miðvikudagur, desember 03, 2003

...já já mín bara vöknuð eða kannski ekki farin að sofa??? Hvort ætli það sé nú?? Sit hérna og sötra soði vatn því það er víst svo gott við hinum ýmsu kvillum að drekka kaffi, te eða soðið vatn. Nennti ekki að laga kaffi og á bara vont te þannig að vatnið varð fyrir valinu. Bragðaðist ekki eins illa og ég bjóst við, reyndar er þetta það ágætt að ég er búin að drekka tvær könnur af soðnu vatni!

Henti aðventuljósinu út í glugga áðan. Við þrömmuðum þungum skrefum yfir til Möddu og Drengs áðan til að fá lykilinn að geymslunni þeirra. Stutta stoppið varð að þremur klukkustundum og tókst mér að betla, eða var mér boðið, eina smáköku, smá harðfiskbita og eina mandarínu meðan á dvölinni stóð. Við vorum eitthvað svo hrikalega sólgnar í mat eftir að hafa horft á þátt um of-of-of-of-offitu (ekki viss um að þetta sé nógu mörg -of- til að lýsa þessu) sjúklingum. Þarna voru líka menn sem elskuðu ekkert heitar en konur sem voru mjög vel yfir hættu mörkum hjartaáfalls vegna ofurfitu (aha held að þetta sé bara rétta orðið) og átti einn um 12 slíkar kærustur sem voru allar sáttar við að fá að eiga smá hlut í honum. Ekki má gleyma manninum sem sem elskaði fitu svo mikið að hann tók myndir af konunni sinni í hinum ýmsu stellingum og svo alltaf alveg eins myndir efit því sem hún fitnaði meira, þau gerðu líka myndbönd sem seldust mjög vel! Að lokum var konan orðin 375 kg og þá var gert myndbandið sem sýndi hennar síðasta fótarferðatíma. Hann elskaði að þvo henni og strjúka margrasentímetra þykka leðurhúðina sem var komin á lærin á henni og rassinn og hann kallaði þetta fílahúð! :S Þessi kona fór að lokum í magaminnkunaraðgerðina sökum heilsubrests (hmmmm hvern hefði grunað það) og var orðin einungis 200 kg þegar þátturinn kláraðist. Maðurinn hennar var ekki lengur eins kynferðislega dregin að henni og átti erfitt með að aðlaga sig því að hún gæti með naumindum staulast um húsið. Hann var meira að segja að byggja hús með extra stórum dyrum og mörgum stöðum til að hvíla sig á leiðinni um húsið svona ef henni skildi detta í hug að leyfa honum að fita sig aftur. Hún var glöð yfir að hafa gert þetta fyrir hann en var ekki alveg viss um að hún mundi leggja það á sig að verða yfir 370 kg aftur!!!!! :S

Já eins og þið sjáið þá snart þessi þáttur mig mjög mikið því mér fannst þetta vera svo mikil misnotkunn, bæði andleg og líkamleg! Maðurinn gerði allt til að hafa konuna sína feita því þá þurfti hún á honum að halda. Það var talað um annað svona dæmi í þættinum en ég nenni ekki að skrifa um það en jesús minn ég er alveg bit, veit varla hvað mér á að finnast um þetta mál!

Engin ummæli: