miðvikudagur, nóvember 19, 2003

...ég er svo glöð að ég gæti grátið. Reyndar var ég alveg með tárin í augunum þegar ég var að lesa fréttina um frystihúsmálin á Seyðisfirði á mbl fyrri pabba, kallinn hringdi nefnilega í mig frá Edinborg. Adolf er hetjan og Gullberg ehf að gera góða hluti og ég geri ráð fyrir að allir heima séu glaðir og ánægðir og að mikið verði djammað um helgina! :) Kvöldið versnaði svo ekki þegar ég las þessa frétt á Seyðisfjarðarvefnum um að ferjan fari að sigla til okkar allt árið um kring. Það er ekki leiðinlegt og vonandi að manni takist einhverntímann að sjá innvolsið í þessari fínu og flottu nýju ferju. Kannski maður verði bara heima næsta sumar fyrst allt er á réttri leið, er amk með reysnlu í frystihússtörfum! :) Greinilegt að allt er aftur á uppleið í firðunum fagra eftir svolítinn tíma í óöryggi og kvíða.

TIL HAMINGJU SEYÐISFJÖRÐUR!!!!

Engin ummæli: