyllstu merkingu. En ef Dawid flotar á morgun ætti ég að geta ráðist á sláttuvélina og pínt hana í gegnum eitthvað af þessari sinu. Ætlaði að vera rosalega klár og fá bæinn til að gera fyrsta sláttinn en þá gera þeir ekki svoleiðis lengur. Ég meina það!!! Ekki eins og ég hafi verið að fara fram á að fá þetta ókeypis! Æ jæja þeir hljóta að hafa sínar ástæður og ég verð bara rosalega mjó og stælt eftir barninginn við grasið! Er alltaf að reyna að vera í Pollýönnuleik og það gengur bara mjög vel. Lífið mitt er miklu betra og skemmtilegra eftir að ég fór að reyna að hugsa svona - mæli með því.
Annars erum við að pæla í málningu þessa dagana og ég held að við séum komin að samkomulagi og þá eru það ljósin. Gvuð hvað það er mikið sem þarf að hugsa um en það er voðalega gaman. Mæli með þessu... :D
mánudagur, maí 25, 2009
miðvikudagur, apríl 29, 2009
...jæja þá á ég húsið eða við auðvitað :) Gengum frá öllu á mánudaginn og byrjum vonandi að gera eitthvað um helgina. Eða Dawid byrjar vonandi því ég verð sennilega að vinna alla helgina á Skaftfelli vegna blakmótsins. Þarf reyndar að skoppa yfir og taka nokkrar before myndir áður en við hefjumst handa svona til að hræða fólk aðeins. Fór yfir á mánudagskvöldið að skoða aftur eftir að ég var formlega orðin eigandi og þá fannst mér þetta ekkert vera mikið mál, eins og við ættum bara eftir að vippa þessu fram úr annari erminni! :) Þetta er mjög spennandi og gaman og ég skoða allar auglýsingar vel og vandlega ef þar skildi leynast eitthvað sem okkur vantaði á góðu verði. Hef líka gerst sérlegur aðdáandi heimasíðna fyrirtækja eins og Byko, húsasmiðjunnar, Ikea og Rúmfatalagersins og skoða þær örugglega á hverjum degi. Svo nú er bara að fara að rífa, pússa, sparsla, mála og leggja gólefni, hengja upp og þrífa og svo bara flytja inn...vonandi í júní.
Og Madda og Móa og allir vinir sem vilja leggja leið sína í fjörðinn fagra er velkomið að tala við okkur um gistingu...ég er nú með 4 svefnherbergi...
Og Madda og Móa og allir vinir sem vilja leggja leið sína í fjörðinn fagra er velkomið að tala við okkur um gistingu...ég er nú með 4 svefnherbergi...
mánudagur, mars 30, 2009
...þá er leyndóið komið í ljós og það er jákvætt!!! Ég á HÚS!!! Gerði tilboð í Fjarðarbakka 6 og fékk hann eftir smá vesen, einhver lúði ákvað að bjóða í það um leið og ég! :@ En þetta hús er ætlað mér og engum öðrum. Átti að fara að skrifa undir í dag en veðrið er auðvitað alveg brjálað hérna og svo var fasteignasalinn líka veðurteptur einhverstaðar. En vona að ég skrifi undir í vikunni og geti svo bara fljótlega farið að flota gólf og parketleggja og skipta um eldhúsinnréttingu, gera gat í vegg og færa kannski eina hurð. Ji spennandi finnst ykkur ekki? Ég er búin að vera í þessum hugleiðingum síðan fyrir jól og svo þegar ég skoðaði þetta hús bara vissi ég að okkur ætti eftir að líða svo vel þarna. Akkúrat stærðin sem ég vill, 104 m2, ekki of lítið, ekki of stórt. Þarf ekki að þrífa alla daga allan daginn en hef samt pláss fyrir einn eða tvo krakka ef þeim er ætlað að koma til okkar. :)
Nú er bara að segja upp leigunni, skrifa nafnið mitt á mörg blöð og sækja um lánið og þá get ég byrjað að láta drauminn verða að veruleika...
Nú er bara að segja upp leigunni, skrifa nafnið mitt á mörg blöð og sækja um lánið og þá get ég byrjað að láta drauminn verða að veruleika...
föstudagur, mars 27, 2009
...nú fer þetta spennandi alveg að koma í ljós! Kannski seinnipartinn í dag en örugglega ekki fyrr en eftir helgi. Kom reyndar svolítið babb í bátinn en við höldum áfram að vera bjartsýn og látum okkur dreyma.
Annars allt fínt að frétta af heilsugæslunni, mismunandi mikið að gera en ég sit hérna og lít vel út fyrir stofnunina frá 13 - 16 alla virka daga, brosi mínu blíðasta og nota símaröddina! :) Er alltaf að reyna að innleiða "fína föstudaga" og mæti alltaf í fínum fötum á föstudögum en gengur eitthvað illa að fá samstarfsfólkið með mér í lið. Sagði Reyni að hann ætti að vera með bindi við axlaböndin á föstudögum en honum leist ekkert á það. Óli var reyndar eitthvað spenntur en hefur samt ekki sannað sig sem trúarlegur fylgjandi "fínna föstudaga". Svo en sem komið er er ég ein í liði. Dress dagsins er grænn kjóll með svörtum doppum og síð stuttermapeysa við. Dawid var mjög sáttur við dressið en fannst ég kannski heldur fín en málið er að ég vill vera fín! :)
Í gær var smá kaffi hjá Beötu og Piotr því Inga varð 3ja ára. Svo stutt síðan við Dawid vorum nýbyrjuð að deita og ég kom feimin í 2ja ára afmælið hennar. Fyrsta skiptið sem við vorum opinberlega saman og ekki á Lárunni. Beata hafði að sjálfsögðu hrist 2 kökur fram úr erminni og þær voru alveg hrikalega góðar. Önnur var ekta pólsk og kom skemmtilega á óvart og ég held að ég hafi borðað svona helminginn af henni *roðn* en hún var bara ánægð að mér fyndist þetta svona gott. Þetta var vatnsdeig, búðingur og sulta og hver hefði getað trúað að þetta væri svona gott *slurp slurp* verð að læra að búa svona til.
Annars er alltaf sama planið um helgar núorðið, er orðin svo stabíl í ellinni. Planið er Bónus um helgina. Hver man ekki eftir þessum gömlu góðu þegar planið voru partý og leikir og skemmtun? En eins furðulega og það kannski hljómar er ég alveg sátt við þessi skipti, hef mikla þörf fyrir ró og næði þessa dagana og vill hafa allt í röð og reglu í kringum mig og í lífinu mínu og huganum. Er samt ekki dauð úr öllum æðum ennþá, fæ alltaf reglulega fiðring í magann og tærnar og verð að skella mér út á lífið... :D
Annars allt fínt að frétta af heilsugæslunni, mismunandi mikið að gera en ég sit hérna og lít vel út fyrir stofnunina frá 13 - 16 alla virka daga, brosi mínu blíðasta og nota símaröddina! :) Er alltaf að reyna að innleiða "fína föstudaga" og mæti alltaf í fínum fötum á föstudögum en gengur eitthvað illa að fá samstarfsfólkið með mér í lið. Sagði Reyni að hann ætti að vera með bindi við axlaböndin á föstudögum en honum leist ekkert á það. Óli var reyndar eitthvað spenntur en hefur samt ekki sannað sig sem trúarlegur fylgjandi "fínna föstudaga". Svo en sem komið er er ég ein í liði. Dress dagsins er grænn kjóll með svörtum doppum og síð stuttermapeysa við. Dawid var mjög sáttur við dressið en fannst ég kannski heldur fín en málið er að ég vill vera fín! :)
Í gær var smá kaffi hjá Beötu og Piotr því Inga varð 3ja ára. Svo stutt síðan við Dawid vorum nýbyrjuð að deita og ég kom feimin í 2ja ára afmælið hennar. Fyrsta skiptið sem við vorum opinberlega saman og ekki á Lárunni. Beata hafði að sjálfsögðu hrist 2 kökur fram úr erminni og þær voru alveg hrikalega góðar. Önnur var ekta pólsk og kom skemmtilega á óvart og ég held að ég hafi borðað svona helminginn af henni *roðn* en hún var bara ánægð að mér fyndist þetta svona gott. Þetta var vatnsdeig, búðingur og sulta og hver hefði getað trúað að þetta væri svona gott *slurp slurp* verð að læra að búa svona til.
Annars er alltaf sama planið um helgar núorðið, er orðin svo stabíl í ellinni. Planið er Bónus um helgina. Hver man ekki eftir þessum gömlu góðu þegar planið voru partý og leikir og skemmtun? En eins furðulega og það kannski hljómar er ég alveg sátt við þessi skipti, hef mikla þörf fyrir ró og næði þessa dagana og vill hafa allt í röð og reglu í kringum mig og í lífinu mínu og huganum. Er samt ekki dauð úr öllum æðum ennþá, fæ alltaf reglulega fiðring í magann og tærnar og verð að skella mér út á lífið... :D
föstudagur, mars 06, 2009
...nú eru spennandi tímar framundan hjá parinu á Fjarðarbakka 10 - kjallara en ég vill ekki ljóstra upp um hvað er að gerast alveg strax. Ætla að vera viss um að eitthvað gerist í alvörunni en ekki bara í mínum ofvirka huga sem starfar svo hratt þessa dagana að hann er á yfirsnúning. En spennandi er það - ó sei sei já!
Síðustu helgi fór Dawid á snjóbretti í 4 klukkutíma og svo til Egilsstaða að borða. Vegna þess að hann var held ég með smá samviskubit yfir að borða á Egils án mín og vegna þess að hann vill ekki að elskan sín svelti bauð hann mér í pizzu á Skaftfell. Svolítið skrítið að vera að borða ein og hann bara með tvöfaldan espresso með mjólk en ég verð að segja að það vandist bara vel. Ég pantaði ostaveislu og Nikolas fór alveg fram úr sjálfum sér því hún var alveg hrikalega góð *slurp*. Svo áttum við notalega stund yfir Gossip Girl. Ekki segja neinum en Dawid er orðinn alveg húkt á Gossip Girl og ég þarf að berjast við hann á nóttunni til að koma honum í rúmið. "Bara einn þátt enn" er algeng settning en Sirrý lætur sig ekki og slekkur á draslinu. Þetta byrjaði með að ég var að horfa á fyrsta þáttinn og Dawid var í tölvunni. Svo fór hann að spurja mig "hver er þetta?" "hvað er hann að gera?" "Er þetta mamma hans eða kærasta pabbans?" og ég var að verða leið á að svara þessu svo ég sagði honum bara að horfa ef honum þætti þetta áhugavert. En nei það var of stelpulegt! 10 mínútum seinna var búið að loka tölvunni og koma sér vel fyrir í sófanum! :)
Þessi helgi verður örugglega góð. Það er hálft band að spila á Lárunni í kvöld og þar sem ég hef verið stillt síðan á Þorrablótinu held ég að það sé kominn tími til að fara út og skvetta úr klaufunum. Svo ætla ég að bjóða foreldrum mínum í matinn sem er búinn að vera á prjónunum í örugglega mánuð en alltaf kom eitthvað uppá, veikindi og vinna og allskonar.
Semsagt spennandi tímar framundan og góð helgi í augnsýn...
Síðustu helgi fór Dawid á snjóbretti í 4 klukkutíma og svo til Egilsstaða að borða. Vegna þess að hann var held ég með smá samviskubit yfir að borða á Egils án mín og vegna þess að hann vill ekki að elskan sín svelti bauð hann mér í pizzu á Skaftfell. Svolítið skrítið að vera að borða ein og hann bara með tvöfaldan espresso með mjólk en ég verð að segja að það vandist bara vel. Ég pantaði ostaveislu og Nikolas fór alveg fram úr sjálfum sér því hún var alveg hrikalega góð *slurp*. Svo áttum við notalega stund yfir Gossip Girl. Ekki segja neinum en Dawid er orðinn alveg húkt á Gossip Girl og ég þarf að berjast við hann á nóttunni til að koma honum í rúmið. "Bara einn þátt enn" er algeng settning en Sirrý lætur sig ekki og slekkur á draslinu. Þetta byrjaði með að ég var að horfa á fyrsta þáttinn og Dawid var í tölvunni. Svo fór hann að spurja mig "hver er þetta?" "hvað er hann að gera?" "Er þetta mamma hans eða kærasta pabbans?" og ég var að verða leið á að svara þessu svo ég sagði honum bara að horfa ef honum þætti þetta áhugavert. En nei það var of stelpulegt! 10 mínútum seinna var búið að loka tölvunni og koma sér vel fyrir í sófanum! :)
Þessi helgi verður örugglega góð. Það er hálft band að spila á Lárunni í kvöld og þar sem ég hef verið stillt síðan á Þorrablótinu held ég að það sé kominn tími til að fara út og skvetta úr klaufunum. Svo ætla ég að bjóða foreldrum mínum í matinn sem er búinn að vera á prjónunum í örugglega mánuð en alltaf kom eitthvað uppá, veikindi og vinna og allskonar.
Semsagt spennandi tímar framundan og góð helgi í augnsýn...
mánudagur, febrúar 23, 2009
...ég gerði ekkert um helgina, ekkert punktur. Ég fór ekki í bollur til mömmu, ekki í pizzu til Beatu og Piotrs, fór ekki á Láruna, hitti Guðlaugu og Örnu ekki og keypti mér ekki nammi. Slök helgi? Nei þetta var bara ágætis helgi. Á föstudaginn fór ég reyndar í súpuklúbb til Ingu og Mæju og skemmti mér mjög vel. Lofaði að mæta, var svo ekki að nenna en Dawid skammaði mig fyrir að segja alltaf ætla að gera eitthvað en skipta svo um skoðun svo ég skellti mér og sé ekki eftir því. Súpan var svo góð að ég ætla að fá uppskriftina, í eftirrétt var alvöru súkkulaðifrauð og í eftir-eftirrétt voru ostar og vínber og sulta og spjallið og hláturinn sem fylgdi þessu öllu saman var alveg endurnærandi. Kom amk mjög glöð og ánægð heim um ellefuleytið.
Í dag er svo bolludagur og ég stefni hraðbyri að því að verða kosin ungfrú Bolla hjá HSA 2009! :D Er búin með 3 og eina fiskibollu og er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum niður að ná í fleiri bollur. Lárus segir að ef ég haldi svona áfram í sætabrauðinu (er búin að vera dugleg undanfarið að fara niður og ná mér í bita *uss ekki segja frá*) verði ég orðin eins og kjötbolla eftir 5 ár. Ég er ekki alveg sammála því ég hef misst um 5 kg síðan ég byrjaði að vinna hérna en við sjáum hvernig þetta fer. Einhver veðmál...
Í dag er svo bolludagur og ég stefni hraðbyri að því að verða kosin ungfrú Bolla hjá HSA 2009! :D Er búin með 3 og eina fiskibollu og er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum niður að ná í fleiri bollur. Lárus segir að ef ég haldi svona áfram í sætabrauðinu (er búin að vera dugleg undanfarið að fara niður og ná mér í bita *uss ekki segja frá*) verði ég orðin eins og kjötbolla eftir 5 ár. Ég er ekki alveg sammála því ég hef misst um 5 kg síðan ég byrjaði að vinna hérna en við sjáum hvernig þetta fer. Einhver veðmál...
mánudagur, febrúar 09, 2009
...þá eru dagarnir í borginni að baki. Við hjónaleysin eru stálslegin, ekkert alvarlegt sem læknarnir gátu sett útá...sem betur fer. Höfðum það alveg hrikalega notalegt í borginni, út að borða öll kvöld og í hádeginu, kebab, KFC, grillhúsið, Eldsmiðjan, Madonna...*slurp*!!! Skelltum okkur líka í bíó á Slumdog Millionare (Viltu vinna milljarð) sem var smá misheppnað hjá okkur því við vissum ekki að hluti myndarinnar var á indversku en ég reyndi að þýða það mikilvægasta. Svo var keila (ég vann leik í fyrsta skiptið!!!) og verslað smá, kaffihús og kósý kvöld með einn bjór í hönd og gott spjall. Margt sem okkur langaði að gera en sumt af því er skemmtilegra að gera þegar fer að hlýna eins og að fara að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið (það er náttúrulega heitt svo það skiptir kannski ekki máli hvernig veðrið er). Er að plana að koma aftur í borgina í sumar og vera þá amk heila viku með íbúð og túristast þá svolítið og fara td á söfn og svoleiðis. Held að það væri bara gaman fyrst það verður sennilega ekkert farið til útlanda nema flugfélögin komi með einhver ofurtilboð sem er ekki hægt að sleppa. Mér finnst svo gaman að fara í svona smá ferðir með Dawid og vona að við getum skellt okkur í einhvern smá skreppitúr fljótlega aftur.
Annars er lífið bara eins og venjulega, gott og skemmtilegt og leikur við mig...
Annars er lífið bara eins og venjulega, gott og skemmtilegt og leikur við mig...
fimmtudagur, janúar 29, 2009
...þá er afmælið hennar Röggu liðið og Þorrablótið líka. Fór svo ekkert í afmælið hennar Röggu en skrapp til hennar daginn eftir með gjöfina og fékk kaffi og með því og notalegt spjall. SVo var Þorrablótið síðustu helgi og það var vægast sagt alveg frábært. Maturinn klikkar ekki, skemmtiatriðin voru mjög góð og félagskapurinn sem ég var í var meiriháttar. Svo var dansað og drukkið fram á rauða nótt. Við Dawid tókum nokkrar mjög fagmannlegar sveiflur og svo dansaði ég fullt við pabba gamla, alltaf jafn gaman að því, milli þess sem ég sat við borðið okkar og átti mjög merkilegar samræður! ;)
Um þessa helgi er ekkert útstáelsi planað, en ætla að elda einhver góðan mat og kannski baka eina franska súkkulaðiköku handa Dawid því hann átti afmæli sama dag og Þorrablótið var. Verð að vera smá góð við hann. Gaf honum þráðlausan stýripinna fyrir tölvuna sem hann er mjög ánægður með. Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd því núna er hann alltaf að spila Fifa!!
Helgina 6.-9.feb verðum við hjúin svo í borginni. Þurfum aðeins að læknast og svo bara að hafa það gott. Ætli við reynum ekki að hitta nokkra útvalda og fara eitthvað út að borða og svona fínerí, kannski bíó en svo má ekki gleyma að aðalatriðið er bara að hafa það gott og eiga notalegar stundir saman...
Um þessa helgi er ekkert útstáelsi planað, en ætla að elda einhver góðan mat og kannski baka eina franska súkkulaðiköku handa Dawid því hann átti afmæli sama dag og Þorrablótið var. Verð að vera smá góð við hann. Gaf honum þráðlausan stýripinna fyrir tölvuna sem hann er mjög ánægður með. Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd því núna er hann alltaf að spila Fifa!!
Helgina 6.-9.feb verðum við hjúin svo í borginni. Þurfum aðeins að læknast og svo bara að hafa það gott. Ætli við reynum ekki að hitta nokkra útvalda og fara eitthvað út að borða og svona fínerí, kannski bíó en svo má ekki gleyma að aðalatriðið er bara að hafa það gott og eiga notalegar stundir saman...
föstudagur, janúar 16, 2009
...ég er eitthvað andlaus í dag, finnst ég þreytt og slitin og ósofin. Gæti hugsanlega verið vegna þess að við Dawid sátum og spjölluðum og dreyptum á viskíi og líkjör langt fram á nótt. Enda planið hjá okkur báðum að leggja okkur þegar við komum heim.
Dawid setti loksins saman crosstrainerinn sem ég keypti mér, eða við settum hann saman því ég hjálpaði! :) Svo núna hef ég enga afsökun fyrir að hreyfa mig ekki. Hef ekki farið í yoga síðan fyrir jól en það er von á betrun því í næstu viku fer ég sama hvað tautar og raular, það gengur bara ekki lengur að letipussast yfir einhverju sem mér finnst í alvörunni skemmtilegt!!
Svo pantaði ég mér stofugardínur, eldhúsljós, lesljós og skógrind í síðustu viku og þetta er komið svo nú þarf Dawid að taka upp borinn og koma þessu á sinn stað. Þarf að stytta gardínurnar og ég ætla að blikka Lillu frænku til að gera það fyrir mig eftir helgina.
Svo er bara afmælið hennar Röggu um helgina, það verður þvílíkt fínerí þar og örugglega alveg rosalega gaman, við mætum amk hress og kát og stingum seðli í baukinn hennar. Hún er að safna sér fyrir nýju og flottu rúmi stelpan. Mér finnst þetta rosalega sniðugt að vera bara með bauk til að safna fyrir einhverju sérstöku því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að finna eitthvað!!! ;)
Svo er konukvöld hjá versluninni Prýði á mánudaginn og við Gulla og örugglega mömmur okkar ætlum að kíkja við. Svo er bara Þorrablót, ein fríhelgi og svo skellum við okkur til Reykjavíkur. Dawid þarf að fara í myndatöku á kjálkanum og við verðum heila helgi að dúlla okkur, erum með íbúð og ætlum kannski að leigja bíl.
Það er bara allt að gerast hérna...
Dawid setti loksins saman crosstrainerinn sem ég keypti mér, eða við settum hann saman því ég hjálpaði! :) Svo núna hef ég enga afsökun fyrir að hreyfa mig ekki. Hef ekki farið í yoga síðan fyrir jól en það er von á betrun því í næstu viku fer ég sama hvað tautar og raular, það gengur bara ekki lengur að letipussast yfir einhverju sem mér finnst í alvörunni skemmtilegt!!
Svo pantaði ég mér stofugardínur, eldhúsljós, lesljós og skógrind í síðustu viku og þetta er komið svo nú þarf Dawid að taka upp borinn og koma þessu á sinn stað. Þarf að stytta gardínurnar og ég ætla að blikka Lillu frænku til að gera það fyrir mig eftir helgina.
Svo er bara afmælið hennar Röggu um helgina, það verður þvílíkt fínerí þar og örugglega alveg rosalega gaman, við mætum amk hress og kát og stingum seðli í baukinn hennar. Hún er að safna sér fyrir nýju og flottu rúmi stelpan. Mér finnst þetta rosalega sniðugt að vera bara með bauk til að safna fyrir einhverju sérstöku því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að finna eitthvað!!! ;)
Svo er konukvöld hjá versluninni Prýði á mánudaginn og við Gulla og örugglega mömmur okkar ætlum að kíkja við. Svo er bara Þorrablót, ein fríhelgi og svo skellum við okkur til Reykjavíkur. Dawid þarf að fara í myndatöku á kjálkanum og við verðum heila helgi að dúlla okkur, erum með íbúð og ætlum kannski að leigja bíl.
Það er bara allt að gerast hérna...
föstudagur, janúar 09, 2009
...jæja er ekki kominn tími á smá ferð niður stíg endurminninganna? Smá upprifjun á árinu 2008:
Janúar: Var á Seyðisfirði 2 vikur eftir jól, hitti Dawid í fyrsta skipti 12.janúar. Fer suður og nokkrum dögum síðar eða rétt fyrir Þorrablót er mín mætt í fjörðinn aftur og hefur ekki hugmynd um hvað hún vill stoppa lengi. Þarf varla að taka það fram að Þorrablótið var frábært!
Febrúar: Skrepp til Rvk til að hitta Gunnar, tala við hann á alvarlegu nótunum og við hættum saman. Amma Sigga fær heilablóðfall meðan ég er í Rvk og ég dríf mig aftur austur. Hún fer frá okkur 4 dögum seinna. Þessi mánuður var erfiður, dauði og sambandsslit en góður líka því allt var spennandi í sambandi við kynni mín af Dawid.
Mars: Yoga og leikfélagsæfingar hertóku marsmánuð. Strembið að vera í leikfélagi en það gefur svo mikið á móti. Hefði ekki treyst mér í þetta ári áður.
Apríl: Ennþá meiri leikfélagsæfingar en líka smá páskaferð til Akureyrar sem Dawid bauð mér í. Þar höfðum við það óskaplega notalegt þó hann hafi búist við að bærinn væri svolítið stærri! Það voru líka endalausar heimatilbúnarpizzur með stelpunum og spilakvöld þar sem Undir sólinn stóð upp sem vinningshafi yfir skemmtilegasta spilið. Dawid byrjaði líka að leigja íbúð og ég svona hálfpartinn flutti inn til hans.
Maí: Útskrift stelpnanna með partýi og góðum mat og júróvísjóngleði. Sumarbústaðarferð og rauður varalitur og ekki má gleyma frumsýningunni á leikritinu góða sem heppnaðist framar öllum vonum...við urðum öll fræg á einni nóttu!
Júní: Fór til Rvk og týndi saman afganginn af dótinu mínu og var þá alflutt austur. Var líka dugleg að vera úti í sólinni, með sólarvörn að sjálfsögðu, til að ná í lit fyrir sumarfríið.
Júlí: Í júlí stóð að sjálfsögðu uppúr mæðgna-systraferðin til Danmerkur. Það var yndislegt að sjá hvað Sigga frænka skemmti sér vel í fyrstu utanlandsferðinni sinni sem tók heila viku. Við Dawid fórum líka í skreppitúr til Borgarfjarðar og hittum einmitt Þóru frænku þar með fjölskylduna, hún sem býr á Sauðárkróki! Spennan magnast því við förum til Grikklands í ágúst.
Ágúst: Róleg verlsunarmannahelgi í firðinum því 5.ágúst lögðum við í hann í 3ja vikna reisu til Grikklands að hitta fjölskylduna hans Dawids. Það var rosalega gaman þar en líka erfitt að vera alveg mállaus. Það var líka mjög heitt og einn dag fór í 50°c. Skoðaði að sjálfsögðu margt og mikið en samt ekki nóg og keypti mér nýja myndavél og tók fullt af myndum. Sáum Akropolis og fleiri fornmynjar, fórum í búðir, borðuðum úti oft og mörgum sinnum, fórum út í eyju og bara höfðum það notalegt suma dagana.
September: Þetta er tímamótamánuður því ég byrja að vinna eftir langt hlé. 50% starf sem móttökuritari á heilsugæslunni er alveg málið. Ég flutti líka formlega inn til Dawids og keypti húsgögn í Ikea til að gera heimilislegra og losa okkur við eitthvað af dótinu hans Dýra.
Október: Mikið að gera í vinnunni því Birna skrapp til útlanda og ég var allan daginn, alltaf að komast betur og betur inn í allt og er bara mjög hamingjusöm og ánægð með lífið og tilveruna. Sunnudagarnir einkennast af Bónusferðum og pizzu í Söluskálanum ásamt smá kúreríi.
Nóvember: Dawid kjálkabrotnar og við förum akut-suður með hann í aðgerð. Náum að kaupa smá jólagjafir og fara í Ikea. Þannig að í heildina var þetta rólegur mánuður þar sem ég var að hjúkra manninum mínum og borða súpur. Skellti mér samt á eitt ball sem var mjög skemmtilegt.
Desember: Endalausar ferðir til Egils til að kaupa jólagjafir. Hef ekki þurft að kaupa gjafir fyrir austan í 10 ár svo þetta var skrítið en heppnaðist vel. Jólaskreytingar hertóku huga minn um skeið og svo hafði ég það bara ósköp notalegt með kaffidrykkju með Gullu og stelpunum á daginn og rólegheitum með Dawid á kvöldin. Mamma bauð okkur líka á jólahlaðborð í Skaftfelli og svo voru jólin sjálf auðvitað alveg frábær með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Áramótin voru ekkert síðri.
Nýja árið byrjaði ágætlega fyrir utan smá rifrildi við Marcin en það jafnar sig á endanum. Við erum komin með nýja leigusala og það byrjar bara vel...vona ég amk! Ég er ennþá á fullu að gera íbúðina notalega og hreiðurgerðin er ekkert að trappast niður. Er ennþá ánægð í vinnunni og sátt við lífið og tilveruna og lífið er bara mjög gott...
Janúar: Var á Seyðisfirði 2 vikur eftir jól, hitti Dawid í fyrsta skipti 12.janúar. Fer suður og nokkrum dögum síðar eða rétt fyrir Þorrablót er mín mætt í fjörðinn aftur og hefur ekki hugmynd um hvað hún vill stoppa lengi. Þarf varla að taka það fram að Þorrablótið var frábært!
Febrúar: Skrepp til Rvk til að hitta Gunnar, tala við hann á alvarlegu nótunum og við hættum saman. Amma Sigga fær heilablóðfall meðan ég er í Rvk og ég dríf mig aftur austur. Hún fer frá okkur 4 dögum seinna. Þessi mánuður var erfiður, dauði og sambandsslit en góður líka því allt var spennandi í sambandi við kynni mín af Dawid.
Mars: Yoga og leikfélagsæfingar hertóku marsmánuð. Strembið að vera í leikfélagi en það gefur svo mikið á móti. Hefði ekki treyst mér í þetta ári áður.
Apríl: Ennþá meiri leikfélagsæfingar en líka smá páskaferð til Akureyrar sem Dawid bauð mér í. Þar höfðum við það óskaplega notalegt þó hann hafi búist við að bærinn væri svolítið stærri! Það voru líka endalausar heimatilbúnarpizzur með stelpunum og spilakvöld þar sem Undir sólinn stóð upp sem vinningshafi yfir skemmtilegasta spilið. Dawid byrjaði líka að leigja íbúð og ég svona hálfpartinn flutti inn til hans.
Maí: Útskrift stelpnanna með partýi og góðum mat og júróvísjóngleði. Sumarbústaðarferð og rauður varalitur og ekki má gleyma frumsýningunni á leikritinu góða sem heppnaðist framar öllum vonum...við urðum öll fræg á einni nóttu!
Júní: Fór til Rvk og týndi saman afganginn af dótinu mínu og var þá alflutt austur. Var líka dugleg að vera úti í sólinni, með sólarvörn að sjálfsögðu, til að ná í lit fyrir sumarfríið.
Júlí: Í júlí stóð að sjálfsögðu uppúr mæðgna-systraferðin til Danmerkur. Það var yndislegt að sjá hvað Sigga frænka skemmti sér vel í fyrstu utanlandsferðinni sinni sem tók heila viku. Við Dawid fórum líka í skreppitúr til Borgarfjarðar og hittum einmitt Þóru frænku þar með fjölskylduna, hún sem býr á Sauðárkróki! Spennan magnast því við förum til Grikklands í ágúst.
Ágúst: Róleg verlsunarmannahelgi í firðinum því 5.ágúst lögðum við í hann í 3ja vikna reisu til Grikklands að hitta fjölskylduna hans Dawids. Það var rosalega gaman þar en líka erfitt að vera alveg mállaus. Það var líka mjög heitt og einn dag fór í 50°c. Skoðaði að sjálfsögðu margt og mikið en samt ekki nóg og keypti mér nýja myndavél og tók fullt af myndum. Sáum Akropolis og fleiri fornmynjar, fórum í búðir, borðuðum úti oft og mörgum sinnum, fórum út í eyju og bara höfðum það notalegt suma dagana.
September: Þetta er tímamótamánuður því ég byrja að vinna eftir langt hlé. 50% starf sem móttökuritari á heilsugæslunni er alveg málið. Ég flutti líka formlega inn til Dawids og keypti húsgögn í Ikea til að gera heimilislegra og losa okkur við eitthvað af dótinu hans Dýra.
Október: Mikið að gera í vinnunni því Birna skrapp til útlanda og ég var allan daginn, alltaf að komast betur og betur inn í allt og er bara mjög hamingjusöm og ánægð með lífið og tilveruna. Sunnudagarnir einkennast af Bónusferðum og pizzu í Söluskálanum ásamt smá kúreríi.
Nóvember: Dawid kjálkabrotnar og við förum akut-suður með hann í aðgerð. Náum að kaupa smá jólagjafir og fara í Ikea. Þannig að í heildina var þetta rólegur mánuður þar sem ég var að hjúkra manninum mínum og borða súpur. Skellti mér samt á eitt ball sem var mjög skemmtilegt.
Desember: Endalausar ferðir til Egils til að kaupa jólagjafir. Hef ekki þurft að kaupa gjafir fyrir austan í 10 ár svo þetta var skrítið en heppnaðist vel. Jólaskreytingar hertóku huga minn um skeið og svo hafði ég það bara ósköp notalegt með kaffidrykkju með Gullu og stelpunum á daginn og rólegheitum með Dawid á kvöldin. Mamma bauð okkur líka á jólahlaðborð í Skaftfelli og svo voru jólin sjálf auðvitað alveg frábær með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Áramótin voru ekkert síðri.
Nýja árið byrjaði ágætlega fyrir utan smá rifrildi við Marcin en það jafnar sig á endanum. Við erum komin með nýja leigusala og það byrjar bara vel...vona ég amk! Ég er ennþá á fullu að gera íbúðina notalega og hreiðurgerðin er ekkert að trappast niður. Er ennþá ánægð í vinnunni og sátt við lífið og tilveruna og lífið er bara mjög gott...