mánudagur, júlí 21, 2008

...þá er Lunga helgin búin og ég var bara rosalega stillt og góð stelpa. Var hjá mömmu og pabba að spjalla á föstudagskvöldinu og skrapp svo aðeins út að hitta stelpurnar en stoppaði ekki lengi og bara heim að sofa. Á laugardaginn var svo planað matarboð hjá Örnu og við búin að kaupa allt í það en svo var ég bara engan vegin upplögð í það, hálf þunglynd og þreytt og í andfélagslegustuði svo ég var bara leiðinleg og var heima og fór snemma að sofa. Vaknaði snemma á sunnudeginum, fór í sturtu og svo bara brummmm á Borgarfjörð. Hafði aldrei komið þangað svo ég muni eftir svo þetta var alveg rosalega gaman. Falleg náttúran á leiðinni og góður félagskapur frá Dawid og geilsaspilaranum. Á Borgarfirði er svo ofboðslega fallegt, ég varð alveg undrandi og ofboðslega kósí og notalegt. Við skelltum okkur á Álfacafé og fenum okkur að borða og köku og kaffi á eftir og keyptum svo nokkra minjagripi til að taka með til Grikklands. Þar hittum við Þóru frænku mína og fjölskylduna hennar en þau búa á Sauðárkróki og ég hef ekki séð þau síðan 2003! Það var mjög gaman að sjá þau og sérstaklega krakkana en þau 2 yngri hafði ég aldrei séð nema á mynd. Svo skelltum við okkur á rúntinn og fórum að höfninni og skoðuðum fuglabjargið og tókum myndir af því fallega sem við sáum...hvort öðru... ;) Skelltum okkur svo á hitt kaffihús bæjarins og fengum okkur kaffibolla og að pissa áður en við brunuðum heim aftur með stoppi í Bónus á Egilsstöðum.

Í dag var svo aftur farið til Egilsstaða að kaupa sólarvörn fyrir Grikkland. Rosasterka og hrukkubana vörn fyrir andlitið, sterka fyrir líkamann og after-sun. Hefði kannski alveg getað keypt þetta í fríhöfninni en ég nenni ekki að vera með eitthvað prógramm þar, langar bara að dandalast um og kaupa óþarfa!! :D Svo skillst mér að það muni ekkert svo miklu orðið á verði í landi og í dutyfree.

Svo er bara Danmark eftir nokka daga. Veit ekki alveg hvort við förum norður á fimmtudeginum eða föstudagsmorgun en ég vona að það verði ekki fyrr en á föstudeginum því vika án elskunnar hljómar ekkert voðalega spennandi þó ég lifi það alveg af...

fimmtudagur, júlí 10, 2008

...ég er að verða vitlaus á þessari þoku og ég finn þessa litlu brúnku sem ég hef fengið dofna smám saman!! Það var akkúrat sumarið sem mig langaði að fá smá lit að það er bara þoka hérna, alveg pikkföst í logninu og uppi við skíðaskála byrjar sólin að skína. Fuglarnir láta sig samt ekki vanta og syngja alveg á fullu. Ég ætla líka að borða fugl á morgun, svartfugl. Dawid misskildi eitthvað og hélt að við ætluðum að borða hrafn - hahaha!! Bara að skella einum krumma í pott. En mér tókst að útskýra þetta aðeins betur og nú er hann bara stressaður en ekki fullur af viðbjóði! Ég er líka farin að læra pólsku og skemmti mér vel við það, keypti diska frá Eurotalk og get alveg mælt með þeim, allt voðalega skemmtilegt og fást í Office1. Dawid heldur samt alltaf að ég sé að gera grín af honum því hann segir að ég sé með rússneskan hreim en ég er ekkert að reyna það - ég sver það!!! Ætla að reyna að klára þennan disk áður en ég fer í fríið og svo get ég keypt framhald þegar ég kem heim. Bara gaman að vera að læra eitthvað, ætli þetta sé metið upp í stúdentspróf *hux*?

Er ekki ennþá komin í myndaham, algjör lúði ég veit! En fyrir þá sem vilja sjá myndir frá liðinni helgi setti Auður Ösp inn myndir á picasasíðuna sína. Fullt af fólki á öllum aldri þar sem þau systkinin voru öll með einhverja gesti. Ætli ég hafi verið aldursforsetinn...

fimmtudagur, júlí 03, 2008

...það var eitthvað diskó síðustu helgi en ég komst ekki inn á það, var of sein því ég stoppaði á Lárunni. Er svo sem alveg sama en hefði verið gaman að kíkja. Þessa helgi er svo Gulla ein heima svo við unglingumst örugglega eitthvað þar bara, amk á föstudagskvöldið. Ef veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn ætla ég að vera góð á laugardaginn svo ég geti verið með Dawid í anda þegar hann málar þakskyggnið fyrir pabba og mömmu.

Síðasta þriðjudag skruppum við Arna til Akureyrar yfir daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og fljót að líða þar sem mikið af einkahúmor varð til. Ég er líka ánægð með nýja Glerártorgið, núna er amk eitthvað varið í að fara þangað og ef ég væri ekki að fara til Dk eftir 3 vikur hefði ég keypt mér alveg helling af ónauðsynlegu drasleríi.

Svo kom Gullan loksins aftur heim úr fjölskylduferðinn til Uk. Held hún hafi skemmt sér mjög vel og keypti sér fullt af fallegum fötum og dótaríi. Svo fékk ég fínan pakka frá henni sem var ekkert slor, armband, hálsmen, vaselín með sólarvörn (óskaði sérstaklega eftir því) og símaskraut með elskunni minni henni Tinkerbell úr Pétri Pan. Alveg í stíl við inniskóna frá Klemensi og sokkana frá Gyðu...