þriðjudagur, maí 31, 2005

...þá er kerlan bara alveg að fara að flytja, er bara að bíða eftir að Gunnar komi til að bera og keyra! :) Er reyndar ekki alveg búin að pakka en á bara svona smotterí eftir, henda afgangs drasli í poka og þess háttar, bara allt að smella. Svo ég verð stolltur íbúi Hlíðanna í sumar, búsett í Mávahlíð 14. En blehhh best að reyna að halda áfram að gera eitthvað í þessari niðurpökkun svo allt verði tilbúið þegar Gunnar rennir í hlað á gráu eldingunni!

Í sumar verð ég ekki með internet svo ég verð að vera dugleg að misnota Hive-tenginguna hjá Gunnari & Co. Verð að reyna að tengja mína tölvu við netið þeirra, gátum það ekki um daginn. Þá ætti ég að geta hangsað eitthvað smá á netinu meðan Gunnar er að spila World of Warcraft á milljón. Æ ljúfa líf, sumarið er að leggjast eitthvað svo vel í mig þó að ég sé ekki ennþá komin með vinnu. Var að sækja um slatta í gær og eitt starf í dag svo þetta hlýtur bara að fara að koma. Kerlan er líka skítblönk og óskar eftir stuðningi og styrkjum frá öllum, hafiði bara samband ég tek við hvaða fjárhæð sem er...

mánudagur, maí 30, 2005

...oj hvað ég nenni ekki að pakka niður þessu litla drasli sem ég er með hérna. Nenni ekki að flytja einu sinni enn, bara til þess að flytja aftur í haust - ojbarasta og ullapæ!! Svo verð ég enga stund að pakka þegar ég bara byrja, þannig er það alltaf. Svo er ég líka með einhverja sýkingu í hægra auganu og það er ógeðslega óþægilegt svo ég tali nú ekki um hvað það er ljótt! :( Vona bara að þetta sé ekkert alvarlegt, langar ekki að þurfa að fara í aðgerð eins og Gummi þurfti að fara í hérna um árið *hrollur* því það er alls ekki skemmtileg tilhugsun að láta spenna upp á sér augað og eitthvað meira ógeðslegt!! :S Það er meira að segja vont að blikka og það er eitthvað sem er víst ekki hægt að hætta að gera!! *Grát grát*

Svo er málið að vera voðalega stillt um helgina því ég er búin að lofa að hjálpa Gerðu (mömmu Gunnars) á sunnudaginn þegar hún heldur upp á afmælið sitt. Ætli bíó og notaleg heit séu þá ekki bara málið og svo verð ég ein heima fyrstu helgina sem ég bý með Klemensi þannig að ég gæti gert fullt af skandölum ef ég bara nennti íhíhíhíhíhíhíhí! :P En nei verð að vera góður leigjandi svo mér verði ekki bara hennt út strax, nenni ekki að búa á Hlemmi í sumar þó að það sé verið að laga hann...

laugardagur, maí 28, 2005

...alltaf suðið, hehehehe smá innsláttarvilla ákvað að láta hana kjurra því hún passar alveg líka sko hehehehehe!! ;) En ok alltaf sama stuðið hérna megin, er samt ekki full ef fólk skyldi fara að halda það þegar það sér að færslan er gerð klukkan korter í fjögur aðfaranótt laugardags. Var bara í mestu makindum að horfa á video með karlinum þegar hann var ræstur út í að skutla einhverjum bölvuðu pakki!!! Taka það til sín sem eiga það!! Íhíhíhíhí ;) Skuldaði víst greiða svo ég er bara að dúlla mér í svona hálftíma í viðbót, bara netið og gaman!

Hitti Ingu Hrefnu Vestmannaeyjarfara aðeins í dag, ég var ræst út í síðbúin hádegismat og við skelltum okkur á Vegamót. Ég skoðaði matseðilinn vandlega og ákvað að panta kalkúna- og pastasalat. Þegar ég fékk diskinn var hann alveg troðfullur af girnilegu dótarí en ekkert pasta og ég hélt að ég hefði bara farið línuvillt á matseðlinum og bara borðaði matinn minn sæl og ánægð. Svo þegar við vorum að borga sagði afgreiðslumaðurinn "...já og þú varst þá með kalkúna- og pastasalatið?" Ég játti því en tilkynnti um forföll pastasins. Hann varð steinhissa en var búinn að renna kortinu mínu svo hann segjist ætla að muna eftir mér og ég fái eitthvað gott næst þegar ég kem. Eins gott að fara fljótlega aftur svo hann muni hugsanlega eftir mér. Ekki sniðugt að koma eftir tvö ár "ég var hérna í lok maí 2005 og fékk pastasalat með engu pasta og núna vill ég fá það bætt!!!" Hahahaha gaman að þessu, vona bara að hann eigi eftir að muna eftir mér!!!

Skrapp aðeins í Kringuna með Ingu og ætlaði að strætóast heim þaðan eftir að hafa kíkt í 3 búðir sem betur fer var ekkert skemmtilegt til í þeim. Ákvað þá að taka 6-una í vitlausa átt og rúntaði með henni út á Seltjarnarnes og til baka og ætlaði að fara að skipta yfir í 5-una til að fá aðeins lengri rúnt en þá hringdi Gunnar og tilkynnti snemmlokinn vinnudag þannig að ég fór bara til hans og svo út á Álftanes í grillmat *nammi nammi namm*. Alltaf er ég að græða!!! :D

Er ég samt alveg hrikalega crazy að finnast fínt að nota strætó nema þegar þarf að skipta mikið?? Langað svo ekki heim áðan og það er svo notalegt að sitja í sólvermdum, hálf tómum strætó og láta hugann reika. Sem betur fer eru ekki allir eins því þá væru ekki svona fáir í strætó...

fimmtudagur, maí 26, 2005

...lalíla, Júróvísjón var æðislega skemmtilegt, trallað og klappað og hlegið og allur pakkinn bara og svo í bæinn þar sem ég og Gyða fengum að heyra að við værum fallegt par og ættum bara að vera kærustupar!! Hinir krakkarnir grilluðu en ég sparaði mér það með því að mæta í útskriftarveislu til Atla fyrst og fá alveg dýrindis kökur og brauðrétti *jömmers* og borða nett yfir mig og liggja á meltunni fyrstua klukkutímann í júrópartýinu!!! :D

Svo er bara búin að vera áframhaldandi slappleiki en ekkert alvarlegt, bara túrbókvef og smá svimi þannig að ég hef haldið mig mest innandyra. Sem betur fer birðist góða veðrið sem ég hef séð út um gluggann hjá mér bara hafa verið gott út um gluggann, sem sagt mjög gott gluggaveður og notalega heitt inni í herberginu mínu, ohhhhh nice! :)

Ætlaði að hitta Heiðu áðan en svaf yfir mig. :( Dreymdi nefnilega svo hroðalega illa í nótt, aftur og aftur og aftur, var nýbúin að vekja sjálfa mig af einum slæmum þegar annar tók við. Alveg hræðilegt, dreymdi draugadraum og byssudraum og rifrildisdraum og ég veit ekki hvað og hvað!!! Alveg ömurlegt og ég var alveg skíthrædd eftir draugadrauminn og þorði ekki að liggja alveg ein undir sænginni minn svo ég varð að stela smá af Gunna sæng, *roðn* algjör tepra greinilega!

En ætla að fara að laga mig til, alveg kominn tími á að skreppa eitthvað smá út. Klemens er búinn að bjóða upp á félagsskap sinn og ég ætla að þyggja hann...

föstudagur, maí 20, 2005

...nú man ég hvað ég ætlaði að skrifa í fyrradag, ég fór á Nexus-forsýningu á Star Wars III á þriðjudaginn og það var alls ekki leiðinlegt. Við Gunnar mættum fyrr til að merkja sætin, ég átti reyndar ekki að gera neitt en lukkan snéri anditinu að mér og ég fékk að merkja þrjár sætaraðir í staðin fyrir að sitja og lesa. Best að segja svo ekkert um fólkið sem maður mætti þarna svo ég móðgi enga með óviðeigandi athugasemdum um "svona" fólk!! ;) Hahahahaha. Bjarki Borgþórs og Heimir Óskars voru svo í dyrunum að leita á æstum aðdáendum svo engir væru með myndavélar og eitthvað crap, ég er svo sakleysisleg að það var bara djók-leitað utan á töskunni minni. Held samt að Bjarki hafi verið smá hissa þegar hann sá mig koma en ég er ekki alveg viss, verð að spurja hann þegar ég hitti hann næst!

Svo er kerlan bara hálf lasin en er að reyna að hrista þetta af sér. Hlaut að fara að koma að nýrri flensu, var orðið of langt síðan ég var veik síðast og ég var bara farin að hafa áhyggjur!!! Jebbs einmitt mmmm hmmmm... er að vera stillt inni svo ég komist í útskirftarkaffi til Atla á morgun og svo í júrópartý/grill annaðkvöld. Nenni ekki að vera lasin þegar það er gott veður en samt betra en að verða lasin þegar maður er nýkomin með vinnu svo kannski veit þetta bara á gott! Æ hvaða bull er þetta, held ég sé með óráði, mér er svo heitt og sveitt og ég er farin í sturtu...

miðvikudagur, maí 18, 2005

...konan mætt aftur við tölvuna en bara stutt í þetta skiptið. Góð helgi þar sem ég fékk nóg af góðum mat að borða, ekkert slor að hafa mömmu og pabba í heimsókn sko! Kaffihúsin og veitingastaðirnir voru þrædd grimmt og svo var auðvitað smá djamm svona af því bara. Á föstudaginn var rölt um bæinn með Hildi Jónu og svo hitti ég Gunnar gambler og á laugardaginn var kíkt á lífið með Öldu þar sem ég hitti gamla félaga úr Menntó á Egilsstöðum. Það var mjög skemmtilegt og upplífgandi og væri ekkert leiðinlegt að sjá framan í smettin á þessu fólki aftur. Var reyndar stilta stelpan á sunnudaginn og horfði bara á video með Gyðu og Klemensi meðan Gunnar var úti á djamminu. Það var ekkert leiðinlegt þegar hann kom bullandi og glaður heim klukkan rétt að verða sjö á mánudagsmorgun! :) Það var nú eitthvað sem ég var alveg ákveðin í að skrifa hérna inn en get með engu móti munað hvað það var núna. Er farin að bursta tennurnar og gera eitthvað gáfulegt...

fimmtudagur, maí 12, 2005

...bara tvö blogg á einum og sama deginum, ég er að fara fram úr sjálfri mér hérna!! Það hefur bara svo margt gerst síðan ég bloggaði áðan:
*Tók til í allri "íbúðinni" minni, nenni ekki að tíunda það frekar með upptalningu á verkunum, þið kannist öll við þetta.
*Þvoði og hengdi upp úr einni vél.
*Sms við Gyðu, Heiðu og Klemens
*Símtöl frá pabba, Gunna, Öldu og Heiðu.
*Msn-spjöll við Binnu, Herdísi og smá við Möddu.
*Fór blogghring til að forvitnast um fólk :)
*Svaraði kommenti á blogginu frá fyrr í dag.
*Svona mætti lengi telja.

Já konan getur verið snögg að hlutunum ef hún nennir því. Greinilega gott að hafa einhvern að spjalla við á msn meðna verið er að þrífa, þá er maður svo rosa fljótur að klára það sem þarf að gera til að geta spjallað. Reyndar ósátt við þessa lélegu ryksugu, sé ennþá svona lítil rykkorn á gólfinu en þegar ég ryksuga eða sópa breytist ég í konuna með fullkomnunaráráttuna. Gat ekki skúrað því ég fann hvorki nýmóðins sameiginlegu moppuna né gamaldags skúringarkústinn! Lenti reyndar í stórslysi áðan, var að þurrka af einhverju blaði og ein blaðsíðan fór undir nöglina á löngutöng og skar mig og það blæddi fullt og var rosalega sárt!! *Sniff sniff sniff* en ég er á batavegi og hlýt að verða orðin góð að ári!!

Ein ákvörðun sem einhverjir verða að hjálpa mér að taka: Hvort á ég að horfa á Americas Next Top Model úrlistaþáttinn í kvöld eða fara á kaffihús í kvöld?? Erfið ákvörðun sem býður mín, hef sko séð alla þættina nema einn en held samt ekki með neinni en langar samt að sjá hvernig þetta endar. Langar líka að skella mér í skárri fötin og sötra kaffi eða einn bjór í kvöld! What to do??? What to do???? Úff stundum er lífið bara óréttlátt og allt skemmtilegt gerist á sama tíma en þess á milli er ekkert að gera og enginn til að tala við. En ætla amk að skíta út sturtuna með stormsveitarhreingerningarsvitanum mínum og sé svo til hvað gerist, verð amk við öllu búin! :)

Jæks þetta átti að vera mjög stutt færsla, ji dúddus maríus...
...mig dreymdi í nótt að ef maður stráði helling af steinselju í rúmið sitt mundi það losa um vatn í líkamanum og bara gera manni gott að öllu leyti. Að sjálfsögðu gerði ég það í draumnum og þegar ég vaknaði í morugn til að pissa (að sjálfsögðu) þurfti ég að ath hvort ég hefði í alvörunni sett steinselju í rúmið mitt. Endemis vitleysa er þetta!!!

Er að reyna að taka til í herberginu mínu því mamma og pabbi eru að koma á morgun. Það er leiðinlegt, sko ekki að þau séu að koma heldur að taka til en ég ætti nú ekkert að vera neitt voðalega lengi að því. Get varla beðið eftir að skipta á rúminu, hata lakið sem er á því mér finnst það alltaf vera fullt af kuski sem stingur mig. Hef sofið með mjúkt og gott teppi undir mér síðustu tvær nætur. Kemur einhver geðveiki yfir mig þegar kemur að þessum kuskmálum og ég bursta og bursta í allar áttir og er stundum svo slæm að nota svona límrúllu og rúlla yfir allt rúmið!! Er þetta algjörlega crazy??? :S

Gleymdi að skila videospólunum í gær sem við tókum í fyrradag og þetta er í fyrstaskiptið sem ég gleymi að gera svoleiðis. Var alveg miður mín þegar ég hugsaði um 500 kr skuldina og var að hugsa um að horfa aftur á myndirnar til að fá peningana virði en gerði það svo auðvitað ekki, enda voru þær ekkert svo frábærlega skemmtilegar. Sofnaði reyndar yfir seinni myndinni svo ég hefði nú auðvitað átt að kíkja á hana. Ég sem hef alltaf verið svo hissa á fólki sem gleymir endalaust að skila spólunum sem það leigir en er nú greinilega hægt og bítandi að silast í áttina til þeirra. Einhver víst maður sagði að einhverntímann væri allt fyrst svo það er örugglega allt á niðurleið núna...

þriðjudagur, maí 10, 2005

...gaman þegar eitthvað af þessum tækjum sem maður er háður virka ekki í smá stund. Núna er td frábæri síminn minn batteríislaus og hefur verið það síðan í gærkvöldi því hleðslutækið er að spóka sig á Neshaganum meðan ég sit í draslinu á Grensásvegi. Gunnar átti að koma með það í gærkvöldi en gleymdi því, svo ætluðum við hvort sem er að sofa vestur í bæ en vorum svo þreytt eftir tvær bíómyndir að það var kúrt hérna og svo var ég alls ekki í stuði til að skutlast og ná í það áður en Gunnar fór í vinnuna. Konan var samt alveg ómöguleg svona símalaus, þurfti að ná í vissar manneskjur og guð veit hvað og hef þessvegna barið eldgamala Nokia 5110 í gang aftur og ég skal segja ykkur það að það tók smá átök. En voðaleg nostalgía er að hafa fyrsta símann sinn aftur, algjör hlunkur með bilaðann skjá. Verð nú að viðurkenna að ég hlakka samt til að koma góða góða Sony Ericsson aftur í gagnið í kvöld!! :D

Er að reyna að koma mér af stað í ræktina og sjitt hvað það er eitthvað erfitt!! Veit að það verður frábært strax og ég verð komin út úr húsinu...

mánudagur, maí 09, 2005

...held að það sé rigning úti en nenni ekki að kíkja út um gluggann. Held að það verði bara til þess að ég nenni aldrei að klæða mig og skelli mér þar af leiðandi ekki í ræktina á eftir. Betra að hafa dregið fyrir alla glugga og skella sér svo bara út á eftir með töskuna á bakinu og í fötum sem þola öll veður.

Fór í afmæli til Öldu á laugardaginn, borðuðum nokkur saman á Caruso og ég fékk mér alveg hroðalega góðan saltfiskrétt. Komin tími á smá fisk, hef verið með fisk á heilanum upp á síðkastið og hugsa bara um sjávarréttapizzur og túnfisk úr dós (!!!) og hvað allir fiskréttirnir sem ég fæ á Seyðisfirði séu góðir. Þessi saltfiskur náði samt ekki alveg að slökkva á fisklönguninni svo ég vona að mamma og pabbi komi fljótlega í borgina og bjóði mér út að borða svo ég geti pantað mér fisk!! :D En ok aftur að afmælinu, eftir matinn þurftum við Klemens aðeins að snúast og mættum svo galvösk í partý upp í Breiðholt og drukkum á okkar gat. Ég sannreyndi kenninguna mína um að því meira sem ég drekk (án þess að verða ofurölvi auðvitað) þeim mun minni líkur eru á að dramadrottningin margfræga komi í heimsókn. Það voru bara aðrar dömur með smá drama en ekkert sem ég nenni að vera að segja frá. Var glöð og kát en fór samt snemma heim eða bara um 2-leytið!! :S Gunnar sem var afmælisbarn dagsins kom nefnilega að hitta mig og var frekar mikið fullur svo mér fannst góð hugmynd að fara bara heim enda dauðþreytt eftir 2ja daga afmælisgjafaleit handa Öldu!

Í gær var svo bara smá þynnka sem lagaðist smá með feitum Kentucky, nammipoka, fréttablaðinu og 3ja tíma dúr. Hitti svo Sigurjón frænda minn í gærkvöldi og bauð upp á kaffi, alltaf jafn mikil húsmóðir í mér! ;) Eftir það var 4 tíma videogláp og svo vondur svefn þar sem mig dreymdi allskonar vitleysu meðal annars að Gunnar væri alltaf að spila við sjálfan sig og að ég ætti bara að pissa því ég þyrfti þess. Vaknaði sem betur fer þegar mig var að dreyma pissudrauminn og skaust örsnöggt á klósettið *fjúffff*!!!

Æj nóg í bili, er farin að gera eitthvað gáfulegt...

föstudagur, maí 06, 2005

...allt í lagi vika að baki, hef svo sem ekkert gert merkilegt eða jú ég keyðti kort í ræktinni og búin að fara til þjálfara og fá prógramm. Nú er bara að byrja að tálga sig svo ég verði rosa skutla í haust! ;) Svo er bara afmæli á morgun, Gunnar verður 28 ára en ég ætla nú ekkert að hanga með honum enda býður hann ekkert upp á það, bara að vinna og svo staffapartý. En Alda ætlar að halda upp á sitt afmæli sem var 3.maí og við förum einhver saman út að borða og svo er partý heima hjá henni og svo bara bærinn. Hitti nú kannski kæróið þar ef ég verð rosalega ótrúlega heppin! :) Ekkert að gera í kvöld, enginn til að hanga með, éta með eða tala við. Eins gott að það sé sæmileg dagskrá í sjónvarpinu svo ég fari ekki alveg yfir um. Lýsi hér með eftir einhverjum til að gera eitthvað með mér í kvöld, býst ekki við að neinn lesi þetta í kvöld en það má alltaf reyna!!!

Uss best að koma sér úr skónum og jakkanum og leggjast upp í rúm. Kannski best að sofna bara smá hef amk eitthvað að gera á meðan, gæti dreymt eitthvað fallegt, skemmtilegt og skrítið!

Veit einhver um rosalega skemmtilega vinnu handa mér??? Er nefnilega að leita svo ég þurfi ekki að fara á sósíalinn...

sunnudagur, maí 01, 2005

...ég ætla að þakka öllum fyrir kveðjurnar, sms-in, símtölin og gjafirnar sem ég fékk í gær. Auðvitað var þetta vel heppnaður en rólegur dagur þar sem ég lá í rúminu hálf þunn til að byrja með. Skrapp nefnilega á kaffihús kvöldið áður og hitta nokkrar skemmtilegar manneskjur, sötraði bjór og talaði ákaflega mikið. Harðneitaði öllum boðum um djamm því ég ætlaði ekki að vera þunn á afmælinu en tókst það nú samt! Gærdagurinn fór sem sagt í leti, ráp í eina búð þar sem voru keyptir ákaflega flottir Vagabond skór sem Gunnar fékk að borga fyrir, mikið át í Kringlunni, skóburstun og pússun, mikið át á Madonna og bjór hjá Gyðu með þeim Klemensi og Gunnari og svo á 22 í spjall og nokkur vel stilgin dansspor. Fór svo, held ég, snemma heim, svona miðað við oft áður! ;) Við hlógum svo alla leiðina heim af öllum sköpuðum hlutum og vöktum sennilega hálfan vesturbæinn íhíhíhíhíhí.

Í dag var svo smá afmæliskaffi hjá Hildi Jónu þar sem hún töfraði fram pönnukökur og súkkulaðiköku handa okkur *slurp* og svo matur hjá tengdó þar sem ég fékk afmælisgjöf! :D Borðaði á mig gat eins og venjulega og sit núna upp í rúmi, búin að hátta og ætla að fara að liggja á meltunni eftir smá stund.

En takk aftur fyrir mig allir og ég læt vita hvenær afmælispartýið verður haldið með pomp og prakt...