...ég hef oft verið hissa og jafnvel hneyksluð á bandaríkjamönnum en þetta slær því flestu ef ekki öllu út... hvað verður það næst?
BANDARÍSKIR kettir hafa ástæðu til að...
Bandarískir kettir hafa ástæðu til að gleðjast því loks er búið að ýta úr vör sjónvarpsþáttum sem sérstaklega eru gerðir fyrir ketti.
Ákveðið var að ráðast í gerð þáttar sem höfðaði til þessa áhorfendahóps þar sem rannsóknir leiddu í ljós að þriðjungur katta hefur gaman af sjónvarpsglápi.
Þátturinn, sem heitir Meow TV, og sýndur er á Oxygen-sjónvarpsstöðinni hennar Opruh Winfrey, er sérhannaður fyrir ketti - en ekki endilega eigendur þeirra - og meðal þess sem boðið verður upp á verða myndir af fiskum og íkornum auk þátta um katta-jóga.
Sé alveg hann Snúð heitinn fyrir mér í jóga!! Hvernær ætli hann Guðjón Bergmann fari að gera tantra þætti fyrir ketti, örugglega mjög vinsælt og líklegt til gróða!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli