þriðjudagur, nóvember 27, 2007

...mér er illt í mænunni...
í orðsins fyllstu merkingu, hlýtur að vera lægð yfir Íslandi...eða what ever...!!! Er vöknuð snemma að venju *hóst*, hef reyndar verið að vakna snemma undanfarið en verð svo þreytt á þessu annaðslagið að ég sef í svona sólarhring á milli, er það ekki bara sniðugt?? Jújú. Borðaði súkkulaði rúsínur í morgunmat og það var gott, er á svo miklum túr að ég á það alveg skilið, held að pampers sé málið í dag! Er að bíða eftir að geta farið að vekja manninn minn því ég er að vera einmanna, búin að hanga í tölvunni í 2 tíma. En hann má víst sofa út því fyrirlestrinum í morgun var aflýust, heppni og einmitt þegar ég var búin að vera með rosalega ræðu um að vera duglegur í skólanum. Var að reyna að hringja í múttu mína áðan svo við gætum fengið okkur morgunkaffi saman en hún svaraði bara ekki, hefur örugglega þurft að fara á aukavakt, alltaf nóg að gera í HSA - eldhúsi. Fer alveg að ákveða hvenær ég fer austur, fékk fréttir í gær um að læknirinn sem tók við af lækninum mínum tók ekki við öllum sjúklingunum hans. Hefði kannski verið hægt að láta vita aðeins fyrr því ég er búin að reyna að vera að fá tíma síðan í lok ágúst!!! Svo nú get ég leitað eitthvað annað og þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu þegar ég panta flugfarið mitt. Vildi bara óska að Gunnar kæmist með austur en hann ætlar að vera geðveikt duglegur að læra og svo geðveikt duglegur að vinna á jólamarkaðinum hjá Nexus svo hann eigi fyrir fallegum jólapakka handa konunni sinni. Hahahaha skrifaði fyrst fólapakka, ég er líka óttalegt fól...

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

...þreif hvorki baðherbergið né fór í Bónus í gær sökum magakvala, var bara alveg frá og leið eins og ristillinn væri að reyna að komast út. Frekar óskemmtilegt eitthvað! Í sárabætur bauð Gunnar mér á rúntinn um kvöldið og það var bara hressandi. Ég hlakka til þegar verður komið upp meira af svona fallegu dúlleríi. Verst að geta ekkert skreytt sjálf, bý í niðurgröfnum kjallara en ég held að þau hérna fyrir ofan séu nú eitthvað byrjuð á þessu svo þetta er ekki alveg ónýtt. Ætla samt að reyna að koma upp aðventuljósi ef þetta lága sem ég sá í jólabæklingi Ikea er ennþá til, þessi venjulegu "húsa" aðventuljós eru held ég of stór fyrir gluggana hérna...eða hvað? Var að hækka á ofninum í stofunni, fannst vera orðið eitthvað svo kalt hjá okkur, kannski ekki nema von þar sem það voru mínus 7 þegar ég var úti. Ég er farin að hlakka alveg svakalega til að fara heim um jólin, get varla beðið og langar helst að fara bara á morgun en á móti langar mig ekkert að fara frá honum Gunnari alveg strax. Þetta er snúið! Er samt að hugsa um að vera lengi, kannski svona mánuð, þá hlýtur þessi Seyðisfjarðarþrá aðeins að minnka. Gunnar var reyndar að spurja hvort ég yrði ekki heima þegar við eigum 3ja ára afmæli þann 15.janúar svo kannski er hann að bauka eitthvað karlinn *spennt*. Jæja ennþá rúmur mánuður í það svo það borgar sig ekki að vera að hugsa um það alveg strax. En ég er orðin svo spennt að gefa Gunnari jólagjöfina sína að ég var næstum bara búin að gefa honum hana um daginn, meina er búin að vera með hana í felum síðan í ágúst og núna er ég bara alveg að deyja...

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

...hef bara ekki farið í vont skap síðan ég bloggaði síðast, hef greinilega skirfað það frá mér! :) Já já þrif og aftur þrif, þetta hefst, geri bara smá í einu en þetta er svo leiðinlegt!! Geri allt nema vaska upp, ég geri það bara ekki! Finn á mér að eitthvað gerist í dag fyrst ég er vöknuð svona snemma, kannski ég taki baðherbergið í gegn, ætti ekki að taka nema svona 10 mínútur. Ég er reyndar ekki vöknuð snemma af því að ég er í góðu skapi eða afþví að ég sjái fram á að gera eitthvað sem þarf að gera í dag heldur vegna þess að ég fékk í magann! :S Vaknaði við þau óskemmtilegheit, ætti að banna svona!!! Sit hérna í keng við tölvuna og þamba sótavatn og vona að allt verði komið í lag fyrir bónusferðina sem er á planinu í eyðunni hans Gunnars eftir hádegi. Jájá lífið er bara bjart í dag þó það sé ennþá dimmt úti. Ætla a ð hringja í pabba og koma honum á óvart með að ég sé vöknuð svona snemma...

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

...það er hræðilegt ástand á þessu heimili og þá meina ég ekki bara að aðalkarlinn sé lasinn. Það þarf að vaska upp, þvo gólf og baðherbergi, brjóta saman þvott og koma einhverju úr þvottakörfunni í þvottavélina (karfan er meira að segja rifin það er svo mikið í henni, en örvæntið ei, er búin að kaupa nýja). Það þarf líka að skipta á rúminu, henda lakinu (það er rifið ekki svo skítugt að ég haldi að það náist ekki úr), fara í Ikea og kaupa kommóðu svo það sé hægt að ná draslinu upp úr ruslapokum sem það er búið að vera í síðan við fluttum hingað. Fékk hrikalegt geðvonskukast yfir þessu öllu í gær og já það var eftir að ég tók lyfin inn, fór svo bara að grenja og horfði á teiknimyndir eftir að ég hafði sogið upp í nefið og svæft Gunnar. Þessvegna hef ég ekkert gert í dag nema liggja í sófanum með mismikilli meðvitund og hlusta á Ducktales og knúsa Lúlla (ekki pláss fyrir Gunnar í sófanum og svo er hann lasinn). Rétt áðan færði ég stofuborðið og fann hlunka af ló svo að ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. En málið er að ég neita að vera sú sem gerir öll heimilisstörfin og allt leit sæmilega út þegar ég fór austur svo Gunnar er skikkaður til að taka þátt en ég hafði það bara ekki í mér að vera að pína hann meðan hann er lasinn, sár og aumur karlgreyið. Og afhverju get ég ekki verið húsleg í mér? Afhverju hef ég ekki gaman að því að sveifla umhverfis mig rökum afþurrkunarklútum og að ríða um á kraftmikilli ryksugunni? Og afhverju geri ég ekki það sem ég hef gaman að eins og dúllast í útsaumi, elda og baka, lesa og spila tölvuspil, hreyfa mig og hitta fólk. Í staðinn sinni ég tveimur áhugamálum alltof mikið og það er að kúra mig undir kærleiksbjarnasænginni minni og horfa á teiknimyndir. Allt er víst gott í hófi!

Svo er það þessi blessaða kommóða sem ég er alltaf að reyna að kaupa, reyndi í byrjun september en þá var liturinn sem ég vildi ekki til í þeirri stærð sem ég vildi. Fékk sms stuttu seinna um að hún væri komin, við brunum frekar löngu seinna í Ikea en engin kommóða og ég varð pirruð yfir að hafa verið svona lengi á leiðinni og misst af henni en nóbbs þá kom upp úr krafsinu að hún hafði aldrei komið, einhver mismerking á gámnum og von á henni eftir 11 vikur. 11 VIKUR!!!! Það er langur tími en ég ákvað að bíða eitthvað lengur en var samt að horfa í krignum mig út um allt eftir annari sem ég mundi falla fyrir. Er semsagt búin að fá sms um að hún sé komin í hús og vitið menn þá á ég ekki pening. Frjáls framlög vegna kommóðukaupa velþegin.

Ég er pirruð við Ikea og pirruð við sjálfa mig og pirruð yfir að svona fáir kommenti á bloggið mitt þó að þónokkrir virðirst skoða það á hverjum degi og pirruð yfir látunum í ísskápnum sem byrjuðu um daginn og bara PIRRUÐ yfir höfuð og það er engum að kenna akkúrat núna, er ekki einu sinni búin að taka inn lyfin í dag! Best að vinda sér í það og vona það besta, sem betur fer fyrir Gunnar er hann sofnaður...

sunnudagur, nóvember 18, 2007

...veit ekki hvernig veður er í Reykjavíkinni því ég hef ekki kíkt út um gluggann síðan ég kom á fimmtudaginn. Gunnar var með allt dregið fyrir og það hefur passað skapvonskunni minni ágætlega. Var hálf lasin þegar ég kom og hélt nú að það yrði komið í lag fyrir laugardag en neibbs var slöpp og öfugsnúin sem aldrei fyrr. Ef ég hefði vitað þetta hefði ég nú stoppað aðeins lengur heima hjá mömmu og látið hana hugsa um mig. Gunnar heldur að skapvonskan sé vegna lyfjanna sem ég var að fá aftur eftir smá hlé, segir að ég hafi verið svona líka þegar ég byrjaði á þeim guð má vita hvenær, rúmlega mánaðar hlé og allt aftur á byrjunarreit. Missti af dilissíus kjúllasúpunni hans Klemensar og Páls Óskars-djammi á Nasa og það gerir mig ekkert betri í skapinu!!! *ARG*

Annars er mig farið að langa til að föndra eftir að hafa skoðað og lesið bloggið hennar Gúu Jónu, hún lætur þetta virka svo auðvelt, bara *vifff* og þá er búið að töfra fram sokka og kramarhús eins og ekkert sé. Mann fer líka að langa til að innrétta allt upp á nýtt en hérna eru hvorki góðir flóamarkaðir né peningar í veskinu til að gera eitthvað þannig. Held reyndar að allsherjar þrif myndi gera helling fyrir útlitið því Gunnar var ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis smotteríi meðan ég var í burtu! Mig langar líka að fara að gera smá jólalegt hjá mér en hugsa að ég bíði með að setja upp litla tréið mitt þar til 1.des. Vildi að ég gæti sett upp stóra tréið mitt og allt fallega skrautið sem ég á á Seyðisfirði. Svo sem ekkert vandamál að setja það upp, vandamálið er hvar það ætti að geyma það þegar jólin eru búin. Kannski svolítið dýrt að vera að senda það fram og til baka fyrir nokkra daga...