fimmtudagur, janúar 29, 2004

...kannski kominn tími á smá blogg. Veit svo sem ekki um hvað það á að vera þar sem ekkert hefur gerst. Finn fyrir brennandi löngun til að fara á djammið en fimmtudagur er kannski ekki góður dagur til þess! Þar sem ég var á djamminu síðust helgi finnst mér eþtta bara ekkert sniðug löngun en ef eitthvað verður um að vera næstu helgi þá getur vel verið að ég klæði mig í tjútt fötin og sturti í mig áfengum veigum! :) Er ekki einhver að fara að halda innfluttningspartý eða afmælispartý eða bara kasjúal partý???

Þessi löngun í áfengi getur aðeins veirð sigruð ef ég get keypt mér föt á útsölum!! Þannig að ef einhver nennir ekki að hafa mig fulla leitandi eftir partýum allstaðar, bankandi upp á um miðjar nætur með myndavél...hmmmm nei það voru Elli, Guðni og Villi...jæja þá getur amk sá hinn sami lagt fram frjáls framlög (bara koma við hjá okkur með seðlana í umslagi, ég er oftast heima) og ég lofa að kaupa eitthvað flott! ;) Enga nísku núna...

sunnudagur, janúar 25, 2004

...gærkvöldið var mjög skemmtilegt. Borðuðum taco og notuðum alvöru kjöt aldrei þessu vant. Notum venjulega sveppahakk sem er mjög gott en núna var tilboð á blandhakki. Svo var fengið sér TiaMaria kaffi og fötin valin. Svo skunduðum við niður 32 tröppur og inn ganginn til vinstri og beint í afmælispartý hjá Ella. Þar var mikið drukkið og spjallað og hitt fólk sem maður hafði ekki séð síðan fyrir jól. Við vorum nokkur saman sem gáfum Ella örbylgjuofn ía fmælisgjöf og held ég að hann hafi verið alveg sáttur við það. Um klukkan hálf 2 vorum við komin aftur upp til okkar og fylgdu nokkrir með okkur meðan aðrir ákváðu að fara á Kåren sem lokar alltaf klukkan 2!!! :S Okkur fannst það ekki alveg þess virði að labba þangað til að labba heim aftur. Mér grunar nú samt að einhverjum hafi bara langað í McDonalds þó ég hafi engar sannanir fyrir því. Við áttum afgangs taco sem kom nú ekkert á óvart þar sem ég ákvað að elda extra mikið svo við gætum borðað það þegar heim kæmi í staðinn fyrir að fá okkur hamborgara. Svo var bara slappað af yfir sjónvarpinu og þar steinsofnaði ég og svaf í alla nótt eða morgun! :)

Við vorum svo ofboðslega dugleg og vöknuðum um hálf 14 í dag og eftir svona ca 3 mínútur hringdi síminn og var þða hún tengdamamma mín sem vildi bara heyra í okkur óhljóðin. Í dag hef ég svo ekkert gert nema... hmmm hef svo sem alveg gert helling miðað við það að sunnudagur er löglegur letidagur. Verð mjög trúuð þegar mér hentar hehehe!! ;) Ég er búin að þvo alveg hellings þvott og fara í sturtu og svona hitt og þetta smálegt. Planið er svo að fara fekar snemma í bólið í kvöld svo ég geti haldið áfram að vakna snemma og sofa á nóttunni. Morgundagurinn fer svo í að skipuleggja námið mitt og byrja á einhverjum verkefnum og svo ætla ég að drífa mig í ræktina líka.

Verð að fara að bjarga þvottinum okkar, hef bara þvottahúsið í 3 mínútur í viðbót...

laugardagur, janúar 24, 2004

...harðsperrur, harðsperrur og ennþá meiri harðsperrur!!! Ég get varla hreyft hendurnar fyrir harðsperrum eftir lyftingarna í gær en þetta eru góðar kvalir. Er sem sagt byrjuð aftur í ræktinni og er búin að fara þrisvar sinnum í röð. En það er frí á morgun svo ég næ að jafna mig aðeins í höndunum. Annars er stefnan sett á spinning tíma á mánudaginn og þá fær maður sko að púla. Ekkert slæmt við það.

Annars er partý í kvöld því að hann Elli varð 23ja ára þann 20. jan. Við erum nú ekki búin að ákveða hvort við förum á djammið eða ekki, það fer bara eftir því hvort maður verður í stuði í kvöld eða ekki en við fáum okkur nú örugglega einn eða tvo bjóra bara svona til að sýna afmælisbarninu smá virðingu! ;)

Núna er skólinn minn að byrja, búin að fá fyrsta kennslubréf frá næstum því öllum kennurunum. En ég get nú ekki byrjað að læra í öllum áföngunum strax vegna bókaskorts en get nú samt dundað mér eitthvað smá. Verður gott að hafa eitthvað sem verður að gera, maður verður svo latur þegar ekkert er við að vera nema þrif og tilhugsunin um þrif gerir mig nú ennþá latari en hollt getur talist. Við skötuhjúin drusluðumst samt til að þrífa í gær og það vár eins gott því að um kvöldið fengum við gesti sem vildu ólmir spila Viltu vinna milljón.

Hmmm ætli pabbi fari ekki að hringja...

miðvikudagur, janúar 21, 2004

...hafa bara verið rólegheit hjá okkur síðustu daga. Vorum búin að plana að djamma síðustu helgi en svo varð Gummi bara lasinn þannig að djamminu var bara frestað þangað til næstu helgi. Helgin fór semsagt í óhollustu af verstu gerð, billy's pizzur, nammi, snakk og gos mmmm mmmm mmmm Er reyndar komin með leið á svona fæði amk í bili og er ræktarferð plönuð í dag til að halda áfram að hrista sig. Hefði farið í spinning með Dönu og Möddu í morgun ef ég hefði ekki átt stefnumót með Ceceliu klukkan 10 og þó að ég þurfi að hreyfa min nennti ég bara ekki í bæinn tvisvar sinnum fyrir hádegi *roðn*. Var samt vöknuð klukkan 7 þannig að ég hefði alveg getað farið. Það er heldur ekkert erfitt að vakna klukkan 7 þegar maður fer að sofa klukkan rétt rúmlega 20!! En núna snýr sólarhringurinn rétt amk í bili.

Svo er bara skólinn að byrja, hefði reyndar mátt byrja fyrir 2 vikum mín vegna hef ekkert annað að gera. Núna eru kennararnir víst alveg að fara að setja inn á WebCT hvaða bækur við þurfum. Ég hringdi nefnilega í fjarnámsstjórann um daginn til að athuga hvaða bækur ef einhverjar væru í ensku og sögu og þá ákváðum við að ég mundi bara panta bækurnar þegar kennararnir eru búnir að setja námsáætlunina inn. Það hefur víst komið fyrir að kennarar ákveða að breyta um bækur en breyta ekki strax bókalistanum. Ég vill ekki vera að kaupa vitlausar bækur og þurfa að vesenast í að skipta þeim ef það er hægt svo þetta er best svona. Fjarnámsstjórinn sagðist svo halda með mér ef það verður eitthvað vesen vegna verkefna sem þarf að skila áður en ég fæ bækurnar í hendurnar en é býst nú ekki við neinu veseni! :)

Jæja verð að fara að klæða mig og laga lubbann...

fimmtudagur, janúar 15, 2004

...jæja þá er fyrstu ræktarferð ársins lokið og gekk hún með afbrygðum vel. Það var spinning í 45 mínútur og það var alveg nóg amk svona fyrir fyrsta tímann! :) Stefnan er sett á ræktina aftur strax á morgun og svo á loksins að skella sér á Hringadróttinssögu part III. Heitir hún ekki Hilmir snýr heim á Íslensku??? Alltaf svo skemmtilega þýðingar!! :S Annars er þvílíkt okrað í þessu bíói, kostar heilar 100 sek einn miði, ég var næstum búin að hætta við en svo veðrur maður bara að sjá þessa mynd í bíó og líka gaman að skella sér út eins og eina kvöldstund og gera eitthvað annað en að hanga í sófanum góða með tvö teppi og glápa á tellíið. Þegar á að sleppa tellíinu er auðvitað nauðsynlegt að fara í bíó í staðinn hehehehe.

Myndir eru á leiðinni, þurfum bara að finna okkur nýtt ókeypis albúm á netinu. Webshot var ekki alveg að gera sig þar sem þeir þurrkuðu út þessi þrjú albúm sem við áttum. Algjör óþarfi að eyða þeim út þó að við séum ekki þau duglegustu að færa inn myndir!! ;) Ari þá veistu það -hehehe- en þessi eina mynd var sett inn bara til að prófa. :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

...vei vei vei pakkinn frá Lindu systur gumma er loksins kominn. Fengum þrjá svo sæta engla frá þeim, svona sem þurfa að sitja á brúninni á hillunni og svo fengum við 1 kg af appolló lakkrískonfekti! :) Ekki amarlegt það!!

Alveg hellingur búinn að gerast síðan ég lét heyra frá mér síðast. Áramótin þar sem ég eldaði Bayonneskinku, fengum fólk til okkar áður en haldið var áfram til Dönu og Sverris sem buðu upp á kampavín og flottheit. Það var mjög gaman, mikið talað, slatti drukkinn þó enginn væri á eyrnasneplunum. Ég sýndi á mér mínar bestu hliðar og var frekar róleg þetta kvöldi ðeins og síðustu tvö áramót á undan. Byrjaði með góðri drykkju á rauðvíni, Tia Maria kaffi og Bacardi Breezer en svo hægðist eitthvað á henni og ég endaði bara eiginlega ekkert full! :) Við hættum svo að bögga heimilisfólkið um 6 leytið svona svo þau gætu burstað tennurnar áður en strákurinn vaknaði hehehehehehe.

Síðan hefur mest verið slappað af og haft það gott. Gummi auðvitað að læra undir próf en ég er bara í átakinu "halda mér vakandi allan daginn, vakna snemma og fara að sofa frekar snemma". Enn sem komið er gengur það bara alveg ágætlega. Þetta átak varð til vegna þess að ég nenni ekki að byrja á þessu þegar skólinn byrjar og vera þá ennþá meira syfjuð við lesturinn en venja er og nauðsyn þykir! :)

Í gær var okkur svo boðið í kjúlla til Dönu og Sverris því snillingarnir þau keyptu tvo kjúlla en gleymdu að setja annan í frysti. Haldið endilega svona áfram krakkar mínir! ;) Maturinn var æði og ég borðaði á mig gat - ka búmm og saumasettið var dregið upp úr draslhrúgunni - hehehe fyndin núna já sko ehemmm... Svo skelltum við Dana okkur á hina margrómuðu og var hún alveg þrælskemmtileg. Eina sem truglaði mig var skemmdin á bíótjaldinu, finnat að það eigi að vera afsláttur í þennan sal út af henni. Kannski nenna þeir ekki að laga tjaldið því að það eru svo fáir sem nenna í bíó í sal 5.

Í dag var svo verslunar- og bankaferð og auðvitað voru Dana og Jóndi með í för eða réttara sagt ég var með þeim. Ég keypti mér íþróttabrjóstahaldara (loksins búin að vera á leiðinni að gera það í marga mánuði *roðn* og svo var auðvitað farið á kaffihús og fengið sér brauð og íste og KÖKU!!! :)

Mmmmmm....

fimmtudagur, janúar 01, 2004

...gleðilegt nýtt ár öll saman og takk fyrir þau gömlu!!!! :)