fimmtudagur, júní 30, 2005

...mér leiðist, ligg uppi í rúmi og skoða leiðinlegar síður á netinu *bleehhh*. Er lasin, langaði samt að vinna en betra að vera heima einn dag en verða meira veik og þurfa að hanga heima í kannski viku. Finnst þetta samt skammarlegt en svona er þetta víst bara. Hef samt verið lítið lasin undanfarið sem betur fer, hef greinilega ákveðið að taka flest allar flensurnar í vetur enda var það hálf ömurlegur tími. Gunnar er veikur líka en varð að skreppa í vinnuna. Ég var ekki sátt því hann er hálf dauður greyið og hann var búinn að tilkynna veikindi. En þeir eru víst einhverjir þarna sem ráða ekki við að vera bara 2 að vinna eða eitthvað crap!! Akkúrat núna er það óskyljanlegt fyrir mig, er viss um að ef það væru 2 stelpur að vinna þætti það alveg nóf hvort sem það væri lítið eða mikið að gera. Æj fattiði hvað ég er að meina??? Var einu sinni í vinnu þar sem ég var skömmuð ef ég gerði ekki allt á mínútunni og samt var þetta oft á tíðum mikil vinna og erfið líkamlega. Strákurinn sem var á undan mér í starfinu var aldrei skammaður þó hann væri latari og seinna til verka en ég og sterkari svo þetta ætti nú allt að vera léttara fyrir hann. Nei hann var svo duglegur því hann var strákur og "þetta var nú svo erfitt og ekki hægt að ætlast til að hann réði við þetta!" Fékk sem betur fer hrós fyrir dugnað frá þeim sem unnu nær mér, annars hefði ég örugglega farið að grenja af svekkesli!!!

Planið er að skreppa í sumarbústað um helgina nema Klemens sé búinn að skipta um skoðun. Verður gaman að skella sér aðeins úr bænum og anda að sér fersku sveitaloftinu. Svo er líka heitur pottur þarna og spáð góðu veðri á laugardaginn svo bikiníið verður að vera með í för svo að kroppurinn fái að drekka í sig nokkra sólargeisla. Má samt ekki gleyma að þetta gerist bara ef ég verð frísk, fer ekki að hoppa um á bikiní ef ég verð ennþá slöpp það er víst alveg bannað!!

Svo er brúðkaup þar næstu helgi og ég er ekkert smá spennt. Ég hlakka svo til að það er ekkert eðlilegt. Þetta er samt vinnuhelgi hjá mér en ég er búin að biðja um eitthvað frí. Verð td "bara frá 7:00 - 15:00 á laugardeginum og fæ þess vegna 4 klst í frí. Brúðkaupið byrjar kl 18 þannig að ég hef tíma til að taka mig til og koma mér upp í Mosó. Á svo að byrja að vinna kl 8:30 á laugardagsmorguninn en er að reyna að taka skiptivakt eða ef einhver vill leysa mig af í nokkra tíma og eiga það inni hjá mér. Vona að það takist svo ég þurfi ekki að fara geðveikt snemma heim!!! Það væri ekkert voðalega töff...

sunnudagur, júní 26, 2005

...ég planaði rólega helgi eins og svo oft áður og tókst loksins að fylgja planinu eftir. Video með Gyðu á föstudaginn og afmæli hjá Jónda klukkan 14 í gær og svo sotið og spjallað við Dönu, Sverri og Kristjón til klukkan 3 í nótt. Vá hvað það var notalegt og skemmtilegt og ég fann hvað ég hafði saknað þeirra mikið enda orðið alltof langt síðan ég átti leið í Hafnarfjörðinn síðast! Dana klikkaði heldur ekki á bakkelsinu, það voru heitir réttir, púðursykursterta ala amma hennar, alvöru nammiskúffukaka með geðveikt góðu kremi, hrískaka og pönnukökur - nammi namm - og ég borðaði á mig gat enda er maginn eitthvað slappur í dag.

Gunnar er að vinna í dag svo ég er bara heima hjá honum að hanga, nennti ekki heim til mín áðan. Á sjálf nefnilega frí í dag og á morgun og svo tekur alvaran aftur við en er svo heppin að eiga aftur 3ja daga frí um næstu helgi!! :) Þá skelli ég mér nú kannski bara í sumarbústað og hef það gott með Klemensi mínum og sennilega einhverjum fleiri útvöldum.

Ætla að fara að klára Belladonnaskjalið...

fimmtudagur, júní 23, 2005

...aaahhhh komin í frí í fjóra daga!! :) Það er auðvitað voðalega gaman en þá eru auðvitað margir af þeim sem ég þekki að vinna helgarvaktir sem er bömmer. Á þriðjudaginn gerist ég svo sérlegur vaktstjóri á Select við Birkimel og verð þá afleysingar-Gummi. Verð að redda mér derhúfu til að reyna að blekkja viðskiptavinina almennilega!! Annars held ég að ég hafi gert minna af skemmtilegum hlutum nýlega en vanalega því ég er alltaf svo þreytt og stundum geðfúl eftir vinnuna, er ennþá að venjast þessu en finn að þetta er allt að koma. Mér er reyndar boðið í afmæli til Jónda krúsí í Hafnarfirði á laugardaginn og brúðkaup þann 9. júlí minnir mig og svo má ekki gleyma að ég eignaðist lítinn frænda í síðustu viku. Skilst að hann sverji sig í ættina og sé mjög myndarlegur maður!! :) Verð að kíkja á hann við tækifæri en ekki alveg strax, best að leyfa litlu fjölskyldunni að aðlagast hvort öðru fyrst...

laugardagur, júní 18, 2005

...alltaf jafn gaman að fara á djammið! Mig langaði ekkert að fara en við Gunnar byrjuðum á að grilla heima hjá okkur Klemensi með Gyðu og auðvitað Klemensi. Svo tengdi ég Playstation í flýti svo við Gyða gætum prófa og nauðgað syngstar í kvelli og svo var sturtað sig og drukkið og voðagaman með smá aukafólki. Allt í einu var bara komminn tími á bæinn og ég orðin kennd þannig að helmingurinn tók taxa en við hin (ég, Gunnar og Gyða) löbbuðum í bæinn. Dansi dansi dans og svo heim því ég á að fara að vinna klukkan hálf 12 og Gunnar klukkan tólf svo það er nóg að gerast!!!

Vúbbó sí, bannað að gleyma pissusögunni góðu. Ég þurfti geðveikt að pissa og við vorum komin í hliðargötu af Lækjargötunni svo ég ákvað að bregða mér inni í næsta port sem ég fann. Það vildi þá ekki betur til en svo að þegar ég hafði vippað niður um mig buxunum og öllu heila klabbinu þá heyrði ég eitthvað bank, en þá fattaði ég að ég var einmitt beint fyrir framan mjög svo dulinn bakglugga. Gunnar var svo mikill séntilmaður að hann stökk til að skýla mér fyrir augngotum svangra samferðadjammara okkar. Ég gat þá komið mér í burtu og klárað mig af, sem var betra en hinn kosturinn sem hefði þá verið að pissa í buxurnar!! Sem betur fer fannst mér þetta meira fyndið en vandræðalegt þó að smá roði hafði komið í kinnarnar við tilhugsunina um ókunnugt fólk að fylgjast með mér á ´"klósettinu"!!!

En jæja þá, á morgun er amk plönuð afslöppun með bíó eða niðurhöluðum bíómyndum. Hahahahahahaha fyndið þetta "að niðurhala", ég hugsa alltaf um fólk að kúka!! :D Ok kannski crazy en er samt örugglega samt ekki sú eina um þetta *hux hux*!! En ok best að byrja á því að sofna, svo vinna og svo hugsum við hvort eitthvað af þessum bíómyndum eiga eftir að gera sig! Á líka að vinna hálf 12 til fimm á sunnudag og einhverja tólf tíma á mánudag en skilst að sennilega fái ég frí að þriðjudag. Hver veit hvaða villtu hluti ég á eftir að framkvæma þann dag, úúúúúúúú spennó...

föstudagur, júní 17, 2005

...ég er eins og lítið barn, ef ég verð svöng þá verð ég ógðeslega pirruð og allt verður ómögulegt. Varð þannig í dag, vaknaði um 2-leytið og eftir smá stund fékk ég geðveikt illt í magann og garnagaul og ég var ekki í rónni fyrr en ég komst heim og gat borðað matinn minn. En þá var maginn orðinn svo svangur að ég kom varla matnum niður. Núna er ég bara geðveikt þreytt og geðfúl eitthvað og allt ómögulegt. Er að hugsa um að fara til læknis og láta athuga í mér blóðið, er alltaf þreytt og pirruð þess vegna og mér finnst það bara ekkert gaman enda bitnar það mikið á sjálfri mér en mest á þeim sem mér þykir vænst um! :( Þannig á það alls ekki að vera og mér þykir það svo leiðinlegt að ég fæ næstum tár í augun við tilhugsunina. Langar að leggja mig núna og sofa þangað til ég á að mæta í vinnuna klukkan 11:30 á morgun en er víst skildug að borða eitthvað kjöt og hafa það nice enda er það víst ekki gott fyrir sálarlífið að sofa meira en 9 klst á sólarhring. Oj er alveg að lognast útaf svo ég verð að leggja tölvuna frá mér, hlýt að meiga dorma á meðan það er verið að grilla...

þriðjudagur, júní 14, 2005

...þá er ég flutt fyrir 2 vikum og ég veit ekki betur en að sambúðin gangi bara vel svona fyrir utan smá leiðindi en það er allt í keijinu. Kerlan er líka búin að fá vinnu og frá morgundeginum verð ég stollt Select-starfskona og jesús hvað ég hlakka til að hafa smá innkomu, það er þungu fargi af mér létt. Ekki fleiri nætur þar sem ég vakna til að pissa og get ekki sofnað aftur því ég hugsa svo mikið og peningamálin og hversu hræðileg þau eru. Gott að allt er á réttri leið núna! :) Næsta stress er svo að finna samastað fyrir haustið en það hlýtur að reddast líka, bara að vera bjartsýn og ekki gefast upp og þá hlýtur þetta allt að koma. Þessi Pollýönnu leikur virkar víst voðalega vel segja sérfræðingarnir. En núna er karlinn að reka á eftir mér, er að steikja handa mér kjöt, rosalega duglegur alltaf þessi elska...