þriðjudagur, nóvember 29, 2005

...það meiga alveg fleiri kommenta eða skrifa eitthvað fallegt í gestabókina eins og hún Gúa gerði um daginn. Var að sjá það núna áðan og það er alveg búið að bjarga deginum! Takk elsku frænka og ég sakna ykkar líka alveg rosalega!! Á ég ekki bara að flytja til ykkar?? ;)

En að allt öðru. Afhverju fer sumt fólk í taugarnar á manni áður en m aður talar við það, eða eins og ég lenti í um daginn, sér framan í það? Hitti sem sagt stelpu um daginn, sá fyrst aftan á hana og ég hugsaði strax "vá hvað hún er örugglega óþolandi!!". Svo snéri hún sér við og byrjaði að tala og ég fékk kuldahroll niður eftir hryggnum. Hún hafði aldrei séð mig áður en var samt dónaleg við mig inni á mínu eigin heimili. Sagði við mig að tala um það sem ég var að tala við sambýling minn á mínum eigin tíma. Veit ekki betur en að þegar ég er heima hjá mér að tala við sambýling minn að ég sé að gera það á mínum eigin tíma! Allt hennar fas var fráhryndandi og leiðinlegt og meira að segja eftir að ég lokaði inn til þeirra og inn til mín heyrði ég pirrandi tröllahláturinn. Æj ég veit að það er ekki fallegt að gefa fólki ekki séns en stundum gefur fólk heldur ekki tækifæri á því. Þið skiljið er það ekki...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

...fékk undarlegasta símtal sem ég hef fengið lengi í gær. Þátttakendur X sem hringdi og ég sem svaraði.

X: Halló Sirrý, þetta er X hérna.
Ég: (með æji nei ekki þú tóninum) já hæ.
X: Sko þannig er mál með vexti að ég og kærastan/barsmóðir mín erum hætt saman einu sinni enn en einhver stelpa hefur verið að senda henni nafnlaus sms af netinu og segja að ég væri í algjöru rugli og ætti 2ja ára gamalt barn með sér. Gæti það nokkuð verið þú?
Ég: HA? Nei, afhverju í ósköpunum?
X: Æ bara var að pæla hvort þú værir eitthvað reið við mig?
Ég: Nei, ég hef bara ekkert verið að hugsa um þig, bara verið hamingjusöm með mínum manni sem ég bý með.
X: Ok það er frábært! Fyrrverandi er alveg að fara yfirum og heldur að ég hafi verið að halda framhjá sér.
Ég: Hahahahaha mér finnst það nú eiginlega bara svolítið fyndið!
X: Já kannski svolítið gott á mig.
Ég: Já eiginlega.
X: Jæja farðu þá vel með þig.
Ég: Já já sömuleiðis.

Dudududududududu...

mánudagur, nóvember 21, 2005

...vaknaði uppfull af húsmóðureldmóð í morgun eftir 13 tíma svefn. Var aðeins að bæta mér upp svefneleysið eftir Singstar-partýið því þá náði ég bara að sofa 3 og 1/2 tíma. Vakanði sem sagt klukkan 9 í morgun alveg staðráðin í að elda loksins þessar blessuðu kjötbollur, hvítkálið, kartöflurnar og steikja laukinn og bræða smjörið. Hófst handa rétt fyrir 11 við að sjóða kartöflurnar, þegar ég kíkti á þær næst hafði nákvæmlega ekkert gerst. Hellan var biluð svo þær syntu þarna um í ísköldu vatni litlu greyin. Mín var snör í snúningum og skellti pottinum á aðra hellu og allt í botn og eftir stutta stund var komin upp suða. Þá var farið að athuga með pott undir bollurnar og kálið og fattað að úbbosí við eigum engan stóran pott. Kartöflurnar fengu þá enn eitt ferðalagið og var þeim ásamt sjóðandi vatninu hennt í minni pott og undu þær sér ákaflega vel þar. Þá kom ennþá eitt vandamálið í ljós, fyrst fyrsta hellan sem ég reyndi að nota var biluð þá hafði ég bara 2 hellur til umráða þar sem mikill reykur gýs upp af 4. hellunni. Jæja þá upphófst mikil við eftir kartöflunum svo hægt væri að sjóða bollurnar á þessum tveimur hellum semeftir eru heilar. Óþolinmæðin gerði aðeins vart við sig og stressið yfir því að karlinn yrði alltof seinn í vinnuna kom upp. Ekkert við því að gera og hann settur í það verkefni að hringja sig inn aðeins of seinann. Loksins komust bollurnar og kálið í sitthvorn pottinn og fengu að dúsa þar dágóða stund eða um 10 mínútur samkvæmt ráðleggingum frá singstarpartýishaldaranum henni frænku minni og á meðan gerðist ég húsmóðir ala mamma og skrallaði allar kartöflurnar og það var ekki gaman. Ok allt gekk vel og þetta bullsauð allt saman þarna, var svo tilbúið og sigtað og geymt í smástund meðan laukurinn var svissaður og smjöri bætt við og búin til laukfeiti, það tók næstum engan tíma svo allt var ennþá heitt þegar þetta komst loksins á borðið. Karlinum líkaði vel og lagði af stað fullur af orku fyrir komandi vinnudag og verður innan við hálftíma of seinn. Það er líka smá afgangur sem er víst það sem allar góðar húsmæður vilja því þá er alveg á hreinu að allir fara saddir frá borðinu. Sit sem sagt hérna núna södd og sæl eftir þessa feitu máltíð, ætla að melta aðeins áður en leiðinlegri parturinn af húsmóðurvinnunni hefst. Uppvaskið!!! Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunda við tilhugsunina en þetta fylgir víst...

sunnudagur, nóvember 20, 2005

...eftir spennufall föstudagsins hélt ég á vit ævintýranna með Möddu í gær þar sem við skelltum okkur á Laugaveginn. Komið var við í Bónus og keyptir bananar, súkkulaði og eitthvað að drekka, þrammað niður í bæ og þaðan í Kolaportið, skoðað undarlegt drasl eins og gamlar Vikur sem fólk heldur að það geti prangað inn á saklausa vegfarendur og svo komið sér inn í hlýjuna á reyklausu kaffihúsi og sötrað heitt og gott te og kaffi. Þar var blaðrað þar til orðakvótinn var uppurinn og svo brunað í Hafnarfjörð að finna einhverjar tuskur á Magdalenu, svo var keyrt í einum grænum á Neshagann að fata mig upp og svo drifið sig til Gyðu eða Darcy eins og hún kallar sig á góðum dögum. Þar voru við samankomin nokkrir fræknir söngvarar til að spreyta okkur í Singstar og væta kverkarnar með léttum mjöð og hvítvíni. Stemmningin var rosaleg, allir sungu hástöfum hvort sem þeir höfðu míkrófóninn í hendinni eða ekki, margar pósur voru festar á filmu og fólk tróðst um hvert annað til að sjá á skjáinn sem olli miklum niðurhellingum og ófáir metrar af eldhúspappír fengu að fjúka. Það var hlegið, talað, öskrað, hoppað, skoppað, trallað og auðvitað gaulað og andköf tekin til að fá loft ofan í óþjálfuð lungun sem kölluðu á súrefni eftir lengstu syrpurnar. Niðurstaðan er að þetta var ákaflega skemmtilegt kvöld, þar sem allir voru vinir og allir voru með, stigin skiptu ekki máli heldur var það gleðin sem var ótvíræður sigurvegari...

laugardagur, nóvember 19, 2005

...váááháááá hvað Serenity var góð mynd!!! Við Gyða skelltum okkur bara í bíó klukkan 17:45 og það var æði því við vorum ca 12 í salnum. Við stöllur vorum án efa mestu aðdáendurnir á staðnum og hlógum og klöppuðum, stundum, grétum og pískruðum. Spenningurinn áður en myndin byrjaði var þvílíkur að gæsahúð gerði vart við sig og augnkrókarnir vöknuðu aðeins. Þegar myndin kláraðist leið mér bæði vel og illa, vel því myndin var æðislega góð og skemmtileg og stóð fyllilega undir væntingunum sem ég hafði gert til hennar. Illa því núna er ég búin að sjá hana, spenningurinn liðinn hjá og smá tómleika tilfinning gerði vart við sig. Alla leiðina heim var ég svo með einhverja undarlega tilfinningu í hjartanu, var svo upprifin yfir myndinni og langaði og hlægja og gráta og tala við alla um hana, greina hana og bera saman við þættina. Bráðum get ég hellt úr skálum aðdáunirnar yfir alla því í kvöld verða held ég flestir sem ég þekki og hafa áhuga á þessari mynd búnir að sjá hana! :)

Svo er það bara Harry Potter, Narnia, Brothers Grimm og fleiri skemmtilegar ævintýra myndir sem bíða, get varla beðið...

föstudagur, nóvember 18, 2005

...ííííí ég hlakka svo til að fara á Serenity í kvöld með Gyðu. Gunnar átti 2 miða á forsýninguna 2. nóv en ég sagði honum að bjóða einhverjum vini sínum með því ég var búin að lofa Gyðu að fara með henni og hún var einmitt að vinna þetta kvöld.

Hmmmm hvað er ég búin að gera undanfarið? Jú jú verslaði fyrir 12 þúsund í Bónus og engan óþarfa nema 2l sprite og einn flórídana handa mér því ég var svo þyrst, finnst þetta vera mikið afrek! :) Gerði ekkert síðustu helgi nema slappa af og auðvitað versla í Bónus hahaha, búin að ráða klikkað margar soduku þrautir, lesa smá, fara í 2 yndisleg böð með skúbbhanska og grænan andlitsmaska, leggja skrilljón spider kappla og nokkra venjulega og ekki má gleyma horfa á alla fyrstu þáttaröðina af Veronica Mars. Vá ví hvað ég hlakka til að sjá þáttaröð númer 2, er bara að deyja úr spenningi!! Hver er það eiginlega sem kemur til hennar í lokin á síðasta þættinum? Ég er að klikkast úr forvitni og það er bara búið að sýna 7 eða 8 þætti í USA svo ég verð að bíða eitthvað eftir að Bjössi geti keypt næsta dvd sett! ;)

Er búin að vera vakandi síðan klukkan 7 í morgun og vera ótrúlega reykvísk og lesa blöðin eldsnemma. Setti reyndar líka í þvottavél sem er svo sem ekki frásögufærandi. Æj nenni ekki að reyna að muna meira...

mánudagur, nóvember 07, 2005

...vátsí hvað ég er búin að vera dugleg í dag! Eftir að hafa hjálpað Bjössa að þrífa eldhúsið eftir japönsku-partýið ákvað ég að demba mér í þirf og endurskipulaggningu á herberginu okkar. Núna er allt orðið skínandi nema gólfið, ætla að skúra það seinna þegar við tökum öll gólfin í íbúðinni í gegn, þvottavél númer 2 er í gangi og ég búin að fara í yndislegt freyðibað með grænan maska framan í mér og slappa vel af. Fattaði ekki fyrr en ég var komin á bólakaf ofan í baðkarið að athuga hvort það væri til gúrka á augun og að ég hafði gleymt skrúbbhönskunum mínum. Finnst reyndar ógeðslega vond lykt af gúrku en hef heyrt að hún geri í alvörunni undraverk fyrir augnsvæðið. Verð bara að munda eftir henni næst! :) Sit núna á hreina rúminu, í hreinum náttfötum og öll mjúk eftir barnaolíuna sem ég bar á mig og hlusta og gamla rómantíska tónlist sem Bjössi er að spila. Gerist ekki betra fyrr en Gunnar kemur heim í kvöld...
...æðisleg helgi að baki. Rosalega góður kjúlli og félagsskapur hjá Finni á föstudagskvöldið *slurp*, smakkaði líka martini í fyrsta skipti og nammi nammi namm!! Við Madda og Finnur sulluðum sem sagt í bjór, rósavíni, hvítvíni og martini og skelltum okkur svo á Ölstofuna og sátum þar til lokunar. Svo fékk hún Madda að gista hjá okkur svo hún þyrfti ekki að punga út ca 2500 kalli í taxa.

Á laugardaginn vaknaði ég við eitthvað blaður, þá var eitthvað crazy fólk komið til Bjössa til að undirbúa sushi partýið sem hann var með fyrir japönskubekkinn sinn. Ég hennti mér í íþróttabuxur og settist fram og skipti mér af og borðaði japanska snakkið sem var ákaflega gott-vont! Svo var kominn tími á að henda hálfri búslóðinni í tösku og strætóast til Gyðu og undirbúa sig fyrir halloween-partýið. Við vorum dætur djöfulsins í öllu rauðu með horn og hárið allt túperað í breiðan hanakamb. Það var hrikalega gaman í partýinu og ég flissaði eins og 13 ára hálft kvöldið. Stuðið var svo mikið þegar við fórum í bæinn að við hættum við að skipta um föt og mættum á 22 með hornin og det hele. Fengum mikla athygli út á þetta og virkuðum örugglega mjög undarlegar í augum margra. Ég var með mikinn púka í mér þetta kvöld og hegðaði mér eftir því, dillandi rassinum í "næstum ekki" pilsinu eins og ég kýs að kalla það. Var líka úti til lokunar þetta kvöld enda var ég svo þreytt í gær að ég var ekki í sambandi, hafði enda matarlyst og leið eins og væri með sand í augunum. Dagurinn fór líka allur í mók og góða drauma...

föstudagur, nóvember 04, 2005

...hann Gunnar er svo mikið yndi, :* hann gaf mér risastóra sudoku-bók þegar hann kom heim úr vinnunni í kvöld! :) Heilar 412 þrautir sem byrja mjög léttar og enda svo í allskonar útfærlsum. Er búin að ráða yfir 60 þrautir í kvöld enda voru þessar fyrstu alveg voðalega léttar, gat bara ekki hugsað mér að skilja þær eftir.

Alveg fullbókuð helgi hjá mér, ætla að leika við Gyðu seinnipartinn á morgun og brainstorma um búninga fyrir halloween-partýið. Eftir það skunda ég til Finns í matarboð þar sem ég ætla að borða vel og vera skemmtileg! :) Svo er örugglega nóg að gera á laugardaginn við að fínpússa búninginn og svo auðvitað partýið sjálft og jíííí hvað ég hlakka til! :) Kvíði reyndar svolítið fyrir, sumir verða örugglega í ógeðslega flottum búningum en ég verð bara þannig næst þegar ég á fullt á peningum og hef mikinn tíma - sem sagt aldrei!! :/

Úbbósí ísinn minn er alveg að verða að einni soppu svo ég verð að borða...mmmmm bónus-vanilluís...