mánudagur, desember 08, 2003

...fékk póstkort í dag frá Kúbu sem var sent þann 14. nóvember. Þeir eru greinilega ekki jafn mikið að stressa sig á póstinum þarna og hérna og samt er frekar lítið stress á póstinum hérna í Svíþjóð. Mamma og pabbi sendu okkur pakka í sumar sem var tvær vikur á leiðinni til Skövde frá Seyðisfirði. Samkvæmt netinu var hann kominn til Reykjavíkur sama dag og mamma sendi hann og hingað út daginn eftir. Svo var hann bara eitthvað að dúlla sér hérna í Svíþjóð á hinum ýmsu pósthúsum!!

Er farin upp í sófa og undir sæng með sögubókina mína, maður verður víst að reynaa ð lesa eitthvað. Á að fara í próf á morgun en ætla að taka sjúkrapróf á mánudaginn í staðinn. Ástæðan er sú að ég er búin að vera með svo illt í maganum að ég hef varla getað hreyft mig í fjóra daga. Var þokkalega einmitt meðan afmælið hjá Finni var en ekki mikið lengur er það og ef ég hreyfðio mig snöggt þá meiddi ég mig alveg rosalega. Þegar svona er ástatt fyrir manna er best að liggja í sófanum með sæng, halda um magann (en ekki fast því það er svo ofboðselga vont) og láta vorkenna sér alveg rosalega! ;) Ég var á tímabili farin að halda að ég væri að fara að eiga, væri ein af þessum konum sem afneita því að þær eru óléttar og svo búmm bara komin með hríðir og barnið dettur í klóið...

Engin ummæli: