laugardagur, desember 06, 2003

...er að fara að koma mér í bólið en smá blogg fyrst. Gummi steinsefur á sófanum, hann er örugglega að hefna sín því áðan þegar ég spruði hvort hann vildi ekki færa sig í rúmið sagði hann "á eftir" alveg eins og ég geri alltaf og svo enda ég með að sofa ísófanum alla nóttina. En hann má það ekki því ég er svo frek!! Hehehehe

Fórum í bæin í dag og ætluðum að vera rosalega dugleg að kaupa jólagjafir. Fórum fyrst að fá okkur holla og næringaríka máltíð á McDonalds því Gumma langaði svo í. Ég fékk reyndar ókeypis Makka máltíð í gær þannig að ég var ekker tað deyja úr löngun en ég gat samt alls ekki látið manninn sitja einan að borða! Svo var haldið af stað í búðirnar, ein jólagjöf keypt og nærbuxur á prinsinn. Við vorum sem sagt varla byrjuð þegar við rákumst á Dönu og Sverri sem plötuðu okkur á kaffihús með sér. Þar var Madda einmitt stödd og sátum við heillengi og spjölluðum saman. Svo var fairð að styttast all ískyggilega í lokunartíma þannig að við Gummi þrömmuðum aftur af stað og fundum eina jólagjöf. Svo var bara Willy´s og þar rákumst við á Hönnu og Óla og auðvitað þurfti að blaðra helling þar. Svo var keyptur alveg hellingur af guðdómlegu nammigotti og snakki en gleymdist að kaupa jólamandarínurnar sem eiga ekki að duga fram að jólum eða sumar eins og ég frétti að hefði gerst einhverstaðar um síðustu jól!! :S Svo röltum við í hægðum okkar heim á leið, og já við löbbuðum aftur á bak því annars hefði þetta verið frekar snúið verk! ;)

Eftir góða hvíld heima (og þrifnað) ;) var svo haldið í annan í verslunarferð og röltum við þá í Maxi, þar keyptum við heilar þrjár jólagjafir og eina afmælisgjöf og sokkabuxur en ekkert nammi!! Já urðuð þið ekki hissa??? En ég lofa það var í alvörunni ekkert nammi bara jólagjafir og sokkabuxur! :D Vorum svo heppin að rekast á Sverri í búðinni, já hann er allstaðar eða úúú kannski er hann að elta okkur?!?!?! Við fengum amk far heim sem var ágætt því Sverrir pantaði rigningu með hamborgurunum sínum og við vorum ekki sátt!

Engin ummæli: