...já já hroðalega góð helgi að baki. Föstudagskvöldið var frænkukvöld þar sem við Gyða horfðum á idol, spjölluðum og borðuðum smá nammi. Var komin heim fyrir miðnætti, og sat og hrofði á sjónvarpið og hékk í tölvunni og spjallaði á msn. Mjög gott og afslöppunarvænt.
Laugardagskvöldið var vinkonukvöld. Við Inga Hrefna pöntuðum pizzu, leigðum video og keyptum smá nammi og höfðum það hroðalega gott. Rölti svo heim um 2-leytið og var í 25 mínútur að því sökum ofáts og magaverkja en ég komst heim á endanum. Fékk svo hroðalega fullan afmælisfara í heimsókn sem sagði ýmislegt skondið og skrítið sem ég veit ekki hvort er birtingarhæft.
Í gær var svo legið í afslöppun þangað til það var komið að því að næra sig. Þá héldum við 5 stykki á krude-thai eða hvað staðurinn heitir og átum og hlógum yfir okkur áður en rúmlega helmginurinn hélt í bíó. Var loksins að sjá Bridget 2 sem er voðalega fyndin og sæt mynd en aðeins of fyrirsjáanleg á köflum.
Í dag á svo að hitta Klemens og í kvöld er planað að kíkja á einhverjar bíómyndir og hafa það nice. Ætla samt að reyna að sleppa nammin enda hefur verið innbyrgt aðeins of mikið af því síðustu daga!
Þá er hroðalega ítarlega blogginu mínu í dag lokið, alltaf gaman að tíunda allt sem hefur drifið á daga manns. Sumum finnst það víst alveg nauðsynlegt...
mánudagur, janúar 31, 2005
föstudagur, janúar 28, 2005
...ekki ennþá orðin nógu góð af þessari flensu, djö...helv...ansk...hef verið veik í næstum 3 vikur samanlagt!! Svo verkefni dagsins eru: fara til læknis, kaupa nammi, horfa á Idol. Gott plan og á vonandi eftir að takast að framkvæma þetta allt saman. Þyrfti líka að hendast á pósthúsið og búð en get auðvitað hent smá mat í körfuna um leið og ég kaupi godiset! :)
Svaf illa í nótt, alltaf að vakna og var heitt og þurfti að pissa og allur pakkinn. Held að það hafi aðallega stafað af ofáti, borðaði cocoa puffs, kentucky, kúlusúkk og snakk allt á ískyggilega stuttum tíma. Það voru læti í maganum þegar hann var að reyna að vinna þetta allt og nokkur rop á heimsmælikvarða heyrðust yfirgefa litla kroppinn. Fékk hrós fyrir þau, strákum finnst víst voðalega gaman að heyra litlar stelpur ropa stóru-karla-ropi. Já einfaldar verur ekki satt?
Svo kom draumurinn ægilegi í morgun. Ég og Inga vorum saman í herbergi og sturtan var rétt fyrir aftan rúmið og allt í rusli og drasli hjá okkur. Hún var að safna fólki sem hún þekkti á dagatal sem á afmæli í apríl og vildi fá 2 á hvern dag, vantaði bara 30 og hún var hæstánægð. Svo ákvað hún að fara á einhverja braut í staðinn fyrir að taka allt frístandandi og þá þurfti hún að taka stærðfræði þar sem þurfti að nota eðlu. Fyrst var eðlan ponsu lítil en stækkaði fljótt og varð risa vaxin en samt geymd í fötu! Mér bauð við henni því hún var heit og ég vildi ekki að hún gengi laus í herberginu þegar við værum þar og vildi alls ekki hafa hana í rúminu!! Þegar ég spurði hversvegna hún þyrfti eðlu í stærðfræði var svarið að það væri svo gott að telja plöturnar á þeim!!
Ruglumbull og ég var fegin þegar ég vaknaði einu sinni en til að pissa...
Svaf illa í nótt, alltaf að vakna og var heitt og þurfti að pissa og allur pakkinn. Held að það hafi aðallega stafað af ofáti, borðaði cocoa puffs, kentucky, kúlusúkk og snakk allt á ískyggilega stuttum tíma. Það voru læti í maganum þegar hann var að reyna að vinna þetta allt og nokkur rop á heimsmælikvarða heyrðust yfirgefa litla kroppinn. Fékk hrós fyrir þau, strákum finnst víst voðalega gaman að heyra litlar stelpur ropa stóru-karla-ropi. Já einfaldar verur ekki satt?
Svo kom draumurinn ægilegi í morgun. Ég og Inga vorum saman í herbergi og sturtan var rétt fyrir aftan rúmið og allt í rusli og drasli hjá okkur. Hún var að safna fólki sem hún þekkti á dagatal sem á afmæli í apríl og vildi fá 2 á hvern dag, vantaði bara 30 og hún var hæstánægð. Svo ákvað hún að fara á einhverja braut í staðinn fyrir að taka allt frístandandi og þá þurfti hún að taka stærðfræði þar sem þurfti að nota eðlu. Fyrst var eðlan ponsu lítil en stækkaði fljótt og varð risa vaxin en samt geymd í fötu! Mér bauð við henni því hún var heit og ég vildi ekki að hún gengi laus í herberginu þegar við værum þar og vildi alls ekki hafa hana í rúminu!! Þegar ég spurði hversvegna hún þyrfti eðlu í stærðfræði var svarið að það væri svo gott að telja plöturnar á þeim!!
Ruglumbull og ég var fegin þegar ég vaknaði einu sinni en til að pissa...
fimmtudagur, janúar 27, 2005
...konan orðin nokkuð hress en ennþá heima. Er samt að hugsa um að svíkjast aðeins um og skreppa útí nokkrar mínútur í kvöld, uss ekki segja neinum!! Hef ekkert gert undanfarið annað en að liggja og horfa á video og sjónvarp og borða óhollt og nálgast örugglega óðfluga 200 kg, vona að ég komist með góðu móti út úr húsinu!! Ekki gaman ef það þyfti að fara að brjóta niður veggi svo kerlan kæmist út í sjoppu! ;)
Annars ekkert sérstakt planað í kvöld, er samt að hugsa um að klæða mig svona til tilbreytingar. En á morgun ætla ég að troða mér til Gyðu að horfa á Idol...
Annars ekkert sérstakt planað í kvöld, er samt að hugsa um að klæða mig svona til tilbreytingar. En á morgun ætla ég að troða mér til Gyðu að horfa á Idol...
þriðjudagur, janúar 25, 2005
...jeij er öll miklu hressari í dag en í gær. Ætli hálf stór pizza með pepperoní, hakki, sveppum og piparosti, 2 l kristall, súkkulaði og fyrsta seasonið af 24 hafi hresst mig við eða ætli þetta sé bara að ganga yfir? Hef ekkert horft á 24 nema hálfan þátt ca tvisvar sinnum og ég verð bara að segja að fyrstu 5 þættirnir eru skemmtilegir og spennandi og þetta lofar mjög góðu. Hef þá amk eitthvað að gera í kvöld og á morgun en vonanst til að komast út hinn daginn.
Er alveg að deyja úr skyndibitaleysi en tími ekki að kaupa mér, er að reyna að spara síðustu krónurnar bara svona af því bara. Eiginlega engin betri ástæða fyrir því en af því bara er ekkert verri ástæða en hver önnur! Finn alveg bragðið af kjúlla-pizzu eða af Kentucky singer-tower borgara en ísskápurinn segir að ég eigi að borða brauð með skinku og osti. Ég og ísskápurinn erum aldrei sammála um hvað eigi að borða...
Er alveg að deyja úr skyndibitaleysi en tími ekki að kaupa mér, er að reyna að spara síðustu krónurnar bara svona af því bara. Eiginlega engin betri ástæða fyrir því en af því bara er ekkert verri ástæða en hver önnur! Finn alveg bragðið af kjúlla-pizzu eða af Kentucky singer-tower borgara en ísskápurinn segir að ég eigi að borða brauð með skinku og osti. Ég og ísskápurinn erum aldrei sammála um hvað eigi að borða...
mánudagur, janúar 24, 2005
...mér varð að ósk minni í gær, Gunni kom ekki með mynd sem ég hafði séð. Drengurinn kom askvaðandi með Shaun of the dead sem er mjög skondin, skrítin og skemmtileg mynd. Stalst svo út í nótt um 2-leytið og fékk mér pylsu með kartöflusalati á Select *nammi namm*. Var orðin mjög svöng í eitthvað feitt og gott enda er ég oftast best af flensum á nóttunni. Hef svo legið í rúminu í allan dag og sofið sem er ágætt því annars hefði ég örugglega verið grenjandi úr leiðindum og verkjum. Djöfull er leiðinlegt að vera veik, gæti alveg hangið inni og horft út í loftið þegar það er ekkert að mér en um leið og flensa sest að í líkamanum fyllist ég löngun í að fara út og hanga allan daginn, hitta fólk og sitja á kaffihúsum og matsölustöðum. Aldrei getur maður verið ánægður með það sem maður hefur!
Er farin að taka hita- og verkjastillandi svo ég verði semi-hress í kvöld. Langar að borða eitthvað en er ekkert svöng og svo er líka svo vont að kyngja. Eru ekki allir örugglega að vorkenna mér gríðarlega og senda mér góða "láttu þér batna" strauma...
Er farin að taka hita- og verkjastillandi svo ég verði semi-hress í kvöld. Langar að borða eitthvað en er ekkert svöng og svo er líka svo vont að kyngja. Eru ekki allir örugglega að vorkenna mér gríðarlega og senda mér góða "láttu þér batna" strauma...
sunnudagur, janúar 23, 2005
...það rættist úr gærdeginum. Lék við Klemens og hann bauð í heimatilbúna pizzu sem var svo góð að hún hefur örugglega dottið af himnum og beint í bakaraofninn *jömmers*. Svo var strætóast heim til að gera mig sætari fyrir afmælið sem ég ákvað að skella mér í því ég var svo hrikalega hress. Það var æðilsega gaman, skemmtilegt og hresst fólk og fullt af bjór og dótaríi til að éta þó ég léti þa ðsíðarnefnda nánast í friði. Svo bara djamm í bænum og frekar snemma heim, þar sem upphófst mikið spjall og grín um kjóla og hitt og þetta sem tja lá eins og hráviði um allt húsið. Bara gaman að því sko! :) Kostnaður kvöldins var 0 krónur því ég fékk allt frítt og keypti ekkert á barnum og þannig finnst mér auðvitað að þetta eiti alltaf að vera.
Dagurinn í dag hefur ekki verið eins góður því ég er fárveik. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef óskað þess að ég væri þunn en nei mín er með flensu og læti bara, hálsbólga, vöðvaverkir og allur pakkinn. Held mér uppi á verkjatöflum sem ég er ekkert voðalega hrifin af en það er skárra en að liggja grenjandi úr verkjum einhverstaðar úti í horni. Sé fram á svona viku í rúminu miðað við hvernig mér líður núna en vona auðvitað og óska að tíminn verði styttri.
Þarf að fara að búa mig undir video-gláp, sem er ekki leiðinlegt, vona bara að Gunni velji ekki einhverja af þeim örfáu myndum sem ég hef séð...
Dagurinn í dag hefur ekki verið eins góður því ég er fárveik. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef óskað þess að ég væri þunn en nei mín er með flensu og læti bara, hálsbólga, vöðvaverkir og allur pakkinn. Held mér uppi á verkjatöflum sem ég er ekkert voðalega hrifin af en það er skárra en að liggja grenjandi úr verkjum einhverstaðar úti í horni. Sé fram á svona viku í rúminu miðað við hvernig mér líður núna en vona auðvitað og óska að tíminn verði styttri.
Þarf að fara að búa mig undir video-gláp, sem er ekki leiðinlegt, vona bara að Gunni velji ekki einhverja af þeim örfáu myndum sem ég hef séð...
laugardagur, janúar 22, 2005
...gaman í dag, er svo hrikalega slöpp! :( Tók reyndar 2 treo áðan og er sæmileg núna en eftir ca 2 tíma verð ég aftur slöpp, ég veit það bara. Verð að reyna að halda mér sæmilegri í dag svo ég komist í þetta blessaða afmæli, fer þá bara ekkert í bæinn. Rölti til Nedda í gær, kom færandi hendi með kjötbollur, sósu og salat og eldaði handa elskulegum frænda mínum. Mjög fínt að fá alvöru heimamat svona annað slagið, kýldi vömbina vel því það er örugglega frekar langt í næstu svona máltíð. Glápti á Idol, blaðraði við fólkið og drakk 1 bjór sem ég skildi eftir síðustu helgi, var reyndar búin að að gleyma honum en frændi var svso góður að minna mig á hann! :) Fór svo bara snemma heim og horfði á hina bráðskemmtilegu mynd the Incredibles. Hún var alveg hrikaleg fyndin og mig langaði mest til að ýta aftur á play þegar hún var búin en klukkan var orðin alltof margt.
Er núna alveg að fá hálsríg því ég er að tala í símann og blogga bæði í einu, er svo hrikalega fjölhæf! Gaman ef ég kemst í afmælið, með hausinn út á vinstri öxlina og föl eins og afturganga...
Er núna alveg að fá hálsríg því ég er að tala í símann og blogga bæði í einu, er svo hrikalega fjölhæf! Gaman ef ég kemst í afmælið, með hausinn út á vinstri öxlina og föl eins og afturganga...
föstudagur, janúar 21, 2005
...ekkert að gerast hérna megin, hef lítið gert nema hanga og horfa á bíómyndir og kvarta ekki yfir því. Fékk höfuðverkjakast frá helvíti í gær og lá bara fyrir og ég kvartaði helling yfir því. Var að verða vitlaus á þessu en er sem betur fer betri í dag. Helgin, tja já helgin, hvað á að gera um helgina?? Býst við afslöppun í kvöld, þarf að þvo og svoleiðis svo ég þurfi ekki að ganga um brókalaus í afmælinu sem ég er örugglega að fara í á laugardagskvöldið. Eitt vandamál við þetta afmæli, ég veit ekki hver á afmæli, bara gaman að því sko!!! Fékk hálfgert stresskast áðan og fór í gegnum fataskápinn og snyrtibudduna í huganum. Fann samt ekkert sem mig langar sérstaklega að fara í, verst að eiga ekki peninga til að kaupa eitthvað skemmtilegt. En ég hlýt að geta grafið upp eitthvað rosalegt pæjudress út úr skápnum, það er amk nógu mikið í honum svo eitt þrusu pæjudress ætti að geta leynst einhverstaðar baka til.
En jæja idol í kvöld, ætli Neddi frændi leyfi liltu frænku að glápa? Já það er aldrei að vita...
En jæja idol í kvöld, ætli Neddi frændi leyfi liltu frænku að glápa? Já það er aldrei að vita...
miðvikudagur, janúar 19, 2005
...hmmmm alltaf nóg að gerast hérna megin. Löggudrama á Grensás í gær, verið að rekja símtöl og skoða eftirlitsmyndavélar og ég veit ekki hvað og hvað beint fyrir framan hurðina að herberginu mínu. Mér var nú hálf brugðið en er líka að deyja úr forvitni og verð að reyna að grafast fyrir um þetta mál svona þegar allt verður farið að róast.
Við Klemens vorum meiriháttar lúserar í gær og fórum í Ikea sérstaklega til að fara í kaffiteríuna. Þar fengum við kaffibolla og muffins fyrir 90 kr og vorum við bara mjög sátt við það, enda var muffinsið svo stórt að varla þurfti að borða kvöldmat. Held samt að það hljóta að hafa verið eitthvað vafasamt í því miðað við hegðum okkar eftir átið en töum ekkert meira um það. Varð svo ungfrú vinsæl og fór á kaffihús með Hildi Jónu og svo eftir það á bíómynda-kvöld. Bara skemmtilegt og gaman en myndirnar voru frekar langar svo augnlokin voru mjög þung í morgun og ég man ekki einu sinni eftir því þegar klukkan hringdi.
Þvottavélin bíður spennt eftir að ég taki úr henni svo ég er rokin...
Við Klemens vorum meiriháttar lúserar í gær og fórum í Ikea sérstaklega til að fara í kaffiteríuna. Þar fengum við kaffibolla og muffins fyrir 90 kr og vorum við bara mjög sátt við það, enda var muffinsið svo stórt að varla þurfti að borða kvöldmat. Held samt að það hljóta að hafa verið eitthvað vafasamt í því miðað við hegðum okkar eftir átið en töum ekkert meira um það. Varð svo ungfrú vinsæl og fór á kaffihús með Hildi Jónu og svo eftir það á bíómynda-kvöld. Bara skemmtilegt og gaman en myndirnar voru frekar langar svo augnlokin voru mjög þung í morgun og ég man ekki einu sinni eftir því þegar klukkan hringdi.
Þvottavélin bíður spennt eftir að ég taki úr henni svo ég er rokin...
mánudagur, janúar 17, 2005
...já já já þá er helgina að baki og var hún viðburðarrík að vanda. Skellti mér auðvitað á hörku djamm bæði kvöldin en tókst að eyða nánast engu og það er bara plús enda eru peningarnir ekkert að sprengja veskið þennan mánuðinn. Krassaði í sófanum hjá Ingu og Klemensi á föstudagsnóttin og skrapp svo bara heim á laugardagskvöldið til að gera mig gordjös fyrir næsta djamm. Bara stuð á okkur enda er ég ennþá þreytt, var sem betur fer ekkert þunn!
Annars er ég eitthvað voðalega andlaus núna, langar mest að hoppa í bælið og leggja mig en það er víst bannað enda fæ ég sennilega legusár ef ég hætti ekki þessu endalausa "leggja mig". Úúúúúúú Guiding Light er byrjað fyrir 10 mínútum svo ég verð að þjóta...
Annars er ég eitthvað voðalega andlaus núna, langar mest að hoppa í bælið og leggja mig en það er víst bannað enda fæ ég sennilega legusár ef ég hætti ekki þessu endalausa "leggja mig". Úúúúúúú Guiding Light er byrjað fyrir 10 mínútum svo ég verð að þjóta...
fimmtudagur, janúar 13, 2005
...akkúrat núna langar mig að gera ekki neitt eins og ég er vön á kvöldin og hef reynt að halda sem fastast í það. En verkefnin hringsóla yfir höfðinu á mér eins og soltnir hrægammar. Sko þarf nefnilega að koma herberginu mínu í sæmilegt stand fyrir helgina og því fylgir að klára að pakka því sem ég ætla að reyna að senda austur á morgun. Ef ég sendi draslið ekki þá get ég ekki gert herbergið íbúðarhæft alveg strax og það er eiginlega ekki inni í myndinni! Ég sem hata að þrífa er með kláða í puttunum mig langar svo að rífa í ryksuguna og þjóta með hana um allt herbergið og láta skúringa moppuna fylgja fast á hæla hennar. En þetta verður auðvitað ekki gert fyrr en eftir afþurrkun, þrif á baði og skiptingu á rúmfötum. Þetta er svo ókunnugar hugsanir fyrir mig að ég hálf hljóp út í búð að kaupa snakk til að reyna að hægja aðeins á þeim. Já því framkvædirnar eru bara byrjaðar í huganum og þar er ég ferlega glamúrus og sexy með ryk í hárinu og sót á kinninni og glæsimenni kemur og þurrkar það blíðlega af og kyssir mig létt! Ahhhhh aðeins í draumunum, aðeins í draumunum!!!
Ps. veit einhver um ódýra og góða ræstingaþjónusu... ;)
Ps. veit einhver um ódýra og góða ræstingaþjónusu... ;)
...var akkúrat í þessum skrifuðu orðum að flytja aftur inn í litla herbergið mitt eftir rúma viku í lúxusnum. Allt í rusli og klukkan orðin alltof margt eins og venjulega. Nenni ekki að koma mér fyrir en verð víst að gera eitthvað smotterí, amk ryðja rúmið og búa um. Verð svo að fara að koma draslinu mínu frá Svíþjóð austur því það gengur bara alls ekki að vera með allt fullt af pappakössum hérna út um allt, þetta er nú ekki svo stórt herbergi. Probblemmið eru bara aurarnir svo ef einhver vill styrkja mig á sá hinn sami að hafa samband við mig! ;) Mamma??? Pabbi??? EINHVER??? Ég grátbið ykkur!!!!
Það sem hér á eftir fer er tileinkað Magdalenu Kristínu...mannstu hvað við vorum að tala um í dag??? ;)
Svo er hún Madda bara að fara aftur til Svíþjóðar á morgun, heppin hún og góða ferð. Ég fer í skólann og fullt af vinum mínum að vinna. Ég ætla aftur á móti núna að fara að leggja mig, fer fyrst úr buxunum og svo úr öðrum sokknum og svo sörpræs úr hinum líka og skríð undir sæng. Ó mæ hvað ég er fyndin...hahahahaha... :D
Það sem hér á eftir fer er tileinkað Magdalenu Kristínu...mannstu hvað við vorum að tala um í dag??? ;)
Svo er hún Madda bara að fara aftur til Svíþjóðar á morgun, heppin hún og góða ferð. Ég fer í skólann og fullt af vinum mínum að vinna. Ég ætla aftur á móti núna að fara að leggja mig, fer fyrst úr buxunum og svo úr öðrum sokknum og svo sörpræs úr hinum líka og skríð undir sæng. Ó mæ hvað ég er fyndin...hahahahaha... :D
þriðjudagur, janúar 11, 2005
...já já veit að ég á að vera farin að sofa fyrir löngu en svona er þetta bara. Annars hefur margt skeð síðan ég kom aftur í litlu stórborgina okkar. Byrjaði á því að þurfa að flytja á milli herbergja tímabundið sökum sprungins ofns. Ekki neitt voðalega gaman að því að koma heim og allt á floti og kassinn með sjónvarpinu og sá með geisladiskunum alveg rennadi blautir! Núna er búið að rífa parketið af og þurrka gólfið og ætli það sé ekki verið að setja það nýja á. Góða er að ég spara aðeins í leigu við þetta því auðvitað þarf ég ekki að borga viðgerðartímabilið og svo er ég í miklu betra herbergi núna og langar bara ekkert að flytja aftur í það gamla!!
Annað sem hefur gerst er að ég er byrjuð í skólanum. Byrjaði reyndar svo vel að fá magapest í gær, hélt hún væri búin en nóbbs, veik í nótt og morgun en frekar hress bara núna. Sem er eins gott svo ég geti byrjað fyrir alvöru að skólast og mætt í mjög svo þarfa klippingu á morgun.
Hmmmm já og svo var auðvitað djammað um helgina eins og mín er von og vísa. Skrapp út á föstudaginn og hitti hana Möddu. Það var bara gaman og hún kynnti mig aftur og aftur fyrir vinkonum sínum! ;) Gaman að því bara hahaha. Á laugardaginn leit allt mjög illa út á tímabili en svo hennti mín öllu í poka á mettíma og hljóp í strætó og fór að partýjast með Ingu Hrefnu. Þetta var skemmtilegt kvöld og mikið dansað og hlegið. En í staðinn fyrir að kvöldið endaði á Select til að éta eitthvað gott, vorum sko á ferðinni eftir klukkan 6:30 og allir löngu hættir að nenna að vinna á pizzastöðunum) þá endaði það á spjalli við góðan vin og ekki var það leiðinlegt.
Jæja ætla að fara að koma mér aftur niður og upp í rúm. Er sko í almenningstölvunni hérna því ég hef ekki netið í tímabundna herberginu því ég ákvað að það væri gott að vera nánast netlaus í ca viku. Þessi tölva er yfirleit ekki laus nema um hánótt og tja var reyndar ekki laus þegar ég kom upp. En mér tókst að gefa óvart frá mér ohhhhh hljóð upphátt þegar ég sá manninn í tölvunni svo hann hætti snögglega og sagði að ég mætti nota hana. Ég þakkaði mjög skömmustulega fyrir mig eftir að ég var búin að reyna að segja honum að þetta væri allt í lagi!! :S
Jæks er farin, góða drauma...
Annað sem hefur gerst er að ég er byrjuð í skólanum. Byrjaði reyndar svo vel að fá magapest í gær, hélt hún væri búin en nóbbs, veik í nótt og morgun en frekar hress bara núna. Sem er eins gott svo ég geti byrjað fyrir alvöru að skólast og mætt í mjög svo þarfa klippingu á morgun.
Hmmmm já og svo var auðvitað djammað um helgina eins og mín er von og vísa. Skrapp út á föstudaginn og hitti hana Möddu. Það var bara gaman og hún kynnti mig aftur og aftur fyrir vinkonum sínum! ;) Gaman að því bara hahaha. Á laugardaginn leit allt mjög illa út á tímabili en svo hennti mín öllu í poka á mettíma og hljóp í strætó og fór að partýjast með Ingu Hrefnu. Þetta var skemmtilegt kvöld og mikið dansað og hlegið. En í staðinn fyrir að kvöldið endaði á Select til að éta eitthvað gott, vorum sko á ferðinni eftir klukkan 6:30 og allir löngu hættir að nenna að vinna á pizzastöðunum) þá endaði það á spjalli við góðan vin og ekki var það leiðinlegt.
Jæja ætla að fara að koma mér aftur niður og upp í rúm. Er sko í almenningstölvunni hérna því ég hef ekki netið í tímabundna herberginu því ég ákvað að það væri gott að vera nánast netlaus í ca viku. Þessi tölva er yfirleit ekki laus nema um hánótt og tja var reyndar ekki laus þegar ég kom upp. En mér tókst að gefa óvart frá mér ohhhhh hljóð upphátt þegar ég sá manninn í tölvunni svo hann hætti snögglega og sagði að ég mætti nota hana. Ég þakkaði mjög skömmustulega fyrir mig eftir að ég var búin að reyna að segja honum að þetta væri allt í lagi!! :S
Jæks er farin, góða drauma...
mánudagur, janúar 03, 2005
...hmmmm svona hvað gerðist merkilegt á síðasta ári listi kemur kannski seinna ef ég nenni.
Djammið og ballið í gær var fínt. Við Klemens, Herdís og Sigga sátum í eldhúsinu hjá Klemensi og sumbluðum, töluðum hátt og hlustuðum á íslenska slagara áður en við börðumst á móti vindi á ballið. Áður en við fórum þurfti Klemens einu sinni ef ekki tvisvar að fara út og festa jólaseríuna en hún sýndi víst á sér eitthvað fararsnið. Við mættum á ballið frelar snemma og það er siður sem ég ætla ekki að fara að taka upp því ein ung dama reyndi að klína á mig aldursforsetatitlinum en ég var fljót að benda á að Klemens karlinn er næstum 2 mánuðum eldri en ég. Stuttu seinna kom svo slatti af eldra fólki og mér var létt! :) Eftir ball var svo skundað yfir á hótelið og djammað, sungið, trallað og rallað eitthvað lengur áður en húfunni var skellt á hausinn og sjalið yfir og bundið um hálsinn í sveitakonu stíl. Arkaði heim alein í roki en það var bara hressandi fyrir utan hvað mér var kalt í framan. Kom heim og varð þá alveg hrikalega full, sennilega hitinn og blaðraði heillengi við Öldu í símann sem var á þeim albesta skemmtistað Reykjavíkurborgar BSÍ. Lá svo sauðdrukkin og horfði á bíórásina þegar pabbi vaknaði og fór að laga sér te, ákvað að þá væri kominn svefntími og svaf alveg til hálf fimm og lagði mig svo aftur eftir það! :)
Hitti samt enga sem áttu skilið að vera barðir með háfétinni peru þannig að hún kom aftur með mér heim ónotuð og bíður betri tíma. Þær manneskjur létu annað hvort ekki sjá sig úti eða eiga hreint ekki heima í þessum firði!! Sumar manneskjurnar eiga heima í Reykjavík svo passið ykkur bara...
Djammið og ballið í gær var fínt. Við Klemens, Herdís og Sigga sátum í eldhúsinu hjá Klemensi og sumbluðum, töluðum hátt og hlustuðum á íslenska slagara áður en við börðumst á móti vindi á ballið. Áður en við fórum þurfti Klemens einu sinni ef ekki tvisvar að fara út og festa jólaseríuna en hún sýndi víst á sér eitthvað fararsnið. Við mættum á ballið frelar snemma og það er siður sem ég ætla ekki að fara að taka upp því ein ung dama reyndi að klína á mig aldursforsetatitlinum en ég var fljót að benda á að Klemens karlinn er næstum 2 mánuðum eldri en ég. Stuttu seinna kom svo slatti af eldra fólki og mér var létt! :) Eftir ball var svo skundað yfir á hótelið og djammað, sungið, trallað og rallað eitthvað lengur áður en húfunni var skellt á hausinn og sjalið yfir og bundið um hálsinn í sveitakonu stíl. Arkaði heim alein í roki en það var bara hressandi fyrir utan hvað mér var kalt í framan. Kom heim og varð þá alveg hrikalega full, sennilega hitinn og blaðraði heillengi við Öldu í símann sem var á þeim albesta skemmtistað Reykjavíkurborgar BSÍ. Lá svo sauðdrukkin og horfði á bíórásina þegar pabbi vaknaði og fór að laga sér te, ákvað að þá væri kominn svefntími og svaf alveg til hálf fimm og lagði mig svo aftur eftir það! :)
Hitti samt enga sem áttu skilið að vera barðir með háfétinni peru þannig að hún kom aftur með mér heim ónotuð og bíður betri tíma. Þær manneskjur létu annað hvort ekki sjá sig úti eða eiga hreint ekki heima í þessum firði!! Sumar manneskjurnar eiga heima í Reykjavík svo passið ykkur bara...
laugardagur, janúar 01, 2005
...þá er verið að reyna að ákveða hvort stefnan er sett á sturtu, bjórþamb og út á lífið eða á nammipoka, teppi, sjónvarp og sófa. Langar það fyrrnefnda en það síðarnefnda lokkar líka enda er ég ennþá á náttfötunum og með illt í maganum. Held að ég hafi samt gott af því að lyfta mér aðeins upp áður en alvara lífsins tekur við. Jú jú það er stundarskrárafhending á miðvikudag og svo er bara skóli skóli á fimmtudag. Gaman að því að næst þegar ég fer á djammið verð ég almennileg menntskólamær og ætti að vera vinsæl eftir því! Hahahaha gaman að þessu. Held samt að ég ætti að koma mér úr þessari hrikalega illa lyktandi ullarpeysu minni og hoppa undir bununa þá er ég amk búin að því ég ég skildi hendast á skrallið...
...verð að muna að taka með mér hálfétna peru ef ég skildi lenda í slagsmálum... ;)
...verð að muna að taka með mér hálfétna peru ef ég skildi lenda í slagsmálum... ;)