fimmtudagur, desember 29, 2005

...mikið búið að vera um að vera upp á síðkastið. Er mætt á heimaslóðirnar í firðinum fagra og er að fara aftur suður á morgun. Jólin voru auðvitað yndisleg og gjafirnar hverri annari betri svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu þar. Hlakka voðalega til að fara suður á morgun og hitta Gunnar aftur og allt fólkið mitt þar en er samt leið yfir að vera að fara frá fjölskyldunni minni hérna. En allavegnann kemur hérna smá stikkorðalisti yfir hvað ég hef brallað í firðinum:
Borðað x alveg helvítis hellingur af mat en miklu minna af kökum og konfekti en venjulega.
Labbað x 6 eða meira, mikil heilsuefling átti sér stað um jólin.
Horft á sjónvarp x mjög lítið, en eitthvað smá samt.
Drukkið áfengi x 2, rauðvín á aðfangadagskvöld og einhver helvítis hellingur á annan í jólum.
Farið á barinn x 1, en bara í nokkrar mínútur.
Labbað heim í gullskóm og komst heil heim x 1 allt Nedda að þakka því ég fékk lánaðan arm hjá honum.
Slys x 1, datt á eldhúsgólfinu um mína eigin fætur og rak hökuna í þröskuldinn inn í þvottahús. Samt fegin að hurðin var opin því annars hefði ég örugglega rotast. Var mjög sárt og lítur ekki vel út en var amk ekki lamin í þetta skiptið!
Bíó x 1, skrapp í gamla góða bíóið okkar í gær og horfði á In her Shoes, alveg ágætis skemmtun eins og allt er hérna í fallega firðinum.
Kaffi hjá ættingujum x 5, fjöslkyldan klikkar aldrei á kaffikönnunni og meðlætinu og ekki má gleyma að minnast á jólagrautinn góða í hádeginu á aðfangadag.
Rúntur um bæinn x 4, allir svo góðir að rúnta fullt, Herdís 2x, Ásta 1x og pabbi 1x og svo auðvitaið fullt af smárúntum þegar var skroppið í búðarferðir og svoleiðis.

Ahhhh hljómar þetta ekki vel krakkar mínir?? Endalaus afslöppun og notalegheit í gangi í kaupstaðnum. Svo eru bara áramót ekki á morgun heldur hinn, held að partýið sem ég fer í í borginni geti bara ekki klikkað enda afbragðsfólk sem verður á staðnum...

mánudagur, desember 12, 2005

...klukkan hálf 3 á laugardaginn var hringt í mig sem er svo sem ekki frásögufærandi nema að það voru Dana og Sverrir að spurja hvort ég vildi koma með þeim á jólatónleika Frostrósanna með íslenski dívunum og þeir áttu að byrja klukkan 4. Svo ég dreif mig af stað og
borðaði
talaði
hringdi
talaði
háttaði
bleytti
sápaði
þvoði
skolaði
þurrkaði
kremaði
klæddi
blés
málaði
hringdi
og
fór
allt á vel innan við klukkutíma

Þetta var rosalega skemmtilegt og fallegt og ég verð að viðurkenna að eitt eða tvö tár létu sjá sig í augnhvörmunum. Ég er ofboðslega glöð að þau hringdu og spurðu mig því ég er svona manneskja sem sé auglýsingar og hugsa með mér hvað það væri gaman að fara en fer aldrei.

En nú er best að fara að byrja á einhverju af öllu þessu sem ég ætla að koma í verk í dag...

laugardagur, desember 10, 2005

...ætlaði í heimsókn til Dönu og Sverris í gær en komst ekki sökum mikilla magaverkja. Það er auðvitað ekkert nýtt á þessum bæ en ég var samt alvarlega farin að íhuga á tímabili hvort botnlanginn (blessuð sé minning hans) hefði vaxið aftur og vildi komast til forfeðra sinna!

Æði dagsins er svo mygluostur og alveg sama hvernig hann er á litinn. Spurning hvort hann fari vel í magann? Læt ykkur vita seinna! ;) Ef ég fæ æði fyrir einhverjum mat þá er ég alltaf spurð hvort ég sé kannski bara ólétt. Fyrir ykkur sem eruð í þeim þankaganginum get ég sagt ykkur hreint út nei þó að ég hafi verið með legverki um daginn. Spurjið mig um svoleiðis hluti þegar ég get ekki hamið mig í poppáti og rababaranarti. Mér finnst bara mygluostur og ólívur vera eðlilegur matur til að narta í!! Varúð samt, aldrei borða síld, skyr og ólívur fylltar með papriku og tabascosósu á innan við hálftíma, áááááiiii...

föstudagur, desember 09, 2005

...hef bara haft það gott undanfarið. Skellti mér í jólakortaföndur og óáfengt glögg með því með Gyðu á þriðjudaginn. Stóð mig bara nokkuð vel að eigin áliti en þið sem fáið heimagerð kort verðið kannski á öðru máli þegar þið fáið þau í hendurnar. Verið þá bara svo væn og látið það eftir mér að þykjast finnast þau rosa flott svona afþví að það er jólin og allt það! :)

Í gær bauð Madda mér með í Smáralindina og við örkuðum þarna um og skoðuðum og skoðuðum og drukkum svo auðvitað rjúkandi kaffi. Bjóst ekki við að það væri svona notalegt að vera í Smáralindinni að kvöldi til en það var alveg yndislegt, mjög rólegt og afslappað. Það geta verið tvær ástæður fyrir því, nr.1 að fólk sé ekki byrjað að stressa sig upp úr öllu valdi og taka þátt í brjálæðinu sem stundum er á Íslandi rétt fyrir jólin eða nr.2 að Smáralindin sé eftir allt saman alltof stór og að ég hafi hreinlega ekki tekið eftir því að þarna væru mörg hundruð manns. En hvað um það, eftir búðarrápið fékk ég frábæran jólaseríurúnt þar sem við keyrðum götur sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til. Margir sem skreyta ofboðslega stílhreint og fallega og svo eru aðrir sem halda að þeir sleppi vel með að skella upp slönguseríu, að það sé bæði fallegt og ódýrt. En getiði hvað!! Nei það er ekki fallegt sama hvað hver segir nema hún sé ofboðslega vel strekt, vafin fallega utan um súlur eða ljósastaura eða búnar til myndir úr þeim. Takið nú mín orð gild og hana nú!!

Er líka alveg að verða búin að hala öllum jólagjöfunum í hús, skruppum í morgun og keyptum tvö stykki svo þetta er allt að gerast. Enda ekki seinna vænna því ég skoppa austur eftir 9 daga minnir mig. Það er samt að þróast ákaflega mikill og langvinnur höfuðverkur um hvað ég á að gefa yndinu honum karlinum mínum. Hann gefur mér engar hugmyndir og þykist ekki langa í neitt sem getur ekki staðist með mann sem hefur áhuga á svona mörgu. Ef við gröfum nógu djúpa langar okkur öllum ákaflega mikið í eitthvað en svo er bara spurning um hvað það kostar og svoleiðis smotterí...

mánudagur, desember 05, 2005

...vá hvað ég er búin að vera mikið nörd núna! Var að downloada LimeWire og er búin að ná mér í nokkur lög og, undirbúið ykkur undir þetta, 5 þætti af Thundercats og 2 af Jem and the Holograms. Já já bara töff að vera með nostalgíu á mjög háu stigi. Var líka að gera tölvuna persónulegri og fékk mér bakgrunn með mynd af Panthro *roðn* og er þar af leiðandi búin að skoða endalaust margar síður um Thundercats. Það allra síðasta í nördaskapnum var svo að finna alla textana við Buffy-þáttinn Once More With Feeling sem er söngþátturinn ef einhverjir kannast frekar við hann. Er búin að copy/paste-a alla textana í wordskjal svo ég geti rennt yfir þá að gamni! :)

Ok er hætt að segja frá svona hlutum æi bili, ég fer bara hjá mér!

Örstutt um liðna helgi: Afslöppun á föstudagskvöldið, kveðjupartý fyrir Auði á laugardagskvöldið, róleg og góð stemmning með kertaljós og jólasmákökur og svo sötraði fólk eitthvað með. Bærinn = 22 en lítið dansað meira sitið og spjallað og látið aulalega. Var eitthvað í loftinu! Sunnudagur: jólaþorpið í Hafnarfirði, keypt ein gjöf og 2 hekluð jólaskraut, strætó aftur í borgina og hreindýrasúpa í brauði og kaffibolli á eftir á Svarta Kaff. Kvöldinu lokið með Bollywood mynd, teppi og vatnsglas heima hjá Gyðu! :)

Nerd is the new cool...

föstudagur, desember 02, 2005

...ég er svo mikill klaufi!! Skruppum í búð eftir miðnætti sökum hungurs, skelltum pytt i pannan í körfuna ásamt banönum og jólaglöggi, einhverju eðlilegu að drekka og vínberjum. Já ég var svo stabíl að langa ekki í nammið sem ég var búin að láta mig dreyma um í tvo daga og geri aðrir betur! Brunuðum heim hálf hungurmorða, skelltum pyttinum á pönnuna og kjömmsuðum á vínberjum á meðan. Pytturinn var kryddaður og svo mokað upp á disk en þá vobbosí það duttu nokkrir kartöflubitar á eldavélina. Sirrý kartöfluhetja ætlaði að bjarga þeim með sinni alkunnu snilld en fipaðist eitthvað og rak vesalings litla puttann í pönnuna og situr núna uppi með brunarönd og sviða. Ekki gaman en ætli ég lifi ekki af!!

Ef einhver þarna úti er mikill aðdáandi minn og langar að gefa mér eitthvað skemmtilegt í jólagjöf mæli ég með annað hvort Gargoyles season 1 eða DuckTales season 1 fyrir þá sem eru ekkert að hugsa um rosalega dýrt en smá samt! ;) Þeir sem vilja eyða aðeins meiru í mig en helling geta skellt sér á Thundercats season 1 - volume 1 eða 2!! Já ég er svona nostalgíukona og var svo langt leidd um daginn að langa meira að segja að glápa á My Little Pony...