mánudagur, júlí 14, 2003
...aaahhhh hvað það er yndislegt veður, sólin skín eins og hún fái borgað fyrir það og hitinn er mikill. Klukkan átta í kvöld var 32°c hiti niðri í bæ og létt gola, alveg himneskt! :) Á morgun erum við að hugsa um að skella okkur í sund og sleikja sólina áður en við förum í ræktina. Hver veit nema við högum okkur eins og túristar á tjaldstæðum og drögum fram badmintonspaðana okkar og leikum okkur hérna úti í garði líka. Ég er ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði, miklu skemmtilegra að vera að gera eitthvað og verða svolítið útitekinn í leiðinni! :) Svo er ég farin að hlakka voðalega mikið til að flytja þó svo ég sjái fram á að fyrstu dagarnir í nýju íbúðinni verði frekar húsgagnalitlir en það reddast, það reddast allt, maður getur ekki verið annað ern bjartsýnn þegar sólin leikur við sálina á manni! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli