laugardagur, nóvember 08, 2003

...fórum á Matrix Revolutions á miðvikudaginn. Ari var svo heitur fyrir myndinni að hann pantaði miða um leið og hann gat þannig að við fórum á frumsýningardaginn. Samt fengum við ekkert dótarí eða drasl, *snörl snörl* ég hef aldrei fengið svona ókeypis drasl þegar ég fer í bíó! Eftir myndina, sem var mjög skemmtileg og spennandi; var haldið í partý til Stebba og Sirrýar. Þar var margt um manninn og við heyrðum blaðrið í liðinu þegar við komum að húsinu, ætluðum samt ekki að trúa því fyrst að það væru svona mikil læti í feimnum íslendingunum!!! Gummi stoppaði nú frekar stutt en ég var örlítið lengur eða til rúmlega 5! Sirrý tilkynnti Gumma það áður en hann fór að hún ætlaði að fylla mig. Svo dældi hún í mig rauðvíni, Irish Coffee, gini og tónik og bjór. Ég varð nú samt ekkert full bara svona vel kennd! ;) Ég er samt mjög fegin að syngja yfirleitt aldrei á almannafæri, amk ekkert að ráði og aldrei hátt því einhverjir voru að kvarta yfir hárri tónlist með Sálinni hans Jóns míns og miklum söng með. Ég er svo fegin að geta sagt það í fullri alvöru að ég hafi ekki verið að syngja með! :)

Engin ummæli: