...humm hverju á ég að ljúga í ykkur í dag??? Toni bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans voru hérna um helgina, það var rosalega gaman og mikil tilbreyting. Þau voru á tjaldstæði uppi á Billingen með fellihýsið sitt og þar sá ég mesta magn af flugum á einum stað sem ég hef á ævi minn séð enda vorum við öll útbitin eftir mýflugurnar og svo fengum við nokkur moskítóbit. Ég sem var svo ánægð að hafa aldrei verið bitin af moskítóflugum varð að bíta í það súra epli að vera friðlaus af kláða og með amk. 10 rauð og þrútin bit á fótleggjunum! :( Eigum við ekki að vera jákvæð og segja að þetta hafi verið góð lífsreynsla sem var langt í frá að vera skemmtileg!! Skelltum okkur líka í sund og þar prófaði ég að synda smá og komst að því að ég kann ennþá að synda en samt svona alveg á mörkunum. Nældi mér samt í smá lit meðan á svamlinu stóð og hélt áfram að brúnka meðan við spiluðum krokket og badminton. Kom sjálfri mér á óvart með að vera bara skítsæmileg í badminton, ég sem gat aldrei hitt fokkuna hérna í denn þegar við vinkonurnar vorum að spila í garðinum heima. Batnadi badmintonspilurum er best að lifa! :)
...ekkert af þessu er lygi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli