aahhh veðrið í dag er yndislegt og spáð svona eitthvað fram í tímann, ég er að krosslegja puttana í vona um að góða veðrið haldist út september! ;) Það er plönuð strandferð á laugardaginn, fara snemma af stað og hanga við Simsjön eða við annað vatna allan daginn, er sko farin að hlakka alveg hel**** mikið til!
Fengum loksins pakkann frá mömmu og pabba ídag og þvílíkur og annar eins pakki, við erum alveg í skýjunum! :) TAKK TAKK TAKK æðilsega fyrir okkur!!! :* Í kvöld ætlum við svo að halda lilla lördag og fá okkur íslenskt nammi, kíkja á imbakassann og skoða krossgátublöðin!
Hey var svo fyndið, þegar við vorum að labba heim úr ræktinni í dag tókum við eftir því að það var froða í gosbrunninum, tókum smá sveig og kíktum á þetta. Örugglega verið sett sápa eða þvottaefni útí hann svo að núna er hann voðalega hreinn og fínn! :)
Madda við erum alveg til í að fara með ykkur í Ikea og fá okkur pyslu og ikeakjötbollur :D Þurfiði að kaupa mikið og stórt og gætuði hugsað ykkur að fara frekar fljótlega eftir að þið komið eða fer það eftir bar hvernær þið fáið íbúðina? Endilega láttu mig vita svo ég geti ákveð hvort ég ætla að panta hillur eða bíða aðeins! :) Var nefnilega að pæla í að panta hillurnar og fara svo og kaupa smá draslið seinna en er ekki alveg ákveðin! :) Úff er sönn kona skrifa helling en segji ekki neitt en sem sagt já er til í bíl með ykkur! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli