fimmtudagur, janúar 11, 2007


...ligg hérna í aladdin-buxunum og frú Jensínu og borða súkkulaði rúsínur. Eini félagskapurinn minn er Lúlli Love-a-Lot sem ég fékk í jólagjöf frá mr.G. Klemens á útstáelsi með einhverjum og Sigga farin að sofa, maðurinn minn að spila. Er að vonast til að karlinn fari að koma sér heim því mig langar í knús. Svo langar mig að halda áfram að hanga í rúminu og horfa á dvd. Held ég byrji á því eftir þetta blogg. Hef ekkert gert síðustu daga nema hanga í leti en það fer alveg að breytast. Býst við að rífa mig upp eldsnemma eða um hádegisbil á morgun og reyna að koma í þvottavél og láta sjá mig úti meðan dagsbirtan er ennþá við völd. Langt síðan ég hef gert það! Áramótin voru fín, matur hjá tengdó, skaupið heima, búbbluvín og horft á flugelda, gestir og svo farið í nexus-partý. Ég talaði og talaði og drakk frekar lítið. Talaði svo mikið að ég steig ekki eitt dansspor! Löbbuðum heim um 7 með einn rauðan og einn hvítan kút og rauða flösku. Miklar byttur þar á ferð, heppin að vera ekki rænd á leiðinni. Síðan þá hefur farið mest fyrir rólegheitunum eins og áður var sagt, nema síðustu helgi fórum við óvart út. Byrjaði með rauðvíni og ostum heima og þróaðist í rólegt pöbbarölt og gott spjall sem endaði ekki fyrr en undir morgun. Gaman að því!

Það er farin að síga á seinni hluta súkkulaði rúsínanna svo ég nenni ekki meira, er að hugsa um að fara að hringja í mr.G og reka hann heim. Finnst betra að hann og litli bíllinn séu heima þegar það snjóar mikið. Er ég frek? Æ já ég veit svo ekkert endilega vera að svara...