...já, eins og ég sagði ykkur á föstudaginn þá erum við flutt! :) Allt í drasli hérna og voðalega næs, tölvan á eldhúsborðinu, bækurnar í stafla upp við vegginn og risa stór kassi á miðju stofugólfinu sem sagt allt voðalega heimilislegt, tja eða geymslulegt! :S Vitum ekki alveg hvort að dótið okkar fór af stað síðastliðinn fimmtudag eða ekki en það hlýtur að koma í ljós fljótlega! :) Í kvöld eða á morgun ætla ég svo að koma baðherberginu og elhúsinu í stand og kíkja svo í Jysk (rúmfatalagerinn) og athuga hvað grindur í fataherbergið kosta og svo í Elgiganten (Elko) og athuga með frystikistu. Kom reyndar öllu fyrir í pínu litla frystihólfinu hérna nema brauðinu en þða er bara vegna þess að við höfum verið að passa okkur að kaupa ekkert sem þarf að vera í frosti!:) Svo er Ikea ferð á planinu en ekki fyrr en dótið er komið frá Íslandi, þá þarf að kaupa hyllur og ljós og alls konar drasl sem við annað hvort eigum ekki til á Íslandi eða þá að það er svo hræðilega gamallt og ljótt (fermingargjafir og álíka) að við viljum ekki borga fyrir að fá það, frekar kaupa nýtt! :D
En ég ætlaði líka að segja ykkur frá því að við Krisín, Rúna og Grétar drifum okkur að Simsjön á fimmtudaginn og lágum þar og sóluðum okkur og busluðum í vatninu, keyptum ís og höfðum það bara æðislegt! :) Svo fórum við saman út að borða á Kryddunni og þá fékk Gummi litli að fljóta með en hann komst ekki á ströndina því hann þurfti að vera að vinna og svo þurfti einhver að vera heima til að ná í lyklana að íbúðinni svo það féll í hans verkahring meðan ég var að slæpast!! Ég væri alveg til í að fara þangað fljótlega aftur með krökkunum og hafa þá Gumma með líka, fara í mini-golf, göngutúr, baða pínu og sóla mig og grilla svo!! Aahhh það er planið að reyna að koma því í framkvæmd á næstunni, er meira að segja búin að kaupa sólarvörn núna svo ég er við öllu búin!!
Heyrði aðeins í Móheiði Helgu í gær, hún hringdi til að biðja mi gum að gera sér greiða. Auðvitað var það alveg sjálfsagt og bjóst ég við að eiga að skella mér í bæinn að leita að einhverju fyrir hana og það hefði bara veirð gaman! En nei nei þá spurði kerlinginn hvort hún fengi ekki gistingu ef hún kæmi til okkar í heimsók og auðvitað var svarið já! Hún er ekki ennþá búin að panta farið þannig að þetta er ekki alveg komið á hreint en planið er að fljúga til Stokkhólms miðvikudaginn 20. ágúst og vera hjá okkur þanngað til á sunnudagskvöldið 24. ágúst. Núna vona ég bara að þetta verði að veruleika og að landinn sé ekki fullur af Stokkhólmsþrá og búinn að panta öll góðu förin áður en hún Móheiður kemst í símann!! Annars verður hún að mæta með bikíní svo við getum farið að svamla í einhverjum af öllum þessum vötunum hérna og nælt okkur í smá lit, þýðir ekkert annað en að fá að upplifa smá sænskt sumar! :)
Ps. Milljón þakkir fyrir hjálpina með flutninginn Grétar, við hefum aldrei getað þetta án þín og Maxi-körfunnar! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli