...þá lætur kerlan loksins heyra frá sér, bloggaði reyndar rétt fyrir jól en þá fraus tölvan og ég nennti ekki meira. Jólin hafa að sjálfsögðu verið alveg yndisleg og liðið alltof hratt. Ég hef líka legið í hroðalegri leti þegar ég hef ekki verið að láta gamla settið þræla mér út. Græddi reyndar á að þrælast um alla Reykjavík í leit að gjöfum fyrir hálfa fjölskylduna, fyrir að vera dugleg að þrífa og fyrir að elda jólamat. Fékk þessar líka fínu aladdin kozy-buxur úr Draumhúsinu! :) Ég get heldur ekki kvartað yfir jólagjöfunum sem voru hverri annari betri. Fyrst ber þar að nefna 2 ný pör af gleraugum frá mömmu og pabba (fékk 2 fyrir 1 tilboð), svo voru það 2x sokkar, inniskór, 2x húfa, náttföt, 2 púðar, bók, jólaskraut, heimagerðar skálar, fótabaðssápu og alveg örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna en voru engu að síður mjög góðar! :) Ég er amk ánægð með mitt, held ég sé það nú alltaf. Annars er ég í þessum skrifuðu orðum að innporta tónlist inn í tölvuna mína. Mamma og pabbi eiga nokkra diska sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga, svo er bara að sjá hvort ég verði dugleg að hlusta. En þið vitið hvernig þetta er, maður þarf alltaf að hlusta á það sem maður á ekki en hefur engan áhuga á því sem er til staðar.
Þá er ég hætt, ætlaði svo sem bara að láta vita af mér. Er farin að snyrta mig til svo ég geti byrjað á kveðjurúntinum. Það er víst borgin á morgun, matur og partý á áramótunum og rosalegt stuð. Á nú samt alveg örugglega eftir að fá smá Seyðisþrá sérstaklega svona um miðnætti en það reddast nú enda ekkert slorfólk sem ég verð með...
föstudagur, desember 29, 2006
mánudagur, desember 11, 2006
...um daginn eiganðist ég fyrstu flíspeysuna mína, hún ber nafnið frú Jensína og er rauð ðog 7 númerum of stór semsagt ekta kósí peysa. Er að hugsa um að hafa frú Jensínu með mér austur, annað hvort það eða að stela peysunni af pabba. Bara verð að hafa alltof stóra peysu til að fara í áður en ég klæði mig og þegar ég er búin að hátta og er að kúra yfir tívíinu. Nafnið kemur auðvitað til vegna þess að Hrefna gaf mér peysuna og mamma (Jensína) hennar átti hana. Verð samt að láta plássið í ferðatöskunni ráða því hvort frúin fær að fljóta með því þvílíkt og annað eins jólagjafa sem ég þarf að burðast með austur hefur ekki áður sést. Í kvöld var ég svo aðeins að jólast og pakkaði inn gjöfunum sem eiga að verða eftir í borginni og þessari sem ætlar að skreppa til Danmerkur. Verð að segja að þolinmæði mín og fimi í innpökkun hefur aukist til muna því eftir að ég var búin með minn skammt fór ég aðeins að hjálpa/skipta mér af Klemensar innpökkun. Híhíhíhíhí
Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.
Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.
Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...
Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.
Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.
Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...
miðvikudagur, desember 06, 2006
...elsku eplastelpan mín er lasin þessa dagana svo þetta er pc-blogg. Reyndar held ég að hún sjálf sé ekki lasin heldur hleðslutækið því þeir í apple-búðinni sögðu að allt væri í orden þegar ég fór með hana í heimsókn til þeirra á föstudaginn. Annar í heimsókn á morgun og sé fram á að þurfa að splæsa 8000 kalli í hleðslutæki. Ég svitnaði aksjúalí við að skrifa þetta!!
Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...
Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...