...framhald síðan síðast...
Á jóldag buðum við svo Dönu, Sverri og Jónda að koma til okkar í smá kaffiboð, með íslensku nammi, heitu kakói, ömmu Siggu-rúllutertu og búðarkeyptum smákökum. Það var mjög fínt en því miður voru ekki allir svo heppnir að fá að kútveltast allsberir um sófann minn! Stundum langar mig bara að verða lítil aftur, þá má allt...!! Um kvöldið var svo snætt hangikjöt með tilheyrandi jóalsalati og gotteríi mmm mmm mmm mmm. Ætli við höfum svo ekki annað hvort legið yfir Futurama eða playstation um kvöldið! ;)
Á annan í jólum var sofið út og haft það gott. Ég eldaði svo þetta snilldar nautakjöt með bernessósu og gúmmelaði. Maturinn var reyndar frekar seint eða um klukkan 21 því ég sofnaði aðeins í sófanum og Gummi var ekkert að vekja mig enda leiðinlegt að þurfa að hætta að leika sér í Gran Turismo til að borða uppáhaldsmatinn sinn! ;)
Dagana milli jóla og nýars höfum við svo snúið sólarhringnum fram og til baka, horf á bíómyndir og þætti, spilað tölvuleiki og lesið, sem sagt gert allt sem tilheyrir því að vera í fríi. Fórum reyndar aðeins á útsölur þó við værum ekki svo gráðug að fara strax á annan í jólum. Keyptum gallabuxur handa Gumma á 50% afslætti og peysu handa mér sem var ekki á neinum afslætti *roðn*. Ég kenni Gumma algjörlega um þau kaup því ég var búin að ákveða að kaupa hana ef hún yrði á útsölu. Þegar hún var ekki á ústsölu hætti ég alveg að hugsa um hana en þá byrjaði Gummi "ætlarðu ekki að kaupa peysuna?? Eigum við ekki að kíkja á hana osfrv". Fyrst hann var í svona gjafmildu skapi gat ég nú ekki sagt nei enda kostaði hún nú engin ósköp eða rétt tæplega 200 sek. Það var líka gaman að fara og versla fyrir annara manna peninga því við fengum peninga til að kaupa boli á frænku hans Gumma því hún var svo ánægð með þann sem hún fékk í jólagjöf frá okkur Auðvitað sakaði það ekki að þeir voru sjúklega ódýrir og við náðum að kaupa fjóra flotta boli á ca. 2500 kr. Hún hlýtur að verða ánægð *krossa putta* því ég hef óaðfinnanlegan smekk *roðn*. Ég ætlaði svo að kaupa mér gallabuxur á útsölu en fann engar sem pössuðu almennilega, voru alltaf annað hvort of litlar eða stórar, of þröngar við kálfanna (er víst í tísku en fer mér illa), of útvíðar, of lágar í mittið eða of háar...það er erfitt að finna hinar fullkomnu gallabuxur svo það verður bara að bíða þangað til seinna. Útsölurnar eru nú ekki alveg búnar strax! :D
Svo er bara áramótapartý/djamm á morgun. Ekki leiðinlegt það, fullt af góðum mat og konfekti og kampavíni og allskonar ósóma mmm mmm mmm mmm...
þriðjudagur, desember 30, 2003
...jól, jól, jól, það eru jól! Jólin hjá okkur eru búin að vera alveg yndisleg, mikið slappað af, lesið, horft á sjónvarpið og dvd og spilað tölvuleiki. Við aftur á móti átum ekkert þessi jól því við ákváðum að gefa andvirði matarsins til fátækra Svía...æ viss...maður hefði kannski frekar átt að gera það. Reyndar höfum við borðað góðan mat og fengið okkur íslenskt gotterí en samt höfum við ekki legið í matnum eins og svín sem betur fer. Borðað vel en ekki alltof mikið! :) Ég er þessi snilldarkokkur þó ég segji sjálf frá og eldaði þessa fínu jólaasarsúpu ala mamma uppbakaða og alle grejer. Gummi sagði að þetta hefði verið besta asparsúpa sem hann hefður á æfi sinni smakkað og það er ekki lítið hrós þegar það er haft í huga að hann hefur matarást á tengdamömmu sinni. Svo var snædd jólaskinka með íslensu ívafi og fullt af góðu meðlæti haft með. Mmmmm mmmm mmmm mmmmmm. Svo var vaskað upp og gert fínt og lagað kaffi, konfekt sett í skál og allt var voða rómó og skemmtilegt. Þá fórum við að fikra okkur nær pakkafjallinu ógurlega. Reyndar var þetta lítið fjall, svo lítið að danir hefðu ekki einu sinni tekið það í mál að kalla það fjall, var kannski frekar hóll eða smá hæð eða... Jæja það skiptir ekki máli því pakkarnir voru allir yndislegir og innihéldu skemmtilega hluti. Núna verð ég bara eins og barnalandssíða af bestu gerð og tel allar gjafirnar upp:
Ég gaf Gumma Futurma seríu 3 og hann gaf mér geðveikt flott úr með rauðri þykkri ól.
Tengdó gáfu okkur sætan lampa og pönnukökupönnu og í pakkanum var myndaalbúm sem var ekki jólagjöf en notað til stuðnings! :) Í því eru fullt af myndum af Gumma á hinum ýmsu skeiðum og slatti af myndum af Daníel syni Gumma! :)
Frá foreldrum mínum fékk ég teppi sem er sundurklippt eins og mamma kallar það því það er ætlað til að hafa yfir axlirnar. Þetta teppi hef ég verið með á mér nánast stanslaust síðan ég opnaði gjöfina!!:) Náttföt fékk ég líka og ætla ég mér ekki að fara nánar út í útlitið á þeim eða miðann sem fylgdi með *roðn* en þau eru mjög flott! Foreldrar mínir fóru yfir um í að kaupa gjafir handa börnunum sínum í Svíþjóð því ég fékk líka vettlinga, trefil og húfu í setti, bókina Svo fögur bein (sem er mjög skemmtileg) og þriðja jólasveininn í safnið mitt! :)
Gummi fékk svo peysu, trefill og vettlinga og bókina Heimur spendýranna frá þessum snaróðu foreldrum mínum.
Frá ömmu Siggu fengum við eldhúshandklæði með útsaumuðum stöfunum mínum og tvær lítlar styttur.
Frá Mólgu fékk ég geðveikt flotta tösku.
Þá eru upptaldar gjafirnar sem eru komnar en við eigum von á pakka sem skilaði sér ekki fyrir jólin og vitum við að í honum er gotterí og sennilega einhver gjöf líka. Fórum á stúfana á eftir ef tilkynningin kemur ekki með póstinum til að grafast fyrir um hvar pakkagreyið er niðurkominn!
Foreldrar mínir vorur svo viss um að við værum svo ótrúelga fljót að rífa upp pakkana að þau hringdu þegar við vorum ekki búin að opna nema helminginn, uss þessir foreldrar alltaf svo fljótfærir! ;) Þannig að það var ekkert talað við þau þarna heldur hringdi ég seinna í þau og auðvitað hringdi Gummi svo heim til sín. Á meðan annað talaði í símann mátti hitt leika sér í playstation eða horfa á sjónvarpið sem hefði verið bannað annars. Svo var haldið í jólakaffi til Gunna Búa og Tönju og svo þegar heim var komið horfðum við á Futurma og kúrðum okkur í sófanum með smá nammigott!!
Sem sagt alveg yndislegt aðfangadagskvöld og við ætlum að henda inn nokkrum myndum af jólunum okkar við tækifæri, við lofum núna og stöndum við það, þetta gengur ekki lengur!!!
Skrifa um hina daga seinna, þetta er orðið óheyrilega langt, þangað til seinna, adjö...
Ég gaf Gumma Futurma seríu 3 og hann gaf mér geðveikt flott úr með rauðri þykkri ól.
Tengdó gáfu okkur sætan lampa og pönnukökupönnu og í pakkanum var myndaalbúm sem var ekki jólagjöf en notað til stuðnings! :) Í því eru fullt af myndum af Gumma á hinum ýmsu skeiðum og slatti af myndum af Daníel syni Gumma! :)
Frá foreldrum mínum fékk ég teppi sem er sundurklippt eins og mamma kallar það því það er ætlað til að hafa yfir axlirnar. Þetta teppi hef ég verið með á mér nánast stanslaust síðan ég opnaði gjöfina!!:) Náttföt fékk ég líka og ætla ég mér ekki að fara nánar út í útlitið á þeim eða miðann sem fylgdi með *roðn* en þau eru mjög flott! Foreldrar mínir fóru yfir um í að kaupa gjafir handa börnunum sínum í Svíþjóð því ég fékk líka vettlinga, trefil og húfu í setti, bókina Svo fögur bein (sem er mjög skemmtileg) og þriðja jólasveininn í safnið mitt! :)
Gummi fékk svo peysu, trefill og vettlinga og bókina Heimur spendýranna frá þessum snaróðu foreldrum mínum.
Frá ömmu Siggu fengum við eldhúshandklæði með útsaumuðum stöfunum mínum og tvær lítlar styttur.
Frá Mólgu fékk ég geðveikt flotta tösku.
Þá eru upptaldar gjafirnar sem eru komnar en við eigum von á pakka sem skilaði sér ekki fyrir jólin og vitum við að í honum er gotterí og sennilega einhver gjöf líka. Fórum á stúfana á eftir ef tilkynningin kemur ekki með póstinum til að grafast fyrir um hvar pakkagreyið er niðurkominn!
Foreldrar mínir vorur svo viss um að við værum svo ótrúelga fljót að rífa upp pakkana að þau hringdu þegar við vorum ekki búin að opna nema helminginn, uss þessir foreldrar alltaf svo fljótfærir! ;) Þannig að það var ekkert talað við þau þarna heldur hringdi ég seinna í þau og auðvitað hringdi Gummi svo heim til sín. Á meðan annað talaði í símann mátti hitt leika sér í playstation eða horfa á sjónvarpið sem hefði verið bannað annars. Svo var haldið í jólakaffi til Gunna Búa og Tönju og svo þegar heim var komið horfðum við á Futurma og kúrðum okkur í sófanum með smá nammigott!!
Sem sagt alveg yndislegt aðfangadagskvöld og við ætlum að henda inn nokkrum myndum af jólunum okkar við tækifæri, við lofum núna og stöndum við það, þetta gengur ekki lengur!!!
Skrifa um hina daga seinna, þetta er orðið óheyrilega langt, þangað til seinna, adjö...
þriðjudagur, desember 23, 2003
...þá meiga jólin koma mín vegna! Við erum búin að öllu nema að sjóða hangikjötið en potturinn er á leiðinni til okkar og svo er ég að klára að þvo! :) Það er svo jólalegt hjá okkur, erum með stórt jólatré og fullt af dúkum og dótaríi. Við erum amk mjög ánægð með þetta og sitjum bara í sófanum og störum út í loftið og stinjum aftur og aftur "en hvað það er fínt hjá okkur!!". Það á reyndar ennþá eftir að koma einn pakki til okkar frá Lindu systur Gumma. Gummi skrapp upp í Ica Nära Norrmalm til að athuga hvort að pakkinn sé þar en þetta er frekar snúið því við höfum ekki númerið á honum. Trúi samt ekki örðu en að blessaður pakkinn sé kominn til Skövde því hann var sendur 11. des!! Reyndar erum við bara búin að lenda í veseni með pakkana okkar í ár, höfum þurft að spurjast eftir þeim því aldrei koma kvittanir um að við eigum að sækja þó að við sáum á netinu að þeir séu löngu komnir í bæinn. Samt fyndið að segja frá því að pakkinn frá foreldrum Gumma þyngdist um hálft kíló á ferðalaginu frá Íslandi til Svíþjóðar og búumst við við því að flugvélamaturinn hafi bara verið svona rosalega góður og vel útilátinn að jólagjafirnar hafi bara alls ekki viljað fara frá borði!! Hann var amk 4 daga (miðað við skráinguna á netinu) á milli landanna svo hann hlýtur að hafa flogið nokkrar ferðir!!!
Mólga mín er pakkinn þinn frá mér kominn til þín í DK?? Vona að hann hafi náð á réttum tíma, Svíarnir eru reyndar ekkert voðalega lengi að losa sig við pakkana úr landi, hafa bara gaman af því að halda þeim í vöruskemmum áður en þeir afhenda þá réttum eigendum.
Annars óska ég öllum Skövdebúum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla! :*
Þið sem fenguð ekki jólakort frá okkur verðið bara að afsaka okkur, við skrifuðum á öll skrilljón kortin sem við keyptum en það var ekki nóg og það var ekki hægt að kaupa meira *roðn*! ;)
Mólga mín er pakkinn þinn frá mér kominn til þín í DK?? Vona að hann hafi náð á réttum tíma, Svíarnir eru reyndar ekkert voðalega lengi að losa sig við pakkana úr landi, hafa bara gaman af því að halda þeim í vöruskemmum áður en þeir afhenda þá réttum eigendum.
Annars óska ég öllum Skövdebúum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla! :*
Þið sem fenguð ekki jólakort frá okkur verðið bara að afsaka okkur, við skrifuðum á öll skrilljón kortin sem við keyptum en það var ekki nóg og það var ekki hægt að kaupa meira *roðn*! ;)
laugardagur, desember 20, 2003
...búin með öll prófin og búin að fá út úr þeim öllum. Fékk 8 í öllum þremur fögunum og er alveg sátt við það! :) Ælta að fara að keppa við Gumma í Gran Turismo, á sko eftir að tapa en er samt ekkert svo léleg, hann er bara betri. Um að gera að nota þessa fínu og flottu playstation 2 tölvu sem við keyptum. Reyndar erum við búin að nota hana svo mikið síðustu þrjá daga að hún er örugglega búin að borga sig upp! ;) Hehehehe ekkert gert nema að keppa í kappaskstri og horfa á dvd hérna og við sem eigum eftir að þrífa fyrir jólin... þetta reddast...
fimmtudagur, desember 18, 2003
...því hann á afmæli í dag, tralla la, til hamingju með 25 árin Ari minn!
Pakkarnir frá Sey komu í gær og ekki hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt. Við fengum hangikjöt í jólapappír, rúllutertur ala amma Sigga, harðfisk, konfekt og nammi, krossgátublöðin sem ég gleymdi í haust og svo auðvitað JÓLAPAKKA og það heila 5, alveg 2 og hálfur á mann! :) Þá eigum við bara eftir að fá þrjár sendingar fyrir jól með fleiri pökkum og nammigotti! :)
Fleiri góðar fréttir, er búin að fá einkunnirnar fyrir prófin tvö sem ég er búin að taka og fékk 8 bæði í félagsfræði og sögu og er mjög sátt við það. Auðvitað hefði verið betra að fá 9 en hey þetta eru fyrstu prófin mín í laaangan tíma og svo var ég auðvitað líka búin að vera sárlasin. 8 er alveg fínasta einkunn og ég er bara stolt af mér, hef þetta greinilega ennþá í mér! :) Svo á ég bara eftir að taka sálfræði prófið og geri það vonandi á morgun og fæ auðvitað góða einkunn úr því líka, hef amk fengið góðar einkunnir fyrir verkefnin mín!! :)
Ekki má heldur gleyma að við vorum að kaupa okkur playstation 2 og leik. Keyptum auðvitað silfraða og erum þokkalega sátt og ánægð með hana, eða ekkert þokkalega heldur bara mjög ánægð! :) Kvíði fyrir ða þurfa að lesa glósur í kvöld á meðan Gummi brunar um í Gran turismo 3 leiknum. Ætlum að kaupa annan leik og frystikistu á morgun, kaupa, kaupa, kaupa!!!
Ekkert nema gleðifréttir og broskallar í dag...
Pakkarnir frá Sey komu í gær og ekki hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt. Við fengum hangikjöt í jólapappír, rúllutertur ala amma Sigga, harðfisk, konfekt og nammi, krossgátublöðin sem ég gleymdi í haust og svo auðvitað JÓLAPAKKA og það heila 5, alveg 2 og hálfur á mann! :) Þá eigum við bara eftir að fá þrjár sendingar fyrir jól með fleiri pökkum og nammigotti! :)
Fleiri góðar fréttir, er búin að fá einkunnirnar fyrir prófin tvö sem ég er búin að taka og fékk 8 bæði í félagsfræði og sögu og er mjög sátt við það. Auðvitað hefði verið betra að fá 9 en hey þetta eru fyrstu prófin mín í laaangan tíma og svo var ég auðvitað líka búin að vera sárlasin. 8 er alveg fínasta einkunn og ég er bara stolt af mér, hef þetta greinilega ennþá í mér! :) Svo á ég bara eftir að taka sálfræði prófið og geri það vonandi á morgun og fæ auðvitað góða einkunn úr því líka, hef amk fengið góðar einkunnir fyrir verkefnin mín!! :)
Ekki má heldur gleyma að við vorum að kaupa okkur playstation 2 og leik. Keyptum auðvitað silfraða og erum þokkalega sátt og ánægð með hana, eða ekkert þokkalega heldur bara mjög ánægð! :) Kvíði fyrir ða þurfa að lesa glósur í kvöld á meðan Gummi brunar um í Gran turismo 3 leiknum. Ætlum að kaupa annan leik og frystikistu á morgun, kaupa, kaupa, kaupa!!!
Ekkert nema gleðifréttir og broskallar í dag...
miðvikudagur, desember 17, 2003
...þá er ég búin með tvö af þremur prófum. Var í söguprófinu áðan og gekk alveg ágætlega, ég amk náði örugglega. :) Bara sálfræðin eftir en hún er nú svo skemmtileg og áhugaverð. Þroskasálfræðin er æði og ég hlakka til að taka meiri sálfræði eftir jól, verst að ég er búin með afbrygðilegu sálfræðina!
Svo eru það pakkarnir sem við erum að fá senda frá íslandi. Ég skil nú ekki alveg hvaða leið þeir fara því þeir eru svo lengi á leiðinni. Mamma og pabbi sendu okkur pakka á þriðjudaginn í síðustu viku, hann fór samdægurs til Reykjavíkur og daginn eftir fór hann af stað hingað en er ekki skráður í malmö fyrr en fjórum dögum seinna. Þau borguðu samt fyrir a-póst en ekki b-póst. Svo voru þeir tvo daga í Jönköping og eru komnir til bæjarins núna en ekki til okkar! :@ Er alveg ferlega pirruð sérstaklega þar sem mér var sagt að þeir yrði keyrt til okkar í dag og ég meira að segja hringdi í útkeyrslufyrirtækið til að láta þá vita að mitt nafn er ekki á dyralistanum og lét þá fá íbúðarnúmerið og kóðann inn í húsið. Síðan bíðum við bara og bíðum og engir pakkar koma. Ætlum að labba upp í Ica-nära á eftir því við fréttum af geðfúlu póstkerlingunni sem ég hringdi í að þeir gætu hugsanlega, kannski, ef til vill verið þar!!!
Svo eru það pakkarnir sem við erum að fá senda frá íslandi. Ég skil nú ekki alveg hvaða leið þeir fara því þeir eru svo lengi á leiðinni. Mamma og pabbi sendu okkur pakka á þriðjudaginn í síðustu viku, hann fór samdægurs til Reykjavíkur og daginn eftir fór hann af stað hingað en er ekki skráður í malmö fyrr en fjórum dögum seinna. Þau borguðu samt fyrir a-póst en ekki b-póst. Svo voru þeir tvo daga í Jönköping og eru komnir til bæjarins núna en ekki til okkar! :@ Er alveg ferlega pirruð sérstaklega þar sem mér var sagt að þeir yrði keyrt til okkar í dag og ég meira að segja hringdi í útkeyrslufyrirtækið til að láta þá vita að mitt nafn er ekki á dyralistanum og lét þá fá íbúðarnúmerið og kóðann inn í húsið. Síðan bíðum við bara og bíðum og engir pakkar koma. Ætlum að labba upp í Ica-nära á eftir því við fréttum af geðfúlu póstkerlingunni sem ég hringdi í að þeir gætu hugsanlega, kannski, ef til vill verið þar!!!
...er svo þreytt, fékk bara 4 tíma svefn í nótt og það er alltof lítið fyrir köttinn mig sem vill sofa allan daginn. En söguprófið getur ekki beðið mikið lengur. Verð að klára að lesa um 60 bls og fara yfir glósur fyrir prófið á eftir. Kann reyndar alveg helling en ekki allt. Samt alveg týpískt að það komi bara eitthvað á prófinu sem ég man ekki. Var að skoða gamalt próf og það var ferlega erfitt, amk ritgerðarspurningarnar svo núna er bara að krossa puttana og vona það besta. Hlakka til klukkan 16 í dag því þá er bara eitt próf eftir! :D Djö...... vesen að hafa verið svona lasin, átti að vera búin í þessu prófaveseni föstudaginn 12. des sem breyttist snarlega í mánudaginn 15. des þegar ég hætti ekkert að vera lasi í maganum og núna er dagsetningin orðin 19. des. Þetta getur ekki versanð er það nokkuð??? Á líka eftir allan jólaundirbúning eins og að þrífa og versla í matinn og skreyta. Ég sem ætlaði að vera svo tímanlega í þessu öllu en svo voru draumar mínir gerðir að engu á svipstundu *snörl og snít*.
Jæja aftur á haus ofan í Íslands- og mannkynssögu NB 1...
Jæja aftur á haus ofan í Íslands- og mannkynssögu NB 1...
fimmtudagur, desember 11, 2003
...eitt próf búið og tvö eftir. Var í félagsfræði prófi áðan og það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Ég er amk alveg viss um að hafa náð!! :) Úff bömmerinn sem ég kemst á ef ég hef svo fallið, sérstaklega eftir að hafa birt vissu mína hérna! Var mest stressuð fyrir þessu prófi en eftir að því var lokið jókst bara stressið fyrir söguprófið á morgun. Hef ekki haft mikinn tíma til að læra fyrir það því ég var alltaf eitthvað að þykjast vera að læra fyrir félagsfræði. En það gengur örugglega vel ef ég hætti bara þessu hangsi og fer að lesa glósur. Ok er farin að lesa, ég lofa eða hmmmm...
miðvikudagur, desember 10, 2003
...vá hvað ég hlakka til að fara að sofa. Er alveg að deyja úr þreytu því ég svaf svo illa síðustu nótt. Á bara eftir að fara í sturtu, búa um rúmið, klára að þvo, pakka inn jólagjöfum, skrifa á kort og lesa yfir glósurnar í félagsfræði áður en ég fer að sofa!!! :S Býst nú ekki við að ná að gera þetta allt því ég er alveg að detta út núna en ég ætla amk í sturtu og búa um rúmið! :)
Ætla að fara að gera eitthvað...
Ætla að fara að gera eitthvað...
þriðjudagur, desember 09, 2003
...læri, læri, læri. Ég er með læri, meira að segja tvö. Ég þyrfti að komast í læri hjá lærðum manni og borða læri með kartöflum og brúnni sósu... Já svona verður maður þegar maður ef búinn að læra helling, tja helling og ekki helling, amk alveg fullt! Smá pása og svo jólagjafa innpakkningar svo hægt verði að senda alla þessa gimsteina sem við keyptum handa okkar nánustu vinum og ættingjum. Vona að herlegheitin verði bara mætt undir tréð hjá ykkur fyrir jól og ef ekki þá fáiði bara að opna pakka á milli jóla og nýárs, ekki er það nú leiðinlegt!! HA?!?!?!?!
mánudagur, desember 08, 2003
...fékk póstkort í dag frá Kúbu sem var sent þann 14. nóvember. Þeir eru greinilega ekki jafn mikið að stressa sig á póstinum þarna og hérna og samt er frekar lítið stress á póstinum hérna í Svíþjóð. Mamma og pabbi sendu okkur pakka í sumar sem var tvær vikur á leiðinni til Skövde frá Seyðisfirði. Samkvæmt netinu var hann kominn til Reykjavíkur sama dag og mamma sendi hann og hingað út daginn eftir. Svo var hann bara eitthvað að dúlla sér hérna í Svíþjóð á hinum ýmsu pósthúsum!!
Er farin upp í sófa og undir sæng með sögubókina mína, maður verður víst að reynaa ð lesa eitthvað. Á að fara í próf á morgun en ætla að taka sjúkrapróf á mánudaginn í staðinn. Ástæðan er sú að ég er búin að vera með svo illt í maganum að ég hef varla getað hreyft mig í fjóra daga. Var þokkalega einmitt meðan afmælið hjá Finni var en ekki mikið lengur er það og ef ég hreyfðio mig snöggt þá meiddi ég mig alveg rosalega. Þegar svona er ástatt fyrir manna er best að liggja í sófanum með sæng, halda um magann (en ekki fast því það er svo ofboðselga vont) og láta vorkenna sér alveg rosalega! ;) Ég var á tímabili farin að halda að ég væri að fara að eiga, væri ein af þessum konum sem afneita því að þær eru óléttar og svo búmm bara komin með hríðir og barnið dettur í klóið...
Er farin upp í sófa og undir sæng með sögubókina mína, maður verður víst að reynaa ð lesa eitthvað. Á að fara í próf á morgun en ætla að taka sjúkrapróf á mánudaginn í staðinn. Ástæðan er sú að ég er búin að vera með svo illt í maganum að ég hef varla getað hreyft mig í fjóra daga. Var þokkalega einmitt meðan afmælið hjá Finni var en ekki mikið lengur er það og ef ég hreyfðio mig snöggt þá meiddi ég mig alveg rosalega. Þegar svona er ástatt fyrir manna er best að liggja í sófanum með sæng, halda um magann (en ekki fast því það er svo ofboðselga vont) og láta vorkenna sér alveg rosalega! ;) Ég var á tímabili farin að halda að ég væri að fara að eiga, væri ein af þessum konum sem afneita því að þær eru óléttar og svo búmm bara komin með hríðir og barnið dettur í klóið...
laugardagur, desember 06, 2003
...er að fara að koma mér í bólið en smá blogg fyrst. Gummi steinsefur á sófanum, hann er örugglega að hefna sín því áðan þegar ég spruði hvort hann vildi ekki færa sig í rúmið sagði hann "á eftir" alveg eins og ég geri alltaf og svo enda ég með að sofa ísófanum alla nóttina. En hann má það ekki því ég er svo frek!! Hehehehe
Fórum í bæin í dag og ætluðum að vera rosalega dugleg að kaupa jólagjafir. Fórum fyrst að fá okkur holla og næringaríka máltíð á McDonalds því Gumma langaði svo í. Ég fékk reyndar ókeypis Makka máltíð í gær þannig að ég var ekker tað deyja úr löngun en ég gat samt alls ekki látið manninn sitja einan að borða! Svo var haldið af stað í búðirnar, ein jólagjöf keypt og nærbuxur á prinsinn. Við vorum sem sagt varla byrjuð þegar við rákumst á Dönu og Sverri sem plötuðu okkur á kaffihús með sér. Þar var Madda einmitt stödd og sátum við heillengi og spjölluðum saman. Svo var fairð að styttast all ískyggilega í lokunartíma þannig að við Gummi þrömmuðum aftur af stað og fundum eina jólagjöf. Svo var bara Willy´s og þar rákumst við á Hönnu og Óla og auðvitað þurfti að blaðra helling þar. Svo var keyptur alveg hellingur af guðdómlegu nammigotti og snakki en gleymdist að kaupa jólamandarínurnar sem eiga ekki að duga fram að jólum eða sumar eins og ég frétti að hefði gerst einhverstaðar um síðustu jól!! :S Svo röltum við í hægðum okkar heim á leið, og já við löbbuðum aftur á bak því annars hefði þetta verið frekar snúið verk! ;)
Eftir góða hvíld heima (og þrifnað) ;) var svo haldið í annan í verslunarferð og röltum við þá í Maxi, þar keyptum við heilar þrjár jólagjafir og eina afmælisgjöf og sokkabuxur en ekkert nammi!! Já urðuð þið ekki hissa??? En ég lofa það var í alvörunni ekkert nammi bara jólagjafir og sokkabuxur! :D Vorum svo heppin að rekast á Sverri í búðinni, já hann er allstaðar eða úúú kannski er hann að elta okkur?!?!?! Við fengum amk far heim sem var ágætt því Sverrir pantaði rigningu með hamborgurunum sínum og við vorum ekki sátt!
Fórum í bæin í dag og ætluðum að vera rosalega dugleg að kaupa jólagjafir. Fórum fyrst að fá okkur holla og næringaríka máltíð á McDonalds því Gumma langaði svo í. Ég fékk reyndar ókeypis Makka máltíð í gær þannig að ég var ekker tað deyja úr löngun en ég gat samt alls ekki látið manninn sitja einan að borða! Svo var haldið af stað í búðirnar, ein jólagjöf keypt og nærbuxur á prinsinn. Við vorum sem sagt varla byrjuð þegar við rákumst á Dönu og Sverri sem plötuðu okkur á kaffihús með sér. Þar var Madda einmitt stödd og sátum við heillengi og spjölluðum saman. Svo var fairð að styttast all ískyggilega í lokunartíma þannig að við Gummi þrömmuðum aftur af stað og fundum eina jólagjöf. Svo var bara Willy´s og þar rákumst við á Hönnu og Óla og auðvitað þurfti að blaðra helling þar. Svo var keyptur alveg hellingur af guðdómlegu nammigotti og snakki en gleymdist að kaupa jólamandarínurnar sem eiga ekki að duga fram að jólum eða sumar eins og ég frétti að hefði gerst einhverstaðar um síðustu jól!! :S Svo röltum við í hægðum okkar heim á leið, og já við löbbuðum aftur á bak því annars hefði þetta verið frekar snúið verk! ;)
Eftir góða hvíld heima (og þrifnað) ;) var svo haldið í annan í verslunarferð og röltum við þá í Maxi, þar keyptum við heilar þrjár jólagjafir og eina afmælisgjöf og sokkabuxur en ekkert nammi!! Já urðuð þið ekki hissa??? En ég lofa það var í alvörunni ekkert nammi bara jólagjafir og sokkabuxur! :D Vorum svo heppin að rekast á Sverri í búðinni, já hann er allstaðar eða úúú kannski er hann að elta okkur?!?!?! Við fengum amk far heim sem var ágætt því Sverrir pantaði rigningu með hamborgurunum sínum og við vorum ekki sátt!
fimmtudagur, desember 04, 2003
...þá er ég vöknuð og það fyrir ca tveimur og hálfum tíma síðan. Soafnaði í sófanum um miðnætti og svaf þar til átta í morgun. Var líka í þessum þægilegu náttfötum sem samanstanda af svörtu þæginlegu buxunum mínum, þykkum sokkum, brjóstahaldara og bol!! Mér er líka vel heitt núna og er sturta ofarlega á dagskrá yfir það sem þarf að gera áður en ég ætla að umgangast eitthvað annað fólk en Gumma. Villi er reyndar ekki talinn með í þessa upptalningu því það er honum að kenna, eða þakka, að ég vaknaði svona snemma og er því búinn að hitta mig í nýmóðins náttfötunum mínum! :)
Annars ætla ég að gerast barnapía í ca tvo tíma í dag og hugsa aðeins um hann Jónda litla. Eins gott að hann veðri þægur því annars neita ég að hjálpa foreldrum hans þegar þau fara í próf í janúar! ;) Annars er hann nú algjört englabarn þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur en smá samt því ég hef ekki passað barn á þessum aldri síðan í janúar 2000, reyndar hef ég ekki passað barn síðan í janúar 2000!! :S Jæja lærdómurinn kallar og það hátt...
Annars ætla ég að gerast barnapía í ca tvo tíma í dag og hugsa aðeins um hann Jónda litla. Eins gott að hann veðri þægur því annars neita ég að hjálpa foreldrum hans þegar þau fara í próf í janúar! ;) Annars er hann nú algjört englabarn þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur en smá samt því ég hef ekki passað barn á þessum aldri síðan í janúar 2000, reyndar hef ég ekki passað barn síðan í janúar 2000!! :S Jæja lærdómurinn kallar og það hátt...
miðvikudagur, desember 03, 2003
...já já mín bara vöknuð eða kannski ekki farin að sofa??? Hvort ætli það sé nú?? Sit hérna og sötra soði vatn því það er víst svo gott við hinum ýmsu kvillum að drekka kaffi, te eða soðið vatn. Nennti ekki að laga kaffi og á bara vont te þannig að vatnið varð fyrir valinu. Bragðaðist ekki eins illa og ég bjóst við, reyndar er þetta það ágætt að ég er búin að drekka tvær könnur af soðnu vatni!
Henti aðventuljósinu út í glugga áðan. Við þrömmuðum þungum skrefum yfir til Möddu og Drengs áðan til að fá lykilinn að geymslunni þeirra. Stutta stoppið varð að þremur klukkustundum og tókst mér að betla, eða var mér boðið, eina smáköku, smá harðfiskbita og eina mandarínu meðan á dvölinni stóð. Við vorum eitthvað svo hrikalega sólgnar í mat eftir að hafa horft á þátt um of-of-of-of-offitu (ekki viss um að þetta sé nógu mörg -of- til að lýsa þessu) sjúklingum. Þarna voru líka menn sem elskuðu ekkert heitar en konur sem voru mjög vel yfir hættu mörkum hjartaáfalls vegna ofurfitu (aha held að þetta sé bara rétta orðið) og átti einn um 12 slíkar kærustur sem voru allar sáttar við að fá að eiga smá hlut í honum. Ekki má gleyma manninum sem sem elskaði fitu svo mikið að hann tók myndir af konunni sinni í hinum ýmsu stellingum og svo alltaf alveg eins myndir efit því sem hún fitnaði meira, þau gerðu líka myndbönd sem seldust mjög vel! Að lokum var konan orðin 375 kg og þá var gert myndbandið sem sýndi hennar síðasta fótarferðatíma. Hann elskaði að þvo henni og strjúka margrasentímetra þykka leðurhúðina sem var komin á lærin á henni og rassinn og hann kallaði þetta fílahúð! :S Þessi kona fór að lokum í magaminnkunaraðgerðina sökum heilsubrests (hmmmm hvern hefði grunað það) og var orðin einungis 200 kg þegar þátturinn kláraðist. Maðurinn hennar var ekki lengur eins kynferðislega dregin að henni og átti erfitt með að aðlaga sig því að hún gæti með naumindum staulast um húsið. Hann var meira að segja að byggja hús með extra stórum dyrum og mörgum stöðum til að hvíla sig á leiðinni um húsið svona ef henni skildi detta í hug að leyfa honum að fita sig aftur. Hún var glöð yfir að hafa gert þetta fyrir hann en var ekki alveg viss um að hún mundi leggja það á sig að verða yfir 370 kg aftur!!!!! :S
Já eins og þið sjáið þá snart þessi þáttur mig mjög mikið því mér fannst þetta vera svo mikil misnotkunn, bæði andleg og líkamleg! Maðurinn gerði allt til að hafa konuna sína feita því þá þurfti hún á honum að halda. Það var talað um annað svona dæmi í þættinum en ég nenni ekki að skrifa um það en jesús minn ég er alveg bit, veit varla hvað mér á að finnast um þetta mál!
Henti aðventuljósinu út í glugga áðan. Við þrömmuðum þungum skrefum yfir til Möddu og Drengs áðan til að fá lykilinn að geymslunni þeirra. Stutta stoppið varð að þremur klukkustundum og tókst mér að betla, eða var mér boðið, eina smáköku, smá harðfiskbita og eina mandarínu meðan á dvölinni stóð. Við vorum eitthvað svo hrikalega sólgnar í mat eftir að hafa horft á þátt um of-of-of-of-offitu (ekki viss um að þetta sé nógu mörg -of- til að lýsa þessu) sjúklingum. Þarna voru líka menn sem elskuðu ekkert heitar en konur sem voru mjög vel yfir hættu mörkum hjartaáfalls vegna ofurfitu (aha held að þetta sé bara rétta orðið) og átti einn um 12 slíkar kærustur sem voru allar sáttar við að fá að eiga smá hlut í honum. Ekki má gleyma manninum sem sem elskaði fitu svo mikið að hann tók myndir af konunni sinni í hinum ýmsu stellingum og svo alltaf alveg eins myndir efit því sem hún fitnaði meira, þau gerðu líka myndbönd sem seldust mjög vel! Að lokum var konan orðin 375 kg og þá var gert myndbandið sem sýndi hennar síðasta fótarferðatíma. Hann elskaði að þvo henni og strjúka margrasentímetra þykka leðurhúðina sem var komin á lærin á henni og rassinn og hann kallaði þetta fílahúð! :S Þessi kona fór að lokum í magaminnkunaraðgerðina sökum heilsubrests (hmmmm hvern hefði grunað það) og var orðin einungis 200 kg þegar þátturinn kláraðist. Maðurinn hennar var ekki lengur eins kynferðislega dregin að henni og átti erfitt með að aðlaga sig því að hún gæti með naumindum staulast um húsið. Hann var meira að segja að byggja hús með extra stórum dyrum og mörgum stöðum til að hvíla sig á leiðinni um húsið svona ef henni skildi detta í hug að leyfa honum að fita sig aftur. Hún var glöð yfir að hafa gert þetta fyrir hann en var ekki alveg viss um að hún mundi leggja það á sig að verða yfir 370 kg aftur!!!!! :S
Já eins og þið sjáið þá snart þessi þáttur mig mjög mikið því mér fannst þetta vera svo mikil misnotkunn, bæði andleg og líkamleg! Maðurinn gerði allt til að hafa konuna sína feita því þá þurfti hún á honum að halda. Það var talað um annað svona dæmi í þættinum en ég nenni ekki að skrifa um það en jesús minn ég er alveg bit, veit varla hvað mér á að finnast um þetta mál!
þriðjudagur, desember 02, 2003
...það var djammað og djúsað um helgina og ekkert smá fjör. Reyndar var ég bara ein á ferðinni því Gummi ákvað að vera alveg fárveikur. Ég held að ástæðan fyrir þessum skyndilegu veikindum hafi verið sú að planað var að þvælast um bæinn og kaupa jólagjafir. Búðarráp er ekki sterkasta hlið Gumma og varð hann bara veikur við tilhugsunina eða fékk hann kannski bara eðlilega flensu??? Það var byrjað á að rífa sig upp úr sófanum til að fara á djammið klukkan hálf 22 sem er mjög seint að sænskum djammtíma. Ég rústaði fataherberginu í leitinni að hinu fullkomna dressi og fann það svo að lokum (tók örugglega 30 mín að taka til þarna inni í dag!!). Svo var haldið niður til Ara þar sem allt var á fullu og allir fullir. Binna dró mig svo með sér inn til þeirra Villa og fór að blanda Móhító (hvernig er þetta skrifað?) og bauð mér reyndar líka. Reynar var þetta bara 4/5 Móhító því það vantaði mintulaufin en góður var drykkurinn engu að síður. Eftir þetta var auðvitað haldið yfir til Ara aftur og drukkið og talað og drukkið og drukkið. Hafði varla tíma til að tala ég drakk svo mikið! ;) Svo var haldið á Kåren þar sem ég reyndi og reyndi við Óla en ekkert gekk, hann vildi bara Hönnu sína sem var ekki einu sinni á staðnum, þvílík svívirða, að neita mér og ég sem borgaði inn fyrir hann!!!! Ég er svo reið!! ;) Eftir Kåren var svo auðvitað hinn sívinsæli skyndibirastaður McDonalds. Afhverju ætli hann sé svona vinsæll?? Kannksi vegna þess að allir aðrir skyndibitastaðir í Svíþjóð eru tyrkjasjoppur, sem selja reyndar fínt kebab en stundum eru hamborgar það eina sem blívar. Eftir að ég hafði hesthúsað í mig einum kjúklingaborgara, fanta, 2 millistærðum af frösnkum (Elli hjálapði mér aðeins) og Mcflurry var hægt að drífa sig í eftirpartý til Binnu og Villa þar sem ég dvaldi í góðu eftirlæti til rúmlega hálf níu um morguninn. Ahhhh þetta var skemmtilegt djamm, ætli það að Gummi var ekki með eigi einhvern þátt í því?!?!?! ;) Hehehehehehehe ég elska þig Gummi veikindapoki (ath á að standa poki ekki púki!).