...*geisp* ég er ennþá vakandi og er að verða svolítið þreytt. Er að spjalla við hana Helgu mína á msn-inu en áður en ég byrjaði á því var ég í heimsókn hjá Lovísu sem er að pakka niður fyrir heimferð á þriðjudaginn. Verð bara alveg að viðurkenna að ég öfunda hana ekki að vera að pakka öllu úr herberginu niður í kassa, þegar við flytjum 1. ágúst ætla ég bara að skella öllu í rusalpoka og kassa og skúffur og allt sem getur haldið drasli og labba með það yfir götuna, aaahhh hljómar eins hreinn unaður við hliðina á "allt ofan í kassa". Var að umbóka þvottahúsið sé ekki fram á að nenna að vakna fyrir klukkan 11 á eftir til að þvo, enda er spáð svo góðu veðri og þá er fínt að sofa það bara af sér og fara svo bara í kvöld göngu í staðinn! :)
Fór einmitt út í kvöld og spilaði Kubbspel, það var bara gaman! :) Haukur var alveg að meika það með skordýrasprayið og Ara einfalda fannst það alltaf jafn fyndið þegar Haukur réðst á flugurnar með sprayinu! :) Held alveg örugglega að mitt lið hafi tapað nokkuð örugglega en ég er viss um að ég get unnið þegar við Gummi erum búin að kaupa okkur svona og æfa okkur í allt sumar hérna í sólinni sem verður alveg örugglega mikil og heit! ;)
Ætla að fara að sofa áður en Gummi vaknar, nenni ekki að hitta hann myglaðan og erfiðan í morgunsárið - hihihi - ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli