...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...reyndar 8 pör ef ég á að vera nákvæm!! Fann alla flottu gömlu hælaskóna hennar mömmu og fann 8 geðveik pör með misháum hælum, alveg frá frekar lágum upp í þvílíku pinnahælana hehehehe. Ég var búin að spurja hanan hvort hún ætti ekki einhverja flotta skó handa mér og hún svaraði "nei ég á ekkert sem er við þitt hæfi!" Svo bara fann ég hrúguna í fataskápnum og byrjaði að máta og máta og máta og þá varð mamma alveg standandi hissa og sagðist ekki hafa ímyndað sér að ég væri að leyta af svona skóm og að þeir væru komnir í tísku aftur!
Ferðasaga síðar, var bara aðeins að láta vita af mér. Núna ætla ég að fara að læra þýðir víst ekekrt að vera að slóra með það, skiladagur á morgunn og þvílíka fjörið!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli