fimmtudagur, ágúst 25, 2005

...það eru örlög mín amk fram til mánaðarmóta að vakna alltaf í spreng og komast aldrei á klósettið fyrr en í minnsta lagi eftir 45 mín. Svaf á mínu græna eyra þar til rétt í þessu, lá í rúminu og lét fara vel um mig og hugsaði "já best að koma sér á fætur og pissa svolítið!!" Þá heyri ég baðherbergishurðinni skellt og skrúfað frá krananum og veit að mín bíða þau hræðilegu örlög að halda í mér í næstum klukkutíma!!! :/ Er stödd á Neshaganum og baðmanneskjan er hin bandaríska Keri sem er gift Adda meðleigjanda Gunnars, um mánaðarmótinm flytja þau og þá verður ekki lengur löng bið eftir klósettinu. Held reyndar að þetta bitni bara á mér því greyið stelpan hefur einstakan hæfileika til að fara í bað þegar ég er að vakna eða fara í vinnuna og þá skiptir ekki máli hvort það er klukkan 8, 11, 14 eða 16. Þetta er ótrúlegur andskoti...

sunnudagur, ágúst 21, 2005

...menningarnótt í gær og svaka stuð í Mávahlíðinni að venju. Reyndar fóru allir í bæinn með taxa nema við Gyða sem vorum ekki alveg reddí, áttum eftir að sjæna okkur smá, drekka rauðvín og syngja fullt í SingStar. Það var hroðalegt stuð á okkur og mig langaði bara ekkert að hætta að syngja, vorum að spreyta okkur í hard og náðum alveg viðunandi score-e sko!! ;) Svo var auðvitað rölt á 22 og dansað eins og vitlaus manneskja fram á rauða nótt. Gunnar kom svo þangað og eftir smá stund var rölt heim sökum hungurs, við pikkuðum Boga upp á leiðinni og svo var rölt heim og ýmis alvarleg málefni rædd! Ommeletta með pepperóní, ítölskum kryddjurtum, salti og pipar og brauðsneið með rauðu pestói klikkaði svo ekki áður en það var haldið í bólið. Gunnar er eggjameistarinn *slef*!!!

Sit núna og hangi í tölvunni því Gunnar þurfti að skreppa aðeins í vinnuna og leysa af í smá stund, ekki gaman fyrir hann!! Það var reyndar brotist inn í Nexus í nótt en þjófurinn náðist á hlaupum enda Nexus nánast við hliðina á lögreglustöðinni, klári þjófurinn sko! Ætla að fá mér smá ís og hafa það cozy, later...

föstudagur, ágúst 19, 2005

...well, well, well þá er ég komin heim úr vinnunni og strax komin með tölvuna í fangið, varð að nýta mér tækifærið fyrst hún er loksins laus!! ;) Svo sem ekkert sérstakt að frétta, bara vinna, vinna, vinna og hangsa inni á milli. Skrapp í sund í dag með Gyðu svo enn eitt átakið er formlega byrjað. Ég hef sett mér markmið og þau skal ég standa við þó ég ætli ekkert að fara að útlista þau hérna strax! Svo er bara menningarnótt á laugardaginn og ég bara ekkert spennt, var það en er það ekki lengur og ekki spurja hversvegna því ég hef ekki hugmynd! Svo líður að fluttningum eina ferðina enn, er orðin frekar þreytt á þessum eilífa þeytingi og langar í heimili sem ég get búið í í mörg mörg ár eða þar til ferðavængirnir fara að blakkta á ný!!! Verð víst að skreppa upp á Skaga við tækifæri og ná í þessar geðveiku mubblur sem ég á þar og mikið hlakka ég nú til, get bara varla beðið *hóst hóst*! Ætla bara að leygja geymslu í vetur svo ég þurfi ekki alltaf að vera með búslóðina í fanginu, er orðin frekar þreytt í handleggjunum eftir rúmt ár af stanslausum fluttningum...

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

...kerlan komin aftur í borgina eftir heila viku í blíðunni fyrir austan. Skrapp og kíkti á framkvæmdirnar við Kárahnjúka og át ís á Egilsstöðum og túristaðist svolítið með foreldraparinu mínu. Var í góðu yfirlæti og borðaði kökur og góðan mat og fékk vöfflur hjá ömmu og svona þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta. Hefði auðvitað verið gaman að vera rosalega hress og vera úti á lífinu en það var líka bara gott að vera bara heima með mömmu og pabba og slappa af! :)

Var boðið á forsýningu The Fantastic Four í gær og það var rosa gaman eins og alltaf þegar farið er í bíó. Mér fannst myndin skemmtileg og fyndin og hef ekki yfir neinu að kvarta en ég hef auðvitað aldrei lesið neitt um þetta svo ég hef heldur engan samanburð. Það var líka gaman að fara eitthvað aðeins út því ég hef varla farið út á meðal manna síðan uppskurðurinn var og hvað þá klætt mig upp svo ég gellaði mig pínu smá upp, ekkert mikið samt! ;) Það bíður nenfilega til morguns að gella sig almennilega upp því þá er mér boðið í kokteilpartý til SúperMöddu. Get ekki mætt eins og drusla þegar ég mæti í fyrsta skipti heim til hennar. Spurning hvernig maginn taki þessari heimsókn því síðast þegar ég ætlaði til hennar var daginn sem ég var lögð inn á spítalann!!! ;)

En núna er best að fara að koma sér betur fyrir því ég ætla að kíkja á Madagaskar, auglýsingin lofar góðu svo það er eins gott að myndin standi undir væntingum...