...ennþá einn föstudagurinn kominn í hús, engin þrif þessa vikuna ef frá er talið létt skúring yfir eldhúsgólfið sökum bjórsprengingar sem varð þegar falleg lítil lite flaska gat ekki meira og framdi sjálfsmorð með að steipa sér úr ísskápnum. Dró upp tuskuna því ekki viljum við hafa musteri matarsins angandi eins og Nelly´s á slæmu kvöldi!!
Afmæli á fullu þessa dagana og fluttningar líka, annað er gleðilegra en hitt ekki það að ég samgleðjist ekki öllum þeim sem eru að leggja land undir föt en söknuðurinn á eftir að verða mikill. Þið vitið öll hver þið eruð og ég óska ykkur öllum til hamingju með allt og allt en ætla sérstaklega að nefna að pabbinn minn átti afmæli í gær, ekkert stórt en samt gaman. Hann fær litlu gjöfina frá mér bara þegar hann mætir í borgina í næstu viku til að fljúga til Barcelona með frúgunni.
Annars er minn annar eiginmaður að flýja hús í stutta stund svo þá er spurning hvað kerlan á að bardúsa á meðan. Slappa af og láta kvissa í einum bjór er ákaflega freistandi svona þessa síðustu og verstu...
föstudagur, september 22, 2006
laugardagur, september 16, 2006
...gleðifréttir, tja amk fyrir mig, tveir á heimilinu búin að vera fárveik en ekki ég!! Varð svoldið slöpp og aum og var þessvegna heima en varð ekkert veik. *jeijhúúú* Þannig að það hefur ekkert gerst nema hóst og gubb og kvart og kvein á þessu heimili síðustu vikuna. Síðustu helgi fékk ég reyndar boðsmiða á hausttónleika Harðar Torfa. Við Klemens sátum bara með rauðvínsglös yfir Stuart litla og höfðum það voðalega næs þegar kallið kom, glitur var sett á augun og varalitur á munn og svo bara spænt af stað. Hef reyndar aldrei hlustað neitt á Hörð Torfa en varð mjög ánægð með þessa tónleika og skemmti mér mjög vel.
Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...
Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...