...páksadagur liðinn og eggið ekki ennþá búið! Held að mér sé farið að förlast eitthvað, reyndar var svo margt annað girnilegt að borða að það var ekki pláss fyrir allt eggið góða. Var samt svo dugleg að vakna alveg af sjálfsdáðum klukkan 10:30 í gærmorgun og fá mér morgunmat og byrja smá á egginu og lagði mig svo aftur í 3 tíma! :D Foreldrar mínir voru ekkert að nískunasast þegar þau keyptu eggið handa mér því þau keyptu konfektegg frá Nóa Siríus. Ég sé reyndar fram á að þurfa að taka það með mér suður á morgun því rommkúlutertan er svo dísæt að eggið fær að bíða í ísskápnum. Er nefnilega erfiðara að taka kökuna með og ekki get ég sleppt því að borða eitthvað af þessu gúmmelaði sem mamma hefur töfrað fram um páskana!! :D
Annars er hitinn alveg að drepa okkur hérna í firðinum fagra og ég svitna eins og ég fái borgað fyrir það. Væri ekki amarlegt að fá feita ávísun inn um bréfalúguna fyrir allan þennan svita, fer nefnilega að vanta föt fyrir sumarið. Það er annað hvort að kaupa ný eða fara að hreyfa sig svo þau gömlu sitji betur. Kannski það verði bara sitt lítið af hvoru, hver veit...
mánudagur, mars 28, 2005
sunnudagur, mars 27, 2005
...rosalegt djamm ala Seyðisfjörður í gær og þynnkan eftir því í dag. Annað hvort verð ég að bíta í það súra epli að vera alveg að verða gömul eða þá að þessi fræga magaflensa er ennþá að stríða mér, amk hef ég aldrei orðið jafn þunn og ég var í gær og svo fyrir 2 vikum síðan. Drakk nú bara 5 og hálfan bjór í gær og varð alveg blindfull og hroðalega veik í dag. Held að þetta sé maginn að óþekktast því þetta er alls ekki venjulegt fyrir mig og núna hef ég ákveðið að kíkja til læknis út af þessu. En þrátt fyrir mikla vanlíðan tókst mér að pína í mig kvöldmatnum og halda honum niðri. Hefði líka verið frekar ógeðslegt að hlaupa frá borðinu til að kasta upp, sérstaklega þar sem við vorum með gesti í mat. Var samt fljót að hressast eftir matinn og þegar kom að eftirréttnum var ég í fullu fjöri. Ákvað samt að vera róleg í kvöld og ekkert að sjússast neitt ef ég mundi kíkja út en það er svo notalegt að vera bara heima með mömmu og pabba að ég nennti ekki að fara á eitthvað útstáelsi.
Páskaegg á morgun *sleikja út um*...
Páskaegg á morgun *sleikja út um*...
fimmtudagur, mars 24, 2005
...daman mætt í fjörðinn fagra og ekkert nema gott um það að segja. Þriðjudagurinn fór í heimsóknir, matarkaup og ótrúlega gelgju um kvöldið! :S Í gær var svo meira verslað og önnur heimsókn og góð afslöppun um kvöldið með nammi og allt. Svo var mamma svo dugleg að baka bananaköku og kryddbrauð með litlum sykri þannig að við getum öll notið þess saman í kaffitímum alveg án samviskubits. Jarðarberjatertan dísæta bíður þar til á morgun! :D
Í dag var mér svo boðið í 2 fermingarveislur, ein með kökum og ein með mat. Ekkert nema gott um það að segja en á endanum var ég orðin svo södd og komin svo mikil værð yfir mig að ég bað pabba um að skutla mér heim. Var reyndar búin að plana að setja skraut í hárið á mér og stilla mér upp við gjafaborðið og segja "gjafirnar á borðið takk, umslögin til mín" og stinga svo af með fullt af peningum. En þessi dagur dregur fram allt það góða í manni svo þessi áætlun var sett í salt þar til annað svona gott peningagróðatækifæri bíðst...
Í dag var mér svo boðið í 2 fermingarveislur, ein með kökum og ein með mat. Ekkert nema gott um það að segja en á endanum var ég orðin svo södd og komin svo mikil værð yfir mig að ég bað pabba um að skutla mér heim. Var reyndar búin að plana að setja skraut í hárið á mér og stilla mér upp við gjafaborðið og segja "gjafirnar á borðið takk, umslögin til mín" og stinga svo af með fullt af peningum. En þessi dagur dregur fram allt það góða í manni svo þessi áætlun var sett í salt þar til annað svona gott peningagróðatækifæri bíðst...
mánudagur, mars 21, 2005
...helgin var með svipuðu sniði og venjulega. Afslöppun og tívígláp á föstudaginn, tvöfalt afmælispartý og hrikalegt djamm á laugardaginn og hroðaleg leti og át á Álftanesinu á sunnudaginn. Ekki hægt að kvarta yfir neinu þarna, skemmti mér konunglega öll kvöldin og naut lífsins út í fingurgóma.
Í dag hefur svo bara verið snatterí um borgina í félagsskap gamalla og góðra vina. Skildi símann minn reyndar eftir í hleðslu hjá Nedda og Gyðu og varð þá ungfrú vinsæl og allir að hringja í mig. Verst að missa af að hitta Möddu en það kemur bráðum sumar og þá getum við leikið okkur saman oft og mörgum sinnum.
Þarf víst að fara að finna tösku og henda einhverjum tuskum í hana. Var tilkynnt áðan að þvottavélin á ættaróðalinu væri biluð og því þarf ég að fara í gegnum þvottakörfuna og athuga hvort einhverjar merkilegar flíkur liggji þar eða hvort þar séu einungis garmar sem meiga alveg missa sín þessa viku sem ég stoppa í menningunni fyrir austan. Best að drífa þetta af svo ég geti tirtildúfast í kvöld...
Í dag hefur svo bara verið snatterí um borgina í félagsskap gamalla og góðra vina. Skildi símann minn reyndar eftir í hleðslu hjá Nedda og Gyðu og varð þá ungfrú vinsæl og allir að hringja í mig. Verst að missa af að hitta Möddu en það kemur bráðum sumar og þá getum við leikið okkur saman oft og mörgum sinnum.
Þarf víst að fara að finna tösku og henda einhverjum tuskum í hana. Var tilkynnt áðan að þvottavélin á ættaróðalinu væri biluð og því þarf ég að fara í gegnum þvottakörfuna og athuga hvort einhverjar merkilegar flíkur liggji þar eða hvort þar séu einungis garmar sem meiga alveg missa sín þessa viku sem ég stoppa í menningunni fyrir austan. Best að drífa þetta af svo ég geti tirtildúfast í kvöld...
...helgin var með svipuðu sniði og venjulega. Afslöppun og tívígláp á föstudaginn, tvöfalt afmælispartý og hrikalegt djamm á laugardaginn og hroðaleg leti og át á Álftanesinu á sunnudaginn. Ekki hægt að kvarta yfir neinu þarna, skemmti mér konunglega öll kvöldin og naut lífsins út í fingurgóma.
Í dag hefur svo bara verið snatterí um borgina í félagsskap gamalla og góðra vina. Skildi símann minn reyndar eftir í hleðslu hjá Nedda og Gyðu og varð þá ungfrú vinsæl og allir að hringja í mig. Verst að missa af að hitta Möddu en það kemur bráðum sumar og þá getum við leikið okkur saman oft og mörgum sinnum.
Þarf víst að fara að finna tösku og henda einhverjum tuskum í hana. Var tilkynnt áðan að þvottavélin á ættaróðalinu væri biluð og því þarf ég að fara í gegnum þvottakörfuna og athuga hvort einhverjar merkilegar flíkur liggji þar eða hvort þar séu einungis garmar sem meiga alveg missa sín þessa viku sem ég stoppa í menningunni fyrir austan. Best að drífa þetta af svo ég geti tirtildúfast í kvöld...
Í dag hefur svo bara verið snatterí um borgina í félagsskap gamalla og góðra vina. Skildi símann minn reyndar eftir í hleðslu hjá Nedda og Gyðu og varð þá ungfrú vinsæl og allir að hringja í mig. Verst að missa af að hitta Möddu en það kemur bráðum sumar og þá getum við leikið okkur saman oft og mörgum sinnum.
Þarf víst að fara að finna tösku og henda einhverjum tuskum í hana. Var tilkynnt áðan að þvottavélin á ættaróðalinu væri biluð og því þarf ég að fara í gegnum þvottakörfuna og athuga hvort einhverjar merkilegar flíkur liggji þar eða hvort þar séu einungis garmar sem meiga alveg missa sín þessa viku sem ég stoppa í menningunni fyrir austan. Best að drífa þetta af svo ég geti tirtildúfast í kvöld...
föstudagur, mars 18, 2005
...er ekki veðrið alltaf sígilt umræðuefni? Fór út í gær í skítaveður í síðu góðu úlpunni, með húfu og vettlinga og allan pakkann. Var meira að segja með trefil í töskunni svona til öryggis, svo illa leist mér á veðurútlitið. Kem heim í dag dúðuð frá höfði og niður í 6 gráðu hita, alveg að stikna og eins og auli þegar allir aðrir voru á peysunni *crazy fólk sem hugsar ekki um heilsuna ;)* eða á jökkum. En pifff bara gaman að láta stara á sig!! Græddi samt pylsu, ekki af því að ég var í úlpu heldur því ég er bara ég híhíhíhí. Verð samt að vona að það komi ekki aftur svona kuldakast því ég subbaði sinepi á hana bara til að vekja ennþá meiri athygli! :( Þarf víst að fara að rölta í hreinsun með gripinn góða.
Svo var St.Patricksday í gær og við ákváðum að halda upp á írskablóðið sem rennur í okkur og drekka smá bjór á tilboði. Var meira að segja svo rosalega "heppin" að græða einhverjar tvær forláta húfur sem ég tróð auðvitað beint í töskuna, söfnunaráráttan sko, þið vitið ég er víst þegar allt er tekið saman kvenkyns. Verst að ölið fór eitthvað öfugt ofan í mig og það vottar bara fyrir þynku í dag (nei ég drakk ekki svo mikið!!!)! Maginn ennþá eitthvað að stríða mér og þolir ekkert *bölv og ragn*. Er farin að hallast að öllausu afmæli á morgun en er þetta ekki eitt af því sem allir segja og engir framkvæmir? Svona eins og að hætta að borða nammi það sem eftir er ævinnar því sykur er eitur...
Svo var St.Patricksday í gær og við ákváðum að halda upp á írskablóðið sem rennur í okkur og drekka smá bjór á tilboði. Var meira að segja svo rosalega "heppin" að græða einhverjar tvær forláta húfur sem ég tróð auðvitað beint í töskuna, söfnunaráráttan sko, þið vitið ég er víst þegar allt er tekið saman kvenkyns. Verst að ölið fór eitthvað öfugt ofan í mig og það vottar bara fyrir þynku í dag (nei ég drakk ekki svo mikið!!!)! Maginn ennþá eitthvað að stríða mér og þolir ekkert *bölv og ragn*. Er farin að hallast að öllausu afmæli á morgun en er þetta ekki eitt af því sem allir segja og engir framkvæmir? Svona eins og að hætta að borða nammi það sem eftir er ævinnar því sykur er eitur...
þriðjudagur, mars 15, 2005
...hún amma Sigga mín á afmæli í dag, til hamingju með það! :* Býst við að þeir sem ákváðu að kíkja til hennar í kaffinu hafi fengið fullt af gómsætum kökum, þannig er hún bara. :) Annars allt að verða vitlaust í afmælum þessa dagana, Ari Björn 1 árs þann 8. og einhverjir fleiri sem ég þekki áttu líka afmæli þann dag. Eignaðist lítinn frænda úti í Bretlandi þann 10. og Madda Stína varð ári eldri þann 13., amma á afmæli í dag og Sindri á morgun og svo þykist Dana eiga stórafmæli í lok mánaðarins. Er svo boðið í tvöfalt afmæli á laugardaginn og Seyðisfjörður á þriðjudaginn svo það er bara allt að gerast! :)
Hvað er það samt að vera með dömubinda- og bleyjuauglýsingar fyrir leiðarljós??? Er ekki næstum bara gamalt fólk sem horfir á það? Mér finnst þetta vera frekar kaldhænislegt! Uss Vanessa er fyrir framan hús sem er samlitt peysunni hennar, þetta er æsispennandi...
Hvað er það samt að vera með dömubinda- og bleyjuauglýsingar fyrir leiðarljós??? Er ekki næstum bara gamalt fólk sem horfir á það? Mér finnst þetta vera frekar kaldhænislegt! Uss Vanessa er fyrir framan hús sem er samlitt peysunni hennar, þetta er æsispennandi...
sunnudagur, mars 13, 2005
...er eitthvað svo eirðarlaus og hata það. Sit hérna og skoða dýrt drasl á internetinu og læt mig dreyma um betri fjárhagslegatíma. Samt ekki eins og ég verði að eiga allt og ekki einu sinni eins og mig langi það í rauninni en alltaf gaman að láta sig dreyma.
Var í mat á Álftanesinu áðan og án þess að vera að reyna að sleikja einhverja upp þá var þetta alveg ótrúlega góður matur eins og vanalega. Ég er bara komin með matarást á þessu fólki! :) Var samt dugleg og náði að hemja mig, borðaði eins og eðlileg manneskja og afþakkaði köku í eftirrétt þvíég var svo mett. Er reyndar ennþá asnaleg í maganum svo það spilaði svolítið mikið inn í. Er búin að lofa að fara til læknis ef þetta fer ekki að lagast og fyrst að það loforð hefur verið gefið lagast þetta örugglega eftir nokkra daga, þannig er það alltaf sem betur fer.
Svo var auðvitað idol á föstudaginn, öllum þrælað í mini-bíóið í Seljahverfinu og mikið stuð þar. Auðvitað tók hún Hildur Vala þetta en Heiða var samt rosalega góð líka. Svo var öllum hollað niður í bæ og sumir djömmuðu fram á morgun, ég stakk samt af um 4-leytið. Var rosalega lúmsk, tékkaði á stelpunum og þegar þær voru ekki að horfa reif ég úlpuna mína af stólnum og hljóp niður og út. Hafði varla tíma til að klæða mig áður en ég þaut út og burt frá soranum! ;) Verst að ég var ekki alveg svona frá á fæti daginn eftir þegar ég varð fórnarlamb mestu þynnku sem um getur. Svona illa held ég hreint út að mér hafi aldrei liðið áður og óska ekki mínum versta óvini að þurfa að lenda í svona. Verð samt að viðurkenna að ég glotti við tilhugsunina að Bogi væri kannski þunnur í dag bara svona því hann var að stríða mér í gær. En uss það er samt ljótt því hann leyfði mér að kúra í sófanum sínum með teppið góða og horfa á tívíið með sér. Ekki allir sem hefðu kært sig um að hafa svona hræ inni hjá sér...
Var í mat á Álftanesinu áðan og án þess að vera að reyna að sleikja einhverja upp þá var þetta alveg ótrúlega góður matur eins og vanalega. Ég er bara komin með matarást á þessu fólki! :) Var samt dugleg og náði að hemja mig, borðaði eins og eðlileg manneskja og afþakkaði köku í eftirrétt þvíég var svo mett. Er reyndar ennþá asnaleg í maganum svo það spilaði svolítið mikið inn í. Er búin að lofa að fara til læknis ef þetta fer ekki að lagast og fyrst að það loforð hefur verið gefið lagast þetta örugglega eftir nokkra daga, þannig er það alltaf sem betur fer.
Svo var auðvitað idol á föstudaginn, öllum þrælað í mini-bíóið í Seljahverfinu og mikið stuð þar. Auðvitað tók hún Hildur Vala þetta en Heiða var samt rosalega góð líka. Svo var öllum hollað niður í bæ og sumir djömmuðu fram á morgun, ég stakk samt af um 4-leytið. Var rosalega lúmsk, tékkaði á stelpunum og þegar þær voru ekki að horfa reif ég úlpuna mína af stólnum og hljóp niður og út. Hafði varla tíma til að klæða mig áður en ég þaut út og burt frá soranum! ;) Verst að ég var ekki alveg svona frá á fæti daginn eftir þegar ég varð fórnarlamb mestu þynnku sem um getur. Svona illa held ég hreint út að mér hafi aldrei liðið áður og óska ekki mínum versta óvini að þurfa að lenda í svona. Verð samt að viðurkenna að ég glotti við tilhugsunina að Bogi væri kannski þunnur í dag bara svona því hann var að stríða mér í gær. En uss það er samt ljótt því hann leyfði mér að kúra í sófanum sínum með teppið góða og horfa á tívíið með sér. Ekki allir sem hefðu kært sig um að hafa svona hræ inni hjá sér...
fimmtudagur, mars 10, 2005
...haldiði ekki að konan sé bara að fara að glápa á Eddie Izzard á Broadway á eftir. Ætlaði ekkert að fara en Atli "bró" ákvað að fara frekar á einhverja MR-samkundu og ég fékk miðann. Gaman gaman, veitir ekki af smá hlátri inn í mitt annars svo ákaflega dapra líf!! ;)
Tja annars ekkert voðalegt að frétta, Idol á morgun í Breiðholti af öllum stöðum. Fólk bara rekið upp í kuldann og vindinn til að sjá úrslitin! ;) Verð að vera tilbúin á fyrra fallinu aldrei þessu vant svo ég komist þangað. Uss uss uss það sem á mann er lagt og ég hvorki búin að velja dressið eða gera prufumálningu!! Hahahaha sé það í anda gerast einhverntímann, kannski daginn sem ég gerist Sirrý ákaflega vel skipulagða og ég efast um að það gerist í bráð. Hvað ætli laugardagurinn bjóði upp á?? Veit um eitt stykki afmæli og gæti hugsanlega laumað mér þangað inn með því að nota nafnið Bogga en ég veit ekki hvort ég nenni því. Skilst að það sé ekkert líkt með okkur í útliti þó að hægt sé að ruglast á okkur í síma!
En best að klára að gera mig tilbúna fyrir Izzard-inn, má ekki láta manninn bíða... ;)
Tja annars ekkert voðalegt að frétta, Idol á morgun í Breiðholti af öllum stöðum. Fólk bara rekið upp í kuldann og vindinn til að sjá úrslitin! ;) Verð að vera tilbúin á fyrra fallinu aldrei þessu vant svo ég komist þangað. Uss uss uss það sem á mann er lagt og ég hvorki búin að velja dressið eða gera prufumálningu!! Hahahaha sé það í anda gerast einhverntímann, kannski daginn sem ég gerist Sirrý ákaflega vel skipulagða og ég efast um að það gerist í bráð. Hvað ætli laugardagurinn bjóði upp á?? Veit um eitt stykki afmæli og gæti hugsanlega laumað mér þangað inn með því að nota nafnið Bogga en ég veit ekki hvort ég nenni því. Skilst að það sé ekkert líkt með okkur í útliti þó að hægt sé að ruglast á okkur í síma!
En best að klára að gera mig tilbúna fyrir Izzard-inn, má ekki láta manninn bíða... ;)
mánudagur, mars 07, 2005
...ég á svo bágt, er illt í maganum og óglatt! Ætla ekki að kvarta meira í bili en allir að vorkenna mér samt!!
Dreymdi annars stórfurðulega í nótt, Gunnar átti aðra kærustu líka sem hét Björg. Ég varð auðvitað mjög sár og leið en reyndi að vera sterk. Svo hafði hann keypt íbúð einhverstaðar lengst úti í rassgati og sagði að ég mætti búa með sér ef ég hjálpaði til við að gera íbúðina fína. Ég samþykkti það og við ásamt hóp af fólki hófumst handa við að drepa pöddur og rífa gólfefni af. Svo kom heiftarlegt rifrildi og við hættum saman og hann ákvað að vera bara með þessari Björgu en samt þurfti ég að hjálpa til því ég komst ekki heim. Mér leið hörmulega því allir voru vondir við mig, öskrandi á mig og með leiðinda stæla. Komst heim að lokum en tók strætó aftur þangað daginn eftir til að hjálpa til því ég ætlaði ekki að gefast upp svona auðveldlega. Var næstum komin þangað þegar ég frétti að enginn yrði þar þennan dag en ég var bara ekki látin vita og ég varð ofboðslega sár. Þetta var svo skrítin draumur og mér leið svo illa í honum að ég var fegin þegar ég vaknaði alveg í svitabaði. En þegar ég sofanði aftur kom bara framhald á draumnum og vanlíðanin í svefninum hélt áfram. Varð hroðalega fegin þegar ég vaknaði alveg og fór á fætur. Gott að geta hlegið af þessari vitleysu núna...
Dreymdi annars stórfurðulega í nótt, Gunnar átti aðra kærustu líka sem hét Björg. Ég varð auðvitað mjög sár og leið en reyndi að vera sterk. Svo hafði hann keypt íbúð einhverstaðar lengst úti í rassgati og sagði að ég mætti búa með sér ef ég hjálpaði til við að gera íbúðina fína. Ég samþykkti það og við ásamt hóp af fólki hófumst handa við að drepa pöddur og rífa gólfefni af. Svo kom heiftarlegt rifrildi og við hættum saman og hann ákvað að vera bara með þessari Björgu en samt þurfti ég að hjálpa til því ég komst ekki heim. Mér leið hörmulega því allir voru vondir við mig, öskrandi á mig og með leiðinda stæla. Komst heim að lokum en tók strætó aftur þangað daginn eftir til að hjálpa til því ég ætlaði ekki að gefast upp svona auðveldlega. Var næstum komin þangað þegar ég frétti að enginn yrði þar þennan dag en ég var bara ekki látin vita og ég varð ofboðslega sár. Þetta var svo skrítin draumur og mér leið svo illa í honum að ég var fegin þegar ég vaknaði alveg í svitabaði. En þegar ég sofanði aftur kom bara framhald á draumnum og vanlíðanin í svefninum hélt áfram. Varð hroðalega fegin þegar ég vaknaði alveg og fór á fætur. Gott að geta hlegið af þessari vitleysu núna...
sunnudagur, mars 06, 2005
...austfirðingaballið var ágætt, partýið hjá Nedda og Gyðu var skemmtilegra. Við mættum þarna á ballið og dönsuðum smá og svo stungum við Gyða af á 22, þegar við komum þangað mættum við Klemensi og Ingu sem var mjög undarlegt þar sem við kvöddum Klemens á Nasa og ætluðum að hitta hann á eftir. Veit ekki hvernig hann var svona snöggur upp eftir *hux hux*. Eftir stutta stund á 22 skunduðum við Gyða á Devitos og fórum svo heim til hennar að borða. Höfum ekki verið komnar svona snemma heim af djamminu í langan tíma. Frétti að ég hefði ekki angað neitt voðalega vel þegar Gunni kom að sækja mig til Gyðu strax eftir pizzuna. Enda efast ég um að heilt box af hvítlauksolíu, svartur pipar og pepperoní blandað saman við bjór og ga-jol skot lykti vel þegar maður ropar!! Svo var ég alveg pottþétt ákaflega skemmtileg þegar við komum heim, kvartaði yfir að vera of full, hló eins og vitleysingur og talaði mjög hátt þrátt fyrir að ég einbeitti mér að því að tala lágt. Hef örugglega vakið Boga, Adda og alla hina í blokkinni áður en ég lognaðist út af!
Í gær voru svo bara rólegheit. Hamborgari, ís og hryllingsmynd með Gyðu, bíó með Gunna, Snorra og Stebbu og svo kaffi og spjall með Gyðu og Ástu. Semsagt ákaflega góður dagur. Sit núna heima og reyni að ímynda mér að einhver einn tími sé betri til að fara í sturtu en annar. Komst að því að klukkan 17:30 er sturtutími og þangað til bara hangs á netinu. Svo bara góður sunnudagsmatur á Álftanesinu og kúrerí í kvöld. Sýnist á öllu að sunnudagurinn ætli ekki að klikka frekar en vanalega! :)
Lýsi hér með eftir einhverju að gera annaðkvöld og tja kannski bara á þriðjudagskvöldið líka...
Í gær voru svo bara rólegheit. Hamborgari, ís og hryllingsmynd með Gyðu, bíó með Gunna, Snorra og Stebbu og svo kaffi og spjall með Gyðu og Ástu. Semsagt ákaflega góður dagur. Sit núna heima og reyni að ímynda mér að einhver einn tími sé betri til að fara í sturtu en annar. Komst að því að klukkan 17:30 er sturtutími og þangað til bara hangs á netinu. Svo bara góður sunnudagsmatur á Álftanesinu og kúrerí í kvöld. Sýnist á öllu að sunnudagurinn ætli ekki að klikka frekar en vanalega! :)
Lýsi hér með eftir einhverju að gera annaðkvöld og tja kannski bara á þriðjudagskvöldið líka...
föstudagur, mars 04, 2005
...þá er konan komin heim og búin að hjúkra manninum til betri heilsu. Mér er greinilega ekkert umhugað um eigin heilsu því morgun/hádegismaturinn í dag eru sterkir molar og sykurpúðar *hrollur*. Verð örugglega hroðalega ofvirk í dag og dett svo niður í blóðsykri og kemst ekki á austfirðingaballið fræga í kvöld. Nei ætli ég reyni ekki að læða einhverjum alvöru mat ofan í magann áður en bjórþambið og idolið byrjar. Er voða heit fyrir surprise surprise núðlum af Rikka Chan, skil ekki afhverju mér finnast þær svona góðar því þær eru í rauninni ekkert sérstakar! :S Hmmmm er farin að gjóa augunum á snakkið svo það er kannski best að ég fari að hafa samband við hana Dönu og koma mér eitthvað út!
Allir að kjósa Hildi Völu í kvöld hún er svo flottust...
Allir að kjósa Hildi Völu í kvöld hún er svo flottust...
miðvikudagur, mars 02, 2005
...oj hvað ég er þreytt, skil þetta bara ekki! Fór frekar snemma að sofa í gær en var alltaf að vakna eins og nóttina á undan. Fór svo á fætur fyrir klukkan 10 og hentist í búð að kaupa kók og eitthvað að maula handa veika manninum. Fór svo í morgunkaffi til Gyðu Ameríkufara, hafði ekkert hitt hana frá því að hún kom aftur til landsins. Alveg ónýtt. Sit bara heima núna og reyni að gera eitthvað svo ég fari ekki að sofa. Er alveg máttlaus í líkamanum og finn að ég gæti sofið fram á kvöld en þeir sem allt þykjast vita segja að það sé alveg bannað. Uss skil ekki hvaðan þær upplýsingar koma, eins og það er gott að sofa á daginn. Verst að maður missir af öllu en á hinn bóginn kemur maður miklu í verk því það enginn til að trufla mann á nóttunum...
þriðjudagur, mars 01, 2005
...mmmm mmmm er svo heppin að þekkja fullt af fólki sem er tilbúið að fóðra mig. Hékk með Dönu í gær sem bauð mér í lasagna. Borðaði á mig gat eins og á að gera þegar manni er boðið í mat amk ef verið er að reyna að halda fituforðanum við en samt eyða sem minnst af sínum eigin peningum í fóður. Fór strax í bælið og ég kom heim en svaf alveg hörmulega, var alltaf að vakna til að pissa og vesenast eitthvað. Svaf til 11:30 því í dag byrjuðu einhverjir árdagar í skólanum sem ég nenni ekki að taka þátt í. Er alveg hrikalega ófélagslynd kona amk þegar kemur að einhverju svona, því miður *roðn*.
Gunni litli er veikur, eða ég held hann sé veikur í dag var það amk í gær. Ég var óvelkomin kærasta því honum finnst víst best að vera einn þegar vanlíðanin er svona hroðaleg. Ég sem er svo góð hjúkka, hans missir! :) Kannski best að ath hvenrig heilsan er hjá manninum og hvort hann vanti eitthvað. En það verður að bíða aðeins (oj hvað ég er vond) því núna ætla ég að skoppa í strætó til Ingu og við finnum upp á einhverju bráðskemmtilegu að gera eins og við erum vanar. Gætum hrellt afgreiðsludömur í 10-11, erum víst þekktar fyrir það...
Gunni litli er veikur, eða ég held hann sé veikur í dag var það amk í gær. Ég var óvelkomin kærasta því honum finnst víst best að vera einn þegar vanlíðanin er svona hroðaleg. Ég sem er svo góð hjúkka, hans missir! :) Kannski best að ath hvenrig heilsan er hjá manninum og hvort hann vanti eitthvað. En það verður að bíða aðeins (oj hvað ég er vond) því núna ætla ég að skoppa í strætó til Ingu og við finnum upp á einhverju bráðskemmtilegu að gera eins og við erum vanar. Gætum hrellt afgreiðsludömur í 10-11, erum víst þekktar fyrir það...