fimmtudagur, janúar 24, 2008
...jæja ekkert verið skrifað síðan um jól, já það er orðið svolítið langt síðan! Er auðvitað komin aftur í borgina og búin að vera í rúma 10 daga. Fyrstu dagarnir voru erfiðir, ég saknaði ættingja og vina fyrir austan og bara tilfinningarinnar sem ég fæ þegar ég er þar. En auðvitað var ég rosalega ánægð með að hitta Gunnarinn minn þó ég væri kannski ekki ein sdugleg að sína það til að byrja með og ég hefði átt að vera. Þannig að lífið hefur verið rólegt síðan ég kom, sofið mikið og kúrt en skrapp aðeins út um helgina. Kle bauð upp á rauðvín og Tia Maria kaffi á föstudagskvöldið og svo labbaði ég í bæinn ig beint heim aftur á laugardagskvöldið. Rosalega dugleg þessa helgi eða þannig en það var bara fínt og gott og gaman. En núna verð ég að koma með tilkynningu!!! Ég = einkabarn = uppáhaldsbarn er að fara á Þorrablótið á Seyðisfirði! :) Fer austur á laugardaginn en veit ekki hvað ég stoppa lengi. Við Gunnar vorum að ræða þetta og ef mér líður betur fyrir austan akkúrat núna þá ætti ég bara að vera þar aðeins, docsanum finnst þetta sniðugt líka en vill fá mig eitthvað suður og ef það verður af þessu þá sækir hún um styrk handa mér til að fljúga suður nokkrum sinnum, amk einu sinni í mánuði. Svo kannski verð ég komin með nóg af Sey eftir 1 mánuð og þá kem ég bara heim aftur í faðminn hans Gunnars en ef ekki ætlum við að hjálpast að við að borga far handa honum í heimsókn til mín. Hvernig lýst liðinu á þetta hjá okkur? Við erum ekkert að rífast eða hætta saman eða neitt þannig, allt gert til að andlega heilsan fari bara upp, upp, upp og hætta að vera í svona miklum bylgjum út og suður. Ég er að minnsta kosti spennt að vera að fara austur en er voðalega leið í hjartanu að vera að skilja Gunnar eftir svona lengi og fá ekkert knús og enga kossa og hafa engan að leiða eða röfla í nema í gegnum símann. En það eru kostir og gallar við allt og ekkert er alveg fullkomið en ég veit að við munum alveg lifa þetta af, sérstakelga ef við fáum að sjást 2 sinnum í mánuði...