mánudagur, júní 23, 2003
...hellingur búinn að gerast síðan síðast. Fórum til Tidaholm á föstudaginn að heimsækja frændfólk Gumma sem var það í heimsókn hjá Bjössa og Lilju. Lilja og Sigga náðu í okkur rétt eftir hádegið og lögðum við af stað til Tidaholm nánast ósofin því Gummi var að koma af næturvakt og ég var að koma af netinu! Í Tidaholm var étið og drukkið og hlegið og sofið og étið meira. Það var mjög gott og gaman að hitta Magga og Siggu og stelpurnar og komast aðeins út úr bænum en þða var líka mjög gott að koma heim aftur því heima er best eða borta bra men hemma bäst eins og svíarnir segja! Við keyptum líka helling af bjór fyrir helgina en höfum ekki drukkið einn einasta, bjugumst nefnilega við því að Maggi og Sigga mundu koma í heimsókn til okkar en svo var það ekki hægt. Það er varla hægt að koma hinum óþarfanum fyrir í kælinum því hann er alveg troðfullur af bjór en það er bara ágætt! ;) Gyða og Hrefna koma ef til vill í 1-2 daga heimsókn til okkar í næstu viku og þá er ekki slæmt að eiga bjór, þær eru nú svo miklir þambarar! Vonandi sjá þær sér fært að kíkja til okkar, það er nú svo stutt frá Köben til Skövde (er að reyna að hafa sálræn áhrif á þær svo þær kunni ekki við annað en að koma!!)!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli