laugardagur, maí 31, 2008

...hamingjan heldur áfram að blómstra og allt er yndislegt! :)

Um daginn fór ég í sólbað, hef ekki gert það í mörg ár og í alvörunni náði ég smá lit. Kannski finnst ykkur það ekkert merkilegt en fyrir hina skjannahvítu mig sem hefur ekki verið sólbrún síðan 1995 er þetta nokkuð mikið afrek. En sólin fékk ofbirtu í augun af mér og hefur ekki látið sjá sig síðan. Vona að hún jafni sig því ég verð að venja húðina aðeins við áður en ég fer til Grikklands.

Undanfarnir dagar hafa verið góðir með tíðum Egilstaðaferðum, nýr kjóll prýðir safnið mitt og rauður varalitur hefur það gott í veskinu mínu. Ég sá líka gamla vinkonu í gær sem leit svo vel út að ég bara gapti og ég samgleðst henni svo innilega. Hún hefur veitt mér innblástur í að losna við þessi fáu aukakíló sem "fegra" líkamann minn, þetta er greinilega hægt og kannski ekkert svo erfitt ef maður er bara ákveðinn og duglegur.

Það var partý í gær og við Dawid fórum en vorum gamla stillta fólkið sem fór heim fyrir miðnætti. Notalegt svona stundum þó ég sé mikið partýljón eins og allir sem mig þekkja vita. Enda þýðir ekkert að vera þreyttur í dag þegar sjómannadagshófið er. Matur, skemmtiatriði, spjall, drykkja og dans fram á rauðan morgunn.

Er að hlaða myndavélina svo ég geti losað hana fyrir kvöldið og ef það eru einhverja fínar myndir af fína og flotta kærastanum mínum getur bara vel verið að ég skelli einni inn, þið verðið nú að fá að sjá gripinn er það ekki?

Já lífið er yndislegt, var ég búin að segja ykkur það...

miðvikudagur, maí 21, 2008

...lífið er eitthvað svo yndislegt þessa dagana. Ég er svo hamingjusöm og dagarnir bara fljúga áfram. Ég er eitthvað svo sátt við allt og alla og elska allt, blóm og brum, vini og vandamenn, sólina og skýin. Samt hef ég ekkert verið að gera neitt sérstakt af mér. Held bara að þetta hrikalega þunglyndi og kvíði sem hefur hrjáð mig í alltof mörg ár sé loksins að sleppa takinu aðeins af mér og leyfa mér að vera ég sjálf...og ég er svo glöð! Fyrir ári síðan hefði ég td ekki tekið að mér jafn krefjandi hlutverk eins og að vera með í leikriti og ég verð að viðurkenna að stundum þurfti ég aðeins að strita til að komast af stað á æfingar en vá hvað þetta hefur gefið mér mikið. Svo er það yogað sem ég ætla að vona að haldi áfram næsta haust og mínir yndislegu vinir hérna sem eru alltaf svo hressir og kátir og góðir og glaðværir og jákvæðir og skemmtilegir. Vinir mínir fyrir sunnan eru alls ekkert verri en allt er í svo miklu meiri skorðum fyrir sunnan, allt svo langt og erfitt og ég er bara komin með leið á því. Hlakka samt alveg voðalega til að kíkja suður í júní, ekki gaman að taka saman dótið en ég er sátt við ákvörðunina að vera á Seyðisfirði í vetur, rækta nýja sambandið mitt og heilsuna og þjálfa heilann aðeins með fjarnámi og ef allt gengur eins og í sögu ætla ég meira að segja að byrja að vinna! :) Ég hlakka til að kíkja á smá pöbbarölt, hitta góða vini (vonandi sem flesta), fara á Madonna og bara aðeins að túristast og sjá borgina með augunum hans Dawids sem hefur bara verið í Rvk eina nótt. Svo er það þetta yndislega sumar sem er alveg að verða tilbúið, allt að springa út og hitatölurnar að hækka. Það þýðir bara að það styttist í road-trip um Ísland með vel völdu fólki, ferð til Danmerkur og svo síðast en ekki síst 3ja vikna ferð til Grikklands þar sem ég verð algjörlega mállaus útlendingur því ég tala víst hvorki pólsku né grísku. OMG ég verð að þegja í 3 vikur og vera prúð og kinka kolli og brosa og koma vel fyrir...

miðvikudagur, maí 07, 2008

...margt og mikið gerst síðan síðast. Nokkrir skreppitúrar til Egilsstaða, þrotlausar æfingar fyrir leikritið, Dawid er orðinn stoltur Fjarðarbakkabúi, flutti stuttu eftir síðasta blogg og svo auðvitað frumsýningin. Já frumsýningin var alveg frábær og bara dagurinn allur sem byrjaði á generalprufu klukkan 13 svo það þurfti að mæta klukkan 11 í smink og hárgreiðslu. Svo var generalprufan sem eldriborgurum var boðið á og gekk hún alveg hæfilega brösulega, amk nóg til að allir væru sáttir því það þýðir víst að frumsýningin gangi vel. Eftir þetta skelltum við okkur í sund, pottana og gufu og enduðum sundferðina á að leika okkur með sundbolta, stelpur á móti strákum. Svo var slökunarjóga með Unni Óskars og að því loknu var bara kominn tími á að borða smá og fara aftur í smink. Snorri var mjög sáttur við daginn og sagðist aldrei hafa verið með svona rólegan frumsýningarhóp.

Frumsýning sjálf gekk alveg frábærlega, góð mæting, ekkert klúður sem talandi er um, salurinn frábær og krafturinn með ólíkindum. Eftir sýninguna þegar við fengum að tala við fólkið okkar byrjaði ég að skjálfa og fór næstum því að grenja, smá svona eftir taugakast eða hvað maður á að kalla þetta. Auðvitað var skálað í kampavíni á eftir og svo elduðu Maggi og Lilja lasagna og kjúklingakássu handa okkur öllum, að lokum var sungið og trallað og drukkið og hlegið og svo farið á Láruna þar sem gleðin hélt áfram fram á morgun. Það skemmdi ekkert fyrir gleðinni hvað fólk var duglegt að koma og þakka okkur fyrir og hrósa okkur og handritinu, þetta var bara eilíf sæluvíma. Ég ákvað svo að vera ekkert að fara í eftirpartý þó mig langaði því ég sá ekki fram á að nenna að labba heim og svo mátti ekki gleyma að önnur sýning var strax næsta kvöld. Hún gekk nú bara vonum framar, fólk ekkert mjög sjúskað og salurinn góður þó það væru fáir. Það vill nenfilega oft vera þannig að önnur sýning er léleg og mjög fáir mæta svo við vorum bara nokkuð sátt.

Það var mjög skrítið að fá svo tveggja daga frí, bara hvergi sem maður þurfti að vera allt kvöldið. Hvað átti maður að gera? Horfa á sjónvarpið vera með ástvinum? Eða fá flensu? Jú það síðasta varð fyrir valinu. Ekkert alvarlegt samt, er bara hrikalega tussuleg og hósta heilan helling. Tek bara hósatasaft og panodil fyrir sýninguna í kvöld því ég verð að standa mig alveg extra vel í kvöld því foreldrar mínir koma að berja mig augum. Svo á föstudaginn er lokasýning og þá ætlar Dawid að mæta aftur og taka myndir, gaman að eiga myndir af þessari lífsreynslu. Svo er þessari törn bara lokið en hver veit hvort maður verði með á næsta ári...