laugardagur, júlí 10, 2004

...hitinn síðustu daga hefur verið æðislegur. Fjörðurinn fagri virðist ekki ætla að svíkja mig í sumar of sólin glennir sig á hverjum degi. Svitinn dropar af enninu og nefið glansar en hverjum er ekki sama??? Ég sá nokkrar freknur gægjast fram á kinnunum á mér og er bara komin með smá lit. Það er búið að vera algjört logn og mér er svo heitt að ég er að pæla í hvort að það sé þess virði að fara í sturtu því ég á pottþétt eftir að svitna við að þurrka mér!!!

Dreif mig úr náttfötunum í gærkvöldi og skellti mér á Láruna og drakk fullt af öli. Svo sátum við nokkur úti við lón og spjölluðum, drukkum og sungum og höfðum það gott. Ég drattaðist heim klukkan sjö í morgunn og horfði á Erilbæ og Kolla káta meðan ég borðaði troðfullann disk af súkkulaðiís með súkkulaðisósu. Jömmers!!!

Annars er ég að springa úr seddu eftir þriggja klukkustunda heimsókn hjá ömmu og svo kvöldmat strax á eftir. Er að reyna að berjast við að melta þetta sem fyrst svo ég komi bjórnum niður á eftir en maginn er jafn latur og eigandinn...

...ætla engir Skövde-búar að kíkja á mig næstu helgi og tékka á Lunga og fara á ball með Í svörtum fötum???? Ég get reddað gistingu og góðu veðri...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

...kannski kominn tími á smá öppdeit. Hef verið á frekar miklu flakki upp á síðkastið þannig að ef þið hafið átt leið á milli Seyðisfjarðar og Akureyrar þá er ekki ólíklegt að þið hafið séð mig á ferðinni með einhverjum af fjölmörgum einkabílstjórum mínum. Kom aftur í fjörðinn fagra í gær eftir rúma viku í góðu yfirlæti á Akureyri, mér veitt ekki af fríinu því villta djammið á Seyðó tekur aldeilis á, enda er ég ekki í góðu formi eftir veruna í Svíþjóð þar sem allt lokar klukkan 02:00. En núna er stelpan bara mætt aftur og kominn djamm hugur í hana. Eins gott að það verði stuð um helgina og svo er það bara Lunga-ball laugardaginn 17. júlí, mmmm grill, bjór og gott veður, það gerist ekki betra.

Hvað á annars að gera um Versló??? Mæta ekki allir Skövde-búar á Akureyri og kíkja í glas með mér???

Bjakk þarf að fara að læra en tími því varla því það er svo got veður...ætli mamma verði nokkuð ósátt ef ég draslast með tölvuna og allt heila gillið út á pall...