sunnudagur, nóvember 23, 2003

...fór í ræktina í dag eftir 2-3 vikna hlé sem orsakaðist af 1) hræðilegri bakteríusýkingu í húðinni sem varð til þess að ég hafði ekki áhuga á að sýna mig meira úti við en brýnasta nauðsyn krafðist og 2) fékk flensu og var bara að stíga upp úr henni. Madda dró mig semsagt með sér í sprell eins og hún orðaði það svo listilega vel og það var ekkert smá gott að svitna og hnykkla vöðvanna sem voru orðnir alltof vanir því að liggja í sófanum. Reyndar var eini vöðvinn sem fékk einhverja æfingu á meðan á öllu þessu stóð þumalputtavöðvinn sem ég þegar ég skipti um stöð á fjarstýringunni. Ég er samt ekki af þumalputtakynslóðinni, nota vísinfingur við að benda og hringja dyrabjöllum þannig að þetta er allt hið dularfylsta mál!

Foreldrar mínir eru loksins komin úr utanlandsreisunni sinni. Þau hafa aldrei hringt jafn mikið í mig eins og eftir að þau lentu í Edinborg. Annað hvort söknuðu þau mín svona mikið eða þá að þau höfðu hrikalegt samviskubit yfir að hafa valið Bretlandseyjar fram yfir Svíþjóð eða Danmörku. Þá hefði ég getð hoppað upp í lest og truflað þau allan tímann, hmmm það er kannski ástæðan fyrir að þau völdu Skotland!! :S

Jæja verð að fara að leggjast á meltuna, var að borða taco og þar sem ég var mjög listarlaus meðan á flensunni stóð þá er eiginlega hægt að segja að þetta hafi verð fyrsta almennilega máltíðin mín síðan á mánudaginn og mmm mmm mmm hvað hún var góð!!

Engin ummæli: