...bara síðasti dagur mánaðarins í dag sem þýðir að þegar ég stimpla mig út á eftir verð ég búin að vinna heilan mánuð sem móttökuritari hjá HSA Seyðisfirði! :) Svo á morgun er fyrsti útborgunardagurinn minn og ég er hrikalega spennt og alveg rosalega kvíðin. Meina kannski er ég að vinna í hálfgerði sjálfboðavinnu, hver veit?? Kannski fæ ég almennileg laun, hver veit? Bíð spennt til morguns!
Kökuafmælið hennar Gullu var rosalega fínt og næs bara í alla staði. Eftir mikið kökuát og með því fórum við á Láruna. Ég fékk mér 2 litla öl og svo snemma heim. Er ekki stelpan að verða þroskuð? Þetta er allt að koma og ég finn peningana hlaðast upp á bankabókinni - eða þannig sko - alltaf eitthvað sem hægt er að eyða í, ef það er ekki bjór þá er það bara eitthvað annað!
Í gær fór ég svo til Gullu aftur með afmælisgjöfina hennar og fékk köku og vöfflur í staðinn. Var að stríða henni og neitaði að láta hana fá gjöfina fyrr en afmælisdagurinn væri runninn upp! :) Gera hana smá spennta. Gáfum hennni trefil sem ég keypti á handverksmarkaðnum hérna og hún var rosalega ánægð! :)
Núna er ég bara að bíða eftir að komast í kaffitímann minn. Búin að vera rosadugleg í dag að búa til excel skjal og svona dútlerí. Pantaði líka tíma hjá tannsa fyrir okkur Dawid svo núna bíð ég bara eftir að hann fái algjört áfall þegar ég segji honum hvað skoðunin kostar. 10 þús kall með röntgenmyndum er prísinn í dag! Hann verður ekki eldri þegar ég tilkynni honum þetta.
Verkefni dagsins er svo að panta smá frá Ikea og þvo þvott bæði á nr.3 og 10. Já það er mikið að gera á stóru heimili...
þriðjudagur, september 30, 2008
laugardagur, september 27, 2008
...búin að skrifa við myndirnar hennar mömmu frá Danmörku, gerði það í vinnunni í gær þegar ég var búin að gera allt sem ég átti og þurfti að gera þar.
Er komin með æðislega flotta tísku stutta klippingu. Ása klikkar aldrei á hárinu mínu, aldrei, ALDREI!!! Ég er bara búin að fá hrós fyrir nýja lúkkið og það sem skiptir mestu máli er að ég og Dawid erum ánægð. Skiptir auðvitað mestu að ég sé ánægð en það er líka voða gott að honum finnist ég ennþá sæt! :)
Fór svo að sofa klukkan hálf 21 í gærkvöldi. Ætlaði bara aðeins að leggja mig en þegar ég vaknaði klukkutíma seinna var Arek komin í heimsókn svo ég ætlaði að leggja mig aðeins meira og vaknaði ekki fyrr en Dawid kom í bólið svo ég svaf bara til morguns.
Fór svo í Samkaupfélagið í dag og keypti mér súkkulaði og köku. Má alveg á nammidögum sko! Hárið á mér var alveg beint upp í loftið svo ég þurfti annað hvort að skola það eða finna húfu. Ákvað að finna húfu bara í hvelli og vera úfin í dag. Man núna afhverju ég var kosin úfnasta manneskjan í Svíþjóð 2 ár í röð!
Svo er kökuafmælið hennar Gullu í kvöld *mjamm mjamm*, frétti af smarties, hrískúlum, rjóma og kexi líka svo við ættum að fara glöð heim með glaða malla...
Er komin með æðislega flotta tísku stutta klippingu. Ása klikkar aldrei á hárinu mínu, aldrei, ALDREI!!! Ég er bara búin að fá hrós fyrir nýja lúkkið og það sem skiptir mestu máli er að ég og Dawid erum ánægð. Skiptir auðvitað mestu að ég sé ánægð en það er líka voða gott að honum finnist ég ennþá sæt! :)
Fór svo að sofa klukkan hálf 21 í gærkvöldi. Ætlaði bara aðeins að leggja mig en þegar ég vaknaði klukkutíma seinna var Arek komin í heimsókn svo ég ætlaði að leggja mig aðeins meira og vaknaði ekki fyrr en Dawid kom í bólið svo ég svaf bara til morguns.
Fór svo í Samkaupfélagið í dag og keypti mér súkkulaði og köku. Má alveg á nammidögum sko! Hárið á mér var alveg beint upp í loftið svo ég þurfti annað hvort að skola það eða finna húfu. Ákvað að finna húfu bara í hvelli og vera úfin í dag. Man núna afhverju ég var kosin úfnasta manneskjan í Svíþjóð 2 ár í röð!
Svo er kökuafmælið hennar Gullu í kvöld *mjamm mjamm*, frétti af smarties, hrískúlum, rjóma og kexi líka svo við ættum að fara glöð heim með glaða malla...
fimmtudagur, september 25, 2008
...skellti inn myndum frá Danmörku í gær og var að klára að skrifa við þær svo kíkjið nú og njótið. Ætla að skella inn myndum sem mamma tók í Danmörku líka fljótlega og svo fer ég að vinna í Grikklandsmyndunum.
Annars allt gott að frétta. Dawid smakkaði íslenska kjötsúpu í gær og var rosalega hrifinn. Hann tilkynnti mömmu að hún mætti alltaf bjóða honum í mat þegar hún eldaði hana.
Annað í fréttum, bólan á vinstra augnlokinu er næstum horfin en í staðin er ég með stíflaðan svitakyrtil við hægra augað svo ég er svakalega sæt núna! Langar bara að klóra og pota og fikta í þessu endalaust en Óli læknir sagði að það væri alveg bannað svo ég reyni að vera stillt!
Á morgun er klipping, vinna og svo sveitaferð til Egilsstaða að kaupa, kaupa, kaupa. Laugardagurinn = afmælisskúffukaka hjá Guðlaugu *mjamm mjamm*. Er meira að segja búin að taka frá gjöf handa kerlunni, held ég sé að fara fram úr sjálfri mér...
Annars allt gott að frétta. Dawid smakkaði íslenska kjötsúpu í gær og var rosalega hrifinn. Hann tilkynnti mömmu að hún mætti alltaf bjóða honum í mat þegar hún eldaði hana.
Annað í fréttum, bólan á vinstra augnlokinu er næstum horfin en í staðin er ég með stíflaðan svitakyrtil við hægra augað svo ég er svakalega sæt núna! Langar bara að klóra og pota og fikta í þessu endalaust en Óli læknir sagði að það væri alveg bannað svo ég reyni að vera stillt!
Á morgun er klipping, vinna og svo sveitaferð til Egilsstaða að kaupa, kaupa, kaupa. Laugardagurinn = afmælisskúffukaka hjá Guðlaugu *mjamm mjamm*. Er meira að segja búin að taka frá gjöf handa kerlunni, held ég sé að fara fram úr sjálfri mér...
þriðjudagur, september 23, 2008
...ég fékk spennufall í gærkvöldi! Dótið frá Ikea kom og við Guðlaug settum það saman í einum kvelli. Ég var eins og lítill krakki á jólunum þetta var svo gaman og spennandi. Ég sagði Dawid ekkert frá þessu því ég vildi koma honum á óvart þegar hann kæmi örþreyttur heim úr vinnunni. Hann var svakalega glaður og ánægður, bæði að dótið væri komið svona flljótt og að þurfa ekki að setja það saman. Svo fengum við gefins sófasett líka, Ragga hringdi í mig á laugardaginn og spurði hvort okkur vantaði ekki sett því Dísa Dögg væri að fá nýjan og hún vildi helst ekki henda þeim gamla. Við vorum fljót að stökkva á það og okkur var alveg sama hvort hann væri ljótur eða flottur ef það væri bara hægt að sitja í honum. Dawid og Piotr náðu í hann í gærkvöldi og núna er þetta fína '80 sófasett í stofunni hjá okkur. Ég breyddi reyndar teppi yfir þá því þeir eru græn/brúnir með blómamunstri. Svo náði ég í lampafæturnar sem foreldrar mínir höfðu í svefnherberginu sínu fyrir mörgum árum og skellti á þá nýjum skermum og voila rosaflottir. Svo núna á ég bara rosalega fínt heimili. :) Þarf að taka myndir og setja inn á netið þegar ég er líka búin að setja upp fleiri myndir og fínisera aðeins meira.
Ó ég er svo happí oooo...
Ó ég er svo happí oooo...
sunnudagur, september 21, 2008
föstudagur, september 19, 2008
...þá er þriðju vikunni í nýju vinnunni senn að ljúka og ennþá gengur allt bara vel fyrir utan smá hnökra eins og að setja póst í vitlaus hólf og gefa samband á vitlausa staði. En það er nú bara smotterí og fyndið svona til að byrja með.
Í gær pantaði ég húsgögn handa okkur Dawid. Stærra eldhúsborð, stofuborð og sjónvarpsbekk. Stakk tveimur lampaskermum með í pakkann svona fyrst ég var að panta. Vona að þetta komi fyrir næstu helgi svo ég hafi eitthvað að gera þá! :)
Þessa helgi ætla ég að kíkja í partý en vera samt róleg - held ég, ekki alveg ákveðin með það ennþá sko! Svo ætla ég að ruslast með afganginn af fötunum mínum af nr.3 yfir á nr.10 og koma svefnherberginu í stand. Áætlaður lokatími á því verkefni er "áður en húsgögnin koma frá Ikea". Ég er í hrikalegri hreiðurgerð þessa dagana og get ekki hugsað um annað en hafa fínt í kringum mig og reyna að gera fallegt með þessu litla sem ég hef.
Svo þarf ég að heimsækja mömmu mína svo ég geti hent nokkrum myndum á myndasíðuna mína, er alltaf að hugsa um þetta en kem því aldrei í verk. Myndirnar mínar frá Danmörku og Grikklandi eru nefnilega í tölvunni hennar því iphoto er bilað í minni, eða ekki bilað það eru komnar of margar myndir inn í það miðað við hvað það er gamalt. Kaupi nýtt þegar ég á pening! Langar þessa dagana frekar að kaupa heimilisdótarí en tölvudótarí því fyrir utan þetta er eplastelpan alveg ágæt...
Í gær pantaði ég húsgögn handa okkur Dawid. Stærra eldhúsborð, stofuborð og sjónvarpsbekk. Stakk tveimur lampaskermum með í pakkann svona fyrst ég var að panta. Vona að þetta komi fyrir næstu helgi svo ég hafi eitthvað að gera þá! :)
Þessa helgi ætla ég að kíkja í partý en vera samt róleg - held ég, ekki alveg ákveðin með það ennþá sko! Svo ætla ég að ruslast með afganginn af fötunum mínum af nr.3 yfir á nr.10 og koma svefnherberginu í stand. Áætlaður lokatími á því verkefni er "áður en húsgögnin koma frá Ikea". Ég er í hrikalegri hreiðurgerð þessa dagana og get ekki hugsað um annað en hafa fínt í kringum mig og reyna að gera fallegt með þessu litla sem ég hef.
Svo þarf ég að heimsækja mömmu mína svo ég geti hent nokkrum myndum á myndasíðuna mína, er alltaf að hugsa um þetta en kem því aldrei í verk. Myndirnar mínar frá Danmörku og Grikklandi eru nefnilega í tölvunni hennar því iphoto er bilað í minni, eða ekki bilað það eru komnar of margar myndir inn í það miðað við hvað það er gamalt. Kaupi nýtt þegar ég á pening! Langar þessa dagana frekar að kaupa heimilisdótarí en tölvudótarí því fyrir utan þetta er eplastelpan alveg ágæt...
miðvikudagur, september 17, 2008
...er eitthvað hálf þung í hausnum í dag, kannski því ég hef sofið alltof mikið. Var bara eitthvað svo þreytt í gær að ég fór að sofa fyrir allar aldir og vaknaði ekki fyrr en í hádeginu. Svefnpurka!! Er í vinnunni að dúlla mér, búin að gera allt sem ég þarf að gera og núna bara að sitja og vera hérna til klukkan 16, svara í símann og svona. Alltaf rólegt á miðvikudögum. Fór til Egilsstaða í fyrradag að láta minnka gríska hringinn minn, hann var nr 52 en ég læt minnka hann í 49, vissi að ég væri með litla putta en váví!! Nú verður Dawid bara að muna þetta númer svona ef hann skildi vilja kaupa einhvern alveg sérstakan hring á baugfingur vinstri handar!!! :P Maður má láta sig dreyma!
Er alltaf á leiðinni í morgungöngu en veðrið er ekki á sama máli, í dag var brjálað rok svo ég nennti ekki, miklu betra að kúra með tvær sængur. Um daginn var alltaf rigning en þegar góða veðrið var fann ég mér eitthvað annað að gera. Týpískar afsakanir alltaf hreint. Mig langar bara svo í slikkerí og feitan mat þessa dagana. Held ég sé á feita staðnum í tíðarhringnum...
Er alltaf á leiðinni í morgungöngu en veðrið er ekki á sama máli, í dag var brjálað rok svo ég nennti ekki, miklu betra að kúra með tvær sængur. Um daginn var alltaf rigning en þegar góða veðrið var fann ég mér eitthvað annað að gera. Týpískar afsakanir alltaf hreint. Mig langar bara svo í slikkerí og feitan mat þessa dagana. Held ég sé á feita staðnum í tíðarhringnum...
föstudagur, september 12, 2008
...þá er ég næstum búin að vinna 2 vikur á heisugæslunni og allt gengur bara vel. Byrjaði að vera ein í gær og það hefur bara gengið eins og í sögu. Hef samt ekkert svo mikið að gera því ég er ekki komin inn í allt en það kemur auðvitað bara smá saman. Í dag var ég að læra nýtt sem ég get dundað mér við á næstunni! :)
Svo er ég auðvitað flutt inn á nr.10 með megnið af hafurtaskinu mínu. Ennþá föt og drasl á nr 3 ogbækur og eitthvað smádót í bílskúrnum hjá Óla því við eigum engar hillur ennþá en vona að við fjárfestum í svoleiðis á næstu mánuðum. Ætla bara að byrja á að kaupa meira áríðandi hluti eins og eldhúsborð. Mamma hjálpaði mér heilmikið um daginn, ég reif upp úr kössum og hún vaskaði upp, hefði aldrei verið svona snögg að þessu án hennar. Svo er ég með stóra fatahrúgu á stofugólfinu sem þarf að koma inn í skáp, eitthvað á reyndar að fara til Rauða krossins. Er kominn með stórann kassa handa Rauða krossinum og ætla að losa mig við meira. Það er erfitt að losa sig við sum af þessum fötum því ég bindst miklum tilfinningaböndum við öll fötin mín, man hluti sem ég erði í þeim og með hverjum og hvar, hvað þau kostuðu, hvar ég keypti þau og hver var með mér og stundum hugarástandið sem ég var í. En hvað á ég að gera við alltof lítil föt? Reyni að hugsa um hvað það sé gott að leyfa öðrum að njóta þeirra. Þó ég vonist til að grennast eitthvað langar mig ekki að verða hrikalega horuð aftur, fallegra að vera hraustlegur og grannur en að detta í sundur úr hori. Er ekki viss um að mig langi aftur að passa í föt nr 32...
Svo er ég auðvitað flutt inn á nr.10 með megnið af hafurtaskinu mínu. Ennþá föt og drasl á nr 3 ogbækur og eitthvað smádót í bílskúrnum hjá Óla því við eigum engar hillur ennþá en vona að við fjárfestum í svoleiðis á næstu mánuðum. Ætla bara að byrja á að kaupa meira áríðandi hluti eins og eldhúsborð. Mamma hjálpaði mér heilmikið um daginn, ég reif upp úr kössum og hún vaskaði upp, hefði aldrei verið svona snögg að þessu án hennar. Svo er ég með stóra fatahrúgu á stofugólfinu sem þarf að koma inn í skáp, eitthvað á reyndar að fara til Rauða krossins. Er kominn með stórann kassa handa Rauða krossinum og ætla að losa mig við meira. Það er erfitt að losa sig við sum af þessum fötum því ég bindst miklum tilfinningaböndum við öll fötin mín, man hluti sem ég erði í þeim og með hverjum og hvar, hvað þau kostuðu, hvar ég keypti þau og hver var með mér og stundum hugarástandið sem ég var í. En hvað á ég að gera við alltof lítil föt? Reyni að hugsa um hvað það sé gott að leyfa öðrum að njóta þeirra. Þó ég vonist til að grennast eitthvað langar mig ekki að verða hrikalega horuð aftur, fallegra að vera hraustlegur og grannur en að detta í sundur úr hori. Er ekki viss um að mig langi aftur að passa í föt nr 32...
sunnudagur, september 07, 2008
...já já komin heim frá Grikklandi eftir ánægjulegar en jafnframt erfiðar vikur þar. Erfiðar að því leiti að ég skildi ekkert og enginn skildi mig og svo auðvitað hitinn sem þrátt fyrir að vera yndislegur dregur oft fram erfitt skap. Þetta með tungumálið var allt í lagi þegar við vorum fá því þá hafði Dawid tíma til að þýða fyrir mig og ég gat tekið þátt í samræðunum en um leið og það voru fleiri en 4 þá varð ég voðalega mikið útundan því það var enginn tími til að vera að þýða allt. Þá dró ég mig stundum í hlé og fór að lesa en þá var oft eins og fólk skildi ekki að þetta væri erfitt fyrir mig og reyndi að draga mig fram aftur. Æj þið skiljið, fólk að reyna að vera gott en stundum þar maður bara smá frí frá öllu og kúra sig með bók á móðurmálinu!! :) En eins og ég hef sagt áður var fjölskyldan hans alveg rosalega góð við mig og ég skemmti mér vel með þeim td kvöldið/nóttina sem við vorum hjá Tomek bróður hans að grilla og drekka áður en hann þurfti að fara í annan bæ að vinna í nokkra daga. Ég á langa myndasyrpu frá því kvöldi og Dawid finnst ekki allt vera birtingahæft! Hahahaha Þarf að drífa myndir inn á netið fljótlega, ekki allar því við tókum næstum 500 myndir á nýju flottu rauðu myndavélina mína.
Núna er lífið allt að komast í fastar skorður hjá mér. Er að flytja smá saman inn til Dawids og var einmitt að koma með slatta af dóti í dag sem var í bílskúrnum hjá ömmu. Eitthvað eftir þar ennþá samt en það kemur ekki hingað fyrr en við kaupum hillur því hér er ekkert fyrir bækur eða smáhluti og ég nenni ekki að hafa þetta á gólfinu. Svo er bara að koma dótinu sem er hjá mömmu og pabba hingað yfir og þá er ég alveg flutt. Ég hef aldrei búið annarsstaðar á Seyðisfirði en Fjarðarbakka 3 svo þetta er pínu skrítið en ég er amk ennþá í sömu götu!
Svo er ég byrjuð að vinna á sjúkrahúsinu. Er móttökuritari á heilsugæslunni í 50% starfi og þetta byrjar bara mjög vel. Er reyndar eftir hádegi núna en ekki á morgnanna eins og ég er ráðin í því ég þarf að byrja á að læra á kerfið og taka á móti sjúklingum og það er mest eftir hádegi. Á morgun þarf ég að standa nokkurnvegin á eigin fótum í vinnunni því Birna verður í öðru en hún verður nálægt ef ég lendi í miklum vandræðum. Bara að treysta á sjálfa sig og þá verður allt í orden...
Núna er lífið allt að komast í fastar skorður hjá mér. Er að flytja smá saman inn til Dawids og var einmitt að koma með slatta af dóti í dag sem var í bílskúrnum hjá ömmu. Eitthvað eftir þar ennþá samt en það kemur ekki hingað fyrr en við kaupum hillur því hér er ekkert fyrir bækur eða smáhluti og ég nenni ekki að hafa þetta á gólfinu. Svo er bara að koma dótinu sem er hjá mömmu og pabba hingað yfir og þá er ég alveg flutt. Ég hef aldrei búið annarsstaðar á Seyðisfirði en Fjarðarbakka 3 svo þetta er pínu skrítið en ég er amk ennþá í sömu götu!
Svo er ég byrjuð að vinna á sjúkrahúsinu. Er móttökuritari á heilsugæslunni í 50% starfi og þetta byrjar bara mjög vel. Er reyndar eftir hádegi núna en ekki á morgnanna eins og ég er ráðin í því ég þarf að byrja á að læra á kerfið og taka á móti sjúklingum og það er mest eftir hádegi. Á morgun þarf ég að standa nokkurnvegin á eigin fótum í vinnunni því Birna verður í öðru en hún verður nálægt ef ég lendi í miklum vandræðum. Bara að treysta á sjálfa sig og þá verður allt í orden...