...þá meiga jólin koma mín vegna! Við erum búin að öllu nema að sjóða hangikjötið en potturinn er á leiðinni til okkar og svo er ég að klára að þvo! :) Það er svo jólalegt hjá okkur, erum með stórt jólatré og fullt af dúkum og dótaríi. Við erum amk mjög ánægð með þetta og sitjum bara í sófanum og störum út í loftið og stinjum aftur og aftur "en hvað það er fínt hjá okkur!!". Það á reyndar ennþá eftir að koma einn pakki til okkar frá Lindu systur Gumma. Gummi skrapp upp í Ica Nära Norrmalm til að athuga hvort að pakkinn sé þar en þetta er frekar snúið því við höfum ekki númerið á honum. Trúi samt ekki örðu en að blessaður pakkinn sé kominn til Skövde því hann var sendur 11. des!! Reyndar erum við bara búin að lenda í veseni með pakkana okkar í ár, höfum þurft að spurjast eftir þeim því aldrei koma kvittanir um að við eigum að sækja þó að við sáum á netinu að þeir séu löngu komnir í bæinn. Samt fyndið að segja frá því að pakkinn frá foreldrum Gumma þyngdist um hálft kíló á ferðalaginu frá Íslandi til Svíþjóðar og búumst við við því að flugvélamaturinn hafi bara verið svona rosalega góður og vel útilátinn að jólagjafirnar hafi bara alls ekki viljað fara frá borði!! Hann var amk 4 daga (miðað við skráinguna á netinu) á milli landanna svo hann hlýtur að hafa flogið nokkrar ferðir!!!
Mólga mín er pakkinn þinn frá mér kominn til þín í DK?? Vona að hann hafi náð á réttum tíma, Svíarnir eru reyndar ekkert voðalega lengi að losa sig við pakkana úr landi, hafa bara gaman af því að halda þeim í vöruskemmum áður en þeir afhenda þá réttum eigendum.
Annars óska ég öllum Skövdebúum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla! :*
Þið sem fenguð ekki jólakort frá okkur verðið bara að afsaka okkur, við skrifuðum á öll skrilljón kortin sem við keyptum en það var ekki nóg og það var ekki hægt að kaupa meira *roðn*! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli