laugardagur, október 25, 2003
...dótið frá Ikea komið og búið að setja það saman. Dagurinn í gær fór að mestu í að þurrka af geisladiskum og bókum og raða upp í nýju Billy bókahillurnar okkar. Stofuborðið og Billy hillurnar koma mjög vel út og núna lítur íbúðin út eins og heimili en ekki ruslageymsla! Ég verð hissa í hvert skipti sem ég lít í kringum mig yfir hve mikið pláss er hérna núna, líður næstum eins og við séum flutt því allt er svo breytt! :) Núna vantar bara púða og lampa, kannski loftljós og léttar gardínur og þá verður alveg rosalega kósý hjá okkur um jólin. Jólin, jólin, jólin, ég er farin að hlakka svo til að halda jólin. Búin að plana að skreyta snemma svo við fáum að njóta skreytinganna sem lengst! Hlakka mest til að setja upp aðventuljósið því það er alltaf svo mikið við það, eitthvað svo hátíðarlegt. Svo er bara að finna stað fyrir stóra jólatréið, langar svo að koma því einhverstaðar fyrir. Spurning að hafa það bara fram á gangi því það verða örugglega engir aðrir í húsinu en við eða fá íbúðina hans Ara lánaða undir það!! :P Hehehehe er hætt þessum pælingum og farin að bursta tennurnar, þær eru loðnar eftir hlaup átið mikla sem átti sér stað í sófanum góða, við fína, nýja stofuborðið og yfir imbanum þar sem ég glápti á þátt um American Top model þar sem ég veit hver vinnur!! Oj ömurlegt laugardagskvöld en það næsta verður vonandi betra með miklu djammi því þá eru allir búnir í prófunum! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli