...komst að því í nótt að ég er ennþá alsannur íslendingur. Var að bursta tennurnar alltof seint eins og venjulega og varð litið út um gluggann og það snjóaði. Ég bara hrökk í kút eins og ég hefði alls ekki átt von á þessu í endaðan október.
Skrölti á fætur klukkan hálf 10 í morgun, aldeilis dugleg, en hef samt ekki gert handtak síðan þá. Eða hvað??? Ætla nú ekki að vera að gera lítið úr stórverkum morgunsins, ég er búin að klæða mig og fá mér morgunmat og bursta tennurnar, skoða netið og nýja Ikea aukabæklinginn og elda pasta í hádegismat og hjálpa Gumma að vaska upp. Vona bara að næstkomandi morgnar verði á svipaðri línu!
Dótið sem við pöntuðum úr Ikea kemur á fimmtudag eða föstudag og ég er farin að hlakka mjög mikið til. Skipulagið í íbúðinni okkar er eins og stendur...tja...EKKERT!!! Dóti, drasli og bókum staflað upp við veggi og allt í rusli og ryki. Oj oj oj oj oj oj ég þoli þetta ekki lengur en þegar búið verður að þurrka af öllum bókunum og dótaríinu getur vel verið að tuskan fái að fljóta yfir aðra hluti líka eins og td sjónvarpið sem lítur út fyrir að vera bólstrað það er svo rykugt!!
Jæja farin að lesa, annað hvort skólabækur eða óþarfi (Seiður sléttunnar, á bara 150 bls eftir), sjáum til hvort verður ofan á. Hmmmm hvort haldið þið? ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli