mánudagur, maí 25, 2009

...jæja ég er búin að taka full af "fyrir" myndum af húsinu og á bara eftir að koma þeim á netið. Sum ykkar fáið örugglega hroll þegar þið sjáið umbúnaðinn á mörgu í húsinu mínu en við erum hægt og rólega að laga allt til. Reyndar gengur hægar en hægt núna, erum bara búin að flota hálft húsið en klárum það vonandi á morgun og hinn og þá er hægt að fara að setja parketið á. Fallega fallega hvíttaða askinn minn !! :) Það sem gerir mig hræddasta fyrir utan að peningarnir dugi ekki er garðurinn. Þessar þúfur og sinan sem er allsstaðar lætur mig bara leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus í orðsins fyllstu merkingu. En ef Dawid flotar á morgun ætti ég að geta ráðist á sláttuvélina og pínt hana í gegnum eitthvað af þessari sinu. Ætlaði að vera rosalega klár og fá bæinn til að gera fyrsta sláttinn en þá gera þeir ekki svoleiðis lengur. Ég meina það!!! Ekki eins og ég hafi verið að fara fram á að fá þetta ókeypis! Æ jæja þeir hljóta að hafa sínar ástæður og ég verð bara rosalega mjó og stælt eftir barninginn við grasið! Er alltaf að reyna að vera í Pollýönnuleik og það gengur bara mjög vel. Lífið mitt er miklu betra og skemmtilegra eftir að ég fór að reyna að hugsa svona - mæli með því.
Annars erum við að pæla í málningu þessa dagana og ég held að við séum komin að samkomulagi og þá eru það ljósin. Gvuð hvað það er mikið sem þarf að hugsa um en það er voðalega gaman. Mæli með þessu... :D

miðvikudagur, apríl 29, 2009

...jæja þá á ég húsið eða við auðvitað :) Gengum frá öllu á mánudaginn og byrjum vonandi að gera eitthvað um helgina. Eða Dawid byrjar vonandi því ég verð sennilega að vinna alla helgina á Skaftfelli vegna blakmótsins. Þarf reyndar að skoppa yfir og taka nokkrar before myndir áður en við hefjumst handa svona til að hræða fólk aðeins. Fór yfir á mánudagskvöldið að skoða aftur eftir að ég var formlega orðin eigandi og þá fannst mér þetta ekkert vera mikið mál, eins og við ættum bara eftir að vippa þessu fram úr annari erminni! :) Þetta er mjög spennandi og gaman og ég skoða allar auglýsingar vel og vandlega ef þar skildi leynast eitthvað sem okkur vantaði á góðu verði. Hef líka gerst sérlegur aðdáandi heimasíðna fyrirtækja eins og Byko, húsasmiðjunnar, Ikea og Rúmfatalagersins og skoða þær örugglega á hverjum degi. Svo nú er bara að fara að rífa, pússa, sparsla, mála og leggja gólefni, hengja upp og þrífa og svo bara flytja inn...vonandi í júní.

Og Madda og Móa og allir vinir sem vilja leggja leið sína í fjörðinn fagra er velkomið að tala við okkur um gistingu...ég er nú með 4 svefnherbergi...

mánudagur, mars 30, 2009

...þá er leyndóið komið í ljós og það er jákvætt!!! Ég á HÚS!!! Gerði tilboð í Fjarðarbakka 6 og fékk hann eftir smá vesen, einhver lúði ákvað að bjóða í það um leið og ég! :@ En þetta hús er ætlað mér og engum öðrum. Átti að fara að skrifa undir í dag en veðrið er auðvitað alveg brjálað hérna og svo var fasteignasalinn líka veðurteptur einhverstaðar. En vona að ég skrifi undir í vikunni og geti svo bara fljótlega farið að flota gólf og parketleggja og skipta um eldhúsinnréttingu, gera gat í vegg og færa kannski eina hurð. Ji spennandi finnst ykkur ekki? Ég er búin að vera í þessum hugleiðingum síðan fyrir jól og svo þegar ég skoðaði þetta hús bara vissi ég að okkur ætti eftir að líða svo vel þarna. Akkúrat stærðin sem ég vill, 104 m2, ekki of lítið, ekki of stórt. Þarf ekki að þrífa alla daga allan daginn en hef samt pláss fyrir einn eða tvo krakka ef þeim er ætlað að koma til okkar. :)

Nú er bara að segja upp leigunni, skrifa nafnið mitt á mörg blöð og sækja um lánið og þá get ég byrjað að láta drauminn verða að veruleika...

föstudagur, mars 27, 2009

...nú fer þetta spennandi alveg að koma í ljós! Kannski seinnipartinn í dag en örugglega ekki fyrr en eftir helgi. Kom reyndar svolítið babb í bátinn en við höldum áfram að vera bjartsýn og látum okkur dreyma.

Annars allt fínt að frétta af heilsugæslunni, mismunandi mikið að gera en ég sit hérna og lít vel út fyrir stofnunina frá 13 - 16 alla virka daga, brosi mínu blíðasta og nota símaröddina! :) Er alltaf að reyna að innleiða "fína föstudaga" og mæti alltaf í fínum fötum á föstudögum en gengur eitthvað illa að fá samstarfsfólkið með mér í lið. Sagði Reyni að hann ætti að vera með bindi við axlaböndin á föstudögum en honum leist ekkert á það. Óli var reyndar eitthvað spenntur en hefur samt ekki sannað sig sem trúarlegur fylgjandi "fínna föstudaga". Svo en sem komið er er ég ein í liði. Dress dagsins er grænn kjóll með svörtum doppum og síð stuttermapeysa við. Dawid var mjög sáttur við dressið en fannst ég kannski heldur fín en málið er að ég vill vera fín! :)

Í gær var smá kaffi hjá Beötu og Piotr því Inga varð 3ja ára. Svo stutt síðan við Dawid vorum nýbyrjuð að deita og ég kom feimin í 2ja ára afmælið hennar. Fyrsta skiptið sem við vorum opinberlega saman og ekki á Lárunni. Beata hafði að sjálfsögðu hrist 2 kökur fram úr erminni og þær voru alveg hrikalega góðar. Önnur var ekta pólsk og kom skemmtilega á óvart og ég held að ég hafi borðað svona helminginn af henni *roðn* en hún var bara ánægð að mér fyndist þetta svona gott. Þetta var vatnsdeig, búðingur og sulta og hver hefði getað trúað að þetta væri svona gott *slurp slurp* verð að læra að búa svona til.

Annars er alltaf sama planið um helgar núorðið, er orðin svo stabíl í ellinni. Planið er Bónus um helgina. Hver man ekki eftir þessum gömlu góðu þegar planið voru partý og leikir og skemmtun? En eins furðulega og það kannski hljómar er ég alveg sátt við þessi skipti, hef mikla þörf fyrir ró og næði þessa dagana og vill hafa allt í röð og reglu í kringum mig og í lífinu mínu og huganum. Er samt ekki dauð úr öllum æðum ennþá, fæ alltaf reglulega fiðring í magann og tærnar og verð að skella mér út á lífið... :D

föstudagur, mars 06, 2009

...nú eru spennandi tímar framundan hjá parinu á Fjarðarbakka 10 - kjallara en ég vill ekki ljóstra upp um hvað er að gerast alveg strax. Ætla að vera viss um að eitthvað gerist í alvörunni en ekki bara í mínum ofvirka huga sem starfar svo hratt þessa dagana að hann er á yfirsnúning. En spennandi er það - ó sei sei já!

Síðustu helgi fór Dawid á snjóbretti í 4 klukkutíma og svo til Egilsstaða að borða. Vegna þess að hann var held ég með smá samviskubit yfir að borða á Egils án mín og vegna þess að hann vill ekki að elskan sín svelti bauð hann mér í pizzu á Skaftfell. Svolítið skrítið að vera að borða ein og hann bara með tvöfaldan espresso með mjólk en ég verð að segja að það vandist bara vel. Ég pantaði ostaveislu og Nikolas fór alveg fram úr sjálfum sér því hún var alveg hrikalega góð *slurp*. Svo áttum við notalega stund yfir Gossip Girl. Ekki segja neinum en Dawid er orðinn alveg húkt á Gossip Girl og ég þarf að berjast við hann á nóttunni til að koma honum í rúmið. "Bara einn þátt enn" er algeng settning en Sirrý lætur sig ekki og slekkur á draslinu. Þetta byrjaði með að ég var að horfa á fyrsta þáttinn og Dawid var í tölvunni. Svo fór hann að spurja mig "hver er þetta?" "hvað er hann að gera?" "Er þetta mamma hans eða kærasta pabbans?" og ég var að verða leið á að svara þessu svo ég sagði honum bara að horfa ef honum þætti þetta áhugavert. En nei það var of stelpulegt! 10 mínútum seinna var búið að loka tölvunni og koma sér vel fyrir í sófanum! :)

Þessi helgi verður örugglega góð. Það er hálft band að spila á Lárunni í kvöld og þar sem ég hef verið stillt síðan á Þorrablótinu held ég að það sé kominn tími til að fara út og skvetta úr klaufunum. Svo ætla ég að bjóða foreldrum mínum í matinn sem er búinn að vera á prjónunum í örugglega mánuð en alltaf kom eitthvað uppá, veikindi og vinna og allskonar.

Semsagt spennandi tímar framundan og góð helgi í augnsýn...

mánudagur, febrúar 23, 2009

...ég gerði ekkert um helgina, ekkert punktur. Ég fór ekki í bollur til mömmu, ekki í pizzu til Beatu og Piotrs, fór ekki á Láruna, hitti Guðlaugu og Örnu ekki og keypti mér ekki nammi. Slök helgi? Nei þetta var bara ágætis helgi. Á föstudaginn fór ég reyndar í súpuklúbb til Ingu og Mæju og skemmti mér mjög vel. Lofaði að mæta, var svo ekki að nenna en Dawid skammaði mig fyrir að segja alltaf ætla að gera eitthvað en skipta svo um skoðun svo ég skellti mér og sé ekki eftir því. Súpan var svo góð að ég ætla að fá uppskriftina, í eftirrétt var alvöru súkkulaðifrauð og í eftir-eftirrétt voru ostar og vínber og sulta og spjallið og hláturinn sem fylgdi þessu öllu saman var alveg endurnærandi. Kom amk mjög glöð og ánægð heim um ellefuleytið.

Í dag er svo bolludagur og ég stefni hraðbyri að því að verða kosin ungfrú Bolla hjá HSA 2009! :D Er búin með 3 og eina fiskibollu og er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum niður að ná í fleiri bollur. Lárus segir að ef ég haldi svona áfram í sætabrauðinu (er búin að vera dugleg undanfarið að fara niður og ná mér í bita *uss ekki segja frá*) verði ég orðin eins og kjötbolla eftir 5 ár. Ég er ekki alveg sammála því ég hef misst um 5 kg síðan ég byrjaði að vinna hérna en við sjáum hvernig þetta fer. Einhver veðmál...

mánudagur, febrúar 09, 2009

...þá eru dagarnir í borginni að baki. Við hjónaleysin eru stálslegin, ekkert alvarlegt sem læknarnir gátu sett útá...sem betur fer. Höfðum það alveg hrikalega notalegt í borginni, út að borða öll kvöld og í hádeginu, kebab, KFC, grillhúsið, Eldsmiðjan, Madonna...*slurp*!!! Skelltum okkur líka í bíó á Slumdog Millionare (Viltu vinna milljarð) sem var smá misheppnað hjá okkur því við vissum ekki að hluti myndarinnar var á indversku en ég reyndi að þýða það mikilvægasta. Svo var keila (ég vann leik í fyrsta skiptið!!!) og verslað smá, kaffihús og kósý kvöld með einn bjór í hönd og gott spjall. Margt sem okkur langaði að gera en sumt af því er skemmtilegra að gera þegar fer að hlýna eins og að fara að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið (það er náttúrulega heitt svo það skiptir kannski ekki máli hvernig veðrið er). Er að plana að koma aftur í borgina í sumar og vera þá amk heila viku með íbúð og túristast þá svolítið og fara td á söfn og svoleiðis. Held að það væri bara gaman fyrst það verður sennilega ekkert farið til útlanda nema flugfélögin komi með einhver ofurtilboð sem er ekki hægt að sleppa. Mér finnst svo gaman að fara í svona smá ferðir með Dawid og vona að við getum skellt okkur í einhvern smá skreppitúr fljótlega aftur.

Annars er lífið bara eins og venjulega, gott og skemmtilegt og leikur við mig...

fimmtudagur, janúar 29, 2009

...þá er afmælið hennar Röggu liðið og Þorrablótið líka. Fór svo ekkert í afmælið hennar Röggu en skrapp til hennar daginn eftir með gjöfina og fékk kaffi og með því og notalegt spjall. SVo var Þorrablótið síðustu helgi og það var vægast sagt alveg frábært. Maturinn klikkar ekki, skemmtiatriðin voru mjög góð og félagskapurinn sem ég var í var meiriháttar. Svo var dansað og drukkið fram á rauða nótt. Við Dawid tókum nokkrar mjög fagmannlegar sveiflur og svo dansaði ég fullt við pabba gamla, alltaf jafn gaman að því, milli þess sem ég sat við borðið okkar og átti mjög merkilegar samræður! ;)

Um þessa helgi er ekkert útstáelsi planað, en ætla að elda einhver góðan mat og kannski baka eina franska súkkulaðiköku handa Dawid því hann átti afmæli sama dag og Þorrablótið var. Verð að vera smá góð við hann. Gaf honum þráðlausan stýripinna fyrir tölvuna sem hann er mjög ánægður með. Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd því núna er hann alltaf að spila Fifa!!

Helgina 6.-9.feb verðum við hjúin svo í borginni. Þurfum aðeins að læknast og svo bara að hafa það gott. Ætli við reynum ekki að hitta nokkra útvalda og fara eitthvað út að borða og svona fínerí, kannski bíó en svo má ekki gleyma að aðalatriðið er bara að hafa það gott og eiga notalegar stundir saman...

föstudagur, janúar 16, 2009

...ég er eitthvað andlaus í dag, finnst ég þreytt og slitin og ósofin. Gæti hugsanlega verið vegna þess að við Dawid sátum og spjölluðum og dreyptum á viskíi og líkjör langt fram á nótt. Enda planið hjá okkur báðum að leggja okkur þegar við komum heim.

Dawid setti loksins saman crosstrainerinn sem ég keypti mér, eða við settum hann saman því ég hjálpaði! :) Svo núna hef ég enga afsökun fyrir að hreyfa mig ekki. Hef ekki farið í yoga síðan fyrir jól en það er von á betrun því í næstu viku fer ég sama hvað tautar og raular, það gengur bara ekki lengur að letipussast yfir einhverju sem mér finnst í alvörunni skemmtilegt!!

Svo pantaði ég mér stofugardínur, eldhúsljós, lesljós og skógrind í síðustu viku og þetta er komið svo nú þarf Dawid að taka upp borinn og koma þessu á sinn stað. Þarf að stytta gardínurnar og ég ætla að blikka Lillu frænku til að gera það fyrir mig eftir helgina.

Svo er bara afmælið hennar Röggu um helgina, það verður þvílíkt fínerí þar og örugglega alveg rosalega gaman, við mætum amk hress og kát og stingum seðli í baukinn hennar. Hún er að safna sér fyrir nýju og flottu rúmi stelpan. Mér finnst þetta rosalega sniðugt að vera bara með bauk til að safna fyrir einhverju sérstöku því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að finna eitthvað!!! ;)

Svo er konukvöld hjá versluninni Prýði á mánudaginn og við Gulla og örugglega mömmur okkar ætlum að kíkja við. Svo er bara Þorrablót, ein fríhelgi og svo skellum við okkur til Reykjavíkur. Dawid þarf að fara í myndatöku á kjálkanum og við verðum heila helgi að dúlla okkur, erum með íbúð og ætlum kannski að leigja bíl.

Það er bara allt að gerast hérna...

föstudagur, janúar 09, 2009

...jæja er ekki kominn tími á smá ferð niður stíg endurminninganna? Smá upprifjun á árinu 2008:

Janúar: Var á Seyðisfirði 2 vikur eftir jól, hitti Dawid í fyrsta skipti 12.janúar. Fer suður og nokkrum dögum síðar eða rétt fyrir Þorrablót er mín mætt í fjörðinn aftur og hefur ekki hugmynd um hvað hún vill stoppa lengi. Þarf varla að taka það fram að Þorrablótið var frábært!

Febrúar: Skrepp til Rvk til að hitta Gunnar, tala við hann á alvarlegu nótunum og við hættum saman. Amma Sigga fær heilablóðfall meðan ég er í Rvk og ég dríf mig aftur austur. Hún fer frá okkur 4 dögum seinna. Þessi mánuður var erfiður, dauði og sambandsslit en góður líka því allt var spennandi í sambandi við kynni mín af Dawid.

Mars: Yoga og leikfélagsæfingar hertóku marsmánuð. Strembið að vera í leikfélagi en það gefur svo mikið á móti. Hefði ekki treyst mér í þetta ári áður.

Apríl: Ennþá meiri leikfélagsæfingar en líka smá páskaferð til Akureyrar sem Dawid bauð mér í. Þar höfðum við það óskaplega notalegt þó hann hafi búist við að bærinn væri svolítið stærri! Það voru líka endalausar heimatilbúnarpizzur með stelpunum og spilakvöld þar sem Undir sólinn stóð upp sem vinningshafi yfir skemmtilegasta spilið. Dawid byrjaði líka að leigja íbúð og ég svona hálfpartinn flutti inn til hans.

Maí: Útskrift stelpnanna með partýi og góðum mat og júróvísjóngleði. Sumarbústaðarferð og rauður varalitur og ekki má gleyma frumsýningunni á leikritinu góða sem heppnaðist framar öllum vonum...við urðum öll fræg á einni nóttu!

Júní: Fór til Rvk og týndi saman afganginn af dótinu mínu og var þá alflutt austur. Var líka dugleg að vera úti í sólinni, með sólarvörn að sjálfsögðu, til að ná í lit fyrir sumarfríið.

Júlí: Í júlí stóð að sjálfsögðu uppúr mæðgna-systraferðin til Danmerkur. Það var yndislegt að sjá hvað Sigga frænka skemmti sér vel í fyrstu utanlandsferðinni sinni sem tók heila viku. Við Dawid fórum líka í skreppitúr til Borgarfjarðar og hittum einmitt Þóru frænku þar með fjölskylduna, hún sem býr á Sauðárkróki! Spennan magnast því við förum til Grikklands í ágúst.

Ágúst: Róleg verlsunarmannahelgi í firðinum því 5.ágúst lögðum við í hann í 3ja vikna reisu til Grikklands að hitta fjölskylduna hans Dawids. Það var rosalega gaman þar en líka erfitt að vera alveg mállaus. Það var líka mjög heitt og einn dag fór í 50°c. Skoðaði að sjálfsögðu margt og mikið en samt ekki nóg og keypti mér nýja myndavél og tók fullt af myndum. Sáum Akropolis og fleiri fornmynjar, fórum í búðir, borðuðum úti oft og mörgum sinnum, fórum út í eyju og bara höfðum það notalegt suma dagana.

September: Þetta er tímamótamánuður því ég byrja að vinna eftir langt hlé. 50% starf sem móttökuritari á heilsugæslunni er alveg málið. Ég flutti líka formlega inn til Dawids og keypti húsgögn í Ikea til að gera heimilislegra og losa okkur við eitthvað af dótinu hans Dýra.

Október: Mikið að gera í vinnunni því Birna skrapp til útlanda og ég var allan daginn, alltaf að komast betur og betur inn í allt og er bara mjög hamingjusöm og ánægð með lífið og tilveruna. Sunnudagarnir einkennast af Bónusferðum og pizzu í Söluskálanum ásamt smá kúreríi.

Nóvember: Dawid kjálkabrotnar og við förum akut-suður með hann í aðgerð. Náum að kaupa smá jólagjafir og fara í Ikea. Þannig að í heildina var þetta rólegur mánuður þar sem ég var að hjúkra manninum mínum og borða súpur. Skellti mér samt á eitt ball sem var mjög skemmtilegt.

Desember: Endalausar ferðir til Egils til að kaupa jólagjafir. Hef ekki þurft að kaupa gjafir fyrir austan í 10 ár svo þetta var skrítið en heppnaðist vel. Jólaskreytingar hertóku huga minn um skeið og svo hafði ég það bara ósköp notalegt með kaffidrykkju með Gullu og stelpunum á daginn og rólegheitum með Dawid á kvöldin. Mamma bauð okkur líka á jólahlaðborð í Skaftfelli og svo voru jólin sjálf auðvitað alveg frábær með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Áramótin voru ekkert síðri.

Nýja árið byrjaði ágætlega fyrir utan smá rifrildi við Marcin en það jafnar sig á endanum. Við erum komin með nýja leigusala og það byrjar bara vel...vona ég amk! Ég er ennþá á fullu að gera íbúðina notalega og hreiðurgerðin er ekkert að trappast niður. Er ennþá ánægð í vinnunni og sátt við lífið og tilveruna og lífið er bara mjög gott...

mánudagur, desember 29, 2008

...jólin voru vægast sagt yndileg, með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Dawid borðaði hjá systur sinni og kom svo kl 20 og þá opnuðum við gjafirnar með gamla settinu. Þau voru alveg standandi hissa á hversu margir pakkar voru undir tréinu og ennþá meira hissa þegar þau komust að því að þau áttu helling af þeim. Við nefnilega pökkuðum þeirra gjöfum í marga pakka! :P Held að allir hafi verið sælir og sáttir við sitt. En hann pabbi *púfff* ég gaf honum meðal annars Laddi 6-tugur, hann opnaði pakkann og sagði svo "en Sigríður mín, ég keypti mér þennan disk í gær." Í GÆR!!! MAður kaupir sér bara ekki það sem mann langar í daginn fyrir jól, maður bíður amk þangað til milli jóla og nýárs eða þangað til það eru útsölur en kaupir sér ekki á Þorláksmessu. Það er bara BANNAÐ!!! En annars náði hann að losa sig við annan diskinn í jólaboðinu, Gunnsa langaði nenfilega í hann og keypti hann af pabba. Svo jólagjafirnar frá mér eru farnar að ganga kaupum og sölum! ;)

En ég fékk bara góðar gjafir. Hjartahálsmen með demöntum frá elskunni, bók og Georg Jensen skraut frá pabba og loforð um sódastream-vél á nýju ári. Fleira Georg Jensen skraut frá mömmu, kertakrónuna sem mig langaði í og hreindýrshorn fínpússað sem er ætlað til að hengja á skartgripi en mér finnst það svo fallegt að ég er að hugsa um að láta það standa í stofunni. Frá Auði og Gullu fékk ég myndina af okkur vinkonunum sem var tekin á ballinu í nóvember, frá Örnu fékk ég klút um hálsinn og bók og frá Beatu, Piotr og krökkunum fékk ég veski. Held að þetta sé upptalið! :) Nei nei nei frá Klemensi fékk ég lampa, frá Gunnari magic 8-ball og frá Herdísi sápu. Nú er þetta komið og enginn gleymdist.

Á annan í jólum sátum við Dawid með mömmu, pabba og Óla frænda alveg heillengi og svo fór Óli og Gulla kom í staðinn. Við skelltum okkur svo á Láruna í 2 bjóra og svo heim á leið þar sem ég fann Dawid sofandi í sófanum. Á 3-ja í jólum fórum við á Diskó og það var geðveikt gaman en sumir urðu reiðir þegar heim var komið og hentu fólki út og létu öllum illum látum, tja eða ekki svo illum, varð samt pirruð á væli í vissum mönnum sem ég þekki og nennti ekki að hlusta á þetta og bara rak hann heim til sín. Eldaði svo ljúffengt pasta handa okkur og Klemensi og Kötu með fullt af hvítlauk og gúmmelaði. Bragaðist jafnvel daginn eftir, Dawid ætlaði ekki að þora að smakka það aftur því ástandið var svona og svona þegar það var eldað en ég vissi að ég væri góður kokkur og skellti mér á þetta! :)

Svo eru það bara áramótin eftir 2 daga. Veit ekki hvað ég ætla að gera þá, amk hafa það alveg rosalega gott hjá mömmu og pabba og fá mér böbblí kl 12 en eftir það kemur bara í ljós...

þriðjudagur, desember 23, 2008

...ég keypti jólakort í ár en hef ekki ennþá komist svo langt að skrifa á þau. Þau bíða bara í kassanum sínum eftir næstu jólum því ég held ég nenni ekki að standa í þessu í ár fyrst ég er orðin svona sein. Ekki það að mér finnist þetta eitthvað leiðinlegt bara margt annað sem þurfti frekar að gera eins og að þrífa eldhúsinnréttinguna, strauja gardínur og þurrka af hurðum. Já ég fékk eitthvað kast í gær, með Guðlaugu mér við hlið, tusku í hægri hönd og Þjark í vinstri og svo var bara skrúbbað og það tók enga stund og ég er svo hamingjusöm núna! :) Jólin meiga alveg fara að koma, á bara eftir að þrífa yfir litla baðherbergið mitt og skúra gólfin og þá meiga jólin koma til mín *falllala*

En aftur að jólakortunum, ég sendi bara jólakveðjurnar mínar hérna eða á facebook ef ég verð í stuði og þeir sem búa í fallega jólabænum mínum fá kannski koss á kinn ef ég rekst á þá/þær! :)

Segji þá bara:

Gleðileg jól elskurnar mínar nær og fjær. Vona að þið eigið öll yndisleg jól í faðmi vina og fjölskyldu. Ekki borða yfir ykkur af kræsingum...svo áramótadressið verði ekki of þröngt í ár...sjáumst örugglega á milli jóla og nýars hérna í netheimum...

mánudagur, desember 22, 2008

...maturinn á Skaftfelli var æðislegur, Nikolas kann þetta sko alveg og við fórum heim mett og sæl og sæt auðvitað líka. Ég fékk reynar alveg herfilegan hausverk rétt áður en við fórum heim svo ég fór bara í bólið þegar heim var komið í staðinn fyrir að fara með stelpunum að spila. Skruppum svo til Egilsstaða í gær til aðleggja lokahönd á jólagjafakaupin. Dawid var mjög snöggur að kaupa gjöfina mína...nú er bara að bíða og sjá hvað það er! Fékk annað hausverkjakast á leiðinni heim frá Egils og varð aðleggja mig þegar ég kom heim. Ekki gaman enda fylgdi þessu pirringur og ég gerðist frænka Hurðaskellis í smá stund, en mjög stutta stund. En gleðin var sú að Dawid málaði hilluna, loksins, loksins er hún orðin hvítleit og fín eftir langa bið og mikið tuð.

Er bara í vinnunni núna að drepast úr þreytu því ég hvíldist of mikið um helgina, allt er gott í hófi er víst sagt...

miðvikudagur, desember 17, 2008

...þá er konan búin að koma upp öllu jólaskrautinu og ég verð að segja að tréið er ákaflega vel heppnað í ár! :) Skellti mér í þetta í fyrradag og var enga stund að þessu. Þá á ég bara eftir að klára síðustu jólagjöfina og skrifa kortin, kaupi mér kannski malt og appelsín og hendist í kortin í dag eða á morgun. Jafnast ekkert á við jólatónlist og jólablöndu til að komast í gírinn.

Um helgina spiluð við Gulla og Arna Trivial meðan Dawid og Matti höfðu hátt í Fifa '09. Mér gekk vægast sagt mjög illa, tókst að misskilja mjög létta spurningu og svara vitlaust þegar það var 50/50. En þetta var bara spil og mér gengur bara betur næst! :) Er bara heppin í ástum í staðinn og það er miklu betra en sú skammvinna ánægja að vinna einhver leik. Skruppum svo á Láruna og ég fékk mér 1 bjór. Þar var allt að fyllast af fólki sem hafði verið á jólahlaðborðum út um allan bæ og átti greinilega eftir að verða mikið stuð en við komum okkur bara heim eftir þennan bjór. Við Dawid drukkum reyndar saman 1/2 hvítvínsflösku og spjölluðum fram á morgun með rómantíska tónlist á fóninum. Elska svona stundir, þær gefa mér svo mikið! :)

Við erum ákaflega sein í að senda gjafirnar sem eiga að fara til Grikklands. Dawid er ekki einu sinni búinn að kaupa allt!! Ég er alltaf að reyna að reka á eftir honum en hann situr sem fastast. Foreldrar hans fá greinilega bara nýársgjafir í ár. Hann var eitthvað að reyna að afsaka sig með því að mamma hans vildi ekki gjöf en auðvitað segir hún það og verður svo ánægðust af öllum þegar hún opnar gjöfina frá litla uppáhaldsörverpinu sínu. Mömmu eru allar eins þegar kemur að svona málum, alltaf tilbúnar að fórna sér svo aumingja börnin þurfi ekki að eyða peningunum sínum í þær en börnin vilja bara gefa þeim eitthvað og sjá ekkert eftir krónunum.

Á laugardaginn erum við og mamma að fara á jólahlaðborð í Skaftfelli. Pabbi kemst ekki með því Gullver kemur svo seint inn í ár. Verður skrítið að hafa hann ekki með en við reynum að skemmta okkur samt. Ég er viss um að Nikolas töfrar fram gómsætan dansinsperaðan mat handa okkur og við stöndum örugglega alveg á öndinni þegar við komum okkur loksins heim...

mánudagur, desember 08, 2008

...nei nei ekkert hætt að vinna, er svo glöð og ánægð með vinnuna mína að ég sit bara á sæluskýji flesta daga! :) Ligg og les í frítímanum og um helgar. Sleppti meira að segja að fara á útstáelsi um helgina til að hafa það kósí með bók og sæng. Er eitthvað svo heimakær þessa dagana og mér finnst það mjög gott, hef verið mikill djammari frá því ég man eftir mér svo þetta er skemmtileg tilbreyting sem ég þurfti ekki að neyða á mig, kom bara að sjálfu sér. Kannski samt slæmt að vera svo heimakær að maður getur ekki kíkt út part af kvöldi þegar eitthvað er um að vera!! Vona að ég finni hinn gullna meðalveg fljótlega því allt er gott í hófi, bæði útstálesi og heimakærleikur.

Jújú það var planið að skreppa norður eina helgi fyrir jól en sé ekki að það verði neitt úr því vegna kjálkabrotsins hjá manninum. Það kostaði slatta og svo vill hann helst ekki vera að taka meira frí, var rúmar 2 vikur frá vinnu út af þessu. Langar samt en svona er þetta, fékk amk að kíkja í borgina í 3 daga í staðinn. Verð bara að kíkja á frænkur mínar með vorinu. Plana kannski bara páskaferð í staðinn, hljómar það ekki vel?

En að jólakskrautinu. Er búin að koma smá upp, í rafmagnsleysinu um daginn setti ég jólalög af stað í tölvunni, kerti út um allt og fór að setja upp skraut sem amma Sigga átti. Þetta var voðalega yndæl og góð stund sem við amma áttum saman þarna bara tvær. Er alltaf á leiðinni að ná í síðasta kassann í bílskúrinn til Óla en hann er búinn að vera á næturvöktum og ég vil ekki trufla hann þegar hann er að leggja sig. Svo fengum við gefins hillu frá Ágústu og Gunnari Árna eða eiginlega Agnesi og ég er búin að kaupa panellakk sem við ætlum að skella á hana og svo bara inn í stofu og fylla af dvd's. Hillan kom akkúrat á réttum tíma því Dýri og Ríkey eru að tæma svo við þurftum að skila lítilli hyrslu sem við vorum með í láni hjá þeim. En þau eru svo frábær að leyfa okkur að hafa kistu sem við geymum sængur í og 2 eldhússtóla fram á vorið. Gott að þurfa ekki að kaupa allt á sama tíma! :)

Sem sagt allt í gúddí hérna eins og venjulega og lífið bara gott og leikur við mig, ég er svo hamingjusöm, glöð og ánægð með hvar ég er stödd í dag...

þriðjudagur, desember 02, 2008

...ég er svo framkvæmdadauf þessa dagana. Ég veit að ég er alltaf að segja frá leti og þreytu en núna er ég eiginlega hvorugt en kem samt engu í verk. Finnst bara svo gott að kúra mig með bók að ég kem engu öðru í framkvæmd. Horfi ekki á sjónvarp eða hlusta á útvarp en ligg og les og les og les og tæti í mig hverja bókina á fætur annari og því blóðugri sem þær eru því hamingjusamari er ég! Kláraði einmitt Napoleonsskjólin eftir Arnald í gær og var bara sátt við hana, alltaf eitthvað að gerast. Var reyndar svolítinn tíma að komast inn í hana, eftir 50 bls var ég við það að gefast upp en ég hélt í vonina og það lifnaði yfir henni fljótlega.

Svo var ég eitthvað að tala um það um daginn að fara að jólaskreyta. Það heppnaðist ekki betur en svo að ég gleymdi kassanum með aðalskrautinu í bílskúrnum svo ég er bara búin að setja upp aðventustjakann, aðventuljós og eitt veggskraut, ekki mikið það en þetta kemur allt með kalda vatninu. Pabbi kemur í land á morgun og þá get ég farið og fundið síðasta kassann og byrjað að dúllast við þetta. Að skreyta er skemmtilegi parturinn en að þrífa púfffff...mér fallast hendur við tilhugsunina að skrúbba elhúsinnréttiningu og hurðarnar og þvo gardínur og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki það að ég sé svo brjáluð að halda að þetta tilheyri endilega jólunum en þar sem ég er búin að fresta þessu síðan 1. september ákvað ég að þetta yrði að gerast svo ég gæti haldið heilög jól. Kannski það verði bara engin jól í ár...

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

...tja hitt og þetta búið að gerast síðan síðasta færsla var rituð. Td fara með manninn minn til Reykjavíkur í aðgerð á kjálkanum. Hann fór í röntgen á mánudegi og á þriðjudagsmorgni vorum við í flugvél á leiðinni suður. Eftir kl 16 fór hann í aðgerðina og sólarhring síðar fékk hann að fara heim með sterk verkjalyf og sýklalyf í farteskinu. Á meðan hann var í aðgerðinni dró Klemens mig í jóla-Ikea og það var voðalega gott því þá var ég ekki að hugsa um Dawid á skurðarborðinu. Daginn eftir sat ég allan daginn hjá Dawid og stytti honum stundir en daginn eftir leið honum sæmilega svo við fórum og keyptum nokkrar jólagjafir og smotterí handa sjálfum okkur. Hann er voðalega bólginn ennþá þó það jafnist ekkert á við það hvernig hann leit út fyrst eftir aðgerðina. Eitt gott við þetta samt, amk fyrir mig, ég er búin að missa 3 kg síðan dawid kjálkabrotnaði því ég vill ekki vera að borða neitt sem hann gæti langað í og eina sem hann getur borðað eru skyr- og jógúrtdrykkir og fiskur og súpur svo það er mjög létt fæði á heimilinu. Versta er að hann sjálfur er að missa allt of mörg kíló og hann má alls ekki við því. Ég reyni að kaupa allt sem mér dettur í hug sem er mjúkt og gott og treð í hann en kílóin fjúka samt af honum!

En að örðu, nú ætla ég að fara að jólaskreyta. Ætla í bílskúrinn til Óla á eftir og finna skraut og fara að tína það smá saman upp. Dawid segist ekki vera neinn jólakarl og ég tilkynnti honum bara að ef honum líkaði ekki að búa í jólalandi þá gæti hann bara flutt út yfir jólin!! ;) Engin miskunn hérna! Mig langar í seríu í kringum útidyrahurðina því við höfum ekkert útiljós og maður sér ekki handa sinna skil á kvöldin en sé til hvað það kostar. Tékka á því næst þegar ég fer til Egilsstaða. Sá áðan að pabbi hafði verið duglegur í morgun og sett upp útiseríuna hjá þeim og mamma hafði hengt upp stjörnur í stofugluggana og ég varð svo hamingjusöm. Kannski þessi drungi og svefn sem er búinn að vera yfir mér undanfarið láti í minnipokann fyrir jólaljósum og skreytinum. :) Ég vona það amk...

föstudagur, nóvember 14, 2008

...ég er búin að vera löt síðan í síðustu færslu. Nenni bara ekki nokkrum sköpuðum hlut, bara alls engu, nada!! Píni mig til að halda íbúðinni sæmilegri, það er allt og sumt, og tekst það varla. Þegar ég dragnast fram úr bælinu á morgnanna hugsa ég um það hvað sé langt þangað til ég get laggst í það aftur. En frá og með mánudeginum tek ég mér tak og sparka í mig, hvort sem ég verð liggjandi eða standandi og dreg mig í yoga. Hef bara gott af því eftir allt of langa leti.

Síðasta helgi var...surprise...letihelgi. Dawid skellti sér í heimsókn á föstudagskvöldið og ég svaf. Á laugardaginn svaf ég og um kvöldið þegar Dawid fór til strákanna og fékk sér í glas svaf ég eins og steinn. Var samt vöknuð þegar hann kom heim eftir allan hasarinn á Lárunni en það er önnur saga. Langar alveg að skrifa um það hérna en veit ekki hvort það er viðeigandi. Forvitnir geta bara haft samband.

Þessa viku hef ég eins og áður sagt legið í leti þegar ég er ekki að vinna. Skellti mér samt 2x í Egilsstaði, 1x með stelpunum og 1x með Dawid til að fara í Bónus. Við stelpurnar ætlum kannski að fara aftur á morgun til að slæpast eitthvað en ég er samt ekki alveg viss. Langar svo a kaupa mér eitthvað en þegar ég var að skoða á mánudaginn sá ég margt flott en það var eins og ég gæti ekki ákveðið akkúrat áþeim tímapunkti hvort flíkin væri við mitt hæfi eða ekki svo ég mátaði ekki neitt. Kannski verður stuðið betra á morgun. Keypti mér samt skyrtu í gær í Prýði hérna á Seyðisfirði. Var alltaf að skoða þessar skyrtur en sá bara of stórar. Sagði svo eitthvað um þetta þegar ég var þar í gær og Eygló bara stökk á bakvið og náði í eina sem smellpassaði þannig að núna er ég stolltur skyrtueigandi! :)

Svo er meiningin að fara í bíó í kvöld. Það eru myrkir dagar á austurlandi svo það er afturganga kl 20 (öll ljós slökkt og skrúðganga í myrkri með vasaljós) og svo spennutryllir í bíóinu. Á morgun ætlum við stelpurnar að láta strákana eiga sig og fara út að borða á Skaftfelli og gera okkur glaðan dag með mat og drykk. Leiðin liggur svo á draugadiskó á Öldunni seinna um kvöldið. Voða gaman að hafa svona eitthvað um að vera og um að gera að nýta sér það svo svona skemmtilegar hefðir deyji ekki út. Svo ætlar pabbi að bjóða í pizzu í kvöld svo það er alltaf eitthvað til að hlakka til...

föstudagur, október 31, 2008

...þá er mín bara búin að vera að vinna allan daginn þessa vikuna meðan Birna sólar sig á Madeira með mömmu og pabba og fríðu föruneyti. Það hefur bara verið fínt en í dag er ég svolítið þreytt. Ekki vön að vakna svona snemma marga daga í röð og að vinna 8 tíma en þetta mundi sennilega venjast mjög vel ef ég þyrfti á því að halda. Í næstu viku verð ég líka allan daginn á mánudag og þriðjudag en svo tekur Birna aftur við sínum helming á miðvikudaginn. Held ég hafi bara staðið mig vel og ekki lent í neinum stórum áföllum enn sem komið er.

Síðustu helgi ætlaði ég að vera svo róleg og stillt og góða stelpan en í staðin var ég sóða stelpan sem varð blindfull!! Drakk ekki nema 1 glas af sterku og 4 bjóra allt kvöldið og fram á nótt og ég varð svona hauga drukkin. Meira að segja verð að segja það, með skömmustulegum tón, að ég ældi þegar ég kom heim og það gerist nú ekki oft. Núna á laugardaginn er starfsmannaferð til Egilsstaða og ég er að hugsa um að skella mér með. Ætla samt ekki að vera svona full aftur, vill ekki verða mér til skammar innan um samstarfsfólkið. Létt kenderí og ekkert meira. Hef líka áhyggjur af því að Dawid sparki mér í sófann ef ég kem aftur í svona ástandi heim. Ég meina afhverju ætti hann ekki að gera það? Ég gerði það við hann!

Núna eru afruglaramálin hjá okkur loksins að komast í lag. Hann bilaði 1. september og ég er búin að hringja trekk í trekk og enginn veit neitt um neitt þarna hjá Símanum. Verða alltaf jafn hissa, sjá að ég hef verið að hringja en enginn hefur fyrir því að senda beiðnirnar. Undanfarið hef ég hringt mjög þétt því ég vil fá afruglarann í lag svo ég geti nýtt mér + stöðvarnar og vod-ið þó ég vilji ekki hafa skjáheim eða hvað þetta heitir hjá þeim. Hef líka verið að rífast í að fá reikninga niðurfellda því ég kæri mig ekki um að borga þjónustu sem ég nýt ekki og sem ég var líka búin að segja upp. Mamma segir að ég sé frekja og brosir í laumi af mér. Held að hún sé bara ánægð með stelpuna.

Auður litla lipurtá er líka komin aftur í fjörðinn í nokkra daga. Gafst upp á undarlegum og ótalandi frökkum og ákvað að sjá til þess að ég fengi eitthvað gott að borða í staðinn. Flýgur svo sennilega af stað til Dojtslands eftir 2 vikur til að leita að nýjum (og vonandi skemmtilegri) ævintýrum. Gaman að fá hana heim í smá stund en gott að hún lætur ekki bugast þrátt fyrir smá mótvind. Ekki það að ég sé mikill aðdáandi au-pair starfsins. Það er bara vinna eins og önnur vinna og það illa borguð eða var það amk þegar ég var. Auðvitað var oft gaman og ég lærði nýtt tungumál og að þekkja sjálfa mig betur og að standa aðeins á eigin fótum en ég er bara ekki þessi barnagæla sem nýtur þess að skeina og þurrka ælu og mata og allt sem fylgir þessu. Ég gerði þetta vel og samviksusamlega því þetta var vinnan mín...

miðvikudagur, október 22, 2008

...rólegur dagur á skrifstofunni. Það er svo sem nóg að gerast í kringum mig, ungbaraeftirlit og augnlæknir og ég veit ekki hvað og hvað en ég er búin að gera það sem ég get gert, amk í bili.

Lífið hefur verið rólegt undanfarið. Hef bara verið að einbeita mér að því að reyna að lifa heilbrigðu líferni, mæta í ræktina og svona. Erfiðast er að nýjasta æðið er skyr með sykri og það miklu af honum. Hef verið að reyna að finna afsökun fyrir að mæta ekki í yoga og á námskeiðið í kvöld síðan ég vaknaði. Veit samt að ef ég mæti verð ég rosalega ánægð með sjálfa mig, líður vel á sálinni og verð einu skrefi nær markmiðinu mínu. Þið sjáið að þetta er erfitt mál leti vs. að ná markmiðum sínum.

Fór til augnlæknis í gær og allt í fínum málum þar sem betur fer. Núna er ég með miklar og langar rökræður í huganum um hvort ég eigi að kaupa mér ný gleraugu eða ekki. Hef efni á því - held ég! Er búin að vera að reikna og allt lítur vel út en hin hliðin er að ég var búin að tilkynna að ég mundi ekki kaupa mér ný gleraugu ef ég þyrfti að skipta heldur bara skipa um gler. Svo þetta mál er eingöngu hvað mig langar vs. hvað ég þarf. Hvað mig langar er að vinna eins og er en hvað ég þarf hefur samt sterk rök.

Þar sem ég hef verið litla góða (skrifaði fyrst sóða) stelpan síðustu 2 helgar er ég að hugsa um að fara út þessa helgi. Ekkert alvarlegt, bara smala einhverju liði á Láruna og fá sér 1 til 2 öllara. Nenni engu meiru en það. Er að verða svo stabíl í ellinni...

þriðjudagur, október 14, 2008

...þá er kominn þriðjudagur, ákaflega skýr og fagur eða tja já það virðist amk vera að birta til! :) Ég er syfjuð því ég gat ekki sofið í nótt, velti mér og bylti og fannst ég aldrei fá nóg pláss. Dawid getur stundum verið svolítið plássfrekur í litla rúminu okkar. Var að hugsa um að senda hann fram í sófa, þeirri hugdettu að ég færi sjálf í sófann laust aldrei niður. Ég í sófanum nehhh heiij!!! En Óli (lokbrá, ekki læknir sko) kom að lokum í heimsókn og sáldraði svefnryki í augun á mér. Mig dreymdi að ég væri að kaupa mér peningaveski í einhverjum sölubás eða sjoppu. Labbaði svo aðeins og keypti mér annað veski og var mikið passa að fólkið sem ég var með mundi ekki taka eftir því og færi ekkert að kommenta um þessi óeðlileg miklu peningaveskjakaup. Vona að það boði eitthvað gott í budduna! :)

Var áí yoga og á spark í rassinn námskeiðinu í gær og það var aldeilis sparkað í rassa þar. Hélt að það kæmi gat á lungun á mér svo mikið lét Eva okkur púla. Eftir á var ég alveg búin á því en svo glöð og ánægð og full af vellíðan að þegar ég var búin að jafna mig lungnalega séð gat ég bara ekki stoppað, bara talaði og talaði og var svo hamingjusöm. Kannski þessvegna sem ég gat ekki sofnað, of mikil gleði og endorfín á fullri ferð. Er svo ánægð að vera að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og líkamann minn og er svo stollt að hafa drifið mig af stað þó ég hefði engan til að halda í höndina á...

föstudagur, október 10, 2008

...hefur verið óvenju mikið að gera í vinnunni undanfarið. Sennilega vegna þess að ég er alltaf að komast betur og betur inn í alla hluti og ég er hrikalega sátt við það. Ekkert gaman að sitja bara og stara út í loftið. Núna er reyndar smá dauður tími en það er nú allt í lagi svona alveg einstaka sinnum, örsjaldan! :)

Hefur svo sem ekki mikið verið að gerast undafarið, bara þetta venjulega, heimilast og elda og svona og skrapp ég til tannsa áðan. Engin skemmd en ég er með gamalt silfur sem ég ætla að láta skipta út því það er byrjað að leka og ég nenni ekki að fá rótarbólgu - alveg enganvegin! Verð líka svo fín þegar það verður komin hvít fylling í staðin, bara ekkert silfur!

Eitthvað planað um helgina? Nehhh bara að vera róleg og fara í Bónus og snemma að sofa. Núna er bannað að fara út allar helgar því ég er að spara. Var reyndar byrjuð á því áður en allt fór til fjandans hjá bönkunum svo þetta tengist því ekkert sérstaklega. Er bara að vona að Ikea haldi loforðið um að halda verðunum í bæklingnum þangað til í ágúst á næsta ári því mig langar svo í hillur á næstunni. Hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreðurgerð, reðurgerð...

þriðjudagur, október 07, 2008

...þessi rigning er svo þreytandi!! Ég er alveg með stírurnar í augunum hérna í vinnunni, ekki vegna þreytu heldur vegna rigningar. Fór í yoga í gær og varð alveg gegnblaut við að labba niður í íþróttahús. Eftir yoga var fyrsti tíminn í spark í rassinn námskeiðinu hjá Evu, byrjaði á erobik og ég fékk alveg í magann finnst það svo leiðinlegt en sem betur fer var það bara upphitun. Svo var stöðvaþjálfun og magaæfingar og ég er bara með smá harðsperrur eftir átökin! :) Ætti að meika erobikið ef það er bara upphitun en meira en það NEI TAKK fékk nóg af þessu hoppi í menntaskóla.

Um helgina fór ég á sing along sýningu á Mamma Mia og vá hvað það var gaman. Það var sungið hástöfum og dansað og klappað og allir voru svo glaðir. Í hléinu var svo skellt á karíókí og allir sungu saman 2 Abbalög. Við vinkonurnar skelltum okkur svo aðeins á Láruna, svo á Ölduna og svo aftur á Láruna og það var mikil stemmning og allir svo ánægðir.

Fékk sendinguna frá Ikea á föstudaginn og núna er sófasettið allt með eins teppi og voðalega fínt. Svo var auðvitað haustroðinn hérna og ég skellti mér á flóamarkað í Angró og keypti mér kertastjaka í eldhúsgluggann, bindi handa Dawid og peysu. Fór svo yfir á Brimbergsmarkaðinn og keypti mér 2 kjóla og bol og fleiri kertastjaka. Þetta var mikill eyðsludagur því svo fór ég til Eyglóar og keypti fuglakjólinn sem mig er búið að langa í síðan í sumar. Hann var einmitt kominn á ústöluslá og var á fullt af afslætti amk helmings og svo auka haustroðaafsláttur. Rölti svo yfir til Eyþórs og keypti mér löber á stofuborðið og 2 litla dúka í stíl og myndaramma. Nú verð ég bara að gera allt alveg svakalega hreint og fínt og taka myndir. Ég er að verða/orðin svo ánægð með þetta. Er samt ekki ennþá búin að taka svefnherberið í gegn, finn mér alltaf eitthvað annað að gera en ég finn að andinn er alveg að koma yfir mig. Má ekki gleyma að við fórum á markaðinn sem er í gamla Shell-skálanum og mamma gaf okkur Guðlaugu lukkupakka og ég fékk salt og piparstauka sem eru svínakokkar. Æj þið skiljið, kokkar sem eru svín. Veit ekki ennþá hvað mamma fékk úr sínum lukkupakka, kemst kannski að því í dag...

þriðjudagur, september 30, 2008

...bara síðasti dagur mánaðarins í dag sem þýðir að þegar ég stimpla mig út á eftir verð ég búin að vinna heilan mánuð sem móttökuritari hjá HSA Seyðisfirði! :) Svo á morgun er fyrsti útborgunardagurinn minn og ég er hrikalega spennt og alveg rosalega kvíðin. Meina kannski er ég að vinna í hálfgerði sjálfboðavinnu, hver veit?? Kannski fæ ég almennileg laun, hver veit? Bíð spennt til morguns!

Kökuafmælið hennar Gullu var rosalega fínt og næs bara í alla staði. Eftir mikið kökuát og með því fórum við á Láruna. Ég fékk mér 2 litla öl og svo snemma heim. Er ekki stelpan að verða þroskuð? Þetta er allt að koma og ég finn peningana hlaðast upp á bankabókinni - eða þannig sko - alltaf eitthvað sem hægt er að eyða í, ef það er ekki bjór þá er það bara eitthvað annað!

Í gær fór ég svo til Gullu aftur með afmælisgjöfina hennar og fékk köku og vöfflur í staðinn. Var að stríða henni og neitaði að láta hana fá gjöfina fyrr en afmælisdagurinn væri runninn upp! :) Gera hana smá spennta. Gáfum hennni trefil sem ég keypti á handverksmarkaðnum hérna og hún var rosalega ánægð! :)

Núna er ég bara að bíða eftir að komast í kaffitímann minn. Búin að vera rosadugleg í dag að búa til excel skjal og svona dútlerí. Pantaði líka tíma hjá tannsa fyrir okkur Dawid svo núna bíð ég bara eftir að hann fái algjört áfall þegar ég segji honum hvað skoðunin kostar. 10 þús kall með röntgenmyndum er prísinn í dag! Hann verður ekki eldri þegar ég tilkynni honum þetta.

Verkefni dagsins er svo að panta smá frá Ikea og þvo þvott bæði á nr.3 og 10. Já það er mikið að gera á stóru heimili...

laugardagur, september 27, 2008

...búin að skrifa við myndirnar hennar mömmu frá Danmörku, gerði það í vinnunni í gær þegar ég var búin að gera allt sem ég átti og þurfti að gera þar.

Er komin með æðislega flotta tísku stutta klippingu. Ása klikkar aldrei á hárinu mínu, aldrei, ALDREI!!! Ég er bara búin að fá hrós fyrir nýja lúkkið og það sem skiptir mestu máli er að ég og Dawid erum ánægð. Skiptir auðvitað mestu að ég sé ánægð en það er líka voða gott að honum finnist ég ennþá sæt! :)

Fór svo að sofa klukkan hálf 21 í gærkvöldi. Ætlaði bara aðeins að leggja mig en þegar ég vaknaði klukkutíma seinna var Arek komin í heimsókn svo ég ætlaði að leggja mig aðeins meira og vaknaði ekki fyrr en Dawid kom í bólið svo ég svaf bara til morguns.

Fór svo í Samkaupfélagið í dag og keypti mér súkkulaði og köku. Má alveg á nammidögum sko! Hárið á mér var alveg beint upp í loftið svo ég þurfti annað hvort að skola það eða finna húfu. Ákvað að finna húfu bara í hvelli og vera úfin í dag. Man núna afhverju ég var kosin úfnasta manneskjan í Svíþjóð 2 ár í röð!

Svo er kökuafmælið hennar Gullu í kvöld *mjamm mjamm*, frétti af smarties, hrískúlum, rjóma og kexi líka svo við ættum að fara glöð heim með glaða malla...

fimmtudagur, september 25, 2008

...skellti inn myndum frá Danmörku í gær og var að klára að skrifa við þær svo kíkjið nú og njótið. Ætla að skella inn myndum sem mamma tók í Danmörku líka fljótlega og svo fer ég að vinna í Grikklandsmyndunum.

Annars allt gott að frétta. Dawid smakkaði íslenska kjötsúpu í gær og var rosalega hrifinn. Hann tilkynnti mömmu að hún mætti alltaf bjóða honum í mat þegar hún eldaði hana.

Annað í fréttum, bólan á vinstra augnlokinu er næstum horfin en í staðin er ég með stíflaðan svitakyrtil við hægra augað svo ég er svakalega sæt núna! Langar bara að klóra og pota og fikta í þessu endalaust en Óli læknir sagði að það væri alveg bannað svo ég reyni að vera stillt!

Á morgun er klipping, vinna og svo sveitaferð til Egilsstaða að kaupa, kaupa, kaupa. Laugardagurinn = afmælisskúffukaka hjá Guðlaugu *mjamm mjamm*. Er meira að segja búin að taka frá gjöf handa kerlunni, held ég sé að fara fram úr sjálfri mér...

þriðjudagur, september 23, 2008

...ég fékk spennufall í gærkvöldi! Dótið frá Ikea kom og við Guðlaug settum það saman í einum kvelli. Ég var eins og lítill krakki á jólunum þetta var svo gaman og spennandi. Ég sagði Dawid ekkert frá þessu því ég vildi koma honum á óvart þegar hann kæmi örþreyttur heim úr vinnunni. Hann var svakalega glaður og ánægður, bæði að dótið væri komið svona flljótt og að þurfa ekki að setja það saman. Svo fengum við gefins sófasett líka, Ragga hringdi í mig á laugardaginn og spurði hvort okkur vantaði ekki sett því Dísa Dögg væri að fá nýjan og hún vildi helst ekki henda þeim gamla. Við vorum fljót að stökkva á það og okkur var alveg sama hvort hann væri ljótur eða flottur ef það væri bara hægt að sitja í honum. Dawid og Piotr náðu í hann í gærkvöldi og núna er þetta fína '80 sófasett í stofunni hjá okkur. Ég breyddi reyndar teppi yfir þá því þeir eru græn/brúnir með blómamunstri. Svo náði ég í lampafæturnar sem foreldrar mínir höfðu í svefnherberginu sínu fyrir mörgum árum og skellti á þá nýjum skermum og voila rosaflottir. Svo núna á ég bara rosalega fínt heimili. :) Þarf að taka myndir og setja inn á netið þegar ég er líka búin að setja upp fleiri myndir og fínisera aðeins meira.

Ó ég er svo happí oooo...

sunnudagur, september 21, 2008

...pabbi minn á afmæli í dag, til hamingju með daginn bestasti besti pabbinn í öllum heiminum!!!

Annað í fréttum, ég er með bólu á vinstra augnlokinu og það er vont...

föstudagur, september 19, 2008

...þá er þriðju vikunni í nýju vinnunni senn að ljúka og ennþá gengur allt bara vel fyrir utan smá hnökra eins og að setja póst í vitlaus hólf og gefa samband á vitlausa staði. En það er nú bara smotterí og fyndið svona til að byrja með.

Í gær pantaði ég húsgögn handa okkur Dawid. Stærra eldhúsborð, stofuborð og sjónvarpsbekk. Stakk tveimur lampaskermum með í pakkann svona fyrst ég var að panta. Vona að þetta komi fyrir næstu helgi svo ég hafi eitthvað að gera þá! :)

Þessa helgi ætla ég að kíkja í partý en vera samt róleg - held ég, ekki alveg ákveðin með það ennþá sko! Svo ætla ég að ruslast með afganginn af fötunum mínum af nr.3 yfir á nr.10 og koma svefnherberginu í stand. Áætlaður lokatími á því verkefni er "áður en húsgögnin koma frá Ikea". Ég er í hrikalegri hreiðurgerð þessa dagana og get ekki hugsað um annað en hafa fínt í kringum mig og reyna að gera fallegt með þessu litla sem ég hef.

Svo þarf ég að heimsækja mömmu mína svo ég geti hent nokkrum myndum á myndasíðuna mína, er alltaf að hugsa um þetta en kem því aldrei í verk. Myndirnar mínar frá Danmörku og Grikklandi eru nefnilega í tölvunni hennar því iphoto er bilað í minni, eða ekki bilað það eru komnar of margar myndir inn í það miðað við hvað það er gamalt. Kaupi nýtt þegar ég á pening! Langar þessa dagana frekar að kaupa heimilisdótarí en tölvudótarí því fyrir utan þetta er eplastelpan alveg ágæt...

miðvikudagur, september 17, 2008

...er eitthvað hálf þung í hausnum í dag, kannski því ég hef sofið alltof mikið. Var bara eitthvað svo þreytt í gær að ég fór að sofa fyrir allar aldir og vaknaði ekki fyrr en í hádeginu. Svefnpurka!! Er í vinnunni að dúlla mér, búin að gera allt sem ég þarf að gera og núna bara að sitja og vera hérna til klukkan 16, svara í símann og svona. Alltaf rólegt á miðvikudögum. Fór til Egilsstaða í fyrradag að láta minnka gríska hringinn minn, hann var nr 52 en ég læt minnka hann í 49, vissi að ég væri með litla putta en váví!! Nú verður Dawid bara að muna þetta númer svona ef hann skildi vilja kaupa einhvern alveg sérstakan hring á baugfingur vinstri handar!!! :P Maður má láta sig dreyma!

Er alltaf á leiðinni í morgungöngu en veðrið er ekki á sama máli, í dag var brjálað rok svo ég nennti ekki, miklu betra að kúra með tvær sængur. Um daginn var alltaf rigning en þegar góða veðrið var fann ég mér eitthvað annað að gera. Týpískar afsakanir alltaf hreint. Mig langar bara svo í slikkerí og feitan mat þessa dagana. Held ég sé á feita staðnum í tíðarhringnum...

föstudagur, september 12, 2008

...þá er ég næstum búin að vinna 2 vikur á heisugæslunni og allt gengur bara vel. Byrjaði að vera ein í gær og það hefur bara gengið eins og í sögu. Hef samt ekkert svo mikið að gera því ég er ekki komin inn í allt en það kemur auðvitað bara smá saman. Í dag var ég að læra nýtt sem ég get dundað mér við á næstunni! :)

Svo er ég auðvitað flutt inn á nr.10 með megnið af hafurtaskinu mínu. Ennþá föt og drasl á nr 3 ogbækur og eitthvað smádót í bílskúrnum hjá Óla því við eigum engar hillur ennþá en vona að við fjárfestum í svoleiðis á næstu mánuðum. Ætla bara að byrja á að kaupa meira áríðandi hluti eins og eldhúsborð. Mamma hjálpaði mér heilmikið um daginn, ég reif upp úr kössum og hún vaskaði upp, hefði aldrei verið svona snögg að þessu án hennar. Svo er ég með stóra fatahrúgu á stofugólfinu sem þarf að koma inn í skáp, eitthvað á reyndar að fara til Rauða krossins. Er kominn með stórann kassa handa Rauða krossinum og ætla að losa mig við meira. Það er erfitt að losa sig við sum af þessum fötum því ég bindst miklum tilfinningaböndum við öll fötin mín, man hluti sem ég erði í þeim og með hverjum og hvar, hvað þau kostuðu, hvar ég keypti þau og hver var með mér og stundum hugarástandið sem ég var í. En hvað á ég að gera við alltof lítil föt? Reyni að hugsa um hvað það sé gott að leyfa öðrum að njóta þeirra. Þó ég vonist til að grennast eitthvað langar mig ekki að verða hrikalega horuð aftur, fallegra að vera hraustlegur og grannur en að detta í sundur úr hori. Er ekki viss um að mig langi aftur að passa í föt nr 32...

sunnudagur, september 07, 2008

...já já komin heim frá Grikklandi eftir ánægjulegar en jafnframt erfiðar vikur þar. Erfiðar að því leiti að ég skildi ekkert og enginn skildi mig og svo auðvitað hitinn sem þrátt fyrir að vera yndislegur dregur oft fram erfitt skap. Þetta með tungumálið var allt í lagi þegar við vorum fá því þá hafði Dawid tíma til að þýða fyrir mig og ég gat tekið þátt í samræðunum en um leið og það voru fleiri en 4 þá varð ég voðalega mikið útundan því það var enginn tími til að vera að þýða allt. Þá dró ég mig stundum í hlé og fór að lesa en þá var oft eins og fólk skildi ekki að þetta væri erfitt fyrir mig og reyndi að draga mig fram aftur. Æj þið skiljið, fólk að reyna að vera gott en stundum þar maður bara smá frí frá öllu og kúra sig með bók á móðurmálinu!! :) En eins og ég hef sagt áður var fjölskyldan hans alveg rosalega góð við mig og ég skemmti mér vel með þeim td kvöldið/nóttina sem við vorum hjá Tomek bróður hans að grilla og drekka áður en hann þurfti að fara í annan bæ að vinna í nokkra daga. Ég á langa myndasyrpu frá því kvöldi og Dawid finnst ekki allt vera birtingahæft! Hahahaha Þarf að drífa myndir inn á netið fljótlega, ekki allar því við tókum næstum 500 myndir á nýju flottu rauðu myndavélina mína.

Núna er lífið allt að komast í fastar skorður hjá mér. Er að flytja smá saman inn til Dawids og var einmitt að koma með slatta af dóti í dag sem var í bílskúrnum hjá ömmu. Eitthvað eftir þar ennþá samt en það kemur ekki hingað fyrr en við kaupum hillur því hér er ekkert fyrir bækur eða smáhluti og ég nenni ekki að hafa þetta á gólfinu. Svo er bara að koma dótinu sem er hjá mömmu og pabba hingað yfir og þá er ég alveg flutt. Ég hef aldrei búið annarsstaðar á Seyðisfirði en Fjarðarbakka 3 svo þetta er pínu skrítið en ég er amk ennþá í sömu götu!

Svo er ég byrjuð að vinna á sjúkrahúsinu. Er móttökuritari á heilsugæslunni í 50% starfi og þetta byrjar bara mjög vel. Er reyndar eftir hádegi núna en ekki á morgnanna eins og ég er ráðin í því ég þarf að byrja á að læra á kerfið og taka á móti sjúklingum og það er mest eftir hádegi. Á morgun þarf ég að standa nokkurnvegin á eigin fótum í vinnunni því Birna verður í öðru en hún verður nálægt ef ég lendi í miklum vandræðum. Bara að treysta á sjálfa sig og þá verður allt í orden...

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

...jaja bara komin ut i Griska eyju og hef tad vodalega notalegt. Eyjan heitir Aegina og er i rumlega klukkustundar siglingarfjarlaegd fra Athenu. Komum i morgun, fundum okkur lelegt hotel og skruppum adeins a strondina. Svo er tad internetkaffi og sma skodunarferd adur en vid forum i sturtu og ut ad borda. A morgun aetlum vid ad leigja bil og runta sma um adur en vid holdum aftur "heim".

Er loksins buin ad sja Akropolis baedi ad nottu og degi og tad er alveg frabaert, tok fullt af myndum og set eitthvad inn tegar eg kem heim. Forum lika og skodudum Agora tar sem er rosalega heillegt hof, ennta med tak og alles og tad fra timum romverja, ca 400 arum fyrir Krist. Mig langadi helst ad klifra upp a gamlar styttur og lata taka myndir af mer med hausinn tar sem vantar a tessa gomlu karla en tad var flautad a mann ef madur gerdi sig svo mikid sem liklegan ad snerta eitthvad.

Svo forum vid i fullt af skartgripa budum tvi Marek brodir Dawids sem byr i Tyskalandi go kaerstan hans hun Ania aetla ad fara ad gifta sig og voru ad leita af hringum og trulofunarhring og eg var svo heppinn ad graeda einn lika. Tja ekki trulofunarhring en astarhring!! :) 3 hjortu, tvo ur gulli og eitt ur hvitagulli alsett kristalsbrotum. Vodalega saetur og fallegur og eg er rosalega anaegd med hann!! Dawis gaf mer lika halsmen og armband med griskumunstri um daginn svo eg er ekki illa stodd skreytingalega sed. Kvarta amk ekki sko! Eg gaf honum lika armband ekkert fansi en honum likadi tad svo hann er ekkert utundan.

Svo fer madur bara alveg ad koma heim, um tetta leyti i naestu viku verd eg komin a Seydisfjord. Verd eiginlega ad vidurkenna ad eg hlakka alveg til. Tad er aedislegt ad fara i fri en tad er alltaf gott ad koma heim aftur - sem betur fer. Lika ordid svolitid pirrandi ad vera svona mallaus, allir vilja reyna og eg reyni en tetta eru mest einfold ord og handapat og eg lofa ad verd betri i polsku tegar eg hitti tau oll naest tvi tau eru svo yndileg vid mig ad tau eiga tad skilid...

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

...ja min bara a Grikklandi ad hafa tad akveg rosalega gott, heitt og sma vindur alla daga og vid bara ad steikjast innandyra. Fjolskyldan hans Dawids hefur tekid mer mjog vel tratt fyrir tungumalaordugleika og eru vodalega anaegd tegar eg skelli fram litlu polskunni minni. Mamma hans hefur gefid mer kjol og bol og sko, hun hugsar meira um adra en sjalfa sig. Pabbi hans hedur sig mest til hles en hann vinnur lika alveg rosalega mikid og tarf ad vera 3-4 tima i bussum og lestum a dag samtals til og fra vinnu. Vid erum ekki buin ad skoda neitt vodalega mikid, erum ad bida med tad helsta tangad til brodir Dawids sem byr i Tyskalandi kemur a sunnudaginn. Ta aetlum vid i Akropolis og fleiri merka stadi en a morgun erum vid ad hugsa um ad skella okkur a safn um sogu Grikkja og eitthvad svoleidis skemmtilegt. Vid erum lika buin ad fara i grillparty, versla sma, fara 2x i keilu, a kaffihus og strondina og svo er planad ad fara i vatnsleikjagard um helgina med allri familiunni, storum og smaum og svo svona kaerustuvidhengjum eins og mer og fleirum. Mig langar lika ad fara 1 dag ut i einhverja eyju og var ad tala um tad vid Dawid i gaer og vid aetlum ad kikja a tad a netinu og sja verd og kannski gistingu og svoleidis. Eg keypti mer nyja myndavel i gaer, rosalega flott og rauda fra Kodak og eg held bara ad eg hafi gert god kaup tar, er amk mjog anaegd med hana.

Forum i verslunarmidstod i dag en urdum fra ad hverfa tvi Patryk var med okkur og hann var ekki alveg upplagdur i tetta svo vid aetlum ad kikja sma i budir a eftir bara 2 og fa okkur svo eitthvad gott ad borda saman. Herna eru allar budir opnar til 20-21 a kvoldin 3-4x i viku en i stadinn loka margar af litlu budunum snemma hina dagana eda kannski klukkan 14! Tad er yndislegt ad labba um i midbaenum og rafa a milli turistabulla, resturanta og fornmynja, skemmtileg blanda! A eftir ad kaupa gjafir handa nokkrum utvoldum en engar ahyggjur taer eiga alveg eftir ad rata i toskuna. Bara ad reyna ad finna eitthvad skemmtilegt sem er ekki of turistalegt.

Atti samtal vid mann adan sem endadi ekki mjog vel, aetla ad segja honum (ef hann les tetta ta) ad tetta verdi allt i keijinu og vid tolum betur og rolegar saman tegar eg kem heim. Aesti mig kannski heldur mikid en skil lika ekki alveg afhverju hann var ekki bara buinn ad tala vid mig fyrr og segja mer hvernig malin staedu, ta hefdi eg tekid tessu miklu betur.

Jaja ta er best ad fara ad koma ser i baeinn og haetta ad misnota godmensku Tomeks og Marzenu sem eru buin ad bera i okkur kaffi og bjor allan timann sem vid hofum stoppad herna. Laet kannski heyra i mer naest tegar eg fae ad kikja i einkabankann minn svo kikjid reglulega!!! Er tetta ekki spennandi...

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

...Danmörk var yndisleg, heitt og gott og bjórinn flaut og peningarnir fuku í vasa sænsks mógúls. Þetta voru æðislegir dagar en það var rosalega gott að koma aftur heim og sjá Dawid og pabba gamla. Það voru 30 gráður alla dagana og auðvitað miklu heitara í þröngu götunum í gamla bænum. Við skruppum í tívolí, Rosenborgarkastala, Fields að versla, Strikið þrætt nokkrum sinnum en bara einu sinni til að versla og þá sendum við Jóna mömmurnar bara á saf n á meðan. Fórum líka til Dragör og hittum, Gyðu, Röggu og Dóru í smá stund áður en þær héldu til Odense. Þær hinar fóru svo í dýragarð en ég ákvað að hvíla mig heima og sofa því ég var vansvefta eftir margra daga andvökur, hef líka oft komið í dýragarð. Svo röltum við bara um, skoðuðum Nýhöfnina, fórum í siglingu um kanalinn og sátum svo á kaffihúsum og matsölustöðum og höfðum það reglulega gott. Pabbi bauð okkur svo út að borða og við völdum Jensens Böffhus og þar fengum við reglulega góða og risastórar nautasteikur og auðvitað forrétt og eftirrétt og alles. Þetta var reglulega góð upphitun fyrir Grikkland en þangað er ég einmitt að fara á morgun. Skrítið að hafa verið að tala um þetta síðan um páskana og núna er þetta bara að skella á! Var eitthvað að reyna að pakka í dag en það gekk frekar illa því ég veit ekkert hvað ég á að hafa með mér eða þarf að hafa með mér. En mér tókst fyrir rest að koma einhverju í töskuna og svo er bara að loka henni og koma sér af stað.

Verið nú dugleg að senda mér kveðjur hingað og sms meðan ég er úti svo ég verði ekki einmanna, verð að fá smá ást frá klakanum annað slagið...

mánudagur, júlí 21, 2008

...þá er Lunga helgin búin og ég var bara rosalega stillt og góð stelpa. Var hjá mömmu og pabba að spjalla á föstudagskvöldinu og skrapp svo aðeins út að hitta stelpurnar en stoppaði ekki lengi og bara heim að sofa. Á laugardaginn var svo planað matarboð hjá Örnu og við búin að kaupa allt í það en svo var ég bara engan vegin upplögð í það, hálf þunglynd og þreytt og í andfélagslegustuði svo ég var bara leiðinleg og var heima og fór snemma að sofa. Vaknaði snemma á sunnudeginum, fór í sturtu og svo bara brummmm á Borgarfjörð. Hafði aldrei komið þangað svo ég muni eftir svo þetta var alveg rosalega gaman. Falleg náttúran á leiðinni og góður félagskapur frá Dawid og geilsaspilaranum. Á Borgarfirði er svo ofboðslega fallegt, ég varð alveg undrandi og ofboðslega kósí og notalegt. Við skelltum okkur á Álfacafé og fenum okkur að borða og köku og kaffi á eftir og keyptum svo nokkra minjagripi til að taka með til Grikklands. Þar hittum við Þóru frænku mína og fjölskylduna hennar en þau búa á Sauðárkróki og ég hef ekki séð þau síðan 2003! Það var mjög gaman að sjá þau og sérstaklega krakkana en þau 2 yngri hafði ég aldrei séð nema á mynd. Svo skelltum við okkur á rúntinn og fórum að höfninni og skoðuðum fuglabjargið og tókum myndir af því fallega sem við sáum...hvort öðru... ;) Skelltum okkur svo á hitt kaffihús bæjarins og fengum okkur kaffibolla og að pissa áður en við brunuðum heim aftur með stoppi í Bónus á Egilsstöðum.

Í dag var svo aftur farið til Egilsstaða að kaupa sólarvörn fyrir Grikkland. Rosasterka og hrukkubana vörn fyrir andlitið, sterka fyrir líkamann og after-sun. Hefði kannski alveg getað keypt þetta í fríhöfninni en ég nenni ekki að vera með eitthvað prógramm þar, langar bara að dandalast um og kaupa óþarfa!! :D Svo skillst mér að það muni ekkert svo miklu orðið á verði í landi og í dutyfree.

Svo er bara Danmark eftir nokka daga. Veit ekki alveg hvort við förum norður á fimmtudeginum eða föstudagsmorgun en ég vona að það verði ekki fyrr en á föstudeginum því vika án elskunnar hljómar ekkert voðalega spennandi þó ég lifi það alveg af...

fimmtudagur, júlí 10, 2008

...ég er að verða vitlaus á þessari þoku og ég finn þessa litlu brúnku sem ég hef fengið dofna smám saman!! Það var akkúrat sumarið sem mig langaði að fá smá lit að það er bara þoka hérna, alveg pikkföst í logninu og uppi við skíðaskála byrjar sólin að skína. Fuglarnir láta sig samt ekki vanta og syngja alveg á fullu. Ég ætla líka að borða fugl á morgun, svartfugl. Dawid misskildi eitthvað og hélt að við ætluðum að borða hrafn - hahaha!! Bara að skella einum krumma í pott. En mér tókst að útskýra þetta aðeins betur og nú er hann bara stressaður en ekki fullur af viðbjóði! Ég er líka farin að læra pólsku og skemmti mér vel við það, keypti diska frá Eurotalk og get alveg mælt með þeim, allt voðalega skemmtilegt og fást í Office1. Dawid heldur samt alltaf að ég sé að gera grín af honum því hann segir að ég sé með rússneskan hreim en ég er ekkert að reyna það - ég sver það!!! Ætla að reyna að klára þennan disk áður en ég fer í fríið og svo get ég keypt framhald þegar ég kem heim. Bara gaman að vera að læra eitthvað, ætli þetta sé metið upp í stúdentspróf *hux*?

Er ekki ennþá komin í myndaham, algjör lúði ég veit! En fyrir þá sem vilja sjá myndir frá liðinni helgi setti Auður Ösp inn myndir á picasasíðuna sína. Fullt af fólki á öllum aldri þar sem þau systkinin voru öll með einhverja gesti. Ætli ég hafi verið aldursforsetinn...

fimmtudagur, júlí 03, 2008

...það var eitthvað diskó síðustu helgi en ég komst ekki inn á það, var of sein því ég stoppaði á Lárunni. Er svo sem alveg sama en hefði verið gaman að kíkja. Þessa helgi er svo Gulla ein heima svo við unglingumst örugglega eitthvað þar bara, amk á föstudagskvöldið. Ef veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn ætla ég að vera góð á laugardaginn svo ég geti verið með Dawid í anda þegar hann málar þakskyggnið fyrir pabba og mömmu.

Síðasta þriðjudag skruppum við Arna til Akureyrar yfir daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og fljót að líða þar sem mikið af einkahúmor varð til. Ég er líka ánægð með nýja Glerártorgið, núna er amk eitthvað varið í að fara þangað og ef ég væri ekki að fara til Dk eftir 3 vikur hefði ég keypt mér alveg helling af ónauðsynlegu drasleríi.

Svo kom Gullan loksins aftur heim úr fjölskylduferðinn til Uk. Held hún hafi skemmt sér mjög vel og keypti sér fullt af fallegum fötum og dótaríi. Svo fékk ég fínan pakka frá henni sem var ekkert slor, armband, hálsmen, vaselín með sólarvörn (óskaði sérstaklega eftir því) og símaskraut með elskunni minni henni Tinkerbell úr Pétri Pan. Alveg í stíl við inniskóna frá Klemensi og sokkana frá Gyðu...

laugardagur, júní 28, 2008

...jájá ég veit að ég á að vera sofandi en svona er þetta bara! Dawid er auðvitað steinsofnaður fyrir langa löngu enda er hann oft mjög þreyttur eftir mjööööög langa vinnudaga. Ég aftur á móti dunda mér við að leika húsmóður hérna megin og skoppa svo yfir á nr.3 og leik dekraða dóttur þar. Svona gengur þetta fram og til baka alla daga og mér finnst þetta bara mjög fínt! :) Hvort þetta breytist eitthvað í haust kemur bara í ljós, jábbs allt með kalda vatninu þið vitið. Húsmæðraðist í búðina í dag og bakaði svo pizzu, svaka dugleg, já ég veit!! Matseðill helgarinn er svo fiskur á morgun og pestó kjúlli á sunnudaginn. Dawid pantaði hann, varð svo yfir sig hrifinn af kunnáttu minni í eldhúsinu þegar ég töfraði þennan "erfiða" rétt fram síðast! ;)

Núna er ég aðeins farin að finna fyrir því að það styttist í utanlandsferðirnar mínar. Byrjuð að telja niður í huganum en lofa að byrja ekki hérna fyrr en það verður ennþá styttra í þetta allt saman. En jeij hvað ég hlakka til. Er samt ekki eins og sumir, sem ég nefni ekki á nafn, sem verða þunglyndari eftir því sem styttist í ferðalagið til Póllands þó hann hlakka óskaplega mikið til!! Öfugsnúið...ég veit!! Getur einhver getið hver þetta er?? Held að skytturnar ættu að vera mjög heitar í þessari getraun!

Ahhh fór í leikhús áðan, það var heimsfrumsýning á "Kinkí, skemmtikraftur að sunnan" eftir Benóný Ægisson og í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Þetta var mjög skemmtilegur einleikur í mjög afslöppuðum dúr en ég er sorgmædd hvað það mættu fáir. Ekki nema 25-30 hræður létu sjá sig. Mörgum fannst víst mikilvægara að styrkja fótboltaliðið með nærveru sinni á þeirra fyrsta heimaleik og þau um það. Þeim finnst ég örugglega líka hafa misst af miklu að hafa ekki húkt úti í rigningu og roki, gólandi og gargandi þegar ég gat sitið róleg inni í hitanum með bjórglasið mitt! Ég dæmi engann en ég veit hvoru mér finnst meira vit í...

mánudagur, júní 23, 2008

...sit hérna sveitt og rjóð í kinnum eftir að hafa verið svo góð að taka íbúðina hans Dawids í gegn til að koma honum á óvart. Ekki það að hann sé ekki duglegur að taka til og gera allt sem þarf að gera en stundum langar mann bara að vera extra góður við elskuna sína sem vinnur alltof mikið.

Var í borginni í síðustu viku frá mánudegi til föstudagsmorguns. Hitti nokkra góða vini en náði ekki að hitta suma því miður, Madda Stína mandarína var ein af þeim og mér fannst það mjög leiðinleg en tíminn bara flaug. Þetta var heldur engin skemmtiferð þar sem ég fór sérstaklega til að pakka dótinu mínu niður. Gunnar var svo góður að taka sér frí í vinnunni einn dag til að hjálpa mér og í staðinn gaf ég honum morgunmat, ís og kvöldverð á Taco Bell. Held að honum hafi ekkert fundist það leiðinlegt. Svo er bara að bíða eftir að dótaríið komi og finna stað fyrir það. Ég bý auðvitað hjá mömmu og pabba en þar er ekkert pláss fyrir aðrar búslóð. Svo er ég alltaf hjá Dawid en ég kann ekki við að troða öllu á hann fyrr en hann bíður mér opinberlega að búa hjá sér. Ætla samt að láta hann nota þvottavélina mína þar sem sú sem fylgir með íbúðinni er frekar þreytt og það þarf alltaf að hjálpa henni á næsta kerfi!!

Mér er reyndar boðið að taka road-trip með Örnu í borgina í næstu viku en ég held að ég láti ekki verða að því. Þarf að spara peningana mína fyrir utanlandsferðirnar mínar og svo hef ég í rauninni ekkert að gera í Reykjavík akkútat núna, er samt byrjuð að plana ferð suður í haust eða í síðastalagi í desember og þá ætlar Dawid að koma með og kynnast borginni aðeins.

En sýnist gólfið vera orðið þurrt svo þá er kominn tími á sturtu...

mánudagur, júní 16, 2008

...þá er ég alveg að fara að leggja í hann í borgina. Er ekki alveg að meika að fara að pakka en ég hlakka til að hitta vini mína. Klemens og Sigga eru svó yndisleg að leyfa mér að gista og ætla ég að kúra í sófanum þeirra í 4 nætur. Mmmmm góður sófi sem hefur örugglega saknað mín ógurlega!

Náði mér í smá lit á laugardaginn. Sofnaði reyndar í sólbaði um 18-leytið og vaknaði stuttu síðar þegar sólin var farin, alveg skítkalt. Ef ég ákveð að láta sjá mig á pallinum einn dag kemur þoka og rigning næstu daga, alveg ótrúlegt!!! Vona að verðið verði gott næstu helgi svo ég geti sólað mig aðeins. Ekki það að ég sé svo mikill sólbrunku aðdáandi heldur er ég að reyna aðeins að venja húðina við áður en ég fer til Grikklands. Langar ekki að verða öll rauð og þrútin þar! Er samt ábyrgur sólsleikjandi og nota sólvörn númer 20 á tveggja tíma fresti og geri það að sjálfsögðu líka í sumarfríinu.

Vona að einhverjir hafi skoðað myndirnar sem ég setti inn. Myndavélin er komin í töskuna svo það verða vonandi einhverjar myndir frá borginni og þá ætti nýja flotta klippingin mín að sjást...

fimmtudagur, júní 12, 2008

...jæja búin að búa til myndaalbúm á picasa. Linkur hérna hliðina á og styttri leið hérna! Hef ekki tekið svo margar myndir í ár en eins og ég sagði áður er ég að reyna að bæta mig. Þetta urðu 3 albúm, eitt frá áramótum, svo er ferðin okkar Dawids til Akureyrar og að lokum maímánuður en ég var svakalega dugleg þá!! :) Njótið vel...

...nokkrar myndir frá ferðinni okkar Dawids til Akureyrar um páskana. Ákváðum að taka nokkrar túristalega myndir, risa snjókarlinn á torginu...


...Dawid og víkingurinn í göngugötunni...

...Dawid á Bautanum í hádegismat, fór með hann þangað því það er svo ekta Akureyrskt...

...aðeins að unglingast við Goðafoss á leiðinni heim...

...með sólina í augunum...


...já kannski loksins komin með myndadellu. Einhverjir örugglega glaðir yfir þessu, það er alltaf verið að skamma mig fyrir að hafa engar myndir og engin albúm en ég er að reyna að bæta þetta. Þessvegna er ég með myndavélina í töskunni öllum stundum núna. Gleymi að vísu oft að nota hana en heij batnandi fólki er best að lifa!! :) Ætla þessvegna að drífa mig að gera albúm á morgun þegar ég kemst í tölvu sem er ekki með allt merkilegt á pólsku eins og td picasaweb osfrv. Frekar pirrandi, tókst samt einhvernveginn að láta Dawid samþyggja að leyfa mér að setja svona takka svo það sé auðvelt að skipta um tungumál á lyklaborðinu og mér tókst það þó allt sé á pólsku. Já er svakalega klár! ;) Ok myndir á morgun en halda áfram að sofa núna...

mánudagur, júní 09, 2008...myndir af fallega og hamingjusama parinu! Finnst ykkur ég ekki hafa valið vel? Hann fer mér bara eitthvað svo vel! ;)
Annars allt gott að frétta, helgin róleg og góð með svefni á föstudagskvöldinu og rúnti með Herdísi og Gullu og 1 bjór á Lárunni á laugardagskvöldið. Ekkert ráðist á mig aldrei þessu vant en ég var móðguð þegar var sagt við mig að ég hefði aldrei unnið handtak! Sunnudagurinn var svo tekinn snemma, amk svona sunnudagslegaséð, eða um hádegi. Skroppið í héraðið, farið í 11 ára afmæli til Patryks og svo í pylsupartý til Fúsa og co. Dawid var bara hent út í djúpu laugina og látin hitta alla fjölskylduna í einu og ég er ekki frá því að hann hafi verið smá stressaður en hann kom heill og sterkari frá þessu, engin bitför einu sinni.
Ekkert sérstakt á döfunni þessa vikuna nema kenna Dawid meira í íslensku og fara í klippingu. Verð alveg hrikaleg sumarpæja svona um hádegisbil á föstudaginn með rosalega flott hár. Fullyrði það bara því ég verð aldrei fyrir vonbrygðum hjá Ásu. Svo er bara að fara að bóka miða til Rvk til að pakka dótinu mínu saman. Er ekki alveg að nenna þessu og finnst mér ekkert vanta þetta drasl en ef ég mundi láta það allt frá mér mundi ég örugglega sakna þess í vetur. Það kostar sitt að fjárfesta í pottum og pönnum og þvottavél og þvíumlíku, þið skiljið er haggi?
Svo átti Gyða frænka í danaveldi stórafmæli um daginn og óska ég henni til hamingju með það. Daman varð þrítug en það sést ekkert á henni, ungleg og falleg eins og frænka hennar á Fjarðarbakkanum. Ég gleymdi ekkert deginum hennara en asnaðist ekki til að hringja, senda sms, commenta eða neitt en í staðinn fékk hún fallegar hugsanir og von um hitting í sumar.

Ahhh ágætt í bili er það ekki...

laugardagur, júní 07, 2008

...allt alveg jafn frábært og venjulega fyrir utan smá pirringskast um daginn sem tók ekki langa stund.Viðerum bara bæði svo þver að það er engu líkt. Dawid er alveg eins og ég, bara með typpi! Keyptum miðana til Grikklands í fyrradag og förum af stað 5.ágúst til Rvk og svo til Köben, verðum þar yfir nótt og svo eldsnemma morguninn 6. förum við til Aþenu!!! :) Ahhhh 3 vikur í sól og sumaryl, að kynnast nýju fólki, hitta fjölskyldur og vini og vera mállaus. Eini maðurinn sem ég get tala við á mínu máli verður Patryk sem er 11 ára! En omg hvað ég er spennt, Aþena og það með manni sem ratar um og talar tungumálið og ég er hrifin af ;) getur varla orðið betra.

Svoo er auðvita Köben með mömmu, Siggu frænku og Jónu Valdísi 25.júlí til 1.ágúst, dríf mig bara heim, ríf upp úr töskunum, þvæ, þurrka og brýt saman og svo fjúffff aftur til útlanda. En nóg um þetta. Er farin að drekka ennþá meira kaffi, við Gúllas erum búnar að vera á þambinu síðan klukkan 13...

laugardagur, maí 31, 2008

...hamingjan heldur áfram að blómstra og allt er yndislegt! :)

Um daginn fór ég í sólbað, hef ekki gert það í mörg ár og í alvörunni náði ég smá lit. Kannski finnst ykkur það ekkert merkilegt en fyrir hina skjannahvítu mig sem hefur ekki verið sólbrún síðan 1995 er þetta nokkuð mikið afrek. En sólin fékk ofbirtu í augun af mér og hefur ekki látið sjá sig síðan. Vona að hún jafni sig því ég verð að venja húðina aðeins við áður en ég fer til Grikklands.

Undanfarnir dagar hafa verið góðir með tíðum Egilstaðaferðum, nýr kjóll prýðir safnið mitt og rauður varalitur hefur það gott í veskinu mínu. Ég sá líka gamla vinkonu í gær sem leit svo vel út að ég bara gapti og ég samgleðst henni svo innilega. Hún hefur veitt mér innblástur í að losna við þessi fáu aukakíló sem "fegra" líkamann minn, þetta er greinilega hægt og kannski ekkert svo erfitt ef maður er bara ákveðinn og duglegur.

Það var partý í gær og við Dawid fórum en vorum gamla stillta fólkið sem fór heim fyrir miðnætti. Notalegt svona stundum þó ég sé mikið partýljón eins og allir sem mig þekkja vita. Enda þýðir ekkert að vera þreyttur í dag þegar sjómannadagshófið er. Matur, skemmtiatriði, spjall, drykkja og dans fram á rauðan morgunn.

Er að hlaða myndavélina svo ég geti losað hana fyrir kvöldið og ef það eru einhverja fínar myndir af fína og flotta kærastanum mínum getur bara vel verið að ég skelli einni inn, þið verðið nú að fá að sjá gripinn er það ekki?

Já lífið er yndislegt, var ég búin að segja ykkur það...

miðvikudagur, maí 21, 2008

...lífið er eitthvað svo yndislegt þessa dagana. Ég er svo hamingjusöm og dagarnir bara fljúga áfram. Ég er eitthvað svo sátt við allt og alla og elska allt, blóm og brum, vini og vandamenn, sólina og skýin. Samt hef ég ekkert verið að gera neitt sérstakt af mér. Held bara að þetta hrikalega þunglyndi og kvíði sem hefur hrjáð mig í alltof mörg ár sé loksins að sleppa takinu aðeins af mér og leyfa mér að vera ég sjálf...og ég er svo glöð! Fyrir ári síðan hefði ég td ekki tekið að mér jafn krefjandi hlutverk eins og að vera með í leikriti og ég verð að viðurkenna að stundum þurfti ég aðeins að strita til að komast af stað á æfingar en vá hvað þetta hefur gefið mér mikið. Svo er það yogað sem ég ætla að vona að haldi áfram næsta haust og mínir yndislegu vinir hérna sem eru alltaf svo hressir og kátir og góðir og glaðværir og jákvæðir og skemmtilegir. Vinir mínir fyrir sunnan eru alls ekkert verri en allt er í svo miklu meiri skorðum fyrir sunnan, allt svo langt og erfitt og ég er bara komin með leið á því. Hlakka samt alveg voðalega til að kíkja suður í júní, ekki gaman að taka saman dótið en ég er sátt við ákvörðunina að vera á Seyðisfirði í vetur, rækta nýja sambandið mitt og heilsuna og þjálfa heilann aðeins með fjarnámi og ef allt gengur eins og í sögu ætla ég meira að segja að byrja að vinna! :) Ég hlakka til að kíkja á smá pöbbarölt, hitta góða vini (vonandi sem flesta), fara á Madonna og bara aðeins að túristast og sjá borgina með augunum hans Dawids sem hefur bara verið í Rvk eina nótt. Svo er það þetta yndislega sumar sem er alveg að verða tilbúið, allt að springa út og hitatölurnar að hækka. Það þýðir bara að það styttist í road-trip um Ísland með vel völdu fólki, ferð til Danmerkur og svo síðast en ekki síst 3ja vikna ferð til Grikklands þar sem ég verð algjörlega mállaus útlendingur því ég tala víst hvorki pólsku né grísku. OMG ég verð að þegja í 3 vikur og vera prúð og kinka kolli og brosa og koma vel fyrir...

miðvikudagur, maí 07, 2008

...margt og mikið gerst síðan síðast. Nokkrir skreppitúrar til Egilsstaða, þrotlausar æfingar fyrir leikritið, Dawid er orðinn stoltur Fjarðarbakkabúi, flutti stuttu eftir síðasta blogg og svo auðvitað frumsýningin. Já frumsýningin var alveg frábær og bara dagurinn allur sem byrjaði á generalprufu klukkan 13 svo það þurfti að mæta klukkan 11 í smink og hárgreiðslu. Svo var generalprufan sem eldriborgurum var boðið á og gekk hún alveg hæfilega brösulega, amk nóg til að allir væru sáttir því það þýðir víst að frumsýningin gangi vel. Eftir þetta skelltum við okkur í sund, pottana og gufu og enduðum sundferðina á að leika okkur með sundbolta, stelpur á móti strákum. Svo var slökunarjóga með Unni Óskars og að því loknu var bara kominn tími á að borða smá og fara aftur í smink. Snorri var mjög sáttur við daginn og sagðist aldrei hafa verið með svona rólegan frumsýningarhóp.

Frumsýning sjálf gekk alveg frábærlega, góð mæting, ekkert klúður sem talandi er um, salurinn frábær og krafturinn með ólíkindum. Eftir sýninguna þegar við fengum að tala við fólkið okkar byrjaði ég að skjálfa og fór næstum því að grenja, smá svona eftir taugakast eða hvað maður á að kalla þetta. Auðvitað var skálað í kampavíni á eftir og svo elduðu Maggi og Lilja lasagna og kjúklingakássu handa okkur öllum, að lokum var sungið og trallað og drukkið og hlegið og svo farið á Láruna þar sem gleðin hélt áfram fram á morgun. Það skemmdi ekkert fyrir gleðinni hvað fólk var duglegt að koma og þakka okkur fyrir og hrósa okkur og handritinu, þetta var bara eilíf sæluvíma. Ég ákvað svo að vera ekkert að fara í eftirpartý þó mig langaði því ég sá ekki fram á að nenna að labba heim og svo mátti ekki gleyma að önnur sýning var strax næsta kvöld. Hún gekk nú bara vonum framar, fólk ekkert mjög sjúskað og salurinn góður þó það væru fáir. Það vill nenfilega oft vera þannig að önnur sýning er léleg og mjög fáir mæta svo við vorum bara nokkuð sátt.

Það var mjög skrítið að fá svo tveggja daga frí, bara hvergi sem maður þurfti að vera allt kvöldið. Hvað átti maður að gera? Horfa á sjónvarpið vera með ástvinum? Eða fá flensu? Jú það síðasta varð fyrir valinu. Ekkert alvarlegt samt, er bara hrikalega tussuleg og hósta heilan helling. Tek bara hósatasaft og panodil fyrir sýninguna í kvöld því ég verð að standa mig alveg extra vel í kvöld því foreldrar mínir koma að berja mig augum. Svo á föstudaginn er lokasýning og þá ætlar Dawid að mæta aftur og taka myndir, gaman að eiga myndir af þessari lífsreynslu. Svo er þessari törn bara lokið en hver veit hvort maður verði með á næsta ári...

fimmtudagur, apríl 10, 2008

...svolítill tími liðinn síðan síðast en ég er samt ekki hætt, ó sei sei nei!

Skellti mér til Akureyra á laugardaginn fyrir páska með Dawid og fjölskyldunni hans. Skrapp í búðir og fékk mér að borða, sendum svo fjölskylduna heim því við áttum bókað herbergi. Byrjuðum á því að leggja okkur og gera okkur svo fín fyrir kvöldmatinn. Ég borðaði himneska nautasteik sem bráðnaði í munninum og drakk alveg hrikalega gott rauðvín með. Svo fórum við í göngutúr og á kaffihús og svo í bíó á 10.000BC. Mjög skemmtileg mynd en fólkinu í kringum okkur hefur örugglega ekkert haft gaman að því þegar ég var að þýða fyrir Dawid þegar fólkið var að tala einhverja fornísku og auðvitað bara íslenskur texti. Svo röltum við aðeins meira um bæinn, ætluðum á kaffihús aftur en nenntum því ekki og fórum heim að sofa. Sváfum eins lengi og við gátum morguninn eftir og fórum svo á Bautann og borðuðum alveg hrikalega góðan mexíkó hamborgara, svo var rúntað um og Akureyri skoðuð áður en var tími til að halda aftur heim. Hefði verið gaman að vera aðra nótt en það er líka gott að fara þegar er gaman svo ferðin verði eftirminnileg.

Þegar heim var komið var hamast við að byrja á páskaeggjum og svo drukkinn smá bjór og farið á Láruna. Gat nú ekki látið heila helgi líða án þess að koma við þar. Það endaði með mega fyllerí hjá öllum og smá misskilningi hjá sumum en allt fór sem betur fer á besta veg að lokum. Sumt fólk tekur bara eðlilegum samskiptum aðeins of alvarlega!!

Eftir páska varð ég svo veik...í 10 daga held ég. Lá bara alveg flöt, bruddi verkjapillur, drakk eplasafa of svaf. Allt sem ég gerði meiddi mig, meira að segja að ganga í joggingbuxum. Þetta voru ekki skemmtilegustu dagar lífs míns og langt síðan ég hef orðið svona hrikalega lasin. Vonanst til að endurtaka það ekki á næstunni. Tóks að smita mömmu ræfilinn og Gullu mína og þær urðu báðar alveg fárveikar í marga, marga daga.

Svo hafa öll virk kvöld og eftir hádegi um helgar farið í leikæfingar, þetta er allt saman að koma hjá okkur og bráðum verðum við stórstjörnur. Ég sýni að sjálfsögðu mikla hæfileika og stjarna mín á eftir að skína skært á fjölum Herðubreiðar. Ég lofa þeim sem mæta að þeir fá að sjá svolítið sem ekki hefur oft sést!!

Hvað er svo planið næstu daga? Jújú það er að baka pizzu með stelpunum og syngja í singstar, veit ekki hvort það er bæði föst og laug eða bara annað kvöldið. Svo er líka á döfinni að vera ekki drukkin á laugardagskvöld svo við Dawid getum gert eitthvað uppbyggilegt á sunnudaginn eins og að fá okkur brunch á hótel héraði eða farið í sund áður en leikæfingin byrjar. Ef við verðum extra snemma í því ætlum við meira að segja að skreppa í sviðsvinnu hjá leikfélaginu líka. Maðurinn segist vera vanur að mála og setja upp svið svo afhverju ekki að nota hann? Svo þurfum við líka að fara í Bónus ef Dawid fær íbúðina sem hann er að fara að skoða í kvöld, *krossa putta* sem er nú einmitt bara hérna í götunni svo ég get bara skoppað yfir á náttfötunum. Það væri nú gaman, vona að allt gangi vel, hann fái íbúðina og geti flutt sem allra fyrst inn því það er það sem hann dreymir um. Kannski ekki gaman að búa í marga mánuði hjá stóru systur og hennar familí.

En jæja þá er komið að mér að fara í bað og borða kvöldmat, alltaf gaman að þessu. Læt ykkur Reykvíkingana svo vita þegar leið mín liggur næst á suð-vestur hornið. Það verður samt kannski ekki fyrr en í júní því það er svo hrikalega mikið að gera hérna í firðinum, leikfélagsæfingar og svo sýningar, sumarbústaður og sjómannadagshelgi svo eitthvað sé nefnt fyrir utan þetta venjulega útstáelsi...

þriðjudagur, mars 18, 2008

...nei það er ekki netlaust í firðinum fagra en alveg nóg að stússast. Hef gert ýmislegt síðan síðasta færsla var skrifuð. Skrapp auðvitað í borgina og stoppaði í viku, fór á djammið með Herdísi þar og auðvitað var það alveg hrikalega skemmtilegt. Fór líka í bíó og út að borða og allt þetta sem maður gerir í borginni, já og versla ég verslaði smá, en bara pínu ég lofa. Fór svo heim degi fyrr en áætlað var því elsku amma mín fékk heilablóðfall. Við tóku nokkrir erfiðir dagar þar sem fjölskyldan varði að mestu leiti við rúmið hennar á sjúkrahúsinu. Sunnudaginn 24. febrúar lést hún svo á rólegan og kvalarlausan hátt. Við tók mikil sorg hjá öllum og erfiður tími þar sem amma var höfuð og herðar í fjölskyldunni. Laugardaginn 1.mars var hún svo jarðsungin og eftir það var smá kaffi fyrir fjölskylduna og nánustu vini. Núna er mesta sorgin horfin en við tók mikill söknuður sem á eftir að vera í hjartanu um lengri tíma.

Ég hef verið dugleg að stunda yoga hérna á Seyðisfirði og svo höfum við pabbi byrjað að fá okkur einstaka morgunagöngur þegar hann er í landi. Ég ákvað líka að vera með í leikfélaginu og fékk hlutverk svo nú taka við þrotlausar æfingar sem taka upp flest völd þar til í byrjun maí. Mjög spennandi ef ég segji sjálf frá, vona bara að það verði mætt vel á sýningarnar. Svo er ég kannski að fara í 1 til 2 daga til Akureyrar um páskana. Bara svona að sýna mig og sjá aðra, skreppa kannski í bíó og keilu og eitthvað svoleiðis ef tíminn leyfir. Og svo þarf ég sennilega að koma til borgarinnar eina helgi í apríl en það fer allt eftir hvernig gengur að æfa leikritið þó ég sé búin að fá leyfi frá leikstjóranum ef ég lofa að fara bara ekki síðustu vikuna fyrir frumsýningu.

Fleira hefur gerst sem hefur breytt lífi mínu á stóran hátt því við Gunnar ákváðum að hætta saman eftir rétt rúmlega 3ja ára samband. Það var gert í mesta vinskap og höfum við oftsinnis rætt saman í símann frá því að þetta gerðist og planað að fara saman í leikhús þegar ég get stoppað aðeins lengur í borginni en 2 daga. Auðvitað er þetta skrítið en ég hef það sterkelega á tilfinningunni að við eigum eftir að vera góðir vinir um aldur og ævi.

Planið eftir páska er svo að byrja í ræktinni, verð nú að fara að vinna í að losna við þessi kíló sem eru eftir og virðast öll sitja á mallakútnum mínum. en fyrst er það eitt stykki páskaegg og með því...

mánudagur, febrúar 11, 2008

...jæja alltaf jafn mikið fjör á Seyðis, amk um helgar á virkum dögum líður lífið áfram á sínum vanjulega hraða en um helgar er allt gefið í og þær líða alltof hratt. Síðustu helgi var mikið gaman hjá okkur stelpunum, spiluðum við kertaljíos og rómantík í rafmagnsleysinu, fengum okkur smá í glas, dönsuðum við norðmenn, pólverja og íslendinga, erum svo fjölþjóðleg hérna í firðinum, og heilmikið spjallað og hlegið. Ég datt tvisvar sinnum á hausinn um helgina, fyrra skiptið var ég búin að staulast alla leiðina heim í fljúgandi hálku en datt kylliflöt í bílastæðinu hérna og vissi af mér næst liggjandi hálf undir bíl!! Seinna skiptið var ég í brjálaðri sveiflu með Sævari heiðargæs, á sokkunum á parketlögðu gólfi að dansa við Johnny Cash. Ákaflega skemmtilegt og fjörugt þangað til hann sveiflaði mér eitthvað útí horn og ég bara í gólfið.

Næstu helgi verður svo daman í borginni. Jájá ekkert orðin svo mikil landsbyggðarbomsa að ég geti ekki skellt mér í borgina. Legg af stað keyrandi með Gunnsa, Lillu og Óla frænda eldsnemma á föstudagsmorgun og ætla að stoppa í svona viku. Ekki ennþá ákveðið hvort ég keyri með þeim austur aftur eða tek svona fljúgivél. Það hljómar reyndar betur því það er ekki svo gaman að sitja í bíl lengi en ég læt flugfelag.is ráða þessu, þe. hvernig verð þeir bjóða mér þegar ég þarf á því að halda.

Sem sagt allt í gúddí hérna bara, við heyrumst...

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

...ég er bara ennþá á Seyðisfirði í öllum snjónum, já það snjóar svoleiðis að maður hverfur aftur í tímann og fer að hugsa um alla góðu veturna sem maður átti sem barn. Ég auðvitað mætti á þorrablótið, hló og skíkti, dansaði og dillaði, drakk og...og...og...drakk! ;) Skemmti mér alveg ferlega vel, fattaði flest öll skemmtiatriðin og hitti fullt af góðu fólki og fékk að taka snúning með pabba og Geira frænda.

Annars líða dagarnir á Seyðisfirði bara áfram í einni rólegri heild, ég er dugleg að heimsækja ættmenni og er byrjuð í yoga og finn mér vonandi eitthvað meira að gera. Svo er ég búin að eignast aðdáanda og það er auðvitað kitlandi skemmtilegt svona í hversdagsleikanum. Láran var svo heimsótt á laugardagskvöldið í skemmtilega veðrinu sem var þá, þar var slatti af góðu fólki og það var voðalega gaman. Ég plöggaði svo partý, labbaði þangað, klæddi mig úr yfirhöfninni, labbaði upp, settist í sófann, stóð strax upp aftur, labbaði niður, klæddi mig í og labbaði heim. Ekki að það hafi verið leiðinlegt þar heldur fannst mér allt í einu bara vera kominn tími á að koma sér heim á leið. Já get einstaka sinnum haft vit fyrir sjálfri mér...

fimmtudagur, janúar 24, 2008

...jæja ekkert verið skrifað síðan um jól, já það er orðið svolítið langt síðan! Er auðvitað komin aftur í borgina og búin að vera í rúma 10 daga. Fyrstu dagarnir voru erfiðir, ég saknaði ættingja og vina fyrir austan og bara tilfinningarinnar sem ég fæ þegar ég er þar. En auðvitað var ég rosalega ánægð með að hitta Gunnarinn minn þó ég væri kannski ekki ein sdugleg að sína það til að byrja með og ég hefði átt að vera. Þannig að lífið hefur verið rólegt síðan ég kom, sofið mikið og kúrt en skrapp aðeins út um helgina. Kle bauð upp á rauðvín og Tia Maria kaffi á föstudagskvöldið og svo labbaði ég í bæinn ig beint heim aftur á laugardagskvöldið. Rosalega dugleg þessa helgi eða þannig en það var bara fínt og gott og gaman. En núna verð ég að koma með tilkynningu!!! Ég = einkabarn = uppáhaldsbarn er að fara á Þorrablótið á Seyðisfirði! :) Fer austur á laugardaginn en veit ekki hvað ég stoppa lengi. Við Gunnar vorum að ræða þetta og ef mér líður betur fyrir austan akkúrat núna þá ætti ég bara að vera þar aðeins, docsanum finnst þetta sniðugt líka en vill fá mig eitthvað suður og ef það verður af þessu þá sækir hún um styrk handa mér til að fljúga suður nokkrum sinnum, amk einu sinni í mánuði. Svo kannski verð ég komin með nóg af Sey eftir 1 mánuð og þá kem ég bara heim aftur í faðminn hans Gunnars en ef ekki ætlum við að hjálpast að við að borga far handa honum í heimsókn til mín. Hvernig lýst liðinu á þetta hjá okkur? Við erum ekkert að rífast eða hætta saman eða neitt þannig, allt gert til að andlega heilsan fari bara upp, upp, upp og hætta að vera í svona miklum bylgjum út og suður. Ég er að minnsta kosti spennt að vera að fara austur en er voðalega leið í hjartanu að vera að skilja Gunnar eftir svona lengi og fá ekkert knús og enga kossa og hafa engan að leiða eða röfla í nema í gegnum símann. En það eru kostir og gallar við allt og ekkert er alveg fullkomið en ég veit að við munum alveg lifa þetta af, sérstakelga ef við fáum að sjást 2 sinnum í mánuði...

miðvikudagur, desember 26, 2007

...þó það séu jól get ég bara ekki sofið út! Þurfti að neyða sjálfa mig til að sofa til 9 í morgun. Þetta er auðvitað ekki hægt og ætti að vera bannað.
Auðvitað var aðfangadagur yndislegur. Bar út kort og pakka, fór í jólagraut, bar út kort með Gyðu, slappaði af, var illt í maganum, sofnaði aðeins, borðai besta jólamatinn, opnaði frábærar gjafir og fékk hele föðurfjölskylduna í heimsókn. Allt eins og það átti að vera fyrir utan magakrampana en það er nú ok fyrst allt hitt var í lagi. Fékk 1 bók í jólagjöf, pasmínusjal, smá glingur, 2x litla care bears, Georg Jensen jólaskraut, tösku, tölvuleik, dvd mynd, bók með myndum af mér og vinum mínum, sokka, inninskó og peninga. Svo á ég 2 pakka í borginni og svo fengum við Gunnar Soda Stream-vél saman frá tengdó. Eins og þið sjáið get ég ekki kvartað yfir þessu, óvenjumargar gjafir og allar voðalega góðar! :) Svo var árlegt jólaboð hjá Lillu og Gunnsa í gær og ég borðaði helling af heitri aspas-rúllu, meina fæ bara svoleiðis einu sinni á ári. Fór svo heim og lagði mig til...11 um kvöldið...ahhhh gott að lúlla. Smá jólarúntur með Gyðu og Klemensi og svo bara að kveðja Gyðuna sem er á leiðinni aftur til Danmerkur að hitta ástina sína einu og fara í skóla. Í dag hefur verið afslöppun en ekkert lúll, skrapp til ömmu og hef svo bara hangsað yfir tölvuspili og sjónvarpi. Er samt hætt að hafa þolinmæði í að glápa mikið á sjónvarpið en hver veit kannski lagast það þegar við fáum loksins útsendingu í kjallarann okkar. En samt, er það eitthvað sem maður vill að lagist? Í kvöld koma svo amma og Óli að borða hjá okkur og svo er bara bjór og gaman í alla nótt. Annar í jólum er löglegur djammdagur, held meira að segja að það standi í nýja dagatalinu mínu frá Glitni...


...þessi fór í dag og verður sárt saknað en næ vonandi að hitta hana þó það verði ekki nema einn dagur næsta sumar......þessi á afmæli í dag og hennar og familíunnar er líka sárt saknað og maður finnur mest fyrir því á svona stundum en í sumar fæ ég kannski að hitta þau öll... :)

föstudagur, desember 21, 2007

...komin í fjörðinn fyrir löngu síðan, já vikan bara þotin hjá og ég alltaf að bralla eitthvað með foreldrunum. Reyni að vakna snemma en legg mig líka oft eftir hádegið, er svo kósí svona á meltunni þið skiljið. Allt skraut komið á sinn stað, var að enda við að skreyta jólatréið og hengja upp bjöllur og svona dótarí sem var eftir. Foreldrarnir komu ekki seríunni á tréið þannig að bjútíblundurinn styttist aðeins svo ég veit ekki hvort ég verð nógu sæt í kvöld. Er sko boðið í samsæti hjá Klemensi með gamla hópnum, svo er annað samsæti hjá Hersdísi og ég kíkji þangað ef sá gállinn er á mér. Annars var síðasta helgi alveg ágæt bara eða meira en það ef satt skal segja. Jólahlaðborð á Skaftfelli með mömmu og pabba á föstudagskvöldinu þar sem maður þurfti að passa sig á að taka lítið af öllu og það var samt of mikið!! Svo heim að spjalla við Guðlaugu og svo á Láruna að hitta Ívar og fleira skemmtilegt fólk sem fylgdi með í "partý" hjá Óla Mundu. Á laugardaginn var svo pizza hjá Örnu "litlu", bjór og spil og spjall og hlátur og gaman, glens og grín. Svo heyri ég auðvitað í Gunnarnum mínum á hvernjum degi, þurfti aðeins að skamma hann um daginn en venjulega er ég voðalega blíð og góð eins og mín er von og vísa þarf bara stundum aðeins að hvessa röddina svo það sé hlustað á mig. Ekki alltaf nóg að tala bara hátt! En Gúa Jóna tilnenfdi mig víst til að segja 7 staðreyndir um mig svo hérna koma þær:

1. Ég græt af gleði og sorg, gamani og alvöru, teiknimyndum, Sci-Fi og hryllingsmyndum. Þetta er stundum svolítið vandamál en ég er að reyna að sætta mig við þetta "vandamál".
2. Er lík ketti að því leiti að ég get sofið 16 tíma á sólarhring.
3. Get sitið allan daginn ein heima án þess að kveikja á útvarpi eða hlusta á tónlist, þögn er svo afslappandi fyrir svona ofvirkan hug eins og ég hef.
4. Er eyrnalokka sjúk, helst nógu mikið glingur. Á mjöööög stóra hrúgu.
5. Er alltaf að heyra að ég tali bæði hátt og mikið svo það er víst staðreynd líka.
6. Ég get farið út eins og ég stend ef ég þarf þess, ómáluð í arababuxum með skítugt hár og svitalykt. Ekki fallegt en satt, fer þó yfir leitt ekki langt, bara að kaupa mér eitthvað að éta.
7. Svara oft ekki í símann í marga daga og allir fara að fá áhyggjur og lesa inn á talhólfið og hringja í Gunnar. Erfitt en stundum þarf maður bara pásu!

Sko 7 staðreyndir um mig svo allir ættu að vera ánægðir! :) Ég prófa að tilnefna einhverja og vona að þetta haldi aðeins áfram, er svo forvitin! Tilnefni Gyðu, Skytturnar 3 (þær ráða sjálfar hvort þær gera þetta allar eða bara ein þeirra) og Klemens. Keep up the good work...

fimmtudagur, desember 13, 2007

...þá eru flest allt komið ofan í tösku...rnar sem ég tek með mér austur. Vátsí mikið af drasli en ég má það því það eru jól og ég ætla að stoppa svo lengi. Ég hef lengi reynt að vanda mig við að taka lítið með mér sem hefur sjaldan tekist alveg en núna ákvað ég bara að sleppa mér alveg og bara tróð öllu sem mig lysti niður. Allar gjafir líka komnar í hús, en þær eru svo margar að ég þarf að senda kassa með póstinum! Var reyndar að versla fyrir mömmu og pabba líka svo það er ekki bara að ég sé að fara yfir um í gjafakaupum. Svo var kvöldkaffi hjá tengdó, hún útbjó að sjálfsögðu mat fyrir að minnsta kosti 15 manns en við vorum bara 6 sko og svo var hún alveg standandi hissa á öllum afgangum!! Brunað í bíó eftir það að sjá Beowulf í þrívídd, rosalega flott og mikil upplifun og ekki laust við að manni brigði nokkrum sinnum, sérstaklega þegar spjóti var skyndilega otað alveg upp í andlitið á manni. Ég hafði persónulega aldrei farið í svona 3-D bíó áður svo ég var voðalega glöð og ánægð og ekki sakaði að sagan var ekkert leiðinleg heldur, varla dauður punktur þar á ferðinni. Svo það er búin að vera alveg þétt pökkuð dagskrá í dag og morgundagurinn verður eitthvað svipaður. Klipping í fyrramálið, svo að kaupa límband og heim að pakka inn 2 stk gjöfum, út aftur og senda gjafirnar, láta laga myndaalbúmið í tölvunni minni og kaupa mér krem og svo bara *vússssss í 1 klst* og ég bara komin á héraðið og svo *brummmmm* í 20-30 mín og ég bara komin heim á ættaróðalið í faðm fjölskyldunnar. Þetta er ekkert leiðinlegt plan sko...

mánudagur, desember 10, 2007

...alltaf er ég að skirfa á nóttunum. Svaf í allan dag því ég fór á djammið með Herdísi og félögum á laugardaginn. Svo þegar ég vaknaði loksins var ég alveg frá í maganum og sat leeeengi á klóinu með dagblað og fór svo aftur að kúra mig. Var meira að segja svo slöpp að ég kveikti ekki á dvd í tölvunni svo þetta hefur verið frekar slæmt. Föstudagskvöldinu var varið í rólegheit, verslað smá í Smáralind, lesið hann/hún og Cosmo og svo bara í rúmið. Ætlaði nú heldur ekkert út á laugardaginn en eftir fegurðarblundinn sem ég tók um kvöldið var ég bara í einhverju stuði til að sýna mig og sjá aðra. Ég skellti líka jóladúkum á sjónvapsbekkinn og stofuborðið, setti upp jólatréð, gerði aðventudstjaka og kveikti á aðventuljósinu svo nú er voða jóló hjá okkur. Keypti líka jólahafra/geitur í Söstrene Grene, 3 stærðir og kostaði samtals um 1000 kallinn. Mjög billegt og skemmtilegt! :) Ég er að minnsta kosti sátt við mitt, langar auðvitað að hafa allt undirlagt í jólakskrauti en íbúðin ber það sem komið er alveg ágætlega. Ahhhh gleymdi skreytti líka kaktusinn með rauðu pakkabandi og litlu gullskrauti sem amma gaf mér, hengdi afganginn út í glugga...