...jól, jól, jól, það eru jól! Jólin hjá okkur eru búin að vera alveg yndisleg, mikið slappað af, lesið, horft á sjónvarpið og dvd og spilað tölvuleiki. Við aftur á móti átum ekkert þessi jól því við ákváðum að gefa andvirði matarsins til fátækra Svía...æ viss...maður hefði kannski frekar átt að gera það. Reyndar höfum við borðað góðan mat og fengið okkur íslenskt gotterí en samt höfum við ekki legið í matnum eins og svín sem betur fer. Borðað vel en ekki alltof mikið! :) Ég er þessi snilldarkokkur þó ég segji sjálf frá og eldaði þessa fínu jólaasarsúpu ala mamma uppbakaða og alle grejer. Gummi sagði að þetta hefði verið besta asparsúpa sem hann hefður á æfi sinni smakkað og það er ekki lítið hrós þegar það er haft í huga að hann hefur matarást á tengdamömmu sinni. Svo var snædd jólaskinka með íslensu ívafi og fullt af góðu meðlæti haft með. Mmmmm mmmm mmmm mmmmmm. Svo var vaskað upp og gert fínt og lagað kaffi, konfekt sett í skál og allt var voða rómó og skemmtilegt. Þá fórum við að fikra okkur nær pakkafjallinu ógurlega. Reyndar var þetta lítið fjall, svo lítið að danir hefðu ekki einu sinni tekið það í mál að kalla það fjall, var kannski frekar hóll eða smá hæð eða... Jæja það skiptir ekki máli því pakkarnir voru allir yndislegir og innihéldu skemmtilega hluti. Núna verð ég bara eins og barnalandssíða af bestu gerð og tel allar gjafirnar upp:
Ég gaf Gumma Futurma seríu 3 og hann gaf mér geðveikt flott úr með rauðri þykkri ól.
Tengdó gáfu okkur sætan lampa og pönnukökupönnu og í pakkanum var myndaalbúm sem var ekki jólagjöf en notað til stuðnings! :) Í því eru fullt af myndum af Gumma á hinum ýmsu skeiðum og slatti af myndum af Daníel syni Gumma! :)
Frá foreldrum mínum fékk ég teppi sem er sundurklippt eins og mamma kallar það því það er ætlað til að hafa yfir axlirnar. Þetta teppi hef ég verið með á mér nánast stanslaust síðan ég opnaði gjöfina!!:) Náttföt fékk ég líka og ætla ég mér ekki að fara nánar út í útlitið á þeim eða miðann sem fylgdi með *roðn* en þau eru mjög flott! Foreldrar mínir fóru yfir um í að kaupa gjafir handa börnunum sínum í Svíþjóð því ég fékk líka vettlinga, trefil og húfu í setti, bókina Svo fögur bein (sem er mjög skemmtileg) og þriðja jólasveininn í safnið mitt! :)
Gummi fékk svo peysu, trefill og vettlinga og bókina Heimur spendýranna frá þessum snaróðu foreldrum mínum.
Frá ömmu Siggu fengum við eldhúshandklæði með útsaumuðum stöfunum mínum og tvær lítlar styttur.
Frá Mólgu fékk ég geðveikt flotta tösku.
Þá eru upptaldar gjafirnar sem eru komnar en við eigum von á pakka sem skilaði sér ekki fyrir jólin og vitum við að í honum er gotterí og sennilega einhver gjöf líka. Fórum á stúfana á eftir ef tilkynningin kemur ekki með póstinum til að grafast fyrir um hvar pakkagreyið er niðurkominn!
Foreldrar mínir vorur svo viss um að við værum svo ótrúelga fljót að rífa upp pakkana að þau hringdu þegar við vorum ekki búin að opna nema helminginn, uss þessir foreldrar alltaf svo fljótfærir! ;) Þannig að það var ekkert talað við þau þarna heldur hringdi ég seinna í þau og auðvitað hringdi Gummi svo heim til sín. Á meðan annað talaði í símann mátti hitt leika sér í playstation eða horfa á sjónvarpið sem hefði verið bannað annars. Svo var haldið í jólakaffi til Gunna Búa og Tönju og svo þegar heim var komið horfðum við á Futurma og kúrðum okkur í sófanum með smá nammigott!!
Sem sagt alveg yndislegt aðfangadagskvöld og við ætlum að henda inn nokkrum myndum af jólunum okkar við tækifæri, við lofum núna og stöndum við það, þetta gengur ekki lengur!!!
Skrifa um hina daga seinna, þetta er orðið óheyrilega langt, þangað til seinna, adjö...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli