...framhald síðan síðast...
Á jóldag buðum við svo Dönu, Sverri og Jónda að koma til okkar í smá kaffiboð, með íslensku nammi, heitu kakói, ömmu Siggu-rúllutertu og búðarkeyptum smákökum. Það var mjög fínt en því miður voru ekki allir svo heppnir að fá að kútveltast allsberir um sófann minn! Stundum langar mig bara að verða lítil aftur, þá má allt...!! Um kvöldið var svo snætt hangikjöt með tilheyrandi jóalsalati og gotteríi mmm mmm mmm mmm. Ætli við höfum svo ekki annað hvort legið yfir Futurama eða playstation um kvöldið! ;)
Á annan í jólum var sofið út og haft það gott. Ég eldaði svo þetta snilldar nautakjöt með bernessósu og gúmmelaði. Maturinn var reyndar frekar seint eða um klukkan 21 því ég sofnaði aðeins í sófanum og Gummi var ekkert að vekja mig enda leiðinlegt að þurfa að hætta að leika sér í Gran Turismo til að borða uppáhaldsmatinn sinn! ;)
Dagana milli jóla og nýars höfum við svo snúið sólarhringnum fram og til baka, horf á bíómyndir og þætti, spilað tölvuleiki og lesið, sem sagt gert allt sem tilheyrir því að vera í fríi. Fórum reyndar aðeins á útsölur þó við værum ekki svo gráðug að fara strax á annan í jólum. Keyptum gallabuxur handa Gumma á 50% afslætti og peysu handa mér sem var ekki á neinum afslætti *roðn*. Ég kenni Gumma algjörlega um þau kaup því ég var búin að ákveða að kaupa hana ef hún yrði á útsölu. Þegar hún var ekki á ústsölu hætti ég alveg að hugsa um hana en þá byrjaði Gummi "ætlarðu ekki að kaupa peysuna?? Eigum við ekki að kíkja á hana osfrv". Fyrst hann var í svona gjafmildu skapi gat ég nú ekki sagt nei enda kostaði hún nú engin ósköp eða rétt tæplega 200 sek. Það var líka gaman að fara og versla fyrir annara manna peninga því við fengum peninga til að kaupa boli á frænku hans Gumma því hún var svo ánægð með þann sem hún fékk í jólagjöf frá okkur Auðvitað sakaði það ekki að þeir voru sjúklega ódýrir og við náðum að kaupa fjóra flotta boli á ca. 2500 kr. Hún hlýtur að verða ánægð *krossa putta* því ég hef óaðfinnanlegan smekk *roðn*. Ég ætlaði svo að kaupa mér gallabuxur á útsölu en fann engar sem pössuðu almennilega, voru alltaf annað hvort of litlar eða stórar, of þröngar við kálfanna (er víst í tísku en fer mér illa), of útvíðar, of lágar í mittið eða of háar...það er erfitt að finna hinar fullkomnu gallabuxur svo það verður bara að bíða þangað til seinna. Útsölurnar eru nú ekki alveg búnar strax! :D
Svo er bara áramótapartý/djamm á morgun. Ekki leiðinlegt það, fullt af góðum mat og konfekti og kampavíni og allskonar ósóma mmm mmm mmm mmm...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli