fimmtudagur, nóvember 20, 2003
...flensan alveg að verða liðin hjá, ætla samt að halda mér innan dyra í dag og kannski á morgun líka því ég er ennþá með svo mikinn svima að ég þori ekki að vera fótgangandi á almannafæri. Átti að skila söguritgerðinni minni í dag en talaði við kennarann í gær og fékk frest, bað um smá frest en fékk alveg til 28. nóv og verð bara að segja að ég er sátt við það. Byrja aftur að ritgerðast á morgun eða eitthvað, amk veðrur ekkert gert í dag því ég ætla bara að hvíla mig og ath hvort þessi hnakkahausverkur fari ekki. Var að fá út úr ritgerðunum sem ég skilaði í félagsfræði og sálfræði og fékk mjög góðar einkunnir. Ætla ekki að upplýsa þær hér til að aðrir fái ekki minnimáttarkenndir en ég get sagt að ég sjálf, Gummi og foreldrar mínir (og auðvitað allir aðrir) geta verið stoltir yfir einkununum sem ég hef veirð að fá fyrir verkefnin mín í þessu fjarnámi. Svo er bara að vona að prófin gangi vel, langar svo að fá gott úr þeim líka, finn alveg að fjarnám á miklu betur við mig heldur en venjulegt nám og svo verður maður líka svo agaður...ehemmm það er eitthvað fast í hálsinum á mér...ehemmmmmm... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli