laugardagur, júní 28, 2003

...oj núna er ég pirruð, hef ekki komist inn á þetta blogg í marga daga því þeir sem ráða þessu voru að færa það yfir á stærri vél eða eitthvað álíka og það tók þá miklu lengri tíma en þeir lofuðu, bölvaðir!! Svo var ég búin að skrifa alveg gommu hérna og þá bara hvarf það og ég sit uppi með sárt ennið og auma finurgóma! :( Hvað er það líka með allar þessar breytingar, bæði blogger og femin að breyta öllu og maður þarf að fara að skoða þetta allt upp á nýtt og þetta er eilífðar vesen!! Er ekki hrifin af þessum eilífðar breytingum alltaf!!! Ég er bara reið og pirruð!! :@ ....og farin að sofa!!

mánudagur, júní 23, 2003

...hellingur búinn að gerast síðan síðast. Fórum til Tidaholm á föstudaginn að heimsækja frændfólk Gumma sem var það í heimsókn hjá Bjössa og Lilju. Lilja og Sigga náðu í okkur rétt eftir hádegið og lögðum við af stað til Tidaholm nánast ósofin því Gummi var að koma af næturvakt og ég var að koma af netinu! Í Tidaholm var étið og drukkið og hlegið og sofið og étið meira. Það var mjög gott og gaman að hitta Magga og Siggu og stelpurnar og komast aðeins út úr bænum en þða var líka mjög gott að koma heim aftur því heima er best eða borta bra men hemma bäst eins og svíarnir segja! Við keyptum líka helling af bjór fyrir helgina en höfum ekki drukkið einn einasta, bjugumst nefnilega við því að Maggi og Sigga mundu koma í heimsókn til okkar en svo var það ekki hægt. Það er varla hægt að koma hinum óþarfanum fyrir í kælinum því hann er alveg troðfullur af bjór en það er bara ágætt! ;) Gyða og Hrefna koma ef til vill í 1-2 daga heimsókn til okkar í næstu viku og þá er ekki slæmt að eiga bjór, þær eru nú svo miklir þambarar! Vonandi sjá þær sér fært að kíkja til okkar, það er nú svo stutt frá Köben til Skövde (er að reyna að hafa sálræn áhrif á þær svo þær kunni ekki við annað en að koma!!)!! ;)

föstudagur, júní 20, 2003

...17.júní liðinn og það kom bara örstutt rigning á okkur einmitt þegar við vorum að fara að hjóla til Södra Ryd, sem betur fer hætti rigningin við að koma og ég gat hjólað á loftlausa hjólinu mínu alla leið þangað án þess að verða hundvot! :) Þarna voru einhverjir íslendingar, þekkti nú fæsta þeirra og þekki þá ekkert meira eftir þetta samsæti, ég fékk amk góðar pylsur með kartöflusalati. Ég átti pyslurnar en salatið var í boði Íslendigafélagsins ekki leiðinlegt það því þá gat ég sparað mitt! ;) Um helgina er Midsommar (Jónsmessa) en það er víst rauður dagur hérna, allt lokað á morgun,föstudag, því þá er Midsommarafton og á laugardaginn er Midsommardagen og þá er líka allt lokað. Fórum þessvegna að versla í dag og það var bara brjálæði alls staðar, voru örugglega rúmlega 10 manns að vinna í systeminu bara við að fylla á hillurnar og svo einhver hellingur á kössum, samt var ekki til Carlsberg svartur í 1/2 lítra dósum svo við keyptum bara alveg hrúgu af bjór í gleri í staðin enda er hann nú betri! :) Svíar drekka víst mikið á Midsommar enda virkar þetta eins og míní-verslunarmannahelgi! Þeir borða líka fullt af síld og kartöflusalati og jarðarberjatertum. Svo dansa þeir í kringum einhverja stöng og þar held ég sé komin ástæðan fyrir drykkjunni, engin maður með fullu viti fer að dansa í kringum einhverja stöng allsgáður!!!

Svo er okkur boðið í matarboð á amk einum stað á morgun ef ekki tveimur. Alveg hræðilega erfitt að vera svona vinsæll en þetta hefst, bara meiri skipulagning! ;)

Er að hugsa um að vaka þangað til Gummi kemur heim af næturvaktinni, svona amk. næstum því. Ætti að ráða við það því hún Helga mín er á næturvakt og ég er að "hjálpa" henni. Það er svo leiðinlegt að vera vakandi þegar Gummi sefur, ég er svo óvön því, reyni að vera góð en langar alltaf að vekja hann en vill það samt ekki. Skil ekki hvernig hann hefur meikað þetta í öll þessi ár, hann er greinilega mjög þolinmóður maður sem þarf ekki að sofa næstum því eins mikið út og ég!

þriðjudagur, júní 17, 2003

...hæ hó og jibbí jei og jibbí jei það er kominn 17. júní!! :) Gleðilegan þjóðhátíðardag allir íslendingar! Var einmitt að koma úr bænum, þurfti að kaupa pylsur og svoleiðis drasl fyrir íslendingafögnupinn í kvöld. Keypti líka nokkra öllara því við erum sannir íslendingar og getum ekki látið áfengið vera ef eitthvað er um að vera! ;) Annars er veðrið bara fínt, reyndar engin sól en samt heitt og það voru síst þrumur uppi í Södra Ryd áðan svo það er bara von á góðu! :) Ætla að muna eftir því að taka tölvuna og sjónvarpið úr sambandi áður en við förum bara svona til öryggis. Visa-kortið þolir nefnilega ekki fleiri rafmagnstækja kaup í bili, alla veganna ekki á þessu ári, ég er ekki með það háa heimild á kortinu sem betur fer því pabbi er löngu hættu (ef hann byrjaði einhvertímann á því) að borga reikningana fyrir mig! Þegar ég hugsa út í málið hefur hann aðeins borgað einn reikning fyrir mig og það var gsm-reikningurinn sem ég fékk eftir að ég kom veik heim frá Finnlandi og ekkert nema gott um það að segja, maður þarf nú einu sinni að læra að þessir bleðlar vaxa ekki á trjánum! ;)

sunnudagur, júní 15, 2003

...verð bara að viðurkenna að mér hefur oft verið hugsað til Íslands í dag. Ástæðan??? Sífeldar veðurbreytingar!! Já í dag er búið að vera sól, rigning og rok, aftur sól og aftur rigning og síðast en ekki síst þrumur og eldingar og þvílík og önnur eins læti!! Ég alveg hoppaði upp úr rúminu þegar einhver hrikalegasta druna sem sögur fara af argaði og gargaði hérna fyrir utan gluggann og ég verð að viðurkenna að mér stóð ekki alveg á sama þó svona veður séu líka spennandi, bara ekki spennadi þegar manni líður eins og að eldinguna hafi slegið niður í húsið hjá manni!

Í gær fórum við í Willy's og keyptum helling af snakki og gosi og fengum svo Heiðu, Jóhann, Finn og Rúnu í heimsókn. Við spiluðum Party & Co. og Gettu betur. Það var rosalega gaman og mikið hlegið og vitleysast! :) Svo skyggði það ekki á gleðina að hún Helga mín hringdi aðeins í mig, hún var í partýi og varð bara aðeins að heyra í mér hljóðið eftir að hafa verið minnt óþyrmilega vel á það að ég væri stödd í Svíþjóð þegar hún sá að það var sænskur þáttur í sjónvarpinu. Ég er að reyna að fá hana til að kíkja í heimsókn til okkar í ágúst og virðist það plan bara ganga ágætlega hjá mér! ;) Þið skötuhjúin eruð amk alveg hjartanlega velkomin ef þið hafið tök á því að koma! :) Reyndar eru næstum því allir velkomnir til okkar en bara ekki allir í einu, amk ekki ef allir ætla að fá gistingu! :)

laugardagur, júní 14, 2003

...sjálf svefnpurkan er bara vöknuð og það fyrir tæpum 4 klst síðan! Ég veit bara ekki hvað er að gerast hérna hjá mér, ætli öll þessi vítamín sem ég er búin að vera að taka í mörg ár séu loksins farin að virka?!?! Alltaf þegar fólk heyrir hvað ég get sofið mikið þá er alltaf það fyrsta sem það segir "þig vantar örugglega vítamín!" Engum dettur í hug að ég þurfi einfaldlega mikinn svefn, ég svaf mikið sem barn og unglingur og ég sef mikið sem fullorðin kona!! Mér finnst samt alltaf jafn skrítið að hugsa um sjálfa mig sem fullorðna konu, vill frekar vera ung stúlka eða ung kona. Það vantar eitt orð í viðbót, td þegar unglingsárunum var loksins lokið þá varð ég ung kona og svo varð ég ??? og svo verð ég fullorðin! :) Hvað finnst ykkur gott orð fyrir einhvern sem er ekki elngur ung kona eða maður??? bara svona smá hugleiðing á annars ókristilegum tíma amk miðað við að það er laugardagur!

föstudagur, júní 13, 2003

...fyrsta vaktin gekk bara vel en verða að viðurkenna að ég kvíði fyrir að vera ein á næturvakt. Ok, verð nú ekki alveg ein því það er alltaf einhver bara hinumegin við hurðina á hinni deildinni en samt!! Þetta reddast samt ég veit það! :) Ég kom heim klukkan að verða 8 í morgunn og var ekkert smá hress, var svo heppin að Gummi vaknaði svo við spjölluðum í smá stund. Ég ætlaði aldrei að sofna, var sennilega bara orðin yfirspennt af þreytu því ég sjálfur nátthrafinn ákvað að eiga mjög erfitt með að vaka þessa nótt. Sofnaði klukkan að verða 9 í morgun og reif mig á fætur klukkan 16 eins og ég var búin að ákveða! :) Fer svo ekki aftur á vakt fyrrr en á mánudaginn og þá á dagvakt þannig að það er nægur tími til að jafna sig! :)

fimmtudagur, júní 12, 2003

...þá er alveg að koma að því, ég er að fara að byrja að vinna. Klukkan 21:15 að staðartíma þá tek ég fyrstu næturvaktina mína og ég verð bara að segja að ég hlakka svolítið til! :) Er reyndar frekar syfjuð akkúrat núna því aldrei þessu vant þá gat ég ekki sofið lengi í dag!! Ég sem ætlaði að leyfa mér að sofa eins lengi og ég gæti svo ég yrði ekki alveg ónýt í nótt, auðvitað svaf ég eins lengi og e´g gat en bara ekki alveg nógu lengi að mínu mati! Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna áðan en gat það ekki heldur, það eru greinilega tímamót í lífi mínu, svefninn farinn að minka og ég farin að eldast og hætt að geta sofið eins og kötturinn!

Annars er ég hætt á þessum hræðilegu lyfjum sem ég var á um daginn og er því ekki lengur sólarlaus! :) Ekkert leiðinlegt við það nema að þessi bakteríusýking er ekki alveg farin! :( Þessar kerlingar vildu nefnilega að núna mundi ég ekki vera á neinum lyfjum og ath hvort þetta komi aftur sem er undarlegt þar sem þetta er ekki einu sinni farið *hrumpf*.

Mmmm kjúklingapylsur í brauði með kartöflusalati í matinn handa mér í kvöld, sama handa Gumma nema ekki kartöflusalat heldur salsasósa. Svo er bara að setja nesti og bók í töskuna og drífa sig af stað en fyrst er þa Sex and the City! :)

mánudagur, júní 09, 2003

...jæja helgin á enda og ekkert að því, hlakka nefnilega svo til að fara til hjúkkunnar á morgun! :)

Á föstudaginn og laugardaginn gerðum við nú ekki mikið annað en að sofa, borða nammi og horfa á sjónvarpið. Ætli við höfum samt ekki fengið okkur eitthvað aðeins að borða einhverntímann á þessum tíma! Á sunnudaginn þegar ég var nýlega sofnuð hringdu Dana og Sverrir og spurðu hvort við vildum ekki koma með upp að einhverju vatni nálægt Tibro. Ég fór ekki með vegna þess að ég má ekki ennþá vera í sólinni en Gummi dreif sig og ég hélt áfram að sofa! :) Um kvöldið var okkur svo boðið í grill til Dönu og Sverris og vá í hvað það var góður matur!! Fengum grillað svín, smjörsteikta sveppi, kartöflugratín og bernessósu. Í eftir rétt var svo ís, fersk jarðaber, niðursoðnar perur og 2 tegundir af íssósu, þetta var algjört himnaríki allt saman, langt síðan ég hef borðað svona góðan mat! :) Takk, takk, takk fyrir okkur! :)

sunnudagur, júní 08, 2003

...aldeilis stuð í dag!! Gerði nokkuð sem ég legg ekki í vana minn að gera þrátt fyrir að ég sé íslendingur, eyddi peningum sem ég á ekki til! Tölvuskjárinn okkar ákvað sem sagt að yfirgefa þetta jarðlíf milli 13 og 14 í dag og þar sem við erum tölvunördar af stærstu og bestu gerð (hljómar eins og við séum geðveikt feit en erum það í alvörunni ekki!) fórum við upp í OnOff og keyptum annan. Held að gamli 19" Sampo skjárinn hafi móðgast við okkur því við (ég) erum nýbúin að ræða um það hvað það væri gott að eiga flatan skjá því hinn tók svo mikið pláss og svo tuðaði ég einhvern helling um þetta en ég var samt ekkert á leiðinni út í búð að kaupa nýjan, hafði hugsað mér að endurnýja eftir svona 2 ár en svona er þetta víst bara. Samt undarlegt hvað allt rafmagns dót er orðið mikið drasl, meina núna ef þú kaupir þér td brauðrist eða kaffivél þá ertu heppinn ef þetta dugir í 5 ár!! Við Gummi fengum gefins brauðrist og hraðsuðuketil þegar við fluttum á Kaplaskjólsvegin, þetta er svo gamalt dótarí að það er eldra en ég og eina ástæðan fyrir að mamma og pabbi keyptu nýtt var sú að þau þoldu ekki að horfa á þetta lengur!!

.

föstudagur, júní 06, 2003

...þá er ég búin að setja inn Shout Out system hérna á síðuna svo endilega veriði dugleg að kommenta á það sem ég skrifa! :)

Ekkert að frétta nema þetta venjulega, sólin skín, ég má ekki fara út, sef mest á daginn, er vakandi á nóttunni og hjálpa Helgu hamingjusömu á næturvakt! :) Hún hringdi í mig í dag og það var frábært ða heyra aðeins röddina í henni eftir allt spjallið undanfarnar nætur. Hún vinnur á næturvöktum á Farfuglaheimilinu í Laugardal og einhver túristi gaf henni svona fyrirframgreitt símakort fyrir venjulega síma, veit ekkert hvað þetta heitir en þið vitið vonandi hvað ég meina.

Hvað er ég að bulla, það er nóg að frétta!!! Gummi fékk út úr dis-mat prófinu sínu í gær og hann náði! :) Ég vissi að hann mundi ná og var ekkert smá ánægð þegar hann sagði mér það, það voru bara 3 af 13 sem náðu!! Svo er hann að fara í próf í heimspeki frá 14.30 til 18:30 í dag og ég er alveg handviss um að honum á eftir að ganga vel í því! :) Ekki minni fréttir eru þær að Gyða frænka og Bubbi Morthens eiga afmæli í dag og svo er þjóðhátíðardagur Svía. Gyða ("é á ammili 6.júní og hattu so kjatti") verður kvart 100 ára en ég hef ekki hugmynd um hvað Bubbi verður gamall og er bara alveg sama um það líka!!

Hmmm hvað ætli Svíar geri skemmtilegt á þjóðhátíðardaginn sinn?? Ætla rétt að vona að það sé ekki allt lokað í dag, trúi því nú varla því þeir gátu varla lokað búðunum yfir jólin!

miðvikudagur, júní 04, 2003

...ég hef oft verið hissa og jafnvel hneyksluð á bandaríkjamönnum en þetta slær því flestu ef ekki öllu út... hvað verður það næst?

BANDARÍSKIR kettir hafa ástæðu til að...

Bandarískir kettir hafa ástæðu til að gleðjast því loks er búið að ýta úr vör sjónvarpsþáttum sem sérstaklega eru gerðir fyrir ketti.
Ákveðið var að ráðast í gerð þáttar sem höfðaði til þessa áhorfendahóps þar sem rannsóknir leiddu í ljós að þriðjungur katta hefur gaman af sjónvarpsglápi.

Þátturinn, sem heitir Meow TV, og sýndur er á Oxygen-sjónvarpsstöðinni hennar Opruh Winfrey, er sérhannaður fyrir ketti - en ekki endilega eigendur þeirra - og meðal þess sem boðið verður upp á verða myndir af fiskum og íkornum auk þátta um katta-jóga.


Sé alveg hann Snúð heitinn fyrir mér í jóga!! Hvernær ætli hann Guðjón Bergmann fari að gera tantra þætti fyrir ketti, örugglega mjög vinsælt og líklegt til gróða!

...veðrið leikur við okkur hérna í Skövde, í dag var 27°c hiti og það bærðist varla hár á höfði! Ég labbaði út með Gumma rétt eftir hádegi því hann var að fara í atvinnuviðtal og ég þurti að vera í síðbuxum, jakka og með derhúfu og ég var að fá slag mér var svo heitt að alltaf þegar við komumst í skugga fór ég hálfpartinn úr jakkanum. Sem betur fer dró fyrir sólu seinnipartinn og vindurinn jókst því annars væri ég ekki hérna til að pikka heldur lægji einhversstaðar meðvitundarlaus. Kom meira að segja smá rigning þegar við vorum að labba í Willy's og það var bara hressandi! :)

Konan frá Skövdebostäder kom í dag, hún dagði mér að einhver maður hefði átt að koma en hann fékk hitaslag!!! :S Þessi kona sagði alveg heilmikið og eitt af því var að ég er betri í sænsku heldur en íslenska tengdamamma hennar sem hefur búið hérna í 30 ár!! Vá í hvað hún hlýtur að eiga erfitt með að læra ef hún getur ekki bögglað sænsku út úr sér rétt og vel eftir 30 ár!!! Þessi kona var líka að óska þess að það kæmu þrumur og eldingar í kvöld, veit ekki afhverju ætli það verði þá örlítið minni molla á morgun? veit reyndar að daginn fyrir þrumuveður er oft mjög heitt og mikil molla og maður veðrur allur svona klístraður finnst samt ekki búið að vera alveg þannig í dag. Þá er yfirliti yfir veður dagsins í Skövde lokið, veriði sæl! :)

Ps. Gummi er komin með vinnu, fólk hefði átt að tala aðeins meira um það að við ættum ekki eftir að finna neina vinnu hérna. Hann verður að vinna á sama stað og ég en ekki á sömu deild, hann veðrur frá 7 - 13:30 alla virka daga og er líka afleysingarmaður í veikindum! Hljómar vel ekki satt???

...er alveg að fara að sofa því ég þarf nefnilega að vakna snemm á morgun eða fyrir klukkan 15:00. Þá ætlar nefnilega einhver Skövdebostäderhlaupatík að koma og kíkja á herbergið okkar og ath hvort ekki sé allt í lagi með það og að við höfum farið vel með það. Málið er samt að það er margt að hérna en ekkert sem er okkur að kenna og vonandi er hann með það skrifað einhverstaðar því ég ætla ekki að fara að bæta eitthvað sem ég gerði ekki!

Bara vika í hjúkrunarkonutímann minn og ég get ekki beðið, langar út og langar að vera ekki illt í maganum útaf þessum eiturpillum sem læknirinn lét mig hafa. Þær virðast heldur ekki vera að gera mér neitt nema veita mér almenna vanlíðan! :(

Veit ekki hvort ég þori að fara að sofa, hefur verið að dreyma svo svakalega illa undanfarið eins og mannát og eitthvað í þá áttina. Það var sem betur fer ekki ég sem var að gæða mér á þessum kræsingum heldur bara einhver sem ég veit ekki hver er en þegar ég vaknaði þá leið mér bara illa og fannst einhver óboðinn vera inni hjá okkur! :S Dreymdi líka að ég væri ólétt og var ekki sammála hjúkrunarkonunni hvernær ég ætti að eiga svo ég fór að telja sjálf á dagatalinu. Taldi nokkrar vikur frá síðasta túr en sleppti svo einhverjum dögum og hugsði "var ekki ólétt þarna"! Hætti bara að vera ólétt í einhverja daga, það væru örugglega margar ófrískar konur sem vildu geta það, bara svona yfir helgina eða eitthvað álíka! ;) Ætli þessar draumfarir merki eitthvað? Ætti kannski að fara að hella mér út í draumráðningar, hef hvort sem er ekkert merkilegt að gera fyrr en 12. júní!

þriðjudagur, júní 03, 2003

...varð fyrir áras áðan af einhverju skordýri sem var örugglega afkvæmi bjöllu, risa maurs og flugu (3some). Þetta flikki kom hingað í heimsókn án þess að gera nokkur boð á undan sér, ég hefði sagst vera upptekin ef hún hefði hringt, og hreinlega flaug á mig!! Mér brá svo svakalega að ég öskraði og hoppaði og ég er ennþá alveg steinhissa á að Gummi hafi ekki vaknað. Hann vaknaði aftur á móti þegar ég var búin að fanga risann í glas og var að henda honum út um gluggan, ákvað kvikindið þá ekki bara að ráðast á mig aftur - þvílík ósvífni - þá einmitt öskraði ég aftur en samt lægra en áður og hoppaði á staðnum í hryllingi. Hetjan sem sagt passaði að sofa af sér hættuna og rumska bara þegar bardaginn var búinn og spurja hvaða læti þetta væru eigninlega í mér um miðja nótt! Svo var þetta ógeð örugglega alveg meinlaust en ég sem er venjulega ekkert hrædd við svona kvikindi (nema kóngulær) þó ég sé ekkert að leyta eftir nærveru þeirra varð bara skelkuð! Þessi var nefnilega svo hræðilega ófrýnileg!! :S

Mikið búið að gera í dag og núna er ég að meina það, við þrifum "íbúðina" okkar og svo er ég búin að vera að þvo síðan klukkan 17 í dag, eins og ég segji svo oft: "það er mikið að gera á stóru heimili". Ætla að fara í sturtu fyrir svefninn því það er svo gott að fara hrein upp í alveg hreint rúm og kíkja svo á einhverja skemmtilega videospólu og sofna yfir henni! :)

Var að hugsa um það þegar ég var að setja hreint á rúmið hvort að einhverjir pæli í rúmfötunum manns. Við erum nefnilega alltaf með sömu rúmfötin og það lítur mjög illa út ef maður hugsar út í það. Þvæ þau alltaf og set aftur á því við eigum bara eitt lak sem passar almennilega á Skövdebostäder rúmið "okkar" og það er alveg hrikalega langt upp í Jysk (Rúmfatalager) til að kaupa annað, já eða þannig sko!

Sturta here I come...

mánudagur, júní 02, 2003

...*geisp* ég er ennþá vakandi og er að verða svolítið þreytt. Er að spjalla við hana Helgu mína á msn-inu en áður en ég byrjaði á því var ég í heimsókn hjá Lovísu sem er að pakka niður fyrir heimferð á þriðjudaginn. Verð bara alveg að viðurkenna að ég öfunda hana ekki að vera að pakka öllu úr herberginu niður í kassa, þegar við flytjum 1. ágúst ætla ég bara að skella öllu í rusalpoka og kassa og skúffur og allt sem getur haldið drasli og labba með það yfir götuna, aaahhh hljómar eins hreinn unaður við hliðina á "allt ofan í kassa". Var að umbóka þvottahúsið sé ekki fram á að nenna að vakna fyrir klukkan 11 á eftir til að þvo, enda er spáð svo góðu veðri og þá er fínt að sofa það bara af sér og fara svo bara í kvöld göngu í staðinn! :)

Fór einmitt út í kvöld og spilaði Kubbspel, það var bara gaman! :) Haukur var alveg að meika það með skordýrasprayið og Ara einfalda fannst það alltaf jafn fyndið þegar Haukur réðst á flugurnar með sprayinu! :) Held alveg örugglega að mitt lið hafi tapað nokkuð örugglega en ég er viss um að ég get unnið þegar við Gummi erum búin að kaupa okkur svona og æfa okkur í allt sumar hérna í sólinni sem verður alveg örugglega mikil og heit! ;)

Ætla að fara að sofa áður en Gummi vaknar, nenni ekki að hitta hann myglaðan og erfiðan í morgunsárið - hihihi - ;)

sunnudagur, júní 01, 2003

...veit ekki hvað ég á að gera af mér í dag, ok ætla reyndar að þrífa klósettið en hvað svo??? Elda kjúkling en hvað svo??? Líf mitt er ekki innihaldsríkt þessa dagana! :(

Það var stuð í gær, flestir íslendingarnir hittumst í garðinum á Bataljonen og grilluðum og skemmtum okkur og aldrei þessu vant var mjög lítið af áfengi haft um hönd!!! Allir bara voðalega rólegir og mikið spjallað og endalaust stuð. Einhverjir fóru svo í Kubbspel sem Jóhann var svo duglegur að ná í heim til sín, ég ætlaði að vera með en ákvað að nenna því ekki því það voru svo margir. Sat þess í stað vog talaði við stelpurnar um daginn eftir pillur, fáránlega erfiðleika við að fá pilluna í Svíþjóð og um lúgur sem þú getur hennt nýfædda barninu þínu í ef þú nennir ekki að eiga það!! :S Það er auðvitað í Bandaríkjunum, allt sniðugt og skemmtilegt kemur þaðan, Hanna fræddi okkur reyndar um að svona væri líka í Þýskalandi og ég segji bara HÚRRA fyrir þjóðverjum að vera undan USA sem ég þoli ekki!!!

Nú fer að líða að því að við hin fáu útvöldu verðum bara eftir hérna í Skövde og það verður bara gaman. Hlakka til að vera hérna í sól og sumaryl og hver veit nema ég rauli það lag svona í mestu hitabylgjunum og hugsi til ykkar heima! ;) Annars er mér alveg sama hvernig veðrið er því eins og einhverjir vita er ég engin sólbaðsmanneskja, nenni ekki að liggja einhversstaðar og baka sjálfa mig, ok að sitja úti á svölum ef maður hefur einhver til að spjalla við en ef ekki þá er alveg eins gott að hugsa um húðina og heilsuna og vera bara inni. Klósettið er farið að kalla, ætla að fara að þrífa!