mánudagur, júní 09, 2003

...jæja helgin á enda og ekkert að því, hlakka nefnilega svo til að fara til hjúkkunnar á morgun! :)

Á föstudaginn og laugardaginn gerðum við nú ekki mikið annað en að sofa, borða nammi og horfa á sjónvarpið. Ætli við höfum samt ekki fengið okkur eitthvað aðeins að borða einhverntímann á þessum tíma! Á sunnudaginn þegar ég var nýlega sofnuð hringdu Dana og Sverrir og spurðu hvort við vildum ekki koma með upp að einhverju vatni nálægt Tibro. Ég fór ekki með vegna þess að ég má ekki ennþá vera í sólinni en Gummi dreif sig og ég hélt áfram að sofa! :) Um kvöldið var okkur svo boðið í grill til Dönu og Sverris og vá í hvað það var góður matur!! Fengum grillað svín, smjörsteikta sveppi, kartöflugratín og bernessósu. Í eftir rétt var svo ís, fersk jarðaber, niðursoðnar perur og 2 tegundir af íssósu, þetta var algjört himnaríki allt saman, langt síðan ég hef borðað svona góðan mat! :) Takk, takk, takk fyrir okkur! :)

Engin ummæli: