mánudagur, febrúar 23, 2009

...ég gerði ekkert um helgina, ekkert punktur. Ég fór ekki í bollur til mömmu, ekki í pizzu til Beatu og Piotrs, fór ekki á Láruna, hitti Guðlaugu og Örnu ekki og keypti mér ekki nammi. Slök helgi? Nei þetta var bara ágætis helgi. Á föstudaginn fór ég reyndar í súpuklúbb til Ingu og Mæju og skemmti mér mjög vel. Lofaði að mæta, var svo ekki að nenna en Dawid skammaði mig fyrir að segja alltaf ætla að gera eitthvað en skipta svo um skoðun svo ég skellti mér og sé ekki eftir því. Súpan var svo góð að ég ætla að fá uppskriftina, í eftirrétt var alvöru súkkulaðifrauð og í eftir-eftirrétt voru ostar og vínber og sulta og spjallið og hláturinn sem fylgdi þessu öllu saman var alveg endurnærandi. Kom amk mjög glöð og ánægð heim um ellefuleytið.

Í dag er svo bolludagur og ég stefni hraðbyri að því að verða kosin ungfrú Bolla hjá HSA 2009! :D Er búin með 3 og eina fiskibollu og er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum niður að ná í fleiri bollur. Lárus segir að ef ég haldi svona áfram í sætabrauðinu (er búin að vera dugleg undanfarið að fara niður og ná mér í bita *uss ekki segja frá*) verði ég orðin eins og kjötbolla eftir 5 ár. Ég er ekki alveg sammála því ég hef misst um 5 kg síðan ég byrjaði að vinna hérna en við sjáum hvernig þetta fer. Einhver veðmál...

mánudagur, febrúar 09, 2009

...þá eru dagarnir í borginni að baki. Við hjónaleysin eru stálslegin, ekkert alvarlegt sem læknarnir gátu sett útá...sem betur fer. Höfðum það alveg hrikalega notalegt í borginni, út að borða öll kvöld og í hádeginu, kebab, KFC, grillhúsið, Eldsmiðjan, Madonna...*slurp*!!! Skelltum okkur líka í bíó á Slumdog Millionare (Viltu vinna milljarð) sem var smá misheppnað hjá okkur því við vissum ekki að hluti myndarinnar var á indversku en ég reyndi að þýða það mikilvægasta. Svo var keila (ég vann leik í fyrsta skiptið!!!) og verslað smá, kaffihús og kósý kvöld með einn bjór í hönd og gott spjall. Margt sem okkur langaði að gera en sumt af því er skemmtilegra að gera þegar fer að hlýna eins og að fara að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið (það er náttúrulega heitt svo það skiptir kannski ekki máli hvernig veðrið er). Er að plana að koma aftur í borgina í sumar og vera þá amk heila viku með íbúð og túristast þá svolítið og fara td á söfn og svoleiðis. Held að það væri bara gaman fyrst það verður sennilega ekkert farið til útlanda nema flugfélögin komi með einhver ofurtilboð sem er ekki hægt að sleppa. Mér finnst svo gaman að fara í svona smá ferðir með Dawid og vona að við getum skellt okkur í einhvern smá skreppitúr fljótlega aftur.

Annars er lífið bara eins og venjulega, gott og skemmtilegt og leikur við mig...