þriðjudagur, október 30, 2007

...jæja mín bara sest við skirftir eftir langt hlé. Ástæðan hefur ekki verið leti eða að ég hafi ekki haft neitt að segja heldur netleysi. Já búið að vera heldur betur bras á þessu hjá okkur, línan vitlaus tengd hjá köllunum, síminn og rhí sendu okkur fram og til baka og svo voru ráderarnir eitthvað að stríða okkur en núna er þetta alveg að koma, vonandi meira að segja fyrir helgina bara. Ástæðan fyrir að ég get bloggað núna er sú að ég blikkað ofurfallega til pabba, sem brosti til mömmu sem tók upp visa kortið og þess vegna er ég bara á Seyðsifirði og ætla að stoppa í svona viku. Hef reyndar tilkynnt Gunnar að ég komi ekki heim fyrr en það verði búið að vaska upp. Ég hata að vaska upp, hata það meira en að ryksuga, og núna er vaskurinn yfirfullur og hálf pizza þar í þokkabót. Var að reyna að bjarga kotasælunni frá vísum dauðdaga og pizzan datt í vaskinn og hengdi sig á kranann. Mjög smekklegt.

Smá fréttir af íbúðinni, hún er 45 m2, lágt til lofts, ljós og létt með sjálfskúrandi eldhúsgólfi, ekki allir með svoleiðis sko!! Svo er fallegur rauður póstkassi fyrir utan sem kemur aldrei neinn póstur í. Það er reyndar gólfkuldi því allt er flísalagt en inniskórnir sem ég fékk í jólagjöf frá tengdó í fyrra hafa alveg reddað mér. Ef ég læt laga myndaalbúmið í tölvunni minni get ég kannski tæmt myndavélina og þá tekið myndir og sett inn en ég lofa engu því hjá mér tekur allt sinn tíma....og hvaða tími er núna? Jólagjafatími!!! Ég er alltaf að pæla og spegúlera í jólagjöfum, búin að ákveða sumar og kaupa þrjár. Er reyndar ekki farin að hlusta á jóllög eins og frænka mín á Landamótum, reyni að sleppa því þangað til í desember svona til að æra ekki aðra en ég er voðalega hrifin af jóladótinu sem er komið í búðirnar og jólaljósin, það er farið að hengja upp jólaljós!! :)

En held að ég sé komin með ritræpu, svo ég segji þetta bara gott. Vona að fólk hafi ekki alveg gefist upp á að kíkja hingað inn, þangað til næst...