miðvikudagur, október 29, 2003

...hún mamma mín á afmæli í dag!!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU MAMMA MÍN!! :* Vonandi áttu góðan og skemmtilegan dag. Dagurinn verður bara betri eftir að ég hef hringt í þig, hihihihihi! Ég elska þig, koss, koss, koss, koss, koss, koss og STÓRT knús!!!!

mánudagur, október 27, 2003

...beit það í mig að ég ætti að mæta til docsa klukkan 10 í morgun. Reif mig á fætur eftir svefnlitla nótt sökum lestrar kerlingablaða og áts á þurru frosties. Þegar ég mætti galvösk á svæðið var ég spurð um nafn og ég sagði satt og rétt frá þar og sagðist eiga að mæta klukkan 10. Konan skoðaði eitthvað í tölvunni, skrollaði síðan niður og fann nafnið mitt. Síðan kom tilkynningin, ég átti ekki að mæta fyrr en klukkan 15!!! Þannig að ég brosti, tók pokann minn og lallaði upp í FeelGood og tók góða æfingu.

Skil bara ekki afhverju ég var svona viss umað ég ætti að mæta klukkan 10, ég var svo viss að ég kíkti ekki einu sinni á miðann sem ég fékk í póstinum frá þeim!! Hefði getað sofið út ef heilinn hefði ekki verið að stríða mér. Amk eitt gott við þetta, núna veit ég að það er eitthvað lífsmark með þessum heilaræfli sem mé rvar úthlutaður! Hey, annað gott, æfing dagsins búin. Þá er bara eftir að læra í félagsfræði! :(

sunnudagur, október 26, 2003

...þá er kominn vetrartími hérna í Sverige þannig að það munar bara klukkustund á okkur og Íslandi. Gummi "mennska vekjaraklukkan" vakti mig um klukkan 14:20 og svo dreif ég mig að stilla klukkuna mína á 13:20. Þæginlegt að fá svona auka svefntíma! ;)

laugardagur, október 25, 2003

...dótið frá Ikea komið og búið að setja það saman. Dagurinn í gær fór að mestu í að þurrka af geisladiskum og bókum og raða upp í nýju Billy bókahillurnar okkar. Stofuborðið og Billy hillurnar koma mjög vel út og núna lítur íbúðin út eins og heimili en ekki ruslageymsla! Ég verð hissa í hvert skipti sem ég lít í kringum mig yfir hve mikið pláss er hérna núna, líður næstum eins og við séum flutt því allt er svo breytt! :) Núna vantar bara púða og lampa, kannski loftljós og léttar gardínur og þá verður alveg rosalega kósý hjá okkur um jólin. Jólin, jólin, jólin, ég er farin að hlakka svo til að halda jólin. Búin að plana að skreyta snemma svo við fáum að njóta skreytinganna sem lengst! Hlakka mest til að setja upp aðventuljósið því það er alltaf svo mikið við það, eitthvað svo hátíðarlegt. Svo er bara að finna stað fyrir stóra jólatréið, langar svo að koma því einhverstaðar fyrir. Spurning að hafa það bara fram á gangi því það verða örugglega engir aðrir í húsinu en við eða fá íbúðina hans Ara lánaða undir það!! :P Hehehehe er hætt þessum pælingum og farin að bursta tennurnar, þær eru loðnar eftir hlaup átið mikla sem átti sér stað í sófanum góða, við fína, nýja stofuborðið og yfir imbanum þar sem ég glápti á þátt um American Top model þar sem ég veit hver vinnur!! Oj ömurlegt laugardagskvöld en það næsta verður vonandi betra með miklu djammi því þá eru allir búnir í prófunum! :D

miðvikudagur, október 22, 2003

...dugnaðurinn heldur áfram á þessu heimili. Ég vakanði alveg eldsnemma í morgun og er svo bara búin að vera að dunda mér. Eftir hádegi ætla ég svo að læra helling og fara svo í ræktina. Myndarskapurinn er líka mikill og hefur húsmóðirin ákveðið að fara að hafa heitan mat í hádeginu og snarl á kvöldin og er í þessum skrifuðu orðum að sjóða hrísgrjón því í dag mun grjónagrautur bíða á borðum eftir elskunni þegar hann kemur heim úr skólanum. Ekki amarlegt það, ha???

þriðjudagur, október 21, 2003

...komst að því í nótt að ég er ennþá alsannur íslendingur. Var að bursta tennurnar alltof seint eins og venjulega og varð litið út um gluggann og það snjóaði. Ég bara hrökk í kút eins og ég hefði alls ekki átt von á þessu í endaðan október.

Skrölti á fætur klukkan hálf 10 í morgun, aldeilis dugleg, en hef samt ekki gert handtak síðan þá. Eða hvað??? Ætla nú ekki að vera að gera lítið úr stórverkum morgunsins, ég er búin að klæða mig og fá mér morgunmat og bursta tennurnar, skoða netið og nýja Ikea aukabæklinginn og elda pasta í hádegismat og hjálpa Gumma að vaska upp. Vona bara að næstkomandi morgnar verði á svipaðri línu!

Dótið sem við pöntuðum úr Ikea kemur á fimmtudag eða föstudag og ég er farin að hlakka mjög mikið til. Skipulagið í íbúðinni okkar er eins og stendur...tja...EKKERT!!! Dóti, drasli og bókum staflað upp við veggi og allt í rusli og ryki. Oj oj oj oj oj oj ég þoli þetta ekki lengur en þegar búið verður að þurrka af öllum bókunum og dótaríinu getur vel verið að tuskan fái að fljóta yfir aðra hluti líka eins og td sjónvarpið sem lítur út fyrir að vera bólstrað það er svo rykugt!!

Jæja farin að lesa, annað hvort skólabækur eða óþarfi (Seiður sléttunnar, á bara 150 bls eftir), sjáum til hvort verður ofan á. Hmmmm hvort haldið þið? ;)

mánudagur, október 20, 2003

...Íslandskílóin ægilegu fljúga af mér og halda vonandi suður á bóginn. Má þar þakka ræktinni og prógramminu ógurlega sem hún Pernilla gerði handa mér og svo örlítið betra mataræði fyrir utan þrefaldan nammi- og skyndibitadag um helgina (föst-lau-sunn). En hey, maður má ekki hætta að lifa!!! Sé fram á að komast næstum því í gömlu buxurnar fyrir jól og þá verður haldið ægilegt game þar sem ég skipti um buxur oftar en nærbuxur.

Er í alvörunni enginn sem veit neitt um þessi tannlæknamál sem ég var að spurja um hérna að neðan? Hmmmm greinilegt að íslenskir félagar mínir hérna annað hvort sleppa slíkum heimsóknum eða nota sumarfríið á Íslandi í svona heimsóknir sem er ekki gott mál þar sem það er margt skemmtilegra hægt að gera en að heimsækja tannsa kallinn. Ætliég verði ekki bara að hringja í hana frænku mína sem er aðstoðarkona tannlæknis hérna í Svíþjóð. Hefði auðvitað verið auðveldast að gera það strax en það sakaði ekki að athuga visku ykkar um þessi mál.

Er farin út að labba til að liðka á mér bakið.

fimmtudagur, október 16, 2003

...er að læra, gengur ágætlega, er að verða búin. Verð að vera dugleg svo ég haldi áfram að fá góðar einkunnir því ég ÆTLA að standa mig. Núna ætla ég að klára þenna djöf****** helv**** andsk***** menntaskóla.

Annars auglýsi ég eftir tannlækni handa okkur skötuhjúunum. Það gengur ekki að hafa engan fastan tannlækni svona ef maður fengi nú tannpínu eða einhver önnur munnsærindi.

Hérna kemur spurnigalisti frá mér, allir sem vita eitthvað um málið EIGA að svara í commentum, gestabók, hroingja í mig eða koma í heimsókn og fræða mig um málið.

1. Hvar er best að fara til tannlæknis?
2. Er mikill munur á verði að fara hjá commununni eða á privatstofu? (Búin að heyra að það sé jafndýrt???)
3. Hvað kostar skoðun ca. mikið?
4. Er langur biðtími?

Hmmm, man ekki eftir meiru í bili. Endilega svariði mér ef þið vitið eitthvað!!

Farin að læra og tala við Mólgu! :)

þriðjudagur, október 14, 2003

...jæja komin heim úr ræktinni. Þetta ógurlega átak er að gera góða hluti, er amk búin að léttast um hálft kíló og það er ágætt til að peppa mann upp. Ætla aftur á morgunn eða fimmtudaginn og þá er lyftinga dagur! :)

Annars svo sem ekkert að frétta, var rosalega dugleg að gera sálfræðiverkefni í gær. Las og las og pældi og spekúleraði. Var svo eitthvað að skoða inni á webCT og komst þá að því að ég átti ekki að skila barnasálfræðiverkefninu í gær heldur næsta fimmtudag og að það var félagsfræðiverkefnið sem ég átti að vera að gera!!! Ég varð mjög svekt en gat samt ekki annað en hlegið um leið og tár reiði yfir eigin heimsku láku niður kinnarnar, og eins og alltaf þegar ég verð mjög svekt eða leið það verð ég mjög syfjuð þannig að ég dró mig frá tölvunni og labbaði upp í búð að kaupa mjólk og fleira. Kom svo heim aftur ennþá syfjaðri en áður en hékk yfir verkefninu í hátt í klukkutíma áður en Gummi kallaði á mig í egg í brauði með osti og aromati og eftir góða máltíð þá laggði ég mig í 2 tíma áður en ég klambraði saman einhverri vitleysu til að skila inn, vona að kennarinn taki ekki eftir fáfræði minni um félagslegt taumhald og eitthvað álíka crap!

föstudagur, október 10, 2003

...já mig grunaði þetta en var ekki alveg svona viss í minni sök. Auglýsingar gera gagn!!! Var að þvo í kvöld en var alveg búin að steingleyma því og væri örugglega ekki ennþá búin að ná í þvottinn minn úr þurrkaranum ef það hefði ekki verið sýnd þvottavélaauglýsing!! Ok langar oft í Twix þegar þa er verið að auglýsa það en þetta var bara brillíjant. Meira svona hjá sjónvarpsstöðvunum!! Hvernig væri að td á klukkutíma fresti kæmu auglýsingar til að minna mann á að slökkva á eldavélinni og taka straujárnið úr sambandi eða að slökkva á kertunum sem löga eftirlitslaus í næsta herbergi?? Það væri alveg frábært og mundi minnka tjón á heimilum til muna og það yrði minna að gera hjá slökkviliðum bæja og borga.

fimmtudagur, október 09, 2003

...þá er verið að fara að taka á því. Klukkan nákvæmlega 14 að staðartíma mun ég hitti hana Katiu éinkaþjálfara og hún mun gera handa mér súpergott prógramm til að losna við Íslandsslabbið af bumbunni. Svo sem ekkert af miklu að taka í þessum málum en smá samt og fyndna er að Íslandsslabbið byrjaði að leka af mér strax og ég var komin til Sverige, skrítið ekki satt?!?!?! Köllum prógrammið bara í kjólinn fyrir jólin, er það ekki annars svo svakalega vinsælt í Séð og heyrt? Úbbs en ég passa í alla kjólana mína og þá eru góð ráð dýr. Á ég að kaupa mér of lítinn kjól og stefna á að passa í hann eða á ég að breyta nafninu á átakinu??? Hmmmm erfitt val en ég held ég velji að breyta nafninu í burt með slabbið eða enga björgunarhringi nema uppblásna!!! Já það er af mörgu að taka.

Núna ætla ég að klára bananann minn og laga hárið með köldu vatni.

miðvikudagur, október 08, 2003

...ég skal segja ykkur það!!! Eruði að lesa??? Á nákvæmlega þessum degi (tja auðvitað ekki þessum en 7.október 2000) var rjómanum af Seyðfirðingum boðið í matarboð að Skipholti 26, penthouseíbúðinni ógurlegu. Þar var borðað og drukkið og skemmt sér alveg konunglega og ákveðið margoft að fara ekki á Nelly's sem þá var ennþá eðalskemmtistaður. Þegar við vorum komin í bæinn og alla leið niður að Gauknum þá var svo mikil biðröð þar að við nenntum ekki að bíða þar og snérumst í ótalhringi í kringum sjálf okkur til að ákveða hvert skildi halda. Strákarnir ákváðu að gerast lögbrjótar og míga í húsasundi meðan við Gyða stóðum vörð og fengum okkur aðeins í nefið til að rifja upp gamla tíma. Svo stundum við þungan og örkuðum á Nelly's. Þar var djammað og drukkið ennþá meira, dansað helling og hözzlað pínu svona þegar fór að líða að lokun. Ég fór til stóra frænda sem var með fatahengisnúmerið okkar og náði í jakkann minn og skilaði honum svo aftur númerinu og arkaði af stað út í nóttina með tveimur bláókunnugum herramönnum. Ég frétti síðar meir að frændi hefði ekkert skilið í framferði mínu og haft miklar áhyggjur af litlu frænku aleinni með einhverjum stráklingum. Þá var ferðinni heitið í leigubílaröðina en á leiðinni hittum við þá "merkilegu" konu Ingibjörgu Sólrúnu og kallaði ég á eftir henni "Sólrún". Ég vill ekki trúa þessu en það eru víst tvö vitni að þessu (ég vill halda því fram að ég hafi kallað Ingibjörg!). Svo var ferðinni heitið í Breiðholtið til Öldu Diljá þar sem hún lofaði partýi. Það var eitt slappasta partý sem ég hef lent í þar sem hún lá hálfsofandi upp í sófa enda var ferðinni haldið annað fljótlega eftir að ég hafði bolaskipti sökum óþægindana sem hafast af því að vera í bol með engu baki. Þá lá leiðinn aftur til baka eða svo til, öðrum herramanninum var hent út úr taxanum og sagt að hann gæti labbað heim þaðan en hinn herramaðurinn og ég fórum heim til mín í einkapartý. Einmitt þegar við komum inn hringdi eðalpeningasíminn í Skipholti 45 og voru það tveir af mínum bestu karlkynsvinum að forvitnast um hagi mína, höfðu áhyggjur því ég svaraði ekki í gsm-ann (heyrði ekki í honum eða batteríislaus eða eitthvað). Þeir voru alveg þrumulostnir á framferði mínu og mundu ekkert eftir því að hafa séð þennan dreng á Nelly's. Þá fengu þeir að heyra í honum og herramaðurinn sagði "þið hljótið að muna eftir mér, ég er þessi með útstæðu eyrun".

Daginn eftir fékk herramaðurinn að hringja í föður sinn til að láta sækja sig því hann tók aldrei símann með sér á djammið. Ég sagði hvað ég héti og ég væri í símaskránni undir Seyðisfjörður. Hann sagði sitt nafn og hvar hann byggi og ég gæti leitað að því í símaskránni. Á mánudeginum var ég að reyna að finna númerið hjá herranum en fann það hvergi, nafnið passaði ekki við heimilisfangið. Sá eini með þessu nafni var ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu og það bara passaði ekki eða það hélt ég. En ég dó ekki ráðalaus, hann hafði jú hringt í föður sinn úr símanum mínum þannig að ég vissi númerið hans. Ég settist í hvíta skítuga sófann og byrjaði að skrifa sms sem hljómaði eitthvað á þessa leið "Hæ pabbi herrans, viltu biðja hann um að hafa samband við mig ef hann vill. Kv. Sirrý". Svo sat ég heillengi og visssi ekki hvort ég ætti að senda þetta sms, vildi ég í raun hitta þennan strák aftur??? Svo ýtti ég á takkann og skilaboði sendist og ég svitnaði og fékk örari hjartslátt, var ég að gera rétt???

Ég fékk símhringingu seinna um daginn frá herranum, hann var glaður yfir skilaboðunum sem faðir hans hafði áframsent til hans. Hann var búinn að finna Sigríði Jónsdóttur á Seyðisfirði en það var eitt vandamál þær voru tvær (hin er amma mín og ef hann hefði skoða vel hefði hann séð að annað númerið var gsm en hitt heimilis). Hann var að vinna til klukkan 21 um kvöldið og spurði hvort hann mætti koma eftir það ég sagði já.

Herramaðurinn er semsagt Gummi en hinn strákurinn er alls enginn herramaður heldur aumingji sem er ekki vert að nefna á nafn. Þið vitið svo framhaldið amk í grófum dráttum. ;)

Elsku Gummi minn til hamingju með að það eru orðin 3 ár síðan ég dró þig heim með mér, ég sé ekki eftir því, amk ekki ennþá ;) og vonandi ekki þú heldur enda erfitt að finna eins góðan kvenkost og mig ehemm!!

Ég elska þig! :*