laugardagur, ágúst 09, 2003

...vorum að koma heim eftir 6 klukkutíma á ströndinni! Aahhh hvað það var gott að flatmaga á teppinu með krossgátu og láta sólina baka sig og hlaupa svo út í vatnið og kæla sig og synda aðeins og láta svo sólina þurrka sig! Þetta er lífið!!! Við fórum sem sagt með Kristínu, Grétari og Hauki að Simsjön klukkan 11 í morgun, tókum með okkur einnota grill og pylsur og að sjálfssögðu sólarvörn, þýðir ekkert annað! :) Núna er svo ferðinni heitið á einhvern veitingastað til að fá eitthvað gott og sæmilega óhollt í magann til að vinna upp á móti allri orkunni sem við eyddum í að hita upp líkamann þegar við vorum að bussla, veit ekki alveg hvert ferðinni er heitið en það verður pottþétt eitthvað svakalega gott og djúsí! :) Jæja verð að fara Grétar er búinn að klæða sig!

Engin ummæli: