föstudagur, september 26, 2003

...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...reyndar 8 pör ef ég á að vera nákvæm!! Fann alla flottu gömlu hælaskóna hennar mömmu og fann 8 geðveik pör með misháum hælum, alveg frá frekar lágum upp í þvílíku pinnahælana hehehehe. Ég var búin að spurja hanan hvort hún ætti ekki einhverja flotta skó handa mér og hún svaraði "nei ég á ekkert sem er við þitt hæfi!" Svo bara fann ég hrúguna í fataskápnum og byrjaði að máta og máta og máta og þá varð mamma alveg standandi hissa og sagðist ekki hafa ímyndað sér að ég væri að leyta af svona skóm og að þeir væru komnir í tísku aftur!

Ferðasaga síðar, var bara aðeins að láta vita af mér. Núna ætla ég að fara að læra þýðir víst ekekrt að vera að slóra með það, skiladagur á morgunn og þvílíka fjörið!!

föstudagur, september 05, 2003

...þá er ég búin að vera á Íslandi síðan 19. ágúst og það er alveg ágætt. Ég tók amk góða veðrið með mér frá Svíþjóð því það hefur verið yfir 20°hiti á Seyðisfirði síðan ég kom, ekki leiðinlegt það! :) Ég á örugglega eftir að þyngjast um 15 kg á meðan ég er hérna því það eru ekkert nema stórsteikur og kaffiboð með tilheyrandi en ég kvarta ekki, verð bara dugleg í ræktinni þegar ég kem aftur heim! Reyndar er ég á leiðinni til Reykjavíkur eftir 3 klukkutíma og ætla að vera þar í viku, fara í afmlið hennar Móheiðar Helgu, sýna mig og sjá aðra, aðallega sýna mig! ;) Kem svo aftur í foreldrahús og hef það gott í ca viku í viðbót áður en ég fer aftur í borgina á loka djamm áður en ég flýg aftur heim. Úff það er bara pökkuð dagskrá framundan! :)

Þið sem eruð stödd á Íslandi og hafið áhuga á að hitta mig getið haft samband við mig í gamla gsm númerið mitt 863-0424 því ég er búin að hertaka símann hans pabba, ó hvað það er gott að vera eftirlætisbarn!!! :D Ég tíndi nefnilega flestum númerunum hjá vinum mínum þegar símanum mínum var stolið í október og þar sem ég sendi næstum aldrei sms þá hef ég ekkert endurnýjað þau *roðn*!!

Jæja verð að fara að klára að pakka og svo ætla ég að kíkja til Lillu frænku. Hver veit nema Gunnar frændi leyfi litlu frænku að kíkja á netið á meðan ég er í Reykjavíkinni, hann er nú einu sinni með ADSL (amk held ég það!), *note to self: muna að láta mömmu og pabba fá sér sítengingu!* því það er alveg ömurlegt að ruglast um netið á venjulegri módemtenginu, sjitt hvað allt gengur hægt!!! :S Jæja farin núna, ég lofa!! ;)