fimmtudagur, desember 19, 2002

...blogglöggan hefur greinilega mikið að gera á Íslandi því engar viðvaranir hafa verið sendar út - hehehe!! Jæja þá er maður bara að fara í jólafrí, eftir 3 klst leggjum við af stað til Jönköping og þaðan er ferðinni svo heitið með rútu til Gislaved! Ég er farin að hlakka svo mikið til að hitta uppáhaldsfjölskylduna mína í allri Svíþjóð - hehehe - þekki svo sem enga aðra fjölskyldu hérna!! Hef ekki fengið aðra jólaheimþrá sem betur fer! Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það að ég grét jólaþránna úr mér og það tók nú ekki nema svona 3 klukkustundir, reyndar grét ég ekki samfleygt í 3 klukkustundir en tja örugglega næstum því!! Það er verst að það er eitt lag sem framkallar alltaf nokkur tár í augnkrókunum á mér og það er lagið "Þú og ég og jól" með Svölu Björgvins. Ég man nú vel hvernær ég heyrði þetta lag fyrst og það var í 10. bekk og við vorum að fíflast eitthvað í jólaföndri!! Það renna alltaf svona 3 tár niður kinnarnar á mér þegar ég heyri þetta lag, sérstaklega þegar hún syngur "þú og ég og jól ein í al fyrsta sinn, orðin svona stór en í hjarta mér finn, að lítil stúlka er sem langar heim til sín, en hér erum við og jólin okkar". Sko það komu pínu tár núna og svona nefkitlanditilfinning núna!!! :'( Eins gott að ég á þetta lag ekki til á disk eða kassettu og býst ekki við að Gúa Jóna og Tóti eigi það til þó að þau gætu komið mér á óvart með því!! Jæja þá er klukkan orðin 11 og ég á eftir að fínpússa baðherbergið!! Glætan, en ég á eftir að leggja lokahönd á það sem eftir á að gera fyrir brottför klukkan 14!! Engar áhyggjur mamma ég gerði tékklista því ég ætla ekki að gleyma neinu, jú kanski bara sumu!! ;)

þriðjudagur, desember 17, 2002

...hmmm, ætli ég hafi smitast af Jónu Benný??? Ég er amk. byrjuð að stela af öðrum síðum - hehehehe!!!! Vona að enginn verði sár eða svektur finnst þetta bara svo satt nema númer 3, ég hef heyrt nokkra karlmenn segja þetta! Þegar ég pæli í því vona ég að þeir hafi ekki bara sagt þetta til þess að særa mig ekki!!! :S



10 Setningar sem þú munt aldrei heyra karlmann segja:

1. Ég ætla að fá mér kók. Get ég fært þér eitthvað í leiðinni?
2. Ég hafði rangt fyrir mér. Þú hafðir á réttu að standa og ég biðst afsökunar á að hafa rifist við þig.
3. Brjóstin á henni eru aaaaalt of stór!
4. Stundum langar mig bara að láta halda utan um mig.
5. Jú, elskan mín...ég ELSKA að nota smokk.
6. Það er langt síðan við höfum farið í Kringluna. Komum endilega að versla og ég skal geyma töskuna þína meðan þú mátar.
7. Ég er hættur að fara á völlinn með strákunum. Kúrum frekar saman og horfum á Pretty Woman.
8. Ég held að við höfum villst. Stoppum við næstu bensínstöð og spyrjum til vegar.
9. Það er ekki ofsögum sagt að karlmenn séu lélegir ökumenn. Þetta fífl þarna gaf ekki stefnuljós!
10. Ég er fárveikur, en ég get alveg séð um mig sjálfur.

mánudagur, desember 16, 2002

...þá er maður loksins kominn heim eftir ræktina og matarboð hjá Ara. Ég fór í Body Pump í annað skiptið á æfinni og vá-í hvað ég tók mikið á, hreint og beint skalf af áreynslu!! En það er allt í lagi því allir hinir gerðu það líka!! ;) Um leið og við gengum inn um dyrnar hringdi síminn, það var Ari og hann bauð okkur í mat. Alveg hreint út sagt frábærar kjötbollur með æðislega góðri sósu og pasta og svo var einnig boðið upp á eggjaköku ala Ari... ...mmm mmm mmm þetta var SVO góður matur og gaman að fá 3ja rétta máltíð svona til tilbreytingar!! :) Hmmm, annað að frétta?? Fórum í bæinn í dag og kláruð næstum jólagjafirnar, fundum eitthvað drasl handa Ara og ég veit að Gummi er búinn að kaupa hluta af jólagjöfinni minni!!! :) Ef einhver veit hvað það er þá vinsamlegast sendið mér e-mail!! ;) Ég er búin að finna nokkra hluti sem koma til greina handa Gumma og þarf núna bara að ákveða mig og svei mér þá ef það er ekki bara erfiðara en að leita af einhverju!! :( Á samt eftir að kíkja í eina búð til að leyta eftir gjöf og ætla að gera það á morgun. Verð líka að reyna að ákveða mig á morgun því það er ekki mikill tími til stefnu, við förum til Gislaved á fimmtudaginn!! Ég hlakka svo til því ég hef ekki séð þau Gúu Jónu og Co. síðan í október og það er alltof langur tími miðað við hvað það er stutt á milli!!!

Jæja er farin að leika mér í snilldar leiknum Dynomite, ble ble!!

sunnudagur, desember 15, 2002

...það er eitthvað með helgarnar, þá er maður ekkert að hanga á netinu!! Þá hangir maður frekar fyrir framan TíVí-ið eða í partýum eða jafnvel á skemmtistöðum bæjarins! :) Þessi helgi fór samt í að spila Gettu betur spilið og að horfa á video!! :) Á föstudagskvöldið komu Ari (eins og venjulega), Hanna og Óli og við spiluðum fram á rauða nótt, verðum að æfa okkur í jólafríinu svo við eigum smá, oggu, ponku lítinn séns á að vinna Jónu!! Við vonum líka að hún drekki svo mikið yfir jólin og áramótin að eitthvað af "Gettu betur heilafrumunum" lamist algjörlega!!! Hehehehe Í gær var svo bara farið í Maxi og keypt 1/2 kíló af Estrella (Maruud) flögum með salti og svo horfðum við Gummi og Ari (hmmm, er hann alltaf hérna?!?!?!) á Lethal Weapon myndirnar. Ari fór reyndar eftir mynd númer 2 og Gummi sofnaði yfir númer 4 en hún litla ég lét sko ekki svefninn buga sig og kláraði maraþonið með stæl og vill fá gullmedalíu fyrir (strákar þið reddið þessu!!!).

Fleiri fréttir úr konungsríkinu: aðventuljósið okkar er komið í lag!!! :) Fyrir þá sem ekki vissu keyptum við aðventuljós um síðustu helgi. Vorum búin að eiga það í kanski 1 dag þegar ég var að fara fram í þvottahús og það kom svo mikill trekkur þegar ég opnaði hurðina fram að gardínan sveiflaðist til og aðventuljósið fór bara BÚMM í gólfið!!! Nokkru síðar sprungu að sjálfsögðu allar perurnar í því eftir höggið!! Ég var rosalega dugleg og keypti nýjar perur og skellti þeim í, herti og herti, kveikti og slökkti nokkrum sinnu en ekkert gerðist!! Hmmm, hvað var þá til ráða? Sirrý tæknikona hafði ekki hugmynd!!! Ok, ljósið er ónýtt eftir fallið - helv****, djö******* drasl!!! %$&$/##$/%$#/ En viti menn á fimmtudagskvöldið var ég að blaðra í símann (man ekki hvert því ég talaði við svo marga þetta kvöld!) og Gummi sat í mesta sakleysi sínu í tölvunni þegar... ....það kveiknaði skyndilega á aðventuljósinu marg um talaða og þvílík gleði sem ríkti í herberginu í ca. 2 mínútur en þá slökknaði aftur á því!! :( En Gummi tæknivæddi reddaði þessu með einhverri töfralausn og VÖLA nú erum við eins og fólk með fólki og höfum logandi á aðventuljósinu okkar út í glugganum á kontórnum/hobbýherberginu/kjallaranum (undir skrifborðinu)!!! ;) Jæja þá vitiði allt um það, verði ykkur að því og veriði sæl!! :)

fimmtudagur, desember 12, 2002

...Ég bara trúi þessu ekki! Bara átti engan vegin von á þessum heiðri *sniff sniff*!! Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að styðja mig í blogginu og fyrir að vera mínir mestu og bestu stuðningsmenn!! Takk mamma, takk pabbi *veif veif og sniff*. Auðvitað þakka ég Gumma líka fyrir því hann er mín stoð og stytta í gegnum bloggið og lífið og án hans væri þess síða ekki með gestabók eða teljara!!! TAKK Gummi, ég elska þig!!! *kyss og blása kossinum*!!!!!

Ég var að skoða gestabókina mína og verð bara að segja að ég er býsna ánægð með síðustu tvö innlegg þar, ÉG ER BESTI BLOGGARINN, amk. sá sem skrifar mest, ehemm í mínum augum er það það sama!! hehehe Ég á nú einmitt við það vandamál og ekki vandamál að stríða að tala mikið og það er ekki nóg með það heldur skrifa ég alltaf mikið líka!!! :S Ætla að skrifa örstutt e-mail sem verður meter að lengd og ritgerð sem á aðeins að vera 2000 orð - púff - erfitt fyrir þá sem hafa mikið að segja um allt og ekkert!!! :) Er nú bara strax farin að hlakka til að fá verðlaunin frá Jónu og ég legg hér með til að Ari gefi mér IcelandAir tetris-tölvuspilið í verðlaun þegar hann kemur aftur (mig langar svo bobbossslega mikið í svoleiðis!)!!! ;) Samt veit ég að það verður ekki mikið bloggað um jólin því ég kann ekki við að hanga tímunum saman á netinu hjá skildfólki mínu sem þarf að borga aðeins meira fyrir þessa þjónustu en 100 sek á önn!! :)
Góð ráð í jólamánuðinum !

* Ef þú borðar eitthvað og enginn sér það, eru það engar
hitaeiningar.

* Ef þú drekkur "diet" gos með súkkulaði, núllast kaloríurnar burt.

* Ef þú ert að borða með öðrum, teljast eingöngu þær hitaeiningar
sem þú borðar umfram hina.

* Matur sem er góður fyrir heilsuna telst ekki með s.s. ristað
brauð með kakó, brandý, rauðvín og ostakökur (allt þetta er notað til
lækninga (á lystarleysi)).

* Ef þú borðar kökur eða kex, skaltu brjóta eða skera þær, þá leka
hitaeiningarnar út.

* Það sem þú sleikir af eldhúsáhöldum og óhreinum diskum telst ekki
með.

* Hitaeiningar eru í lit matarins, borðaðu grænt. Það er ekki þér
að kenna að marsipan er oft litað grænt og ath. brúnt er blandaður
litur, ekki náttúrulitur svo allt brúnt telst ekki með s.s. súkkulaði, nema
það sé hvítt.

* Það sem þú borðar í bíó telst hluti af skemmtanapakkanum og telst
því ekki með s.s. popp og kók ( í anda tilgangshyggjunnar).

* Ef þú umgengst feitt fólk virðist þú vera grannur, spurning hvort
þú sért ekki í röngum félagsskap ef þú ert "feitur".

* Ef þú fylgir þessum reglum hættir þú að vera leiðinlegur (vegna
þess að þú ert alltaf svangur) og eignast fullt af vinum.

* Sendu þetta bréf til allra þeirra sem eru fúlir og leiðinlegir af
endalausum megrunarkúrum.

* Ef þú slítur keðjuna vaknar þú sem spikhrúga á morgun og verður
lagður/lögð inn á Reykjalund.






miðvikudagur, desember 11, 2002

...pirr pirrr pirrrrrrr hvað það er kalt inni hjá okkur núna, ég er að krókna úr kulda!!! Hérna sit ég alein heim í ullarsokkum, ullarpeysu og með grifflur á höndunum og ég er bara ekkert að grínast með þetta mál!!! Hmmm, hvað ætli sé kalt hérna inni? Bíðið ætla að hlaupa og kíkja á kuldamælinn... ...þetta er nú eitthvað bilaður kuldamælir, hann sýnir tæpar 22°c og það bara stemmir ekki!!! Ég kom reyndar með þá kenningu um daginn að þetta væru sér hannaðir mælar fyrir Skövdebostäder, þeir fara örugglega aldrei niðurfyrir 21°c þó að kuldinn í herberginu sé 10°c!! Það er ekkert skrýtið að okkur íslendingunum sé kalt þegar svíarnir sjálfir eru að frjósa og samt eru þeir vanir þessari van-kyndingu á húsum og herbergjum!!! Ahhh, gott að pikka til að halda lífsmarki í puttunum þó þeir séu engu að síður ískaldir!! Ég vil hér með þakka TopShop fyrir að hafa haft til sölu svona flottar röndóttar grifflur hérna í denn. Þær kostuðu svo svakalega lítið að ég bara varð að kaupa þær þó ég vissi að ég ætti aldrei eftir að nota þær! En sjá, ég hafði rangt fyrir mér sem gerist ekki oft - hehehehe - og þær koma að mjög góðum notum núna, amk. í dag!!! :)

Jæja, vinkona mín bað mig um að setja heimilsfangið okkar hérna inn svo allir gætu sent okkur jólakort og svoleiðis án þess að þurfa að fara einhverjar fjallabaksleiðir til þess að komast nálægt því, hmmm mamma ertu svona hræðileg?!?!?!?! ;) En hérna koma herlegheitin:

Norra Trängallén 2
541 46 Skövde
Sverige

Já og ef einhverja langar til að hringja heim til okkar í fína fína heimasímann okkar þá er númerið: 00-46-500- 411 345 !!! Verðum reyndar ekki heima við frá ca. 20 des til 7.jan. Ví ví ví jólafrí og vonandi verður heitt í Gislaved, amk. í Granatgatan!! :) Mamma þegar þú sérð hvað okkur er kalt inni hjá okkur og veist að það er ekki hægt að hækka meira á ofnunum kemsu þá ekki í alveg rosalegt prjónastuð?!?!?! Ullarsokkar og svona væru vel þegnir hjá okkur báðum!!! ;) Tíhí hí hí

þriðjudagur, desember 10, 2002

...ég er glöð og ég er kát, því allir jólapakkarnir eru farnir til Íslands!!! Tja, nema þeir sem eiga ekki að fara þangað hehehe!! ;) Þetta var mikil vinna og mikið vesen og bras þannig að það er eins gott fyrir alla sem eiga von á gjöfum frá okkur að verða afspyrnu ánægðir með það sem þeir fá - annars er aldrei að vira hverju ég tek upp á!!! Annars ekkert merkilegt að frétta síðan í dag, vildi bara koma því á framfæri að pakkarnir eru farnir og sjúkkurinn!!! Mamma og pabbi og tengdó, þið eigið von á því að þurfa að afhenda örfá (ég lofa) jólakort fyrir okkur. Veit ekki hvernig þetta er hjá foreldrum Gumma en mínir foreldrar og reyndar margir ættingjar okkar víðsvegar af landinu og jafnvel frá úttttlöndunum skulda mér alveg hellings jólakortaútburð þannig að passið ykkur bara - hehehehehehe núna læðast stórir bunkar af jólakortum inn um lúgurnar hjá ykkur og múhahaha ekkert að gera í því nema fara í stígvéli og labba af stað í jóla(korta)skapi - hóhóhó!!! :)
...þá er jólaskapið komið aftur og byðst ég hér með velvirðingar á þeim óþægindum sem ég gæti hafa valdið ykkur, kæru og dyggu lesendur þessa bloggs, með mínu anti-jólaskapi í gær!! :) Reyndar varði jólaneikvæðnin í innan við 2 klukkustundir, fór nefnilega í ræktina og eins og þið vitið er það allra meina bót, amk. andlega, veit ekki hvort það virkar td. við fótbroti!! ;) Hafði nú hugsað mér að hoppa frekar upp í eldhússkáp, loka á eftir mér og kúra mig í efstu hillunni við hliðina á Nóa konfektinu sem við fengum sent í gær!! ;) En mamma þú getur verið stolt af mér því ég hef ekki snert nammið frá þér, en borðaði eitt Prins Póló frá Lindu og Co. í for-hádegisverð í gær og svo Cheerios í aðal-hádegisverð!! Aldeilis flottheit hérna í Sverige bara margréttaður hádegismatur, þið ættuð að vita um öll flottheitin í kvöldmatnum!!! ;) Samt gott að afsaka Prins Póló átið með sígildri línu Seyðfirskra kvenkyns jafnaldra minna "Prins Póló er ekki nammi, það er kex!! Sko, samt finnst mér, prívat og persónulega, eitthvað bogið við það því þegar mér langaði í kex og var stödd í bæ óttans, Seyðisfirði, þá lallaði ég inn í búr til mömmu og náði mér í Sparkaupfélagskex og það var ævinlega í pakka með nokkrum litlum kökum í en ekki í formi súkkulaðistykkis á stærð við Prins Póló XXL eða eitthvað þeim mun stærra!!! Þetta er sem sagt bara fúl afsökun fyrir að svindla í nammibindindinu sem var verið að hanga í til að laga línur sem þurfti ekkert að laga - og hana nú!!! En bíðiði við, var ég ekki eitthvað að tala um jólafúlheit? Svo sem ekkert meirra um þau að segja nema ef þið eruð jólageðfýlupúkar eins og ég var í gær þá drífið ykkur út úr húsi og fáið útrás við að gera eitthvað annað en að þrífa, pakka inn eða skrifa á jólakort það alveg svínvirkaði á mig og ég get bara sagt ykkur það að eftir að ég byrjaði að nota undravöruna bla bla bla bla tuð tuð tuð, sjónvarpsmarkaðsraus!!!! Mig langar heldur ekki að fá jólakort frá þeirri manneskju sem notar jólakortaskrifin til þess að fá útrás, gæti orðið eitthvað skrautlegt - hehehehe!!!

Oj, það er vond svitafýla af mér eftir þessa svaðalegu morgunbrennslu á fastandi maga og þess vegna er ég farin að sturta mig og skrúbba, nennti ekki að fara í sturtu í Feel Good því ég er á túr *grenj og skæl*!! Samt ein loka hugleiðing, afhverju sleppa Svíar því almennt að fara í sturtu í ræktinni? Það er nefnilega algengt að sjá fólk koma kófsveitt inn í búningsklefann, fara úr svitastorknu íþróttafötunum og aftur í hversdagsfötin og mér finnst það ógeðslegt!!! Allt í fína að fólk kjósi að baða sig heima frekar en í almenningssturtum en þetta með að fara í fötin aftur *ullapæ og pjakk*!!! Afhverju ekki að fara bara heim í íþróttabuxunum og peysunni?!?!?!?! Þetta er fyrir ofann minn skilning, samt er ég mjög skilningsrík manneskja (finnst mér sjálfri allavegana!!).

Hætt að tuða og farin að baða mig og éta en samt ekki á sama tíma - heyrumst, sjáumst og skjáumst!! :)

mánudagur, desember 09, 2002

...jólaskapið hvarf og kemur vonandi ekki aftur!! Það er miklu betra að vera fúll en brosandi eins og asni yfir örfáum hátíðisdögum sem aldrei þessu vant lenda á virkum dögum!! Svo er meining jólanna hvort sem er töpuð hjá lang flestum og ég tapaði trúnni áðan (mamma ekki meint til þín!). Þoli ekki allt þetta bras og vesen - ég er hætt, farin, nenni ekki að taka þátt í þessum asnalegu jólum lengur!!! :(
...varð bara ekkert þunn og verð að monta mig á því!!! ;) Það var geggjað gaman í gær, maturinn var æðislegur og ég borðaði 2 pönnsur með öllu gúmmelaðinu inní sem var á boðstólnum nema gúrku - ojbara og ullapæ segji ég um gúrkur, kúg og æl!! Þegar ég kom, hálf tíma of seint var allt tilbúið eða svona nánast, Jóna og Lovísa buðu upp á fordrykk sem var þrælgóður og svo var byrjað að raða inn í andlitið á sér og drekka og drekka og drekka áfengi. Ég var, tja í sannleika sagt, bara haugadrukkin!!! En skemmti mér mjög vel án þess að lenda í einhverju voðalegu veseni. Reyndar sátum við Gummi niðri á Kåren og vorum að spjalla, það sat par hinu megin við borðið og gellan var eitthvað svo pirruð að hún hennti disk frá sér sem lenti fyrst á borðinu og svo á mjöðminni á mér og brotnaði einhverstaðar á leiðinni og ÁI það var bara helvíti vont og ég varð frekar pirruð en förum ekkert nánar út í það!! ;)

Ég vaknaði snemma í dag en ákvað að ég væri ekki orðin nægilega edrú til að fara á fætur næstu amk 6 klukkutímana. Finnst nefnilega frekar leiðinlegt að vera þunn og besta lækningin við þeim óskunda er að drekka mikið vatn og fá sér eitthvað aðeins að borða áður en lagst er til hvílu eftir svona hrikalega drykkju!! Fyrir suma er líka nauðsynlegt að sleppa því að sulla í gininu ásamt því að fara eftir því sem áður var sagt!! :) Svona klukkan hálf 16 í dag hringdi Jóna "hrikalega þunna" og spurði hvort okkur langaði ekki að kaupa þynkupizzu og halda þynkupartý! Sirrý "óþunnu en svolítið þreyttu" og Gumma "veika af þynku" leist bara ágætlega á þá hugmynd og við Jóna og Ari "óþunni og tandurhreini" skelltum okkur til Alexanders og fjárfestum í pizzum og lölluðum svo yfir til Apu og keyptum gos og gos og meira gos og pínu krítar!! ;) Svo var étið eins og svín og talað mikið og á endanum fleygðum við okkur upp í rúm og horfðum á Fasta liði eins og venjulega. Sum okkar sofnuðu aðeins yfir því og ekkert nema gott um það að segja!! Fékk svona nettan menntaskólafýling og varð bara 16 ára aftur - tíhí!! Við kíktum líka á Miss Congeniality (Miss Secret Agent eins og ég sá að hún er kölluð hér í Sverige!) og Men in Black II en þá vorum við Jóna búnar að senda gæjana út í Q8 að kaupa snakk!! :) Þetta var sem sagt þrælfínn dagur þrátt fyrir að sumir væru veikari og "óglaðari" en aðrir!!! ;)

laugardagur, desember 07, 2002

...mmm er að fara að borða fahitas með Jónu, Lovísu og Hönnu í kvöld. Pínu stelpukvöld til að byrja með og svo held ég að strákar séu velkomnir seinna, eftir að við erum búnar að troða okkur út af góðum mat og drekka helling af áfengum veigum!! :) Var einmitt að koma heim, við stelpurnar vorum í Willy's (Bónus Svía) að kaupa í matinn og svo lá leiðin beinustu leið í System Bolaget (ÁTVR) þar sem ég keypti alveg helling af ódýrum bjór og cider, svo mikið að ég þurfti hjálp við að bera þetta heim!! Ætla að taka það fram hér og nú að litli drykkjuboltinn ætlar ekki að drekka þetta allt saman ein (2 kippur og 4 stórir ciderar) heldur keypti ég líka fyrir Gummaling.

Í gær var pínu jólastemning hérna hjá okkur Gumma, kveikt á fyrsta aðventukertinu (soldið seint, en betra er seint en aldrei!) og öllum hinum 18 hundruð og förtíu kertunum sem ég er búin að troða út um allt herbergi!! :) Svo buðum við Lovísu, Jónu og Ara að koma að spila, fínt að bjóða fólki að koma að spila þegar maður á engin spil nema þessi venjulegu 52 og svo Yatzi. En stelpurnar redda þessu alltaf, komu með Gettu betur spilið og Trivial. Hér með tilkynni ég það að ég væri ekkert ósátt við það ef einhverjir á fróni myndu gefa okkur spil!! ;) heheheh Eigum sko Trivial og ég pakkaði því niður í kassa og merkti hann með "Svíþjóð" (man það mjög vel) en samt kom spilið ekki með og finnst mér þetta mál hið grunsamlegasta því ég man ekki eftir neinu öðru sem við gleymdum!!! Jæja best að fara að sjæna sig fyrir kvöldið, ætlum nefnilega að vera rosalegar pæjur (eins og við séum það ekki alltaf!!!!).

Ps. Við Gummi auglýsum hér með eftir Scrabble spilinu!!! Við elskum það og ætluðum að kaupa okkur það í sumar en þá er það bara ekki til á Íslensku lengur, seldist upp fyrir einhverjum árum og ekki verið gerð fleiri þó það sé alltaf verið að spurja eftir þeim (þessar upplýsingar fékk ég hjá Magna í spilabúðinni á Laugarveginum)!!! Sá þau samt á þýsku, frönsku, ensku, arabísku og fleirum málum - hvert er Ísland eiginlega að fara í þessum efnum?!?!?!?! Sem sagt ef einhver á notað spil og vill selja eða gefa okkur það, þá endilega hafiði samband!!!!!! :)

föstudagur, desember 06, 2002

...jæja þá er maður að fara að koma sér í bólið, en pínu ponku blogg fyrst!! :) Ég skreytti allt hjá okkur í dag! Með allt á ég sem sagt við þessa rosalegu höll sem við búum í - heheheh. Það eru komnir dúkar á borð, órói, englar, stjörnur, sveinar og jólasokkur og litla jólatréið, ég skreytti meira að segja á baðherberginu! :) Gaman að hafa eitthvað fallegt að horfa á þegar maginn er að stríða manni!!! ;) Já það er ekki laust við að við skötuhjúin séum komin í jólaskap, piparkökulykt í herberginu og allt voða kósí. Var samt ekki að baka heldur keyptum við stóran dunk af kökum á innan við 10 sek., erum ekkert að sleppa okkur þó það séu að koma jól (uss er að reyna að hughreysta sjálfa mig í jólablankheitunum!). Jæja er farin að sofa yfir vitleysingakassanum, Simpsons rúllar í tækinu. Eruði ekki hissa á að við séum að horfa á Simpsons? Erum nefnilelga ekki vön því en ákváðum að breyta aðeins til!!! ;) Nætí næt :*

fimmtudagur, desember 05, 2002

...*sniff sniff* var að horfa á Jay Leno og þar voru hjón sem eru búin að vera gift í 79 ár!! Vá hvað það er langur tími og þau virkuðu svo ánægð með hvort annað og sungu lagið Daisy, því hún heitir það og ég bara fékk tár í augun og átti erfitt með mál!! Eins og þeir sem þekkja mig vel er ekki óalgengt að þetta gerist hjá mér, var til dæmis að lesa svo fallega jólasögu sem mamma sendi mér um daginn og ég ætlaði bara ekki að geta klárað hana vegna tára og grátstafa!! Held samt að desember mánuður geri þetta verra hjá mér, var að skoða jólasíður í nótt og bara allt snertir þessa ofur viðkvæmu strengi í hjartanu á mér!! Fór að hugsa um Seyðisfjörðinn minn og hversu fallega og mikið skreytur hann er alltaf um jólin og um jólalandið í stofunni heima og bara allt jóla. Ég er ekkert smá fegin að vera ekki alveg fjölskyldulaus svona fyrstu jólin í fjarlægu landi, gott að geta verið hjá Gúu og Tóta og börnunum þeirra og eiga alvöru jól í staðin fyrir að húka ein í litla herberginu okkar og elda jólasteikina í almenningseldhúsinu!!! Sé mig í anda frammi að elda og geðveikt pirruð yfir að ekkert sé til og Gummi að reyna að gera gott úr öllu!! :) Verð að hætta að skrifa núna áður en ég fer að hágráta *bú hú hú*!!!

miðvikudagur, desember 04, 2002

...ég gerði eina mjög svo skemmtilega og tja barasta dónalega stafsetningarvillu í blogginu mínu í nótt!! " Það tekur greinilega mikið á hausinn og aðra líkamshluta að SOGA alltof lengi, passa sig á því í framtíðinni!!". Já þetta má misskilja all svaðalega á þann hátt að Gummi vilji láta sjúga sig svo mikið að ég sé barasta bara langveik eftir hann!! ;) Je, hí viss!! Soga ég er bara alveg gáttuð á sjálfri mér og í framtíðinn sendi ég bloggið mitt til prófarkarlesarans og blogglöggunnar Jónu!! :)

Mmmm, brauð með messmör (mysingi) í túpu er alger snilld *slurp* verð örugglega háð þessu í svona 4 mánuði og vill svo ekki sjá messmör í túpu í 3 ár en mér er alveg sama, ætla að njóta þess á meðan ég er ekki með ógeð og þegar ógeðið er komið fæ ég bara æði fyrir einhverju öðru, hver veit nema það verði makríll eða síld með tómötum? Þetta er bara orðið svo spennandi að ég get bara varla beðið eftir að fá ógeð!! :) Áður en við komum hingað þann 30. júlí í ár gat ég varla beðið eftir því að fá smurost með graslauk og e-m öðrum laukum og nammi namm hann var alveg jafn góður og mig minnti ef ekki bara betri!! Í Finnlandi notuðum við hann nánast í staðinn fyrir smjör,*slurp* kalt ristaðbrauð með þessum 3ja lauka osti, venjulegum osti og pippurikinku (piparskinku), mmmmm ég er komin með vatn í munninn!!!! Fékk samt ekki æði fyrir honum heldur fyrir Philadelphia létt rjómaosti, hann er svo freash (það segja þeir amk í auglýsingunni og á maður ekki að trúa þeim 110%?), tack du er en ängel!! ;) Jæja nóg um mat er komin með löngun í að borða meira þó ég sé södd, ekki nógu gott, skamm skamm skamm!!! :(

Sog sog sog sog sog sog sog sog sog sog sog sog, sos sos sos sos sos langvarandi veikindi heheheheheh, nei Gummi er ekki heima!!! ;)
...vá, hvað ég er búin að vera löt að skrifa!!! En ég hef samt pínu afsökun, ég var búin að blogga langt og skemmtilegt blogg hérna í gær og ætlaði svo eitthvað að bæta inn í og laga en þá strokuðu alltaf nýju stafirnir yfir þá gömlu!! :( Ég varð nett pirruð og bara slúttaði þessu, sverti allt og búmm strokaði það út!!! En Sirrý tölvupæja er búin að læra hvað á að gera þegar svona vandamál kemur upp næst, ýta á insert!! :) Ég hef oft lent í svona áður en aldrei vitað hvað ættai að gera og alltaf gleymt að spurja!! Sem sagt núna er ég fróðari kona en ég var í gær og jesús hvað ég verð orðin tölvufróð eftir viku - heheheh. Annars bara allt í gúddí í villunni okkar í Svíþjóð (ok ég veit að 21,5 m2 er ekki villa en maður má láta sig dreyma), Gummi búin að þrífa og allt bara blettlaust og fínt eða amk ssvona næstum, það er hárlitsklessa á gólfinu hjá dyrunum fram á gang því ég steig í hárlitinn minn hérna um daginn!! :( Annars var bara fínt um helgina hjá okkur, fórum út að borða með Íslendingunum á föstudaginn og svo í bíó og mamma, það er sorglegt að þurfa að tilkynna þér að þetta er leiðinlegasta og lélegasta Bond-myndin til þessa!! :( Mér er bara alveg sama hvað Hildur Loftsdóttir hjá Mogganum segir þetta var ekki flott byrjunaratriði og hana nú (Gummi er farinn að sofa - tíhí). Á laugardaginn var gríðarlegur óhollustudagur, nammi og snakk og gos og alles *slurp* *slurp* og svo sofnaði ég tiltölulega snemma (milli 1 og 2) en vaknaði ekki fyrr en að verða hálf 19 á sunnudagskvöld!!! Eins og glöggir reiknishausar geta séð eru þetta um 17 tímarog það er alltof mikið! Ég var alveg rugluð í hausnum þegar ég vaknaði, svimaði geðveikt og var bara öll eitthvað skrítnari en venjulega!! ;) Ég er án gríns ennþá að jafna mig, það tekur greinilega mikið á hausinn og aðra líkamshluta að soga ALLTOF lengi, passa sig á því í framtíðinni!! Skil samt ekki hvernig ég fór að þessu því ég vaknaði í hádeginu alveg rosalega hress og kát en nennti bara ekki á fætur alveg strax þannig að ég ákvað að kúra mig, ekki sofa, aðeins lengur!!!!!! Ég er meistari í svefni og ég er viss um að þegar allir svefntímarnir mínir verða teknir saman kemur í ljós að ég sef 2/3 hluta ævinnar eins og kettirnir en ekki 1/3 eins og venjulegt fólk (eða 1/4 eins og Gummi!!). Jæja þá er ég hætt að pína ykkur með þessu leiðinlega bloggi mínu, vonandi eru einhverjir ennþá að lesa, hafi ekki gefist upp eftir 5 línur af kjaftæði! En er það ekki það sem blogg gengur út á, kjaftæði?!?!?! Æ, bæ þangað til seinna í dag!!

föstudagur, nóvember 29, 2002

...já Lovísa þetta er skemmtilegt, sérstaklega þegar maður fær svona skemmtileg slagorð!! :)

1. With a name like Sirrý, it's has to be good.

2. Think Sirrý.

3. Woudn't you rather be Sirrý?

og eitt fyrir Gumma: I want my Sirrý. ;)

Já mér líður sem sagt alveg frábærlega eftir að hafa fengið svona æðisleg slagorð um sjálfa mig og ég býst við því að allir sé sammála þeim, sérstaklega þessu númer 3!!! Hehehehe
Annars er bara allt fínt að frétta héðan, var svakalega dugleg í ræktinni í dag og bætti mig um 10 kg í hnébeygjum, mér líður eins og kraftakerlingu - rrrraaaaahhhhhhhhhh!!!!!! Gummi hefur ekkert í mig núna!! Múhahahaha!! Annars hlakka ég bara til að fara út að borða og í bíó með öllum Íslendingunum, hmmm get samt ekkert lagt mig eftir hádegi þannig að ég vona að ég verði í stuði samt! Oj, á morgun er nefnilega hreingerning í villunni og eins og þið vitið sem búið í stórum einbýlum eða íbúðum þá tekur MJÖG langan tíma að taka til!!!! Ég bara veit ekki hvort ég næ að klára fyrir jólin, en það reddast því ég verð ekki heima - hahahahaha!!!

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

...já ég veit að ég á að vera sofandi núna (klukkan er sko orðin 03:37) en ég svaf svo mikið, fast og lengi í dag að ég er barasta ekkert þreytt núna!! Man óljóslega eftir því að síminn hringdi en ég náði ekki að svara svo núna er ég að drepast úr mjög svo kvenlegri forvitni. Já, það er satt ég er í alvöru að pæla í því hver hringdi!! Jæja þannig að núna sit ég hérna í hnipri við tölvuna og er með gæsahúð á tánum af öllum stöðum!! Ætti kanski að fara í buxur eða einhverja flík en það er bara svo yndislega þægilegt að brókalallast í þykkri peysu. Gumma fannst það fyndin samsettning, hann hefur lélegan húmor!! ;)

Er að hugsa um að fara og kúra mig, setja gamlar teiknimyndir, sem ég tók upp í kringum 1990, í tækið og gá hvort ég geti ekki sofnað. Þarf nefnilega ekki að horfa á þetta, nóg að hlusta því ég get talað með teiknimyndunum og veit nákvæmlega hvað er að gerast hverju sinni. Get þess vegna bara legið með lokuð augun og hlustað á þær. Gerði það mjög oft á Kaplaskjólsvegi 93 þegar ég var andvaka, sem var mjög oft!! Gummi var farin að halda að mér þætti hann viðbjóðslegur því ég svaf oftar í yndislega stofusófanum okkar (sem ég sakna mjög mikið!) heldur en upp í hjá honum - en ég ábyrgist hér með að það var vegna andvöku ekki vegna ógeðslegheita inni í svefnherberginu!!! Hehehehehe

Annars er ég bara sár og svekt við Ísland, það er vini mína sem hafa ekki kvittað í gestabókina mína hérna en ég veit samt að hafa skoðað!! Þið vitið hver þið eruð og getið bara skammast ykkar!! :( Ég kíki í gestabókina á 5 mínútna fresti allar mínar vökustundir og ekkert, enginn kvittar og ég er bara að verða mjög niðurdregin og leið *BÚ HÚ HÚ* Ok, ég jafna mig en það verður ekki fyrr en eftir mikla, langa, stranga og dýra meðferð hjá geðlæknum, sálfræðingum og öðrum peningaplokkurum!!! Já, þetta hafiði á samviskunni krakkar mínir!!! ;)

Kv. frá Sirrý "málóðu sem ætta að fara að hætta þessu bullutuði og drattlallast upp í rúm til hrotupokans síns"

mánudagur, nóvember 25, 2002

...þá er maður löngu kominn heim úr ræktinni, var geðveikt dugleg og tók fitubrennslu í 60 mínútur og svo magaæfingar og teygjur og svo gufa og sturta. Það voru tvær sænskar gelgjur með ljóst hár og stór brjóst með alveg hrikaleg gelgjulæti í sturtunni!! Ég ætlaði bara ekki að verða eldri!!! Það var bara allt fyndið hjá þeim, ég var nú samt farin að hafa áhyggjur af því að þær væru að hlægja af mér!! :( Við skulum samt vona ekki! Þegar þær voru búnar að sturta sig hlupu þær rennblautar og allsberar (rólegir strákar, rólegir) að skápunum sínum og svo inn á klósett og héldu áfram að hlægja þar!!! Hmmm var ég nokkurn tímann svona?!?!?! Ég vona ekki, a.m.k. ekki eftir að ég komst á líkamsræktarstöðvaaldurinn!!!

Ég eldaði alveg ógeðslega vonda fiskpinnar og fínasta pasta með ostasósu. Skil nú bara ekki afhverju svíar éta svona mikið af þessum fiskpinnar því það var matarolíbragð af þeim og ég tek það fram að ég notaði enga olíu við steikinguna!!! Hmmm, ég hef kanski bara lent á hræðilega lélegri og vondri tegund. En ef ég kaupi aftur fiskpinnar og þá frá öðru fyrirtæki og þeir verða jafn vondir (ath. ég er ekki slæmur kokkur) þá gefst ég upp og reyni að halda því fram að svíar kunni bara ekki gott að éta. Ég er amk. vön því besta í fiskmálum því hann pabbi minn er sko gamall og grófur sjóari frá búllu í Hull!!! Hehehehe, ekki verða vondur pabbi, þú ert besti pabbi í heiminum og þótt víðar væri leitað. Hmmm núna verður kanski mamma fúl!!! Þú ert heldur ekki sem verst mamma!!!! ;) hehehehe

Jæja er hætt að bulla í bili - "puss och kram" til Íslands.
...oj hvað ég er búin að vera löt þessa helgi!! Ok, ég fór í stelpupartý til Lovísu og Jónu á laugardagskvöldið. Það var mjög gaman þar og við töluðum og töluðum og töluðum og töluðum um brjóst og blæðingar og allt annað sem skiptir og skiptir ekki máli! Ég ætla bara að taka það fram fyrir lesendur mína á Íslandi að þetta var alveg áfengislaust kvöld (Rúna tók samt með sér bjórana sína tvo svo Finnur mundi ekki svolgra þeim í sig í fjarveru hennar), enda þurfa svona skemmtilegar og hressar stelpur ekkert áfengi til að skemmta sér vel!! :) Á sunnudaginn gerði ég ekkert og þá meina ég ekkert, ég klæddi mig ekki, ég eldaði ekki, ég fór ekki á netið og ég bara varla fór fram úr rúminu nema rétt til þess að pissa (hefði gert það í rúminu líka ef það hefði ekki verið svona sóðalegt!!). Nei nú lýg ég, ég fór fram úr eftir miðnætti til að fá mér kvöldmat sem var morgunkorn. *slurp slurp* þetta var nefnilega óhollt morgunkorn með hunangsleðju og sykri namm namm namm!! Gat nú bara ekki farið að borða eitthvað holt eftir óhollustu dagsins, flögur og krítar!! ;) Nú fer hann Gummi litli að koma heim og þá ætlum við að fara að rækta okkur, ég ætla að brenna fitu, burt með fituna la la la la la!! Vei Helga er komin inn á msn-ið og þess vegna er ég hætt að blogga í bili - C U later, aligator.

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

...mér finnst vera skítkalt inni hjá okkur, skelf og er með gæsahúð. Var að kvarta við Gumma um þetta svo hann kíkti á hitamælinn og það voru 23°c og það er ekki kalt!! Held að termóstatið í mér sé bilað, ætli Skövdebostäder taka að sér að laga það án endurgjalds?!?! Annars er ég bara að bíða eftir að Gummi verði búinn í þessum vonlausu sænskutímum sínum svo við getum farið að rækta okkur. Í dag á sko aldeilis að taka á fitinni, burt með lina magann, burt, burt, burt og farðu, sjú, sjú, út með þig!! Ætla að komast í kjólinn sem ég fékk í jólagjöf um síðustu jól fyrir þessi jól en bara nota skynsamlegar aðferðir til þess, ekkert bull!! Verð að vera dugleg en það er bara svo auðvelt að letibykkjast heima, það er eiginlega alltof auðvelt. Annars er Gummi svo duglegur að fara og hann dregur mig með. Svíþjóð hefur haft svo hrikalega heilsusamleg áhrif á hann, það er bara ekki hægt að stoppa hann!!! Æ er hætt þessu tuði - bæjó spæjó

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Arrgg, ég hata sænska hraðbanka!!! Lenti nefnilega í smá veseni með visa-kortið mitt, það var gleypt vegna mistaka í bankanum heima. En það er ekki nóg þegar ég ætlaði að fara að sækja það, búin að tala við Landsbanka Íslands á Seyðisfirði og láta leiðrétta þennan misskilning, þá var bara búið að eyðileggja það!!! Já ég segi satt korið er handónýtt því ef hraðbankinn gleypir kortið þá er það afsegulmagnað, ekkert verið að dobbel tékka á þessu því við vitum jú öll að bankar gera ALDREI mistök!!! Er sem sagt sár og svekt við Nordea bankann í Svíþjóð!! :(

Nóg um þetta kjaftæði, við vorum svo heppin að fá pening sendan frá Íslandi frá elskulegri mömmu minni (mamma ég elska þig, þú ert best og það er e-mail á leiðinni til þín!). Svo við gátum byrjað á að kaupa jólagjafirnar, erum búin að kaupa 6 stykki og þá eru bara cirka 9 eftir!! Hmmm svolítið margar þetta árið en við kaupum ódýrt og sniðugt (hehehe þið semfáið gjafir frá okkur, búist við einhverju djöf****** drasli hehehe). Þið hin fáið kanski jólakort og þau verða ekki heimaföndruð, helst keypt 500 stk á 15 sek. Ástæðan fyrir því hversu ódýr þau eru er að þau eru á pólsku og með ártalið 1984 prentað inn í.

Eitt sem ég ætla að tilkynna áður en ég hætti að pikka. Ég gleymdi alveg að nefna svolítið þegar ég var að blogga þann 18.nóv og skammast ég mín alveg niður í tær fyrir það!!
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, Seyðfirðingur með meiru og nemi í lögfræði við Háskóla Íslands (held ég) varð 21 árs þennan merkisdag og óska ég henni innilega til hamingju með það - koss á kinnina frá mér og tuð frá Gumma!! Hehehe er hætt núna svo veriði heil og sæl.

mánudagur, nóvember 18, 2002

...það eru allir ennþá að reyna að jafna sig eftir tjúttið á laugardagskvöldið en sumum gengur verr með það en öðrum!! Þið vitið hver þið eruð - hehehe ;). Þið sem hafið lesið bloggið hans Ara í dag eða gær, man ekki hvort það var, þá voru "sumir sem áttu erfiðara með að koma sér heim en aðrir" úr loka loka partýinu hjá honum hún litla ég. Ég nefnilega barasta bara steinsofnaði í sófanum hjá honum og man ekkert eftir því þegar Gummi var að reyna að fá mig til að koma heim, sló bara til hans og var með einhver læti þannig að hann lét mig bara í friði og fór einn heim. Þegar ég vaknaði og var búin að átta mig á hvar ég var og afhverju, þá pikkaði ég i öxlina á Ara og ég hef bara aldrei nokkurntímann séð manni bregða eins og honum!!! Það var svo fyndið!!!!! Hehehehehe ég er að deyja úr hlátri við tilhugsunina :). Annars fórum við Jóna og Lovísa í bæinn í dag og vorum að stelpast. Það að stelpast þýðir einfaldlega að við fórum í búðirnar sem er ekki hægt að draga karlpeninginn inn í nema með mútum um æðislegt kynlíf sama kvöld eða með loforði um 4 tommu þykka nautalund næsta sunnudagskvöld með tilheyrabdi kynlífi á eftir (það er fyrir "voða leiðinlegar" búðir). Svo vorum við bara eitthvað að hangsa, fórum á Sportbar og fengum okkur aðeins í gogginn með tilheyrandi kjaftagangi og mat út um allt!! Þegar við ætluðum svo að fá okkur meira að drekka (kók og mineralvatten, ekki öl) þá komumst við að því að það var búið að loka fyrir hálftíma síðan!!!!! Matsölustaður sem lokar klukkann sex hvað á það að þýða??!! Ég er ennþá í sjokki! En við létum þetta ekki slá okkur alvarlega út af laginu heldur röltum bara á næsta bar/kaffihús og fengum okkur þar meira að drekka og það tvisvar!! Svona getum við konurnar blaðrað mikið þegar við erum einar - já strákar, þið sem voruð að hugsa þetta, við tölum ennþá meira þegar við erum einar en þegar þið greyjin þurfið að hanga með!!! Svo ætluðum við heim og ja gerðum það, en bara með smá stoppi á McDonalds - hehehe :S Þetta reddast er það ekki, hamborgarar festast ekkert á lærunum er það nokkuð???!!!!!

sunnudagur, nóvember 17, 2002

...ég fór á þokkalegt djamm í gær og ég verð nú bara að segja það að hún ég sem verður ALDREI þunn er barasta smáveigis þunn! :( Samt ekkert sem góður skamtur af óhollustu lagar ekki, óhollusta er nefnilega töfralyf við þynku og öðrum veikindum. Sumir segja manni að fara bara út að hlaupa eða borða brauðsneið með osti en ég blæs á svona vitleysu, það er bara óhollusta sem blívar á svona vandamál og ekkert annað!! Annað merkilegt sem er í fréttum er það að hviss hviss hviss hljóðin í eyrunum á mér eru farin, nú get ég hreyft augun án þess að ég heyri það!!! :) Þetta er frábært líf!! Annars verð ég víst að leiðrétta ummæli mín í síðasta innleggi, þar segji ég að Jóna og Lovísa væru búnar að leggja allar spurningarnar með tilheyrandi svörum á minnið. Þetta er víst bara argasta vitleysa í mér og hef ég verið skömmuð mikið!! Það er víst bara Jóna sem nennir að lesa spurningaspjöldin í Gettu betur spilinu og í Trivial ekki Lovísa og biðst ég innilega afsökunar á þessu! ;)

Þar sem ég er mjög andlaus og barnaleg í dag þá læt ég þessi orð duga í bili og er farin að kaupa mér óhollustu (krítar - hvað haldiði?). Bæ í bili *veif veif*

föstudagur, nóvember 15, 2002

...jæja hvað segist í dag? Fyrir mig og mína parta (hendur, fætur) þá er það bara alls ekki neitt!! :( Er eitthvað slöpp og ég veit að þetta hljómar fáránlega en ég heyri hviss hviss hljóð í hvert skipti sem ég hreyfi augun!!! Hviss hviss hviss hviss hviss, þetta er barasta bara ömurlegt, ég er hérna með tárin í augunum og krítar í munninum. Tíhí hann Gummi góði var svo góður, eins og venjulega, að kaupa handa mér ponku nammi af því að ég á svo bágt, hviss hviss hviss hviss hviss!!! Veit það er ekki nammidagur en krítar hressa, bæta og kæta og bæta örugglega meltinguna líka, amk tímabundið, þetta er jú bara lakkrís vafið inn í eitthvað gú og ógeð-slega gott!! ;) Þar sem ég er komin með nammi í magan fer ég örugglega bráðum að verða hressari og get ef til vill lúskrað á strákunum í kvöld í spilum, hmmm Gettu betur, Teiknispilið eða Trivial hvað á maður að velja?? Má samt alls ekki gleyma að ég hef hingað til verið góðfúslega blessuð með hjálp tveggja mjög svo merkilegra kvenna, þeirra Lovísu (sem ég kalla alltaf Jónu) og Jónu (sem ég kalla líka alltaf Jónu)!! Ef satt skal segja gæti ég þetta alls ekki án þeirra því þær eru búin að leggja allar spurningarnar með tilheyrandi svörum á minnið!! Hehe ekkert líf!! ;) Ok, kanskí í Trivial ef Gummi, místjer æ nó itt aöll (borið fram með frönskum hreim), væri ekki með en ég fer nú ekki að skilja betri helminginn eftir einan heima - litla ginnið (ath. þetta er ekki stafsetningarvilla heldur var ætlun mín að skrifa þetta svona). Ok, nú er ég farin að glápa á imbann eða kanski klæða mig, veit ekki hvort hljómar betur! Hvað finnst ykkur? Já ég er alveg hjartanlega sammála - TíVí-ið hljómar miklu betur, án nokkurs vafa. Þá heyrumst við bara seinna krakkar mínir því ég er farin undir Gumma sæng, tek það fram að hann er ekki heima því hann fór að rækta sig :( Nei grínast, hann var svo mikil elska að spurja mig hvort það væri ekki í lagi að hann færi þó ég væri slöpp!! Sjáiði hvað hann er vel upp alinn hjá mér stelpur, það er bara kadissh, kadissh!!! ;)

Góðar stundir

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Hædiddilíhó allir, þetta verður nú síðasta innleggið mitt í dag. Ætla mér ekki að vera svona rosalega dugleg að skrifa en þetta er spes dagur með tilheyrandi pirringi og veseni. Þess vegna fannst mér viðeigandi að leyfa þeim sem áhuga hafa á að fylgjast með fæðingu þessarar mjög svo bleiku síðu!! :) Þetta er semsagt allt komið í lag svona næstum því, eiga eftir að koma fleiri linkar, mundi bara ekki slóðirnar á hinar í augnablikinu!!! Svo vantar 1 eða 2 eða alla sér íslensku stafina, iss þetta reddast!! Nú skulum við bara vera litlar Pollyönnur með rautt hár og fléttur og brosa hringin í jákvæðni okkar! :)
Gummi, hvar ertu? Bjargvættur ungra kvenna í tölvunauð er í sænskutíma!! Hnuss, hnuss og hnuss!!! Ég og Helga vinkona, staðsett á Íslandi, erum búnar að vera að berjast við þetta bloggdrasl í allan heila dag eða svona næstum því og tja ok það gengur reyndar vonum framar. En samt þetta er ekki svona flókið, ég veit það, en eitthvað situr þetta nú samt í mér eða réttara sagt okkur. Þetta lagast allt þegar Tóti tölvukarl kemur heim úr skólanum. Þá fæ ég gestabók og linka og kanski rétta klukku! Vúhú, ég get varla beðið! Ég bíð spennt!! :)
Hrummfff, eitthvað er þetta nú að mistakast hjá mér, en bíðum róleg því þolinmæði þrautir allar vinnur. Það lét amk einhver fábjáni út úr sér einhverntímann!!!
Jæja þá vona ég að það fari að koma að því, ta ta radamm ég ætla að fara að reyna að blogga!! Ehemm er eitthvað að fikta í þessu dæmi núna, veit ekki afhverju því ég er ein heima og klúðra þessu örugglega öllu!! :( Er nefnilega ekker svo rosalega mikil tölvukerling en fékk nú samt hrós frá Gumma um daginn. Hann sagði: "þú ert nú bara að verða svaka klár á tölvuna miðað við að þú ert stelpa"! Ég ákvað að taka þessu sem hrósi þó það megi kanski deila um það!!!