mánudagur, október 20, 2003

...Íslandskílóin ægilegu fljúga af mér og halda vonandi suður á bóginn. Má þar þakka ræktinni og prógramminu ógurlega sem hún Pernilla gerði handa mér og svo örlítið betra mataræði fyrir utan þrefaldan nammi- og skyndibitadag um helgina (föst-lau-sunn). En hey, maður má ekki hætta að lifa!!! Sé fram á að komast næstum því í gömlu buxurnar fyrir jól og þá verður haldið ægilegt game þar sem ég skipti um buxur oftar en nærbuxur.

Er í alvörunni enginn sem veit neitt um þessi tannlæknamál sem ég var að spurja um hérna að neðan? Hmmmm greinilegt að íslenskir félagar mínir hérna annað hvort sleppa slíkum heimsóknum eða nota sumarfríið á Íslandi í svona heimsóknir sem er ekki gott mál þar sem það er margt skemmtilegra hægt að gera en að heimsækja tannsa kallinn. Ætliég verði ekki bara að hringja í hana frænku mína sem er aðstoðarkona tannlæknis hérna í Svíþjóð. Hefði auðvitað verið auðveldast að gera það strax en það sakaði ekki að athuga visku ykkar um þessi mál.

Er farin út að labba til að liðka á mér bakið.

Engin ummæli: