fimmtudagur, mars 18, 2004
mánudagur, mars 15, 2004
...smá leiðrétting, litli stubburinn þeirra Ástu og Símons fæddist víst 8. mars en ekki þann 9. Maður má ruglast pínu þegar barnið fæðist rétt rúmun hálftíma fyrir miðnætti! :) Annars var ég að skoða myndir af honum og hann er svo sætur að mig langar næstum því í barn en það verður víst að bíða eitthvað aðeins lengur...
Annars var afmæli hjá Möddu á laugardaginn. Fyrst var stelpu-partý-saumó og síðan máttu strákarnir koma. Það var boðið upp á þvílíkt góðar veitingar, beikonrúllur, brauðstangir, nachos og niðurskorðið grænmeti og dífur mmmm mmmm mmmm mmmm og ekki má gleyma hvít- og rauðvíninu! :) Við slóum öll saman í skó handa Möddu og hún varð mjög ánægð með þá, amk ef ég miða við viðbrögðin þegar hún opnaði pakkann. Ef hún varð ekki ánægð er hún MJÖG góð leikkona. Svo var bara skroppið aðeins á Kåren en ég fékk svo mikinn hausverk að ég dró Gumma og Dönu með mér á McDonalds. Þar jókst bara hausverkurinn þannig að ég fór heim og kúrði mig í sófanum á meðan Gummi blaðraði í símann um miðja nótt!
Jæja verð að drífa mig, á að hitta Gumma á bókasafninu rétt fyrir kl 15 og ég sem á eftir að klára að taka mig til!!! Hejdå...
Annars var afmæli hjá Möddu á laugardaginn. Fyrst var stelpu-partý-saumó og síðan máttu strákarnir koma. Það var boðið upp á þvílíkt góðar veitingar, beikonrúllur, brauðstangir, nachos og niðurskorðið grænmeti og dífur mmmm mmmm mmmm mmmm og ekki má gleyma hvít- og rauðvíninu! :) Við slóum öll saman í skó handa Möddu og hún varð mjög ánægð með þá, amk ef ég miða við viðbrögðin þegar hún opnaði pakkann. Ef hún varð ekki ánægð er hún MJÖG góð leikkona. Svo var bara skroppið aðeins á Kåren en ég fékk svo mikinn hausverk að ég dró Gumma og Dönu með mér á McDonalds. Þar jókst bara hausverkurinn þannig að ég fór heim og kúrði mig í sófanum á meðan Gummi blaðraði í símann um miðja nótt!
Jæja verð að drífa mig, á að hitta Gumma á bókasafninu rétt fyrir kl 15 og ég sem á eftir að klára að taka mig til!!! Hejdå...
miðvikudagur, mars 10, 2004
...gleðifréttir í dag, Ásta og Símon áttu strák í gær, held að hann hafi verið 13 merkur og 51 cm. Hehehe samt eins gott að foreldrar mínir halda ekkert misjafn um hvort annað. Pabbi fékk sms í gær og þar sem hann kann ekki mikið á gemsann sinn lét hann mömmu opna þetta fyrir sig. Skilaboðin voru "það er kominn strákur, 13 merkur og 51 cm" (minnir að þetta hafa verið skilaboðin). Svo var ekkert meira og þau vissu ekki frá hverjum þetta var. En þar sem þetta er gamla númeri mitt og þau vissu á Ásta og Símon áttu von á erfingja þá var hringt í mig og mér tilkynnt þetta! :)
Annars kíkti ég tvisvar sinnum á kaffihús í gær. Fyrst klukkan 13 og hitti Jónu, Lovísu og Hönnu þar og svo fórum við aftur á kaffishús eftir kvöldmat. Fékk reyndar versta kaffi sem ég hef á æfi minn smakkað á Pims, hefði átt að kvarta og skil ekki afhverju ég gerð það ekki. Í staðinn svolgraði ég þessu í mig og fékk mér svo sítrónu íste og kladdkaka í eftirrétt til að ná ógeðiskaffibragðinu úr kjaftinum á mér!! Jakkidíjakk...
Annars kíkti ég tvisvar sinnum á kaffihús í gær. Fyrst klukkan 13 og hitti Jónu, Lovísu og Hönnu þar og svo fórum við aftur á kaffishús eftir kvöldmat. Fékk reyndar versta kaffi sem ég hef á æfi minn smakkað á Pims, hefði átt að kvarta og skil ekki afhverju ég gerð það ekki. Í staðinn svolgraði ég þessu í mig og fékk mér svo sítrónu íste og kladdkaka í eftirrétt til að ná ógeðiskaffibragðinu úr kjaftinum á mér!! Jakkidíjakk...
mánudagur, mars 08, 2004
...oj ég er bara búin að borða óhollt síðustu tvo daga. Í dag fór Gummi og keypti meira af flensumeðali handa mér. Það er ekkert sem lagar vanlíðan betur en jógúrthúðaður ananas, plopp með lakísbragði, daim og pommes pinnar ásamt ca líter af Fanta!! :S Get þó huggað mig við að þetta var ekki borðað allt í einu. Hann keypti líka sterka mola og Billy's pizzur handa okkur þannig að núna hlýtur bara flensan að fara að gefast upp! :)
Annars kom í því í verk í dag að kaupa mér álfabikarinn. Hef ætlað að gera það í rúmt ár svo það var ekki seinna vænna. Samkvæmt gríðarlegri reikniskunnáttu minni sem samanstendur af Casio fx-570s vasareikninum mínum og vísifingri hægri handar komst ég að því að hver túr næstu 10 árin mun kosta mig tæplega 42 kr íslenskar. Það finnst mér langt í frá að vera dýrt enda óþarfi að borga stórfé fyrir að missa blóð!!
Annars kom í því í verk í dag að kaupa mér álfabikarinn. Hef ætlað að gera það í rúmt ár svo það var ekki seinna vænna. Samkvæmt gríðarlegri reikniskunnáttu minni sem samanstendur af Casio fx-570s vasareikninum mínum og vísifingri hægri handar komst ég að því að hver túr næstu 10 árin mun kosta mig tæplega 42 kr íslenskar. Það finnst mér langt í frá að vera dýrt enda óþarfi að borga stórfé fyrir að missa blóð!!
sunnudagur, mars 07, 2004
...hef loksins frá einhverju að segja. Ég er orðin veik og held ég sé að fara að deyja þvílík er vanlíðanin. Þetta byrjaði aðfara nótt laugardags þegar ég var að fara að sofa. Ég hélt fyrst að þetta væu viðbrögð líkamans við of mikilli koffeinintöku minni fyrr um kvöldið en því miður var það ekki tilfellið! Við Binna og Ingibjörg ætluðum á kaffihús á föstudagskvöldið. Þær komu og vöktu mig af misheppnaða bjútíblundinum, ég lagaði lubbann og svo var haldið í bæinn. Það varð stutt stopp í bænum því það þarf víst nafnskirteini til að kaupa sér kaffi og tveir þriðju af hópnum voru ekki með plastið með sér. Þá var komið við í Q8 og keypt bubbluvatn og kex og svo fórum við til Binnu og hún lagaði þetta fína latte handa okkur og svo var kjaftað fram á rauða nótt eða þar til Villi álpaðist heim og eiðilagði stemmninguna sem hafði skapast á milli okkar stelpnanna við að tala um túr, blöðrur á eggjastokkum, kynlíf og sambönd. Vá hvað strákarnir hefðu viljað liggja á hleri eða hvað...??
Annars eru Jóna og Lovísa komnar í heimsókn til Skövde og maður sér þeim vonandi bregða fyrir. Hitti þær amk pottþétt í partý-saumó hjá Möddu næsta laugardag. Frétti að þær hefðu verið í partý á Peach Pit (man einhver eftir þessu nafni úr Beverly Hills??) og vona ég að þær hafi ekki verið hluti af liðinu sem kjaftaði sem hæst hérna fyrir neðan gluggann minn þegar ég var að reyna að einbeyta mér að vanlíðan minn! :)
Farin aftur að kúra mig í sófanum og horfa á Disney stöðina sem er opin núna um helgina vegna árs afmæli hennar. Ekki amarlegt svona á meðan á flensunni stendur! :) Það er að byrja teiknimynd um Jungle Babys, ekki leiðinlegt það, og svo verður víst afmæliveisla í dag hjá þeim með röð af klassískum Disney myndum. Mér amk ekki eftir að leiðast, þá er bara að bíða eftir að Gummi vakni svo ég geti fengið meira flensumeðal aka nammi og annar ófögnuður!
Annars eru Jóna og Lovísa komnar í heimsókn til Skövde og maður sér þeim vonandi bregða fyrir. Hitti þær amk pottþétt í partý-saumó hjá Möddu næsta laugardag. Frétti að þær hefðu verið í partý á Peach Pit (man einhver eftir þessu nafni úr Beverly Hills??) og vona ég að þær hafi ekki verið hluti af liðinu sem kjaftaði sem hæst hérna fyrir neðan gluggann minn þegar ég var að reyna að einbeyta mér að vanlíðan minn! :)
Farin aftur að kúra mig í sófanum og horfa á Disney stöðina sem er opin núna um helgina vegna árs afmæli hennar. Ekki amarlegt svona á meðan á flensunni stendur! :) Það er að byrja teiknimynd um Jungle Babys, ekki leiðinlegt það, og svo verður víst afmæliveisla í dag hjá þeim með röð af klassískum Disney myndum. Mér amk ekki eftir að leiðast, þá er bara að bíða eftir að Gummi vakni svo ég geti fengið meira flensumeðal aka nammi og annar ófögnuður!